Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991 C 17 amíns Jóns Gíslasonar og Margrétar Sveinbjörnsdóttur, hin voru Þórunn, Magnús, Birgir og Kjartan er lifir bróður sinn. Gísli var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðlaug Ólafsdóttir. Þau eignuðust þrjár dætur: Margréti, gift Halldóri Guðmundssyni, Dagnýju Ólafíu, gift Ragnari Tómassyni, Helgu Jennýju, gift Sigurgeiri Sigur- jónssyni. Þau skildu. Hinn 25. júlí 1953 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ragnhildi Rósu Eð''aldsdóttur. Þau eignuðust tvö börn: Eðvald Einar, giftur Sigrúnu Jóhannsdóttur, Andreu Ingibjörgu, gift Ólafi Jó- hannessyni. Barnabörn og barnabarnabörn eru nú 27 talsins. Kynni okkar Gísla hófust er ég, ung stúlka, var að læðast heim með syni hans. Ég minnist þeirrar stund- ar er við hittumst fyrst, þá voru þau hjónin nýkomin heim af skemmtun ásamt nokkrum vinum og mig lang- aði helst að láta mig hverfa af sjónar- sviðinu, en Gísli sló örmum sínum um mig og leiddi mig til stofu og kynnti mig sem tengdadóttur sína. Uppfrá því var ég ætíð sem dóttir hans, þannig er honum best lýst, hann var alltaf vinur vina sinna, og hallaði aldrei á nokkurn mann. Fyrstu búskaparár okkar Einars bjuggum við á heimili Gísla og Rósu. Það vakti athygli mína að á hveijum sunnudagsmorgni gerði Gísli sér er- indi til dætra sinna, bróður eða ann- arra skyldmenna. Á þennan hátt ræktaði hann ijölskylduböndin. Gísli var mikill atorkumaður til allrar vinnu, hvort heldur var í hans fagi, múrverkinu eða öðru. Ef áhug- inn stóð til verksins voru afköstin ótrúleg t.d. þegar við reistum saman sumarhúsið okkar í Öndverðarnesi, og síðan innréttingin á ferðabílunum, þeir urðu tveir, sá fyrri þótti ekki nógu þægilegur en þá sló hann til og innréttaði annan af meiri kost- gæfni og útsjónarsemi, en því miður auðnaðist honum ekki að njóta ferða- laga í þeim bíl sem skyldi, því hann var þá orðinn sjúkur. Það var erfitt að geta ekki slegist í för með góðum félögum i Húsbílaklúbbnum sem þau hjónin nutu návistar við nú síðustu árin. Úr síðustu ferð hans með klúbbn- um síðastliðið haust kom tengdafaðir minn færandi hendi sem svo oft áð- ur, farið hafði verið í betjaferð og færði hann okkur þtjár fötur af betj- um. Til betjatinslunnar gekk hann af sömu elju og annars og var ekki á því að gefast upp þó veikindin sæktu á. Að lokum vil ég þakka tengdaföð- ur mínum samfylgdina og hjálpsem- ina er hann sýndi fjöiskyldu minni og bið góðan Guð að blessa og varð- veita minningu hans og jafnframt að styrkja og hugga tengdamóður mína í hennar þungu sorg. Sigrún Jóhannsdóttir * .7/7///«//// VORLÍNAN STÚDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 31. maí á Hótel íslandi og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru velkomnir og hvattir til þess að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Hótels íslands miðvikud. 29. maí og fimmtud. 30. maí kl. 16-19 báða dagana. Samkvæmisklæðnaður Stjórnin. DJ5 hTfI SAflYO Samstæða sem seiðir að 25% ^ 2x80 watta magnari með 7 banda tónjafnara og „Suround". Plötuspilari, hólfsjólfvirkur. Tvö- falt segulband með sjólfvirkri upptöku. Útvarp með 36 föstum minnum, vekjara, svæfara og sjálfleitara. Geislaspilari 18bits/8, með 5 forvölum og 18 titla minni o.fl. Hátalarar 80W, þre- faldir með tveimur 160 mm „woofers" og 50 mm „tweeter". Fjarstýring með 50 aðgerðum o.fl. o.fl. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780 Var á kr. Tilboð kr. 79.800, ” stgr. Verð frá kr, 37,500í 2 vikur, 2 fullorðnir og 2 börn Verð frá kr. 55.600,- í 2 vikur, 2 í stúdíói Verð frá kr, 47,420, “ í 3 vikur, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára Verð frá kr, 65,960í 3 vikur, 2 í stúdíói BROTTFARARDAGAR: 26. maí 9. júlí 20. ágúst 4. júní 16. júlí 27. ágúst 11. júní 23- júlí 3. september 18. júní 30. júlí 10. september 25- júní 6. ágúst 17. september 2. júlí 13- ágúst (ttlAWTMC FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMAR 28388-28580 BROTTFARARDAGAR: 29. maí 17. júní 8. júll 29. júlí 19- ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.