Morgunblaðið - 29.05.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 29.05.1991, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1991 t Faðir okkar og tengdafaðir, ÁSMUNDUR JÓSEPSSON frá Stóru-Reykjum í Fljótum, Skagfirðingabraut 1, Sauðárkróki, lést í sjúkrahúsi Sauðárkróks 25. maí sl. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 1. júní kl. 14.00. Eirfkur Ásmundsson, Hulda Magnúsdóttir, Hreiðar Asmundsson. Gyða Svavarsdóttir, Guðmundur Ásmundsson, Thora Ásmundsson, Lúðvík Ásmundsson, Gréta Jóhannsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GÍSLÍNA HELGA MAGNÚSDÓTTIR frá Hrauni í Grindavík, til heimilis á Sæbólsbraut 28, Kópavogi, lést í Landspítalanum að kvöldi dags 22. maí sl. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju í dag, miðvikudaginn 29. maí, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á krabbameinslækninga- deild Landspítalans, sími 601302. Hrefna Birgitta Bjarnad., Björn Ottó Halldórsson, Laufey K. Kristjánsd. Miljevic, Stanko Miljevic, Helga Elísabet Kristjánsd., Aðalsteinn Sigurhansson, Heiðrún Lára Kristjánsd., Guðmundur Guðmundsson og barnabörn. t Ástkær systir min og móðursystir, GEIRÞRÚÐUR J. ÁSGEIRSDÓTTIR KÚLD hjúkrunarkona, Aflagranda 40, áður Litlagerði 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 30. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnnast hennar, er bent á líknarfélög. Margrét Ásgeirsdóttir, Aðalbjörg Björnsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tegndafaðir, afi og langafi, RAGNAR Þ. GUÐLAUGSSON blikksmiður, Hátúni 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. maí kl. 13.30. Kristín L. Guðjónsdóttir, Guðjón Ragnarsson, Kolbrún Zophoniasardóttir, Hanna G. Ragnarsdóttir, Jón Kr. Stefánsson, Halldóra G. Ragnarsdóttir, Gunnar Loftsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, ÁRMANN JAKOBSSON frá Tálknafirði, Álftahólum 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. maí '91 kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Jóndís Einarsdóttir. Guðjón Guðjóns- son — Kveðjuorð Nú er komið að kveðjustund. í gær, þriðjudaginn 28. maí, var jarð- sunginn vinur okkar Guðjón Gúð- jónsson. Við urðum harmi slegnir er við fréttum að vinur okkar Gaui, eins og hann var ofast kallaður af okkur, hefði látist. Hann var ein- ungis 18 ára, í blóma lífsins og átti allt lífið framundan, þegar hann fór frá okkur. Gaui var frekar róleg persóna og erfitt var fyrir fólk að kynnast hinum rétta Gaua sem við þekktum og kynntumst fyrst í Lækjarskóla fyrir mörgum árum og hefur vináttan ekki slitnað síð- an. Sá Gaui sem við þekktum var ávallt hress sama hvað á bar óháð því hvernig honum leið sjálfum innra með sér. Hann gat ekki horft upp á vin sinn beittan ranglæti án þess að hjálpa honum. Gaui lét aldrei skap sitt, sem var mikið en rólegt, bitna á neinum sem ekki átti það skilið. Við eigum fjölmargar minningar úr kjallaraíbúð Gaua í Hafnarfirði þar sem við áttum margar ógleym- anlega skemmtilegar kvöldstundir saman. Við minnumst sumranna þegar við spiluðum fótbolta og aðra Ieiki með honum, við minnumst vetranna sem við notuðum til skíða- ferða og við minnumst slæmra og góðra tíma en þó sérstaklega þeirra góðu. Gaui var alla tíð mikið í sveit og hafði hann mjög gaman af hvers kyns sveitastörfum, hann var ávallt duglegur vinnumaður og lagði alltaf metnað sinn í allt sem hann gerði, hann hafði meira segja íhugað að gerast bóndi sjálfur. Gaui hafði einnig íhugað og haft mikinn áhuga á að læra kjötiðn. Hann hafði mik- Ingibjörg Björns- dóttir — Kveðjuorð Fædd 23. maí 1912 Dáin 14. maí 1991 Hún amma okkar, Ingibjörg Björnsdóttir á Ægissíðunni, er dáin. Þegar mamma sagði okkur að hún amma á Ægissíðunni væri dáin þá setti okkur hljóð. Einhvernveg- inn hafði okkur alltaf fundist að hún yrði alltaf til staðar vestur í bæ, en nú er allt í einu þannig að afí er orðinn einn, því hún amma okkar er farin til Guðs. Við vitum líka núna að þetta kemur fyrir