Morgunblaðið - 29.05.1991, Page 2

Morgunblaðið - 29.05.1991, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991 Sjávarútvegsráðherra: 1% nýting hvala- stofna varfærin HVALVEIÐAR íslendinga voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra fór yfir stöðu málsins eins og hún er við upphaf ráðstefnu Alþjóðahval- veiðiráðsins. „Við höfum lagt þar áherslu á tillögu okkar um að fá að taka eitt prósent af hrefnu- og langreyðarstofninum, sem mjög varfærnislega tillögu og byggða á mjög nákvæmum vísindalegum athugunum og til- lögum okkar manna,“ sagði sjáv- arútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið. Tillagan var ekki rædd á fundi tækninefndar Al- þjóðahvalveiðiráðsins í gær og þykir því vonlítið að hún nái fram að ganga. Þorsteinn sagði að algjör sam- staða væri innan ríkisstjórnarinnar um þetta mál. Auk þess legði ríkis- stjórnin áherslu á endurskoðun stjómunarreglnanna. „Það er okkar ætlan að meta stöðu okkar upp á nýtt, að loknum þessum fundi. Ég hef iagt á það áherslu að við verðum að geta sannfært sjálf okkur og aðra um að ráðið ætli að starfa í samræmi við tilganginn sem kemur fram í stofnsamþykktunum, þ.e.a.s. að gera hvort tveggja að vernda hvalastofnana og ákveða nýtingu," sagði sjávarútvegsráðherra. A Isafjörður: Meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn slitið Sjálfstæðismenn af í-lista leita sam- starfs við A- og G-lista FULLTRÚAR í-listans í bæjarstjórn á ísafirði ákváðu í gærkvöldi að slíta meirihlutasamstarfi við D-listann og var það staðfest með bréfi til formanns fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á ísafirði. Þá var ákveðið um leið að skrifa fulltrúum Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags og óska eftir viðræðum um myndun meirihluta og var svars óskað um hádegi í dag. í meirihlutasamningi aðila var ákveðið að Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, sem var oddviti í-lista sjálfstæðismanna, dragi sig út úr bæjarstjóm, en fallist á að hann héldi bæjarstjórastarfinu. Oddviti D-lista sjálfstæðismanna, Ólafur Helgi Kjartansson, samdi við bæjar- stjórann um launakjör, en sá samn- ipgur hefur ekki fengist staðfestur. Á mánudag lagði Kolbrún Halldórs- dóttir, forseti bæjarstjórnar af í- lista, fram tillögu í bæjarráðinu um staðfestingu á ráðningarsamningn- um. Fulltrúi Framsóknarflokksins og Hans Georg Bæringsson, oddviti D-lista í fjarveru Ólafs Helga, felldu tillöguna. í framhaldi af því sendi I-listi Óla M. Lúðvíkssyni, formanni fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, bréf um slit samstarfs í gærkvöldi. Mikill ágreiningur hefur verið meðal þeirra tveggja arma Sjálf- stæðismanna á Ísafírði sem mynd- uðu meirihluta í bæjarstjóm ísa- fjarðar eftir síðustu kosningar. Aðal ágreiningsmálið virðist hafa verið ráðning bæjarstjóra, en Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri leiddi klofningsframboð Sjálfstæðis- manna við síðustu bæjarstjómar- kosningar og náði 2 mönnum í bæjarstjórn, en D-listinn fékk 3. Úlfar. Kjaramálaályktun 36. þings BSRB: Borgarráð: Dvalarheimili keypt fyrir alzheimerssjúka Morgunblaðið/Bjami Laugardalslaug undirbúin fyrir sumarið Sundlaugin í Laugardal hefur verið lokuð í þessari viku og hafa starfsmenn hennar unnið við að þrífa laugina og laugarhúsið. Að sögn Ómars Einarssonar framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, er einn- ig verið að gera við það sem aflaga hefur farið og undirbúa þannig laugina undir aðsókn sumarsins. Stefnt er að opnun hennar á laugardag. BORGARRÁÐ hefur samþykkt með fyrirvara, kaup á fasteign- inni Laugarásvegi 66, er nýtt verði sem dvalarheimili fyrir tíu alzheimerssjúklinga. Kaup- verð hússins er 22 milljónir en auk þess mun borgarsjóður leggja til 6 milljónir króna vegna nauðsynlegra breytinga. Að sögn Sigurðar H. Guð- mundssonar stjórnarformanns Skjóls, er rekur umönnunar- og hjúkrunarheimili við Kleppsveg, mun rekstur heimilisins verða í þeirra höndum. „Samþykkt borg- arráðs fyrir kaupunum er með þeim fyrirvara að byggingarnefnd samþykki nauðsynlegar breyting- ar á húsnæðinu og að fram fari grenndarkynning, þar sem leitað er eftir samþykki nágrannanna," sagði Sigurður. „Þarna eiga að geta dvalið tíu sjúklingar sem hafa allgóða hreyfíferð en eru þó miklir sjúklingar og geta ekki verið án eftirlits. Við vorum áður búnir að fá ádrátt um það hjá heilbirgðis- ráðuneytinu um að leyfi yrði veitt fyrir heimilinu ef Reykjavíkurborg keypti húsnæðið. Ef kaupin ganga ekki til baka og engin mótmæli koma frá nágrönnunum þá ætti heimilið að geta tekið til starfa í haust.