Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 8
e 3 8 C reei íam .92 HuoAciunKUg flAllflUAjRT32*ilJl/li/lAIVi cíiciAjaMur MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLiFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. MAÍ JJIOM 1991 W_ VlSlfWl/Geturerföafrœdinskýrtupprwnamannsins? Skyldleiki steingemnga SPURNINGIN um upphaf mann- líkra vera og sér í lagi mannsins sjálfs er viðfangsefni nútíma fornmannfræði. Þrátt fyrir mikl- ar framfarir á sviði þessara vís- inda, á undanförnum 5 árum, er enn engan veginn augljóst hvaða þróunarbrýr tengja okkur því fornsögulega dýraríki sem við rekjum rætur okkar til. Eins er enn ágreiningur um tengslin á milli einstakra tegunda frum- manna. Hugsanlegt er að fram- koma nýrrar tækni í erfðafræði geti stuðlað að því að skýra ýmis af þessum óvissuatriðum. Tvær ólíkar hugmyndir um upp- runa nútíma manna hafa valdið miklum ágreiningi á meðaj fornmannfræðinga undanfarið. í meginatriðum snýst ágreiningurinn mmmmmmmm um eftirfarandi spurningu. Er maðurinn tilkom- inn vegna þróunar sem átti sér stað á einstökum og tak- mörkuðum svæð- um, eða eru sé- reinkenni okkar hámark umfangs- mikillar og alhliða þróunar sem átti sér stað á undanförnum ármilljón- um? „Pjölsvæða líkanið“ gerir ráð fyr- ir því að sérkenni hinna einstöku kynþátta hafi að mestu leyti þróast á þeim svæðum sem þeir búa á í dag. Samkvæmt þessari hugmynd á nútímamaðurinn sér ekki ákveð- inn upprunastað á jörðinni, heldur hafa mismunandi flokkar mannlíkra vera kynblandast, en sú þróun hef- ur smám saman leitt til framkomu manngerðarinnar Homo sapiens og allra þeirra mismunandi einkenna sem einstaklingar þeirrar tegundar búa yfir. Ýmis einkenni Evrópubúa bera vott um skyldleika við Neand- erdalsmanninn sem bjó í Evrópu þangað til fyrir u.þ.b. 30 þúsund árum, en frumbyggjar Astralíu búa yfir einkennum sem fengin éru frá Java-manninum. „Afríkulíkanið" gerir hins vegar ráð fyrir því að nútímamaðurinn reki rætur sínar til ákveðins staðar á jörðinni, sem talinn er hafa verið í Austur-Afríku. Þaðan hafi hann eftir Svetii Ólafsson IMeanderdalsmenn - Nýlegar rannsóknir benda til þess að þeir hafi myndað sjálfstæðan stofn og séu því ekki forfeður nútímamannsins. breiðst til annarra landsvæða og rutt úr vegi öðrum mannlíkum ver- um sem þar voru fyrir. Neander- dalsmenn eru samkvæmt þessari hugmynd ekki forfeður okkar held- ur sjálfstæður stofn sem hverfur með aukinni útbreiðslu nútíma- mannsins í Evrópu. Nýlegar athug- anir benda til þess að Homo sapiens og Neanderdalsmenn hafi um mörgþúsund ára skeið búið samtím- is bæði í Evrópu og í Asíu. Ennþá er ekkert hægt að segja um það hversu náið sambýlið var og hvort það leiddi til kynblöndunar. Vísindamenn við British Museum hafa gert athugasemdir á rökum sem mæla með eða á móti tilgátun- um tveimur. Niðurstöður þeirra eru að flest styðji frekar hugmyndir Afríkulíkansins. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á kjarnasýrum og eggjahvítuefni manna benda tii þess að hin mismunandi afbrigði nútímamannsins séu erfðafræðilega mjög skyld, en það samræmist illa kynblöndunarhug- mynd fjölsvæða lík- ansins. Á undanfömum tveimur ámm hafa áhugaverðar upp- götvanir í erfðafræði opnað nýjar leiðir sem gætu gert mög- ulegan samanburð á erfðaefni nútíma- manna og mannlíkra vera fyrri tíma. Trú- legt er að sá mögu- leiki muni stórauka skilning okkar á þró- unarfræðilegum tengslum mannsins og forvera hans. Aðferðin sem hér er um að ræða, nefn- ist polímerasakeðju- verkun og gerir mögulegt að fram- leiða eintök af gefn- um DNA-stranga í miklu magni. Hing- að til hefur þessi aðferð nær eingöngu verið notuð í erfða- fræðirannsóknum og í réttarlæknis- fræði. Fornmann- fræðingar líta aðferðina nú hým auga. Ef hægt er að finna kjarnasý- mbrot í fornum beinaleifum, þó ekki sé nema í örlitlu magni, er nær samstundis hægt að gera eftir- myndir af kjarnasýmkeðjunni sem mundu gefa mikilvægar upplýsing- ar um erfðaefni lífverunnar. Að sjálfsögðu er ekki hlaupið að því að finna kjarnasýmr í