Morgunblaðið - 29.05.1991, Side 31
31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1991
Bjami Stefáns-
son - Kveðjuorð
Bjarni með tveimur af styttum sínum í Þjóðleikhúsinu.
Fæddur 13. september 1923
Dáinn 27. mars 1991
Þann 5. apríl sl. var til moldar
borinn, Bjarni Stefánsson, formlist-
amaður við Þjóðleikhúsið í Reykja-
vík. Jarðarförin fór fram í kyrrþey
að ósk Bjarna.
Bjarni fæddist að Steinholti f
Glerárþorpi við Akureyri 13. sept-
ember 1923. Hann var sonur sæmd-
arhjónanna, Stefáns Kristjánsson-
ar, sjómanns og starfsmanns Gefj-
unar, og Kristínar Bjarnadóttur
konu hans. Þau eru nú látin fyrir
nokkrum árum.
Þegar Bjarni var á 5. ári fluttist
fjölskyldan til Reykjavíkur, ásamt
yngri bróður hans, Braga, og þar
fæddust yngi-i bræður hans, Bald-
ur, prentari og Höskuldur, blikk-
smiður.
Ég kynntist Bjarna fyrst þegar
hann bjþ á Freyjugötu 1, á fimmta
áratugnum, en þar bjó einnig Skúli
Hansen, tannlæknir, sem var söng-
unnandi, plötusafnari og diskofil
eins og það er kallað á plötumáli.
Við ívar heitinn Helgason sem einn-
ig var kunnur plötuvinur komum
oft til Skúla, þá til að heyra nýj-
ustu sendingar bestu samtíma-
söngvara sem til voru, en Skúli fékk
plötur þessar frá Mílanó og Lundún-
um, einnig á ferðum sínum víða um
lönd á þessum árum. Skúli kynnti
okkur fyrir Bjarna, sem einnig var
plötusafnari og diskofil. Þar tókust
kynni með okkur og vinátta sem
stóð alla' tíð síðan og hef ég talið
Bjarna til minna bestu vina.
Bjarni gekk í Myndlistarskólann
í nokkur ár og var myndlistamennt-
aður hjá Jóhanni Briem og Finni
Jónssyni, listmálurum. Síðar var
Bjarni um skeið í Englandi við form-
listanám. Á eftirstríðsái-unum vann
hann um tíma við nokkur leikhús
þar í landi.
Bjarni kvæntist Guðbjörgu Bene-
diktsdóttur ritara, en þau slitu sam-
vistum í vinsemd eftir nokkur ár.
Bjarni var barnlaus.
í kringum 1947 eða 8, stóð fyrir
dyrum Snorrahátíðin mikla að
Reykhólum. Guðlaugur Rósinkranz
verðandi Þjóðleikhússtjóri var fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar. Hann
fékk Bjarna ásamt fleirum til að
annast skreytingar hátíðarsvæðis-
ins, sem tókst mjög vel og vakti
athygli fyrir smekkvísi og kunnáttu.
Guðlaugur sá í Bjarna þann hug-
vitsama formlistamann sem hann
taldi Þjóðleikhúsið ekki mega missa
af, og réð hann til starfa þar sem
Bjarni starfaði til dauðadags.
Bjarni var mjög fær formlista-
maður. Margar af styttum hans af
Madonnum og skúlptúrum af Róm-
veijum voru gerðar úr frauðplasti,
sem tóku slíkum breytingum í hönd-
um hans að gestum leikhússins
sýndist þeir gerðir úr þungum
marmara, séð utan úr sal, svo mað-
ur nefni ekki allar grímurnar og
vasana frá öllum timum. Það eru
því miður ekki margir sem átta sig
á því hve gífurleg vinna og útsjónar-
semi liggur að baki formlistagerð,
djúphugsuð kunnátta og mikill til-
lestur. Þess oftar undrar mann hve
fákunnandi eða ófróðir sumir leik-
listarumseigjendur eru þegar þeir
fjalla um leikverk eða óperur að
þeim yfirsést oftar en sjaldan sá
þáttur formlistar, sem bjargar oft
lélegri leikmyndagerð.
Bjarni hafði mörg áhugamál og
ólík, öll menningar- og listalegs
eðlis. Um árabil stundaði hann ljós-
myndun með ágætum árangri og
stúderaði þessi fræði vel. Þessi list-
grein kom honum oft vel í starfi
hans við leikhúsið. Þess má geta
að myndir teknar af Bjarna hafa
birst í erlendum tímaritum. Gaman
var að fara með honum á málverka-
sýningar. Hann var sérfræðingur í
þessu og benti okkur á hin ýmsu
tilþrif og einkenni sem við komum
ekki alltaf auga á við fyrstu sýn.
Eins og margir vita var Bjarni
Björn var ákaflega hreinskiptinn,
hégómalaus og sanngjarn maður.