“ Ahersla á að kaupmáttur taxtalauna verði stóraukinn Tillaga um 70 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði var felld Sigurður sagði að um tilraun væri að ræða. Þetta væri fyrsta dvalarheimil fyrir alzheimerssjúkl- inga hér á landi en heimili sem þetta hefur verið rekið í Svíþjóð með góðum árangri. Heimilið yrði að reka í samvinnu við sjúkra- stofnun sambærilegri við Skjól og verða heimilismenn í daglegri þjálfun þar. ÞING Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti um kvöldmat- arleytið í gær kjaramálaályktun, þar sem lögð er áhersla á „að kaup- máttur taxtalauna verði stóraukinn og hann rækilega tryggður svo dagvinna dugi til framfærslu". Þá er lögð áhersla á stórhækkun lægstu launa, sem sé forgangsverkefni næstu kjarasamninga. Hins vegar var felld tillaga um að lágmarkslaun verði 70 þúsund krónur. Samþykktar voru kröfur um að fæðingarorlof verði lengt i 12 mán- uði á fullum launum og að vinnuvikan verði 36 stundir. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði ekki rétt að binda hendur aðildarfélaga BSRB með því að nefna tölur um tiltekna upphæð lágmarkslauna. Verkefni þingsins væri að móta kjarastefnu BSRB til næstu þriggja ára og það væri verk- efnið á hausti komanda að útfæra nákvæmari kröfugerð. Hann sagði að sér fyndist það farið að einkenna kjaramálaumræðuna að einblínt væri á haustið. „Núna er maímán- uður og það er verið að takast á um tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu. Það er verið að hækka vexti, það er verið að færa fjármagn til í þjóð- félaginu. Það hefur komið fram að skuldir heimilanna á íslandi eru 170 milljarðar og að eitt prósentustig til eða frá þýða 1.700 milljónir sem færðar eru úr einum vasa í annan. Ég legg til að við höldum okkur við nútíðina og tökum á þessum málum og ályktum um þau,“ sagði Ögmundur. Ennfremur er í kjaramálaálykt- uninni lögð áhersla á breytta og jafnari tekjuskiptingu og að launa- fólki verði tryggð aukin hlutdeild í þjóðartekjum. Þess er krafist að starfsmönnum verði ekki mismunað í launum og að sömu laun verði greidd fyrir sömu vinnu innan hverrar stofnunar eða deildar. Hins vegar var felld með þorra greiddra atkvæða tillaga um að félagsmönn- um innan BSRB verði ekki mismun- að í launum og að sömu laun verði greidd fyrir samsvarandi vinnu hjá ríkisstofnunum og bæjarfélögum. Þá voru samþykktar eftir tals- verða umræðu kröfur um að fæð- ingarorlof verði lengt í 12 mánuði á fullum launum og að vinnuvikan verði 36 stundir. Auk þess er hvatt til endurskoðunar á samningsrétt- arlögum opinberra starfsmanna og lögð áhersla á að raunverulegt at- vinnulýðræði verði eflt. Miklar umræður um EES Miklar umræður voru á þinginu í gær um samningaviðræðurnar við Evrópubandalagið um Evrópska efnahagssvæðið og kom fram sú almenna skoðun þingfulltrúa að mjög varlega ætti að fara í viðræð- unum. Tillaga frá Ragnari Stefáns- syni og Ólafi Þ. Ragnarssyni um að innganga í EES væri fyrsta skre.fið til inngöngu í EB og erfitt gæti orðið að snúa til baka var felld með 9 atkvæða mun, 63 atkvæðum gegn 54. Hins vegar var tillaga um að samningarnir um Evrópskt efna- hagssvæði yrðu bornir undir þjóðar- atkvæði þegar þeir væru tilbúnir samþykkt með þorra atkvæða. í ályktun um Evrópumálin er það gert að skilyrði fyrir viðræðum um EES að í engu verði hvikað frá sjálfsákvörðunarrétti íslendinga, né yfirráðum þeirra yfir auðlindum landsins og efnahagslögsögu. Þá verði í engu skert ýmisleg félagsleg réttindi sem náðst hafi íslensku launafólki til handa. Lögð er áhersla á að félagsmálin hafi ekki skipað þann sess í umræðunni sem verka- lýðshreyfingin hafi gert kröfu til. Lífeyrisréttindi ekki skert Þingið samþykkti einróma tillög- ur lífeyrisnefndar, þar sem meðal annars er lögð áhersla á að lífeyris- réttindi félaga í BSRB verði í engu skert. Þá er samþykkt að setja á fót milliþinganefnd til að vinna að nauðsynlegum breytingum á lögum og reglugerðum um lífeyrisjóði bæjar- og ríkisstarfsmannafélaga. Ragnhildur Guðmundsdóttir, form- aður Félags íslenskra símamanna, sem var framsögumaður um tillög- ur lífeyrismálanefndar, sagði að hlutverk nefndarinnar væri að end- urskoða í heild lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna. Samið við flug- afgreiðslumenn: Seinagang- inum hætt Keflavík. SAMKOMULAG náðist í vinnudeildu flugafgreiðslu- manna í Leifstöð og atvinnu- rekanda í gær og hafa þeir nú hætt seinagangi við vinnu, að sögn Kjartans Kjartans- sonar trúnaðarmanns. Kjartan sagði að samningar væru ekki að fullu frágengnir, en stefnt væri að ganga frá samkomulaginu í dag, miðviku- dag. Ákveðið hefði verið að slíðra sverðin þar til samið hefði verið. -BB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.