Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 18
,18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991 --; - ------ ----------------■■■■ ' .............—1 ■ ’ 1 1 1 ...... 1 .................... FALL STJORNARINNAR I EÞIOPIU Skæruliðahreyfingar taka völdin: Talið að marxism- anum verði kast- að fyrir ofurborð London, Addis Ababa, Washington. Reuter, Daily Telegraph. VIÐRÆÐUR skæruliðahreyfinga við marxistastjórnina í Eþíópíu sem nú virðist vera að ljúka í London áður en þær hefjast voru hinar fyrstu sem reyndar voru í einhverri aivöru þau 30 ár sem borgarastyrjöld hefur geisað í landinu. Hún byrjaði með því að Frelsishreyfing Erítreu (EPLF) hóf að beijast fyrir auknu sjálfsforræði héraðsins. Siðar bætt- ust við fleiri skæruliðahreyfingar. Þeirra öflugust var Frelsishreyfing Tigre (TPLF), er upprunalega barðist fyrir sjálfsforræði Tigre-héraðs en hefur síðustu árin orðið að landshreyfingu einkum eftir að hún sameinaðist annarri hreyfingu í Wollo-héraði 1988 undir einu heiti, Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar (EPRDF). Sama ár tókst að hrekja herlið stjórnvalda frá Tigre með aðstoð erítreskra skæruliða. Fátt er vitað um helstu forystu- menn EPRDF og hún nýtur ekki umtalsverðs stuðnings frá útlöndum en hefur aðallega barist með her- teknum þungavopnum síðustu mán- uðina. Tigremenn eru helsti þjóð- flokkurinn að baki EPRDF og leið- toginn heitir Meles Zenawi. Kjarni hreyfingarinnar, áðumefnt TPLF, var stofnað 1975 í kjölfar deilna sem urðu meðal eþíópískra byltingar- manna eftir að þeir höfðu velt Haile Selassie keisara úr sessi árið áður. TPLF var í upphafi marxistahópur eins og stjórnin í Addis Ababa og þar til í ársbyrjun var Albanía fyrir- myndarríkið en talsmenn EPRDF hafa dregið mjög úr vinstriáherslum sínum undanfama mánuði og ár. EPRDF hefur í reynd stjórnað vemlegum hluta landsins í nokkur ár. Heimildarmenn í Bandaríkjunum segja þarlend stjómvöld, sem höfðu frumkvæði að viðræðunum í London, vera reiðubúin að gleyma áróðri hreyfingarinnar fyrr á árum, gefa henni tækifæri til að sýna að hún vilji koma á raunverulegu lýðræði I FRELSISHREYFING I ERÍTREU (EPLF) ítoqi : I HerafH : 40-50.000 manns • Helsta uppreisnarhreyfingin og raeður nú yfir Eritreu eftir 30 ára baráttu fyrir sjálfstæði. • Kasta&i trúnni á Marx siðla á síðasta áratug oq aðhyllist nú blandað hagRerfí og f|ölflokka lýðræði. • Krefst þess að EPRDF fallist á þióðaratkvæðagreiðslu um sjalfstæði Erítreu • Styður friðarviðræður um myndun bráðabirgðastjórnar. ■ LÝÐRÆÐIS- OG BYLTING- ARHREYFING EÞJÓPÍSKU ÞJÓDARINNAR (EPRDF) Leiðtogi : Meles Zenawi Herafli : 30-40.000 manns • Samtök fjöqurra uppreisnarhópa, en Frelsisfylking Tigre hefur töglin og nagldirnar. • Slyður sjálfstæði Erítreu. • And-marxisk og stefnir að fjöl- flokkastjórn. • Stjórnar héruðunum Tiare og Goiam auk hluta Gondar, Wallega, Wollo og Shoa Þjódin : 50,9 milljónir (1990) 85% hofo viðurværi of landbúnoði. Þjó&arframleiðsla : 300 milljarðor íslenskro króno órið 1988. Meðoltekjur ó óri eru um 7.200 ÍSK. 15% þjóðartekna renno til varnarmóla. Landvarnir : 438.000 hermenn Útflutningur 1990 : 2,0 milljorðar ÍSK Innflutningur 1990 : 3,5 milljorðor ÍSK Aðalútflutningsvara : Koffi, en útflutnings- tekjur of því ofla um 60 ollra gialdeyris- tekno lonosins. l * □ FRELSISFYLKING OROMO (OLF) Herafli : 7.000 manns • Berst fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti Oromo, sem er stærsti minni- hlutahópur Eþíópíu. Keuler Rauða- •? ... haf V mara A J E M E N Asab Addis Ababa 4^,. SOMALIA Harerge '"áte#.-.