Morgunblaðið - 29.05.1991, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991
Tlutcuicv
Hcílsuvörur
nútímafólks
*/
mimmssr
GARÐSLÁTTUVÉLAR
48 cm sláttubreidd.
Öfíugur tvígengis-
mótor. Lengri
ending, minna
viðhald !
Þú slærð betur með
(3eplus
Kaffivélar
700-1000 wött.
Glæsilegirlitir.
Verð frá 2.890,-
• lObolla
0 Heittoggott
0 Englr eftirdropar
0 Sgerðir
pÉZXí
LaiA 4 stoppar wW> dymar
Vöfflujárn
llmandi, fallegarvöfflur.
• Snúrugeymsla
• Hitastýring
• Stígandi hitastilling
• Teflonhúð
Erum við haldin stofnanatrú?
eftir Árna Ingólfsson
Ýmsar stofnanir eru mjög gagn-
legar og sumir góðir hlutir nást ekki
fram nema með sameiginlegu átaki.
En of mikið má af öllu gera og þama
gildir eins og alls staðar að best er
að fyigja reglunni um hinn gullna
meðalveg.
Líklega erum við ísiendingar enn-
þá stofnanatrúar. Margt bendir til
þess að slík árátta sé mjög á undan-
haldi í öðrum löndum og að einstakl-
.ingurinn verði aftur færður skör
ofar. Ekki er ástæða til að halda
annað en að sama þróun verði hjá
okkur á Islandi. Stofnanatrúin kem-
ur vei fram í heilbrigðismálum því
auk ýmissa fyrirtækja þar á vegum
kerfisins (sjúkrahús o.fl.) þá eru þar
einnig ýmsar aðrar stofnanir sem
eru óbeint reknar með aðstoð kerfis-
ins. Flestir eru reiðubúnir til að
styrkja slíkar stofnanir bæði ríki og
borg, einkafyrirtæki og einnig fólkið
í landinu með ýmiss konar söfnun-
arátökum. Minna er hugsað um það
að meta hversu mikið gagn viðkom-
andi stofnanir gera og einnig hitt
hvort kostnaður þeirra sé hugsan-
lega of hár miðað við notagildí. Sam-
bærileg aðstoð við einstaklinga í
svipuðu starfí og með miklu minni
rekstrarkostnaði myndi aldrei vera
á dagskrá. Sumir myndu kalla slíka
menn „pilsfaldakapítalista" sem er
að vísu gott orð en notað á röngum
stað.
Einstaklingur starfandi í heil-
brigðismálum má ekki auglýsa sig
en sambærilegar stofnanir mega
auglýsa starfsemi sína endalaust.
Margt fólk heldur einnig þegar það
fer í sambærilega skoðun hjá stofn-
un annars vegar og hjá einstaklingi
hins vegar að þá sé meira öryggi
„En þrátt fyrir allt þá
högum við okkur eins
og dæmdir menn,
þ.e.a.s. kerfið skal í
gegn hvort sem það er
gott eða vont. Allt er
þetta gert í nafni skipu-
lags.“
hjá stofnuninni þótt raunverulega
sé þessu öfugt farið. Hluti af þess-
ari hugsun er sjálfsagt stofnanatrú
en einnig máttur auglýsinganna.
Stofnanatrúin kemur einnig fram
í ýmsum öðrum myndum. Núna er
t.d. allt í einu gamli og góði heimilis-
læknirinn ekki lengur gildúr, heldur
kemur í staðinn stofnun sem kallast
heilsugæslustöð. Það á t.d. að skipta
Reykjavík niður í fjögur heilsu-
gæsluumdæmi og þú sem býrð í
þessu umdæmi átt aðeins kost á því
að sækja ti! þinnar heilsugæslu-
stöðvar í þínu umdæmi. Ennþá átt
þú þó kost á því að velja þér lækni
á heilsugæslustöðinni en samkvæmt
eðli þessa kerfis þá fellur allt slíkt
burtu og innan tíðar átt þú aðeins
kost á því að sækja viðkomandi
stofnun. Þessi háttur hefur verið
viðhafður bæði í Svíþjóð og Noregi
en engan veginn gengið upp. Ósló
er skipt í mörg heilsugæsluumdæmi
eins og á fljótlega að gera í Reykja-
vík og samkvæmt’því sem fyrrver-
andi aðstoðarborgarlæknir í Ósló
sagði mér fyrir nokkrum mánuðum
þá eru núna allir þar sammála um
að þetta nýja kerfi sé ómögulegt.
