Morgunblaðið - 29.05.1991, Page 16

Morgunblaðið - 29.05.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991 Kvennalistinn: Aukin áhersla á ffrasrótarstarf kvennahreyfingar SAMTÖK um kvennalista héldu fund í Skálholti á laugardag og sunnudag, þar sem farið var yfir stöðu Kvennalistans í kjölfar kosninga. Á milli 50 og 60 konur sóttu fundinn. Að sögn Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur alþingiskonu var helsta niðurstaða fundar- ins sú að beina starfi Kvennalistans úti á landi meira að almennu grasrótarstarfi en þingstörfum. Nýstúdentar frá Flensborgarskóla ásamt Kristjáni Bersa Ólafssyni skólameistara. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði: 42 stúdentar brautskráðir FLENSBORGARSKÓLANUM í Hafnarfirði var slitið laugardag- inn 25. mai og voru 42 stúdentar brautskráðir frá skólanum og tveir nemendur með verslunar- próf. Bestum námsárangri af stúdent- unum náðu Birna Guðmundsdóttir sem brautskráðist af tveimur braut- um, málabraut og félagsfræðibraut, og lauk alls 165 einingum og Rann- veig Guðleifsdóttir af náttúrufræði- braut sem lauk námi með 146 ein- ingar. Hjá báðum var yfirgnæfandi meirihluti einkunna ágætiseinkunn. Fjölmenni var við skólaslitin, sem „Þetta er vissulega bráða- birgðaákvörðun sem framkvæma þurfti í miklum hasti,“ segir Sigur- jón. Hann segir næsta skref verða að finna nýja lækna sem starfað geta við hlið Jakobs. Jakob sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um þetta mál við fréttamenn. Þegar Sigurjón var spurður hvort að það hafi komið til um- ræðu að leysa Heilsuhælið alfarið undan forsjá ríkisins og láta þá sem hafa hug á að dveljast þar greiða fullt gjald fyrir dvölina, sagði hann svo vera. Þessi mögu- leiki væri alveg inni í myndinni Leiðrétting: 29 milljón- ir í Bú- setaíbúðir í FRÉTT hér í blaðinu síðastlið- inn sunnudag, þar sem sagt yar frá tilboðum í smíði íbúða fyrir Búseta í Bessastaðahreppi, var vegna mistaka birt röng tala um upphæð tilboðs í verkið. Lægsta tilboðið átti Ásbyrgi hf. og er upphæð þess um 29,7 milljón- ir króna, en ekki 19,7 milljónir eins og misritast hafði. Þetta leiðréttist hér með um leið og beðist er velvirð- ingar á mistökunum. fóru fram í Hafnarborg, og þar á meðal voru sjö úr hópi þeirra sem luku gagnfræðaprófi frá skólanum vorið 1921, eða fyrir réttum sjötíu árum, og munu jafngamlir gagn- fræðingar ekki hafa verið viðstadd- ir skólaslit í skólanum áður. Sólveig Kristinsdóttir talaði fyrir hönd 15 ára stúdenta og færði skó- lanum að gjöf safn geisladiska til minningar um Berglindi Bjarna- dóttur söngkonu, sem lauk stúd- entsprófi frá skólanum árið 1976. Einnig tók til máls fulltrúi nýstúd- enta, Bjami K. Kristjánsson og færði skólanum bókagjöf. og hefði verið lauslega ræddur í stjóm hælisins. „Það gæti vel kom- ið til greina að hafa einhver tiltek- in rúm á slíkum grunni en það væri nokkur stór biti að láta það gilda fyrir allt hælið. Þetta yrði fólki mjög dýrt fengi það ekki endurgreitt." Hann segir að út- lendingum hafi verið seldur dagur- inn í einbýli á 125 dollara. Stjórn Læknafélags íslands fundaði í gær og fjallaði um tillög- ur landlæknis til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um skilyrði fyrir áframhaldandi rekstrarleyfí fyrir Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. í fréttatilkynn- ingu sem stjórn LI sendi frá sér að loknum fundinum segir: „Stjómin telur tillögur þessar ófullnægjandi enda leysa þær ekki þann vanda sem hefur verið í rekstri stofnunarinnar mörg und- anfarín ár. Þá telur stjórn LÍ rétt að benda á, að með ráðningu yfirlæknis er eingöngu verið að fullnægja formsatriðum, en einn læknir í starfi á hælinu tryggir ekki lækn- isfræðilega ummönnun 177 sjúkl- inga.“ INNLENT Kristján Bersi Ólafsson, skóla- meistari flutti skólaslitaræðu og afhenti prófskírteini. Nokkrir nem- endur fengu einnig bókarviður- kenningar fyrir góðan námsárangur í heild eða í einstökum námsgrein- um og vom þeir bæði úr hópi ný- stúdenta og úr hópi yngri nemenda. Kór Flensborgarskólans söng við athöfnina undir stjóm Margrétar J. Pálmadóttur, en kórinn er ný- kominn heim úr söngför til Cuxha- ven í Þýskalandi, vinabæjar Hafnar- fjarðar, þar sem hann kom fram við mjög góðar undirtektir. „Við vorum að velta fyrir okkur útkomunni í kosningunum og stöðu Kvennalistans í þeim kjör- dæmum sem ekki hafa þingkonu núna og þá kannski sérstaklega þar sem við misstum þingkonur. Niðurstaðan varð sú að þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif. Starfið yrði bara annars konar. Það myndi ekki beinast eins mikið að Al- þingi, heldur