Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 4
4 t '26.;MÁÍ:íágÍ „Eg hef stundum verið á réttum stað á réttum tíma" TVEGGfA TAL/BJARNIINGVAR ÁRNASON eftir Jóhönnu Kristjónsdóltur/Ljósmynd: Kristján G. Amgrímsson ALLIR KANIMAST við Bjarna I Brauð- bæ en færri vita á honum öilu meiri deili því hann hefur ekki haft sig í frammi utan síns sviðs þó hann hafi látið að sér kveða í viðskiptalífinu og verið áberandi og umsvifamikill í veitingarekstri síðustu tuttugu ár eða vel það. Við hittumst til skrafs í setustofunni á Hótel Óðinsvéum, þar prýddu uppstoppaðir fuglar og blóm stofuna. Á veggnum var gamal- dags sími fenginn frá Hornbjargi og ekki aðeins til skrauts. Hótelgestir ekki síst erlendir hafa gaman af að skoða fuglana að því er hann segir. Hann kemur mér fyrir sjónir sem glettinn alvörumaður og ákveðinn á hæglætislegan hátt. Auk þess að reka Hótel Óðinsvé og veitingahúsið þar, kaffistofuna Prikið í Banka- stræti, sitja í Ferðamálaráði, sækja til fjalla, planta trjám í sumarbústað- alandi fjölskyldunnar, stunda lax- veiðiár hefur Bjarni nú tekið að sér veitingarekstur í Perlunni á Öskju- hlíð og þar er nú unnið af kappi við að koma öllu í horf. Hann segir að það sé heiður að hafa fengið tæki- færi til að reka veitingahúsið í Öskju- hllðinni og rifjar upp sextíu ára gaml- an draum Jóhannesar Kjarvals. En fyrst spyr ég. Hvernig á að finna fólk til að sækjaveit- ingahús með allt það fram- boð sem fyrir er? „í Perlunni verður veit- ingabúð með léttum ódýrum veitingum auk og auk þess veitingasalurinn á snún- ingsgólfinu þar sem verða bornar fram fyrsta flokks veitingar. Það verður fleira í boði í húsinu en matur og drykkur sem hæfa allra buddum. Þarna verða að staðaldri listviðburðir og hvers kyns uppákomur og afþreying. Hvergi í Reykja- vík er útsýni fegurra og þarna verður gerður sér- stakur útsýnispallur til að menn njóti þess sem best. Það á að verða erfitt að heimsækja Reykjavík án þess að skoða Perluna og Reykvíkingum á sjálfum að finnast þeir eiga þangað erindi." Hann heldur áfram: „Veistu að þetta hús Perlan var í draumi manna í sextíu ár. Það var Kjarval sem setti fram hugmyndina í „Gijót" árið 1930.“ Hann fer og nær í kverið. Þar stendur..einu sinni þegar einn smiður ætlaði að biðja guð afsökunar á að hann hefði haft áhrif á verk mannanna þá varð náttúran fyrri til og var búin að gefa honum margar merkilegar hugmyndir... merkilegasta hugmyndin var að byggja höll eða musteri inn á Öskjuhlíð. Átti að þekja musterishliðamar spegil- hellum svo norðurljósin gætu nálgast fætur mann- anna - átti að skreyta þak- ið kristöllum allavega litum, og ljóskastari átti að vera efst á mænin um sem lýsti út um alla geima. Húsið sjálft átti að svara birtu dagsins og táknum nætur- innar. Hjelt smiðurinn að þetta mundi auka á skraut jarðarinnar og birtu himn- anna...“ „Það er rómantík í þessu. Vonandi tekst að vekja þá tilfinningu með gestum Perlunnar,“ segir hann. „Það er mikill heiður að fá að vinna svona verkefni og taka þátt í að gera borgar- lífið glaðlegra og kannski betra,“ segir hann hugsi. „Okkur langar til að fólk verði sólgið að koma aftur og aftur. Þetta á að vera við allra hæfi og bamafólk verðurvelkomið." En hvernig byijaði hann veitingarekstur og við hvaða efni? „Ég var liðlega tvítugur þegar ég byijaði. Það var árið 1964, ogégvarjafn fátækur og kirkjumús. En ég átti þó orðið konu og hana Dísu mína. Við hóf- umst handa á Þórsgötu 1, þar hafði lengi verið kaffi- stofa, hét Mikligarður en alltaf kallað „Kommakaffi“. Framan af var boðið upp á smurt brauð og þetta gekk ljómandi vel. Svo var farið út i að bjóða upp á heitan mat bæði á staðnum og heimsendingarþjónustu og er svo enn. Svo bættum við framleiðslu og dreifingu á skyndibitamat og samlokum við og þetta mæltist vel fýr- ir. Að liðnum nokkrum árum keypti ég hlut meðeigenda minna og hef verið eini eig- andi síðan. Þegar farið var að selja heitanmat í Brauð- bæ 1969 hygg ég að þetta hafi verið einn fyrsti grill- staðurinn. Ég stækkaði smám saman, engin heljar- stökk voru tekin. Seinna kom að því við fengum vín- veitingaleyfi og þá hafði ég keypt smátt og smátt hús- eignirnar á horni Týsgötu og Þórsgötu og þar með var kjörið að koma Hótel Óð- insvé á fót.