Hann sagði mér líka að fyrrverandi
borgarlæknir Óslóar hafi verið hér
á íslandi fyrir nokkrum árum og
Krystyna Cortes
_________Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Krystyna Cortes hélt sína
fyrstu einleikstónleika í íslensku
óperunni sl. sunndag. Á efnis-
skránni voru verk eftir J.S.
Bach, Mozart, Debyssy og Chop-
in. Þrátt fyrir að þetta væru
fyrstu einleikstónleikar hennar,
hefur hún fyrir löngu unnið sé
nafn sem frábær píanisti og síð-
ast í samspili við Arto Noras,
finnska sellósnillinginn.
Tónleikamir hófust á Króm-
atísku fantasíunni og fúgunni eftir
J. S. Bach, sem er bæði margbrotið
og erfitt verk. í heild var leikur
hennar mjög vel mótaður, bæði
hvað varðar hendingamótun og
samskipan radda. Tvö verk eftir
Mozart voru næst á efnisskránni,
Fantasían fræga í c-moll og sónata
K. 457, einnig í c-moll. Fantasían
ber, hvað snertir formskipan, mörg
einkenni barokk-fantasíunnar en
er undarlega seiðmögnuð tónsmíð
og tókst Krystynu Cortes að laða
fram þessi einkenni verksins á
einkar fallegan máta.
Sónatan K. 457 er glæsileg tón-
smíð en þar leikur Mozart mikið
með svonefnda minnkaða sjöund
og hljómferli tengt því tónbili og
var Beethoven jafnvel skammaður
fyrir að ofnota þessa tónskipan,
eins og t.d. í Pathetique-sónötunni.
Sónatan var mjög vel flutt en það
var í Estampes eftir Debussy sem
Krystyna Cortes fór á kostum og
Sú söngmennt, sem tengist
karlakórssöng á Islandi, varð til
við sérstakar félagslegar aðstæður
og ekki síst í því samfélagi sem
æðri menntastofnanir voru um og.
eftir aldamótin síðustu. Þetta á
ekki aðeins við um ísland og var
margt í starfsemi þessara hópa
erlendis, tekið upp hér á landi. Það
sem gerir starf karlakóranna þýð-
ingarmeira hér á landi en víða ann-
ars staðar, var sú staðreynd, að
það var nær eini möguleikinn fyrir
tónskáld að fá söngverk sín flutt
og að ekki sé talað um að fá tæki-
færi til að syngja.
Gamlir söngmenn í karlakórun-
um Geysi og Fóstbræðrum stóðu
fyrir tónleikum í Langholtskirkju
um síðustu helgi og fluttu sýnis-
horn af þeirri hefð sem karlakór-
ekki síst í síðasta verkinu, sem var
Fantasían í f-moll, op. 49, eftir
Chopin.
Estampes samdi Debussy árið
1903 og eru þetta meðal vinsæl-
ustu verka hans, enda skemmtileg
viðfangsefni fyrir píanista, þar sem
leikið er með fíngraferð og blæmót-
un af miklu listfengi. Öll þessi at-
riði skiluðu sér vel í leik Krystynar
Cortes og í fantasíunni eftir Chop-
in, sem er feikna erfitt verk, á
arnir byggðu upp hér á landi og
var tilefnið 75 ára starfsafmæli
Fóstbræðra. Sjórnendur kóranna
voru Jón Þórarinsson tónskáld og
Arni Ingimundarson en undirleikari
var Lára Rafnsdóttir.