Ég held að þær konur sem voru
frumheijar í stétt bókavarða hér á
landi hafi átt fáa bandamenn betri
en Björn. Hann fór ekki leynt með
þá skoðun sína að konur ættu eftir
að marka spor í þessa grein, og
eins og svo oft hefur Björn reynst
sannspár. Við konurnar sem fórum
fyrst til framhaldsnáms í bóka-
safnsfræðinni fengum góð með-
mæli hjá dr. Birni og góð ráð um
hvað við skyldum helst leggja fyrir
okkur.
Þegar nú dr. Björn er kvaddur
koma fram í hugann margar dýr-
mætar minningar um þennan sér-
staka mann. Enginn sem kynntist
dr. Birni var í raun ósnortinn af
þeim kynnum. Hægt var að heilsa
upp á hann eftir margra ára fjar-
veru og vera viss um að hann hefði
fylgst grannt með — hann vissi
hvað við hefðum verið að gera og
hafði sínar skoðanir á því! Það var
gaman að tala við hann. Hann tal-
aði hægt, grundaði hvert orð og
kom gjarnan með einhveija
skondna athugasemd í lokin.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
forsjóninni fyrir að hafa fengið að
kynnast_ þessum ógleymanlega
manni. í huga mér er í senn tregi
að vita að ég eigi ekki eftir að hitta
dr. Björn framar en jafnframt þakk-
læti til þessa læriföður og vinar.
Sigrún Klara Hannesdóttir
frábær teiknari og það er synd að
hann skyldi ekki hafa haft sig nokk-
uð í frammi á því sviði því það var
ástæða til, hann átti þar erindi.
Bjarni var mikill bókaáhugamaður
og var tíður gestur á bókauppboð-
um. Hann átti vandað séi'valið
einkabókasafn á ýmsum málum um
velflest áhugamál sín, einnig átti
hann frumútgáfur margra góðra
verka, enda var Bjarni ágætur
tungumálamaður, talaði frönsku og
ensku reiprennandi, skildi og las
ítölsku og eitthvað í þýsku.
Svo verður ekki skilið við Bjarna
Stefánsson vin minn, að ekki verði
minnst á aðal áhugamál hans alla
ævi, en það var tónlistaráhugi hans.
Músík umlék Bjarna allt hans líf
og þá sér í lagi sönglistin, drottning
listanna. Hann var mikili plötusafn-
ari, diskofil og í meira lagi vandlát-
ur með söngvara. Plötusafn hans
var sérvalið úi-valslið bestu söngv-
ara í heimi á öllum tímum. Bjarni
gerði skýran mun á því fáfengilega
dúlli sem við höfum haft í kringum
okkur undanfarið, og glæsilegum
óperusöng fyrri ára, enda var hann
meira og minna þátttakandi í þeim
óperusýningum sem skilið hafa eft-
ir sig umtalsverðar listrænar endur-
minningar. Það er varla hægt annað
en að minnast á örfáa af þeim
frægu og.alþekktu söngvurum sem
allir plötuvinir og safnarar þekkja
og Bjarni hreifst svo af. Til að
mynda Giovanni Zentatello, einn
mesta „Otello" aldarinnar, sérstak-
lega „Esultate" innkomu Otellos,
atriði sem var tekið upp á sýningu
1928, og er talið það besta sem
hefur verið gert, eða óperan „Aida“
frá 1929 ineð A. Pertille sem Rada-
mes og Dusolinu Giannini sem Aidu,
talin klassískasta og best sungna
innspilunin sem gerð hefur verið.
Dusolina söng Aidu á móti Pétri
Á. Jónssyni í Þýskalandi 1928.
Franski söngvarinn Léon Escalais,
hinn frægi Cesar Vezzani frá Kors-
íku sem söng „Faust“ komplett
1933 með hinum fræga Frakka
Marcel Journet. Svo maður nefni
suma frægustu Wagnersöngvara
aldarinnar sem allir þekkja, t.d.
Franz Völker, Max Lorenz, Lauritz
Melchior, Leo Slezak. Bjarni var
mjög imponeraður af gríska tenór-
söngvaranum fræga Ulysses Lapp-
as, og átti margar plötur með hon-
um eða Caruso, Lázaro, Masini
Belcanto meistari aldarinnar Tito
Schipa, G. de Luca, hinn frægi ten-
or Pattiera, hin ítalska Carmen,
Gabriella Besanzoni, svo mætti
iengi halda áfram. Þess má geta
að Bjarni stóð í bréfaskriftum við
marga af ofangreindu listafólki.
Margir íslenskir söngvarar höfðu
það kvalítet sem hreif Bjarna svo
mjög hver á sinn veg eins og Pétur
Á. Jónsson, María Markan, Stefán
íslandi, Sigurð Skagfield, Gunnar
Pálsson, Einar