Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 5

Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 5
MORGU'NBLAÐIÐ SUNNUDAGL'H 36. MAI 1991 1$ Ö Mistökin gerast þegar menn eru ekki í jafnvægi, þá eru teknar rangar ákvarðanir og afleiðingar geta verið sárar ... einu sinni var ég að skammast og sló í handriðið orðum mínum til áherslu og handarbraut mig... Og hvaðan heldurðu að þú sért? „Ég held ég hafi fleira frá mömmu en pabba. En hver sér nú sjálfan sig eins og aðrir gera? Ég held að í karakter sé ég að ýmsu lík- ur henni og karakterinn framkallast meira eftir því sem maður verður eldri. Steingrímur Sigurðsson, listmálari og skríbent, vinur minn segir að ég sé líkur mörnrnu." Eftir gagnfræða- nám velti hann fyrir sér hvert stefna skyldi og segist hafa verið óráðinn nokkuð. Hann reyndi fyrir sér í hár- greiðslunámi, „en það var , ekki tímabært, konum fannst ekki nógu huggulegt að vera að láta strákling fást við hárið á sér,“ eins og hann orðar það. Það var nærtækt að snúa sér að verslunarsviði og hann var einnig með það bak við eyr- að að fara aftur í skóla. „En ég varð yfir mig ástfanginn ungur, við vorum sautján átján ára, konan mín og ég þegar við kynntumst. Við giftum okkur tvítug og eignuðumst fjögur börn. Konan mín, Sigrún Odds- dóttir, er ekta Reykvíkingur eins o g ég. Við stóðum sam- an og höfum gert það alla tíð.“ Börnin þeirra eru Amdís Björg f. 1963, Þóra fædd 1967 ogElín 1972ogsvo heiðurstrúturinn Árni Ingavr 1978. Elsta dóttirin lést í bruna tvítug. „Það jafnar sig. En maður verður aldrei samur. í gegnum gleði og góðar minningar og ekki síst trúna tekst að afbera. Ég sé það þannig að maður lendi í öngstræti. Gildi trúarinnar gerir að fyrir enda þessa öngstrætis finnur maður leið. En það er eilífðarverkefni að fást við söknuðinn þegar þeir fara sem okkur þykir svona vænt um. Og eru litríkir. Dísa mín var það. En þessa áhættu verður maður að taka; því fleiri böm því meiri áhætta. Við missi skilja menn hvað þeir eru vanmáttugir og allt viðhorf og gildismat verður að end- urskoða." Hann segist aldrei gera neitt. Það séu aðrir sem vinni fyrir hann. „Ég hef stundum verið á réttum stað á réttum tíma með ákvarð- anir í viðskiptum. Það hefur verið meira heppni en klók- indi. Ég hef aldrei skarað fram úr í neinu. Það er nú ekki flóknara." Honum finnst veitinga- húsarekstur skemmtileg en erfið atvinnugrein og sam- keppnin hörð, óvægin ogoft óheiðarleg. Til séu að sönnu traust fyrirtæki, önnur gangi kaupum og sölum og svo áður en við sé litið séu sömu menn komnir í sömu stöðuna. Hann er ekki alltaf sáttur við aðferðirnar. Við tölum um miðbæinn og honum þykir gamli bær- inn hafa hægt á sér. Segir: „Menn mega taka sig á ef á að viðhalda þessu sem eftir er. Borgaryfirvöld þurfa að slaka á klónni svo sem með stöðumælavörslu og fleira. Það ætti að gefa þeim lóðareigendum sem vilja byggja upp í gamla miðbænum eða bæta kost á niðurfellingu á lóðar- og byggingargjöldum. Það væri strax til hjálpar. Víða er húsum í þessum hluta illa eða ekki viðhaldið og skúrar og kofar út um allt sem eru til óprýði. Almennt er toll- heimtan of mikil og meðal annars þess vegna stenst gamli bæjarhlutinn stenst ekki samkeppni. Borgar- yfirvöld verða að skilja að miðbærinn er ekki lengur arðbær sem fasteignastað- ur. Það er ekki nóg að gefa Skjöldu að borða og drekka þegar búið er að slíta af henni spenana. Víst hafa Miðbæjarsamtökin sýnt við- leitni en þau verða að fá stuðning frá þeim sem ráða málum. Áður fyrr iðaði allt af lífi en nú hefur fólkinu fækkað og það er bara ekki hérna lengur." Ég spyr hvað skipti hann mestu. „Kjölfestan í mínu lífi er fjölskylda mín og samvinna og friður á vinnustað. Það er toppurinn í tilverunni. Stundum er ekkert grín að vera í forsvari í fyrirtæki. Maður er stundum grimmur og ósanngjarn við starfs- fólkið. En það er oft ekki um annað að ræða. Þegar skipið lætur ekki að stjórn verður maður að byrsta sig. En stundum eru það nú smámunirnar sem maður blæs upp. Ég er einstaklega heppinn hvað starfsfólk varðar og sem betur fer er sjaldan ástæðatil að hafa hátt. Margt hefur unnið hjá fyrirtækinu árum saman. Hvort ég er jafnlyndur? Já, það verð ég að vera, það er mitt hlutverk. Mér finnst löstur að vera það ekki. Mistökin gerast þegar menn eru ekki í jafnvægi, þá eru teknar rangar ákvarðanir og afleiðingar geta verið sárar... einu sinni var ég að skammast og sló í hand- riðið orðum mínum til áherslu og handarbraut mig ... Eftir það sá ég að það borgar sig að vera prúður og stilltur, sérðu til.