almennu grasrótar- starfí, meira í ætt við kvenna- hreyfíngu en pólitískan flokk,“ sagði Ingibjörg Sólrún í samtali við Morgunblaðið. Ingibjörg Sólrún sagði að Kvennalistinn vildi vera tvennt: Annars vegar þjóðmálaafl inni á Alþingi og í sveitarstjórnum og hins vegar kvennapólitísk hreyf- ing, „sem vinnur úti á akrinum. Það hefur náttúrlega farið óskap- leg orka í það að fylgja eftir þing- störfum. Það er kannski sérstak- lega úti á landi, þar sem eru færri virkar konur heldur en hér á höf- uðborgarsvæðinu, sem þetta hefur orðið þungamiðjan í starfinu. Nú hyggjast þessar konur beita sér öðra vísi en þær gerðu, sem er kannski breyting af hinu góða,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún sagði að á fundinum um helgina hefði einnig verið fjallað um Evrópubandalagið og tengslin við Evrópska efna- hagssvæðið. „Það sem var rætt um í því sambandi, var hvernig við gætum komið meira inn í þessa umræðu, ekki endilega á Alþingi, heldur í gegnum fræðslu um stöðu kvenna innan Evrópubandalagsins og hvaða vangaveltur eru uppi hjá okkur um áhrif tengingarinnar við Evrópska efnahagssvæðið á kon- ur. Það sem við höfum mestar áhyggjur af, er að þessi umræða „pólariserist" mjög mikið. Annað hvort ertu með eða móti. Við vilj- um stefna að því að koma hér á fræðslu og umræðu sem eigi sér stað, áður en þetta „pólariserast“ um of,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún var spurð hvort Kvennalistinn hefði ekki ein- mitt tekið mjög eindregna afstöðu á móti, án þess að sú umræða og fræðsla hefði farið fram sem hún talaði um: „Við höfum verið mjög gagnrýnar og gjöldum varhug við þessu. Hins vegar viljum;við ekki afgreiða þetta sem óalandi og ófeijandi fyrirbæri, því það er auðvitað ýmislegt að gerast hjá Evrópubandalaginu sem er full ástæða til þess að fylgjast með og væri hægt að nýta sér, án þess að maður beinlínis gangi þar inn. Evrópubandalagið er ekki alveg alvont. Það era ýmis lög sem þar hafa verið sett og ýmsir dómar sem þar hafa fallið varðandi konur sem mætti nýta sér, án þess að það séu einhver rök fyrir því að ganga inn,“ sagði Ingibjörg Sólr- úna Gísladóttir. -----♦-»-«-- Leiklistarsam- bandið: Þjóðleikhús- sqóri ráði starfsliðinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Leiklist- arsambandi Islands: „Aðalfundur Leiklistarsambands íslands, haldinn 24. maí 1991, lýsir því yfir, að hann telur eðlilegt og sjálfsagt, að listrænn leiðtogi leik- húss ráði því hvaða listamenn starfi við leikhúsið. Leiklistarsambandið styður eindregið að Þjóðleikhús- stjóri geri þær breytingar á starfs- liði leikhússins sem hann telur því fyrir bestu." Að Leiklistarsambandi íslands eiga aðild allar stofnanir og öll sam- tök sem vinna að leiklistarmálum. Meðal félaga eru Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, Félag ís- lenskra leikara, Ríkisútvarpið- hljóðvarp, Ríkisútvarpið-sjónvarp, Félag leikskálda, Félag leikstjóra á íslandi, Félag íslenskra listdansara, íslenski dansflokkurinn, Leikfélag Akureyrar, Bandalag atvinnuhópa, Leiklistarskóli íslands og Bandalag íslenskra leikfélaga. Formaður sambandsins er Sigrún Valbergsdóttir. Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði: * Jakob Ulfarsson ráðinn yfirlæknir JAKOB Úlfarsson, læknir á Heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði, hefur verið ráðinn yfirlæknir hælisins. Fyrr- um yfirlæknum, Gísla Einarsyni og Snorra Ingimarssyni, var sagt upp störfum sl. laugardag. Sigurjón Skúlason, skrifstofustjóri Heilsuhælisins, segir ráðningu Jakobs vera bráðabrigðalausn. Níu myndlistarkvennanna sem sýna í Jónshúsi Kaupmannahöfn: Tólf listakonur sýna verk sín í Jónshúsi í JÓNSHÚSI í Kaupmanna- höfn stendur nú yfir listsýning tólf íslenskra myndlistar- kvenna sem allar hafa verið búsettar um langa hríð í Dan- mörku. Sýningin var opnuð þann 20. apríl eða sama dag og Jónshús opnaði á ný eftir gagngerðar endurbætur. Is- lenskar konur í Danmörku héldu slíka sýningu á kvenna- ári 1975 í fyrsta sinn. Á sýningunni eru um þijátíu verk eftir þessar konur, Gunilla Möller, tvö olíumálverk, María S. Kjarval, fjögur olíumálverk, Nína Björk Elíasson tvær colla- gemyndir, Guðrún Sigurðardótt- ir Urup, 2 collage myndir og eina akryl, Nanna Buckert, ljósmynd- ir, Björg Ingadóttir, tvær colla- gemyndir, Guðbjörg Benedikts- dóttir Malling grafík, Ásta Wej- rsöe, tvær vatnslitamyndir, Elín P. Bjamason, þijú oliuverk, Þó- rann Guðmundsdóttir tvær vatnslitamyndir og Pía Rakel Sverrisdóttir, glerverk. Listsýningin stendur út ma- ímánuð. Verkin eru öll til sölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.