mörg- hundmðþúsund ára steingerfingum og ef þær finnast getur verið erfitt að segja fyrir um það hvort þær eru frá lífvemnni sjálfri eða um- hverfinu sem valdið hefur mengun á leifunum. Þær gætu jafnvel verið úr svitadropa fornleifafræðings sem meðhöndlaði leifarnar. Nú þegar hafa vísindamenn ein- angrað kjarnasýrur úr 7000 ára gömlum leifum lífvera og því er trúlegt að það sé einungis tíma- spursmál hvenær erfðafræðinni tekst að svara brennandi spurningu sem kvalið hafa fornmannfræðinga um margra ára skeið. Námsmanna- skattkort 1991 sendútí byrjun júní í byrjun júní verða námsmannaskattkort vegna ónýtts persónuafsláttar fyrir janúar - apríl 1991 send til námsmanna í framhalds- skólum og 10. bekkjum grunnskóla sem rétt eiga á þeim. Þessir aðilar þurfa því ekki að sækja um námsmannaskattkort nema í undantekn- ingartilvikum. Unnt er að sækja um viðbótar- námsmannaskattkort frá miðjum júlí nk. ef persónuafsláttur fyrir maí hefur ekki verið nýttur. IMámsmenn við erlenda skóla þurfa að sækja sérstaklega um námsmannaskatt- kort til ríkisskattstjóra. Vakin er athygli á því að áður útgefin námsmannaskattkort gilda ekki á árinu 1991. RSK RtKISSKATTSTJÓRI UMHVERFISMÁL /Er hungursneyb umhverfismálf Verðugt verkefiii NÝLEGA gat að líta á forsíðu Morgunblaðsins litla frétt í ramma með fyrirsögninni: Hungursneyð yfirvofandi í Eþíópíu. Síðan er frá því skýrt að 1 milljón Eþiópiumanna hafi matarbirgðir til tíu daga og berist þeim ekki meiri matur bráðlega kynnu fleiri að svelta í hel en í hungursneyðinni í landinu árið 1984. Ennfremur óttast menn að 27 miiyónir Afríkubúa í Súdan, Líber- íu, Sómalíu, Angóla, Malawi og Mosambique eigi á hættu að verða hungurmorða á árinu verði þeim ekki komið til bjargar. 27 milljónir! Er hægt að skilja hvílíkur mannfjöldi þetta er? Eru slíkar fregnir svo tíðar að viðbrögð hafa sljóvgast? Hver á að koma þessu fólki til bjargar og hvernig? Af hveiju er verið að fjalla um þetta í pistli um umhverfismál? Forsagan er auðvitað flókin - finnst Þetta urelt aðferð. Heilla- hún er stjórnarfarslegs eðlis drýgra væri að hjálpa_ þessum og efnahagslegs. Þessa örbirgð þjóðum að búa betur í haginn má líka rekja til þekkingarskorts fyrir sig heima fyrir með úrræð- stjórnenda og almennings í þess- um t'1 langrar framtíðar, skipu- um löndum og lagningu og áætlanagerð um til þess að þjóð- hvernig íbúarnir geti orðið sjálf- irnar hafa mátt um sér nógir um þola kúgun matvælaframleiðslu. valdhafa frá Alþjóðlegar hjálparstofnanir stórveldum fyrri hafa vissulega unnið mikið og tíma, sem gott starf sem seint verður full- skeyttu lítt um þakkað. Þeirra verkefni lýkur afkomu þegn- aldrei. En það er líka tímabært anna - nýttu sér að hjálpa þessu fólki í miklu rík- bara auðlindirnar. Af myndum ara mæli en hingað til að byggja sem berast okkur í ofgnóttar- UPP nytjagróður því sjálfu til þjóðfélögunum á sjónvarpsskján- framdráttar. Það er langtíma- um sjáum við umhverfi þessa verkefni en einhvern tíma verður fólks, þar sem það hírist í hnipri að byrja. Er til nokkuð verðugra í sandeyðimörkinni þar sem varla verkefni fyrir hinar ríkari þjóðir sést stingandi strá - ekkert vatn en standa saman að því að rétta - enginn gróður - engin von. hag þessa fólks - hjálpa því að Hrikalegur veruleiki. bæta gróðurfarið í landi sínu svo Myndirnar sem birtast frá það geti brauðfætt sig og sína þessum svæðum í dag segja okk- fyrir eigið tilstilli um ókomna ur svo sem ekkert um hvernig framtíð? Ætti þetta ekki að vera þessi þróun varð. Heldur ekki höfuðverkefni Sameinuðu þjóð- hverjum eða hveiju um er að anna? kenna. Samt er hægt að fara Svarið við spurningunni hér nærri um það. Fyrstu viðbrögð að framan hvort hungursneyð sé ríku þjóðanna er að safna mat- umhverfismál er: Já, að miklum vælum og senda flugleiðis og það hluta. Það sjáum við af myndun- strax - enda allt að verða um um sem birtast okkur af eyði- seinan. Síðan er þar við látið sitja mörkunum sem umlykja þetta að langmestu leyti. Mörgum vesalings fólk. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.