“ Þú virðist ekki stressaður maður. Nú hlýtur þú að hafa töluvert að gera hvað sem_þú segir? „Ég er sennilega skipu- lega óskipulagður," segir hann. Bætir við. „Ég á til að vera skipulagður. Á hveijum degi renni ég yfir daginn og hvað fyrir liggur. Það er stærsti kostur minn að koma verkunum yfir á aðra og fínna alltaf einhvem sem er betur til þess fallinn en ég að inna þau af hendi.“ Ég kalla það að kunna að stjórna. Hvemig hljómar það? „Það hljómar ágætlega en ég veit ekki hvort það er svo. Ég er alljent laginn við þetta. En menn verða að þekkja sín takmörk. Jú, ég þekki einhver af mínum. Ég tel mig ekki upptekinn mann nema helst við að koma verkum á aðra... Þetta er allt spurning um forgang. Ég hef gaman af því að vasast í því sem teng- ist mínu starfi en mér finnst þó margt skemmtilegra. Við fjölskyldan eigum sumarbú- stað í Kópavogi ogeyðum miklum tíma þar. Ég hef verið að fikta við skógrækt þar á tveggja hektara landi sem við höfum átt í 23 ár og var fyrsta fasteignin sem viðeignuðumst." ann er mikill útilífsmaður. Segistvera veiðimaður af lífi og sál. „Ég fer út í á til að vekja laxinn. Mér fínnst ekki nauðsynlegt að landa honum. Maður fer að líta þetta öðrum augum eftir því sem maður verður eldri. Allir laxveiðimenn muna betur þann fisk sem þeir misstu en hinn sem þeir náðu. Það gildir um mig. Laxveiði er íþrótt og maður þroskast sem betur fer frá því að þurfa alltaf að koma með einhvern afla. Ég var oft í ijúpnaskytteríi áður fyrr. Einu sinni veiddi ég 116 ijúpur á einum degi og það geri ég aldrei aftur. Svona er ekkert nema græðgi. Græðgi er skelfileg- ur eiginleiki og ég vil vera laus við hana.“ Ertu mjög efnaður mað- ur? Hann hallar undir flatt. „Það er afstætt, er það ekki. Menn geta verið fátækir í ríkidæmi sínu og öfugt. Ég hef aldrei verið fátækari en þegar ég missti hana Dísu mína. En það er ríkidæmi að hafa góða heilsu og vera í sátt við fjölskylduna, sam- félagið og náttúruna. Ég er gætinn en brennandi í þvi sem ég er að gera. Rétt áður en Perlan kom til sög- unnar hjá okkur var allt í samdrætti og aðhaldsað- gerðum í fyrirtækinu og er reyndar enn. Ég reyni að spara en hika ekki við að setja fé í rétta fjárfestingu. Tekurðu þig alvarlega? „Nei, það held ég ekki og stundum finnst mér þeir sem það gera vera gjarnan dálítið spaugilegir. Eg hef haldið mér og mínum dálítið prívat og hef stundum gam- an af því hvað fáir þekkja mig nemá margir kannast við þetta fyrirbæri Bjarni í Brauðbæ. Að öðru leyti hef ég engan starfstitil. Enda geri ég mest lítið og kæri migekki um völd. Völd eru oft baggi að burðast með. Þau eru góð og gild meðan þau eru hæfilega lítil á leið- inni upp í mót. Aftur á móti fer að versna í því þeg- ar upp er komið, þá fer sætleikinn úr valdinu og menn einangrast með sjálf- um sér. Annars hef ég einn merkilegan hæfileika, veistu. Eg er góður spámað- ur um veður. Ég fylgist með spörfuglunum. Efþeirskilja mikið eftir af reynibeijum á haustin verður harður vetur. Svo skoða ég beijalyngið. Ef mikið er um ber þýðir það að lyngið er að fjölga sér með fræframleiðslu og búa sig undir harða vetur. Sama á við þegar laufín fijósa föst á tijánum. Ég mæli vatnshæðina, hlusta á gróður og fugla. Ég lærði þetta strákur og það stenst alltaf. Ég er ansi ánægður með þetta.“ m Glæsilegt úrval al úrum og klukkum Einnig mikíð af allskonnr gjafavörum HERMANN JÓNSSON, úrsmiður Veltusundi 3B, sími 13014 Orðsending frá Lífeyrissjáði Snknar Lífeyrissjóður Sóknar sendi í mars yfirlit til allra sjóðfélaga sinna, sem greiðslur bárust fyrir á árinu 1990. Yfirlit þessi voru send á heimilisföng sem sjóðfélagar höfðu 1. desember 1990 skv. þjóðskrá. Þeir sjóðfélagar, sem telja sig hafa greitt til sjóðsins á síðasta ári en ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi vinnuveitanda og skrifstofu sjóðs- ins á Skólavörðustíg 16, Reykjavík, sími 17588. Lífeyrissjóður Sóknar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.