“ í Hótel Óðinsvéum er 31 herbergi með 67 rúmum. Hann segir að gisting og matur á hótelum hér á landi sé ekki dýrt miðað við ná- grannalöndin og þó sé hrá- efni í mat hérlendis fokdýrt. Bjarni rak einnig Krána við Hlemmtorg og árum saman hefur hann haft forsjá með kaffistofunni „Prikið“ á homi Ingólfstrætis og Bankastrætis í 22 ár. „Prik- ið“ er dálítið sér á parti og verður ekki breytt,“ segir hann. Ég spyr: „Ertu þá svona íhaldssamur?" Hann segir glaðhlakkalega. „Nei bara á góða hluti.“ Ég átta mig ekki alltaf á því hvenær hann talar í alvöru og hven- ær ekki. Hann bætir við til skýringar: „Silli og Valdi áttu þennan stað þegar ég tók reksturinn að mér. Þeir tóku eiginlega af mér loforð að breyta sem minnstu. Það hefur alltaf verið sérstakur hópur sem kemur þangað, í upphafi fylgdi til dæmis Oscar Clausen sem var með Fangahjálpina með í kaup- unum. Það er fjölbreytt þjóðfélag þarna og öðruvísi en á öðrum stöðum. Um margt blandaðra. Á árum áður voru dagblöðin AI- þýðublaðið, Vísir og Tíminn með ritstjórnarskrifstofurí grenndinni. Þjóðviljinn og Morgunblaðið ekki langt undan heldur. Um tíma var þessi staður sóttur óspart af blaðamönnum. En ekki aðeins af þeim, þama sátu hlið við hlið bankastjórar, blaðamenn og rónar. Lítið um kvenfólk. Afgreiðslu- konurnar þarna hafa alltaf verið stórmiklir sálfræðing- ar gestanna. Af hveiju áhugi á matargerð og veit- ingarekstri. Ég fékk smá- patti áhuga á matargerð þegar pabbi var að malla. Hann hafði mikið gaman af matartilbúningi og veitinga- reksturinn var ekki langt undan því föðurfjölskylda mín hafði rekið Hressingar- skálann um árabil. Þegar ég óx úr grasi var ég kokk- ur til sjós nokkur sumur, meðan ég var í skóla var á síld, hringnót og reknetum. Það líf átti vel við mig og ég lærði mikið á því.“ Hann er Reykvík- ingur og gekk hér í skóla en var sendur til sr. Þorgríms á Staðastað til undirbúnings landsprófi. Hann andmælir því að hjá sr. Þorgrími hafi verið ein- hveijir pörupiltar. „Prýðis- drengir en þurfti kannski að halda sumum betur að námi og það tókst sr. Þor- grími prýðilega. Hann var góður lærimeistari." Ég varð þess vísari þegar ég fór að leita að honum í viðtal að ég vissi ekki hvers son hann er. Bjami í Brauð- bæ hefur fest svo við hann að margir þekkja hann ekki undir öðru. Hann hlær dátt að því og segir að það komi sér oft ágætlega. „Éger ekki þekktur," segir hann og virðist meina það. „Ef Brauðbæjarnafnið fylgir ekki með eru margir sem vita ekkert hver maðurinn er. Það hentar mér ágæt- lega. Ég get farið út í búð, allra minna ferða og menn tengja mig ekkert við þenn- an Bjarna í Brauðbæ.“ Það er fjarri svo að skilja að hann sé að leyna ætterni sínu. Hann heitireftir tveimur náfrændum sínum sem fórust með togurum á stríðsárunum. Móðir hans var Elín Ingvarsdóttir, leik- kona hjá Leikfélagi Reykja- víkur en hann segir að- spurður að leiklist hafi ekki höfðað til sín. Faðir hans var Ámi Haraldsson, starf- aði lengst af hjá við verslun fjölskyldunnar og eitt helsta stórmagasín Reykjavíkur árum saman Haraldarbúð. Ég spyr hann um foreldra hans. Hann verður hugsi. Segir. „Mamma var mikil Iady. Listræn og listelsk. Hún var skemmtileg og vel gefin og víðlesin. Hún var heimsmanneskja en ég veit ekki hvort hún var ham- ingjusöm. Hún var leikkona, kannski lifði hún að nokkru í tilbúnum heimi, því hún var heldur aldrei nógu hörð fyrir hinn ytri heim. Kannski var hún ekki uppi á réttum tíma. Það var auð- velt að láta sér þykja vænt um hana. Faðir minn, eins og ég sé hann var sjarmör og góðmenni. Ég hugsa hann hafi ekki notið sann- mælis og ekki verið á réttri hillu. Hann var ekki reglu- samur og það háði honum alla tíð. Hann var vel mennt- aður í sínu fagi en ég hugsa hann hefði átt að verða bóndi, hann var elskur að dýrum og mikill útilífsmað- ur, fékkst við veiðskap og kenndi mér margt í því efni.“ FIMLEIKAR - FIMLEIKAR 2ja vikna sumarnámskeið verður haldið hjá íþróttafélaginu Gerplu í júní. Hægt er að velja á milli tveggja tíma, kl. 12 og 14-16. Aldur 5-10 ára, bæði strákar og stelpur. Innritun hefst 27. maí í síma 74925 milli kl. 10 og 12. íþróttafélagið Gerpla. Hugljúfar þakkir sendi ég öllum, sem glöddu mig á 80 ára afmœli mínu 9. maí sl. Guðríður Snorradóttir, Grjótaseli 7. Metsölublað á hverjum degi! VINKLAR Á TRÉ Þ.Þ0R6RÍMSS0H&C0 ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 v/Gullinbrú, Stórhöfða 17, sími 674844 Flísasýning ídagfrákl. 12-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.