- Sidamo /UGANDA KEN YA G . ■ ’ ÞÍÓP og skynsamlegri hagstjórn. „Þeir [skæraliðarnirj hafa afnumið þá stefnu stjórnarinnar að safna bænd- um nauðugum saman í samyrkjuþorp að sovéskum hætti, þeir láta bændur nú í friði, leyfa einnig verslunareig- endum að starfa. Þeir stjóma í sam- ræmi við lögmál markaðsbúskapar- ins,“ sagði heimildarmaðurinn. EPLF undir forystu Isaia Afew- orke er oft talin best skipulagða skæraliðahreyfing í Afríku. Hún var stofnuð 1970 en níu árum áður hófu íbúar Erítreu, er áratugum saman var ítölsk nýlenda, að krefjast sjálf- ræðis. Hreyfingin boðar fremur hæg- fara jafnaðarstefnu og upphaflega voru liðsmennirnir flestir kristnir en hún segist nú vera hlutlaus í trúmál- um. EPLF hefur lítinn stuðning feng- ið frá öðram ríkjum en þykir hafa staðið sig afar vel við stjómun lands- svæða sem frelsuð voru undan stjórn- inni í Addis Ababa. Reistar vora verksmiðjur og komið á laggirnar ótrúlega fullkomnu heilbrigðiskerfi miðað við aðstæður allar. Marxistar skilja eftir sig neyð og þjóðarsundrungu KLÍKA eþíópískra herforingja og nokkurra lögreglumanna, einu nafni dergue, sem batt enda á örmagna lénsveldi Haile Sel- assie keisara í Eþíopíu árið 1974, hafði ekki komið sér saman um neina grundvallarstefnu eða áætlun um landsstjórn áður en hún lét til skarar skríða. Helsta markmið klíkunnar var að bæta kjör hermanna og forystumenn- irnir færðust í fyrstu undan því að taka á sig pólitíska ábyrgð. Astandið í landinu, þar sem þeg- ar var lýst yfir sósíalisma, var slæmt fyrstu árin eftir bylting- una, blóðug átök milli tveggja vinstriflokka komu í veg fyrir markvissar aðgerðir bráða- birgðastjórnarinnar þar sem herforingjar voru valdamiklir en alls ekki einráðir. Þúsundir uppreisnargjarnra stúdenta voru myrtir eða fangelsaðir á dögum „Rauðu ógnarstjórnar- innar“ árið 1976. Mengistu Haile Miriam ofursti varð valdamesti - maður landsins 1977. I valdatíð hans var komið á stjórnarfari sem sérfræðingar i Afríkumál- um telja orsök nær stanslausra hungursneyða í landinu síðari ár þótt þurrkum hafi verið kennt um. Keisarinn hafði byggt völd sín að miklu leyti á hefðbundinni trú helmings landsmanna, var vemdari kristindómsins, en herforingjana skorti slíka kjölfestu meðai almenn- ings. Þeir höfðu vopnavaldið eitt og óttuðust samkeppni frá vinstri- sinnuðum smáborguram og mennt- amannahópum. Lausnin varð sú, eftir þóf og ráðleysi í eitt ár, að gera marxismann að leiðarstjömu og var vonin um sovéska hernaðar- aðstoð enn ein ástæðan fyrir þeirri ákvörðun. Fæstir herforingjanna vissu nokkum skapan hlut um fræði þeirra Marx og Leníns en með samvinnu við einn af vinstri- hópunum fékkst nóg af hjálpar- mönnum sem gátu sagt þeim til. Flokkurinn fékk síðan reisupas- sann 1978; nú gátu herforingjarnir sjálfir með bróðurlegri, sovéskri aðstoð. Komið var á máiamynda- þingi 1987 en öll lýðréttindi vora að jafnaði fótum troðin. Sovétmenn vora fljótir til er dergue-liðar snera sér til þeirra. Vopnin bárust í stríðum straumi og jafnframt var sendur á vettvang fjöldi sérfræðinga af ýmsu tagi. Síðar sendu Kúbvetjar mörg þús- und manna herlið til aðstoðar stjómarhemum í baráttu hans við vopnaða andstöðuhópa og til að þjálfa liðsforingja og öryggislög- reglu. Er yfír lauk vora um 430.000 manns í eþíópíska hernum en mest- allur liðsaflinn mun þó hafa verið sárnauðugur undir vopnum. Yngstu stríðsmennimir era 12 - 13 ára gamlir. Sagt er að óbreyttir hermenn beggja stríðsaðila í framl- ínu hafi undir lokin haft samráð um að blekkja yfirmenn sína með ýktum, samræmdum tölum um mannfall þar sem ekkert hafði í reynd gerst. Stalín gengur aftur Herforingjarnir gerðust marxist- ar af einskæram hagkvæmni- ástæðum árið 1978. Þegar búið var að knésetja alla hættulega keppina- uta var hugmyndafræðin notuð til að rökstyðja nauðsyn þess að stjórnvöld réðu öllu sem máli skipti í landinu. Embættismenn frá keis- aratímanum höfðu nær allir verið drepnir og Sovétmenn hlupu undir bagga með því að senda þá sem þeirra eigið skrifræðiskerfi gat ver- ið án eða vildi refsa með útlegð. Eþíópísku hermennirnir ákváðu með hjálp þessarar sérfræðiaðstoð- ar að koma á staiínisma í skynd- ingu. Bláfátækt þjóðfélag sem hafði verið óbreytt að mestu í margar aldir skyldi nú skipulagt upp á nýtt frá grunni. Stórbændur vora umsvifalaust skotnir og risa- stórum, illa reknum jörðum þeirra breytt í risastórar, iila reknar stór- jarðir í eigu ríkisins. Bændur sem lögðu korn til hliðar ef uppskera var góð voru skotnir fyrir að hamstra. Kaupmenn sem komust Reuter Ein milljón manna safnaðist saman í Addis Ababa árið 1984 til að halda upp á tíu ára afmæli byltingarinnar. Yfir fólkinu gnæf- ir mynd af Mengistu er steytir brosandi hnefann. Það þótti hneyksli á Vesturlöndum er það fréttist að stjórnvöld hefðu keypt þúsundir kassa af skosku vískí í tilefni hátíðahaldanna en um sama leyti skall yfir hungursneyð er varð hundruðum þúsunda Eþiópíumanna að fjörtjóni. yfir mat á svæðum þar sem gnótt var matar og hugðust selja hann á hungursvæðum, voru skotnir fyr- ir fjárplógsstarfssemi. Öll matvæl- aframleiðsla varð í rauninni ríkise- ign og stundum fengu bændur ekki einu sinni greitt kostnaðarverð fyr- ir framleiðslu sína. Bændur í landa- mærahéraðum gáfust upp á nauð- ungarvinnunni og flúðu unnvörpum landið. Á einu sviði náðu stjórnvöld ár- angri; ólæsi minnkaði úr 96% árið 1974 í rúm 20% sé hægt að treysta opinberam tölum. Yfirráð Amhara Valdastétt Eþíópíu hefur um langan aldur komið úr þjóðflokki Amhara og herforingjarnir voru að þessu leyti engin undantekning en gengu enn lengra en fyrri valdhaf- ar í valdníðslu. Níu af 11 mönnum í æðstu valdastofnun Verkamanna- flokks Eþíópíu, eins og stjórnar- flokkurinn nefndist frá 1984, voru Amharar. Reynt var að gera tungu þeirra allsráðandi og kynti þetta undir sundrungu og þjóðaríg sem ekki verður séð fyrir endann á. Múslimar, sem era um helmingur íbúa landsins, vora áhrifalausir í stjómkerfinu. Nauðungarflutningar smá- bænda þóttu sýna hvernig ætlunin væri að þrengja enn hag allra ann- arra þjóða en Amhara. Um 600.000 smábændur voru fluttir úr héraðum sínum, Wollo og Tigre, árið 1985 til landsvæða í suðvestur-hluta Eþíópíu og var því borið við að hungursneyð geisaði, með þessu væri hægt að bjarga lífi fólksins. Mengistu benti á að í suðurhluta landsins væri úrkoma meiri og betra undir bú en annars staðar. En svæðin sem fólkið var fiutt til era þurrlend og hijóstrug og á sama tíma höfðu þeir sem þar bjuggu fyrir alls ekki nóg fyrir sig að leggja. Umheimurinn tók áróður stjómvalda trúanlegan og send var matvælaaðstoð á staðinn. Þjáð fólkið gat engum mótmælum hreyft gegn búferlaflutningunum, stundum voru stórar þyrlur notaðar við flutningana. Það vandist á að þiggja matargjafir og síðustu leifar sjálfsbjargarviðleitninnar fuku út í veður og vind. Samkvæmt áætlunum stjórn- valda skyldi hálf önnur milljón manna flytjast frá heimkynnum sínum en sérfræðingar teija að langur tími muni líða þar til um- rædd svæði geti fætt fólkið takist það nokkurn tíma. Einnig muni uppbygging á svæðunum kosta gríðarlegt fé sem Eþíópíumenn eiga ekki tii. Byggt á The Daily Telegraph, The Economist o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.