Á efnisskránni voru gamlir og
góðir söngvar og hjá Geysimönn-
um, sem hófu tónleikana undir
stjórn Árna Ingimundarsonar, voru
það !ög eins og Þú komst í hlaðið
og Grænkandi dalur sem kórinn
sögn af þeim glæsibrag er þeir
voru fyrrum frægir fyrir. Hall-
arfrúin eftir Jon Björnsson var
mjög vel sungin af Erni Birgissyni
en Geysismfjnn áttu oft á að skipa
mjög góðum einsöngvurum. Sam-
eiginlega sungu kóramir undir
stjórn Árna Ingimundarsonar m.a.
í rökkurró hún sefur, eftir Björg-
köflum hálfgerður fingurbijótur og
meðal best gerðu stórverka meist-
arans, var leikur hennar frábær-
lega vel útfærður. Það sem vitað
var, er nú ljóst, að Krystynar Cort-
es er frábær píanóleikari og athug-
andi hvort hún, ásamt öðrum
kvenpíanistum hér á landi, mætti
eiga von á því, að Sinfóníuhljóm-
sveit íslands ætlaði henni pláss á
tónleikum sínum í framtíðinni.
vin Guðmundsson og Brennið þið
vitar, eftir Pál ísólfsson, sem kór-
amir sungu mjög vel.
Gamlir Fóstbræður undir stjórn
Jóns Þórarinssonar, sungu ein-
göngu íslensk lög, eftir Johann Ó.
Haraldsson, Bjama Þorsteinsson
og Sigfús Einarsson en af þeim
ágætum lögum þeirra var Kirkju-
hvoll Bjarna sérlega fallega sung-
inn. Saman sungu svo kórarnir,
undir stjóm Jóns Þórarinssonar,
Ólafarkvæði, íslenskt þjóðlag. Ein-
söngvari var Kristinn Hallsson,
sem söng hreint úr sagt af glæsi-
brag og með einstaklega skýrum
textaframburði. Tónleikunum lauk
með fímm alþýðulögum eftir Árna
Thorsteinsson, sem öll eru raddsett
af Jóni Þórarinssyni og var söngur
kóranna glæsilegur. Eins og fyrr
segir var undirleikari Lára Rafns-
dóttir og var leikur hennar bæði
öruggur og múskalskt vel útfærð-
ur.
Geysir og Fóstbræður
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Um mannjöfnuð og verðlaun
eftirNjörðP.
Njarðvík
Sunnudaginn 28. apríl síðastliðinn
víkur Matthías Johannessen að
mannjöfnuði og verðlaunum fyrir
listir í Helgispjalli sínu, og er nokkuð
þungorður. „Mannjöfnuður er eitur,
það sjáum við í fornum bókmenntum
okkar,“ segir þar. Og svo vitnar
hann í Helga Hálfdanarson, þann
mæta bókmenntaþýðanda og orðvöl-
und, sem sagt hefur að listverðlaun
„séu ekki aðeins alger markleysa;
heldur einnig mjög varhugaverð". I
þessu spjalli Matthíasar þykir mér
margt athugað af giöggskyggni.
Rétt er að gjalda mikinn varhug við
mannjöfnuði, en ekki get ég fallist
á að hafna öllum listverðlaunum á
svo eindreginn hátt. Þetta langar
mig að fara um fáeinum orðum.
Metingur
Mannjöfnuður er í eðli sínu sam-
anburður sem byggist á metingi.
Hann getur verið tvenns konar í
tvennum skilningi: Að telja fram
kosti eða ávirðingar og að metast
um samanburð annarra manna eða
að meta sjálfan sig með hliðsjón af
öðrum. Mannjöfnuður er líka í eðli
sínu markleysa, að því að engir
menn eru eins, ekki einu sinni líkir,
og því til einskis að bera þá saman.