okk- ur öll og við eigum öll eftir að hitt- ast aftur hjá Guði. Nú vitum við líka að pabbi okkar er búinn að fá mömmu sína til sín. Það er auðvitað sárt að elsku amma skuli vera farin héðan. Við huggum okkur við það að hún skuli vera hjá honum pabba okkar núna, sem fór til Guðs svo ungur. Við biðjum góðan Guð að vernda elsku afa á Ægissíðunni sem fínnur mest allra fyrir því að amma skuli vera farin, en við vitum að hún og pabbi gæta hans. Við söknum ömmu ákaflega mik- ið. Guð geymi hana. Jóhann og Anna Björg t Systir min og móðursystir, JÓNA ÞORBJARNARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, er látin. Guðsveinn Þorbjörnsson, Þorbjörn Pétursson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför manns- ins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS KRISTÓFERSSONAR frá Litla Bergi, Skagaströnd. Teitný Guðmundsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Margrét Guðbrandsdóttir, Gunnar Sveinsson, Bára Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum öllum, sem sýndu okkur hlýhug við fráfall elskulegrar móður okkar, systur minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURÁSTAR ÞÓRÖNNU GUÐMUNDSDÓTTURTEGEDER frá Háeyri, Vestmannaeyjum. EddaTegeder, Haraldur Traustason, Herdís Tegeder, Hermann Kr. Jónsson, Guðmundur Tegeder, Jólína Bjarnason, MaríaTegeder, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. inn áhuga á kvikmyndum og var sérfróður á því sviði. Hann hafði einnig mikinn tónlistaráhuga og á seinustu mánuðum lífs síns byrjaði hann að læra að spila á saxafón. Það er óheyrilega sárst að missa sannan vin og viljum við votta for- eldrum Guðjóns, þeim Kristjönu Marteinsdóttur og Guðjóni Páls- syni, og systkinum hans og öðrum aðstandendum, okkar dýpstu sam- úð á þessum erfiðu tímamótum í lífi þeirra. Ari, Eiríkur, Hrafn, Regin. Nú er Guðjón, elsti og besti vinur minn, látinn. Ég kynntist Guðjóni fyrst í Lækjarskóla þar sem við urðum strax bestu vinir. Guðjón flutti stuttu seinna yfír í Norðurbæ í Hafnarfirði og skipti um skóla um leið. Þetta var langt í burtu fyrir ungan dreng að flytja en við létum þetta ekki hafa nein áhrif á okkar vináttu. Við vorum traustir vinir og lékum okkur saman daglega. Eftir að hafa búið í Norðurbæ í dágóðan tíma flutti hann til Garða- bæjar. Á því tímabili hittumst við minna og þegar hann svo fór í heimavist að Skógum hittumst við sjaldan. En þegar hann kom svo aftur til Hafnarfjarðar blómstraði 'vináttan á ný. Minningamar hrannast upp í huga mér og langt mál væri að telja upp allt sem við Guðjón gerð- um saman og allar þær stundir sem við skemmtum okkur saman. En ég minnist þess þegar við Guðjón fórum saman á skíði, ég kunni lítið á skíði og hafði aldrei farið í Blá- fjöll en Guðjón dró mig í margar skíðaferðir þangað og við skemmt- um okkur konunglega. Ég minnist þess þegar við byggðum saman kofa í Kofaborg og þegar við fómm niður á bryggju að dorga sem krakkar. Þegar við komumst á þann aldur að við fórum að vinna fyrir okkur á sumrin unnum við Guðjón oft saman og það var gaman þá. Guðjón var hlédrægur og ekki mikið fyrir að láta taka'eftir sér. Guðjón var kurteis við alla og hann var vel upp alinn. Guðjón kenndi mér margt í lífinu, hann kenndi mér ýmsa góða siði sem ég ekki kunni og hann kenndi mér fyrstur manna að elda einhverskonar mat, það var að spæla egg oná brauð. Guðjón hafði mikinn áhuga á fót- bolta og ensku knattspyrnunni, hann hafði mikið dálæti á kvik- myndum og sáum við ófáar myndir saman í bíó. Guðjón var mjög barn- góður og hann gerði aldrei flugu mein. Guðjón var sonur þeirra Krist- jönu Marteinsdóttur og Guðjóns Pálssonar. Ég og fjölskylda mín viljum votta foreldrum og systkin- um hins látna okkar samúð. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, . að eigi geti syrt eins sviplega’ og nú og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú! (Matthias Jochumsson) Brynjólfur Ari Sigurðsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.