í lítilli en merkri bók eftir Swami
Vivekananda sem heitir Starfsrækt,
segir: „Hver er mikill á sínum stað.“
Tökum dæmi af lögfræðingi sem
vinnur óaðfinnanlega fyrir Hæsta-
rétti. 'Setjum hann um borð í bát í
ofviðri. Hann þarf ekki að reynast
mikill þar. En sjómaðurinn sem þá
hefur fullkomið vald á aðstæðum,
getur komið að litlu liði í Hæsta-
rétti. Er hægt að segja hvor er hin-
um meiri? Kannski á sjómaðurinn
eftir að bjarga lögfræðingnum og
kannski á lögfræðingurinn eftir að
koma sjómanninum til bjargar. Það
er meira að segja hæpið að bera
saman tvo sjómenn og tvo lögfræð-
inga vegna þess, að aðstæður þeirra
geta verið svo mismunandi. Og
ágæti manna er meðal annars í því
fólgið hvernig þeir bregðast við að-
stæðum.
Ennþá fráleitara er að ætla að
meta sjálfan sig með hliðsjón af
öðrum. Slíkt leiðir trúlega annað-
hvort til oflætis eða minnimáttar-
kenndar. Mér er það minnisstætt
þegar ég tók stúdentspróf, að þá
ráðlagði Þórarinn Björnsson skóla-
meistari okkur í ávarpi sínu, að
reyna á mikilvægum stundum að
horfa á okkur sjálf utan frá líkt og
á ókunnuga manneskju, áður en við
tækjum ákvörðun. Þetta er góð ráð-
legging, en það er erfitt að fylgja
henni, eins og flestum góðum ráð-
leggingum. Sá maður hefur öðlast
mikinn þroska sem getur horft á
sjálfan sig hlutdrægnislaust. Og það
er fáum gefið að meta eigin þroska.
Þeir sem þykjast geta það, gera sig
oftast nær seka um vanþroska.
En gleymum því ekki að það er
hægt að rnetaTólk án samanburðar
við aðra. Ég held að við þekkjum
öll gott fólk, framúrskarandi fólk
sem lifir lífi sínu af stillingu og vinn-
ur störf sín án metings svo að aðrir
megi góðs af njóta..
Án metings
Þannig held ég að sé um flesta
listamenn sem leggja líf sitt í sköpun
sína. Þeir eru ekki að keppa við
aðra en sjálfa sig og sína eigin getu.
Þeir þurfa að vísu að hafa nokkurt
sjálfstraust samfara sköpunarþörf,
því að annars er hætta á að þeim
fallist hendur. Kynni mín af lista-
mönnum (og ýmsum sem heims-
frægð hafa hlotið) segja mér, að
sannri og djúpri listsköpun fylgi ein-
lægni og hógværð, sem er sprottin
af ósjálfráðri virðingu fyrir til-
verunni, fyrir sköpunarverkinu og
þakklæti fyrir þátttöku í því. Hé-
gómleiki er aftur á móti einkenni
þeirra sem lifa á yfírborði tilvistar
sinnar. Þess vegna eru hégómlegir
listamenn svo skoplegir, af því að
þeir sýna með framgöngu sinni einni
saman að list þeirra er yfirborðsleg.
Mér finnst það rétt sem Matthías
segir í Helgispjalii sínu, að í listum
geti enginn sigrað. En af því dreg
ég ekki þá ályktun, að þar af leið-
andi sé ekki hægt að verðlauna lista-
menn. Verðlaun þurfa nefnilega ekki
að tákna að einhver sé „béstur“ í
samanburði við aðra. Að vísu er
kveðið svo að orði í verðlaunaveit-
ingu fræðsluráðs Reykjavíkurborgar
fyriri barnabækur og þýðingar á
þeim. Þar er talað um „bestu" barna-
bókina og „bestu“ þýðinguna. Það
er auðvitað ekkert annað en mark-
leysa.
Þegar Friða Á. Sigurðardóttir
fékk íslensku bókmenntaverðlaunin
í vetur fyrir skáldsögu sína „Meðan
nóttin líður“, þá sagði enginn að hún
væri „besta“ bók liðins árs. Og þeg-
ar Þorsteinn frá Hamri hlaut stíl-
verðlaun Þórbergs Þórðarsonar um
daginn, þá sagði enginn að hann
væri „mesti“ stílistinn. Og verðlaun
þessi ber ekki að skoða sem ein-
hvers konar mannjöfnuðarverðlaun.
Þau eru ekki verðlaun til manneskj-
unnar sem slíkrar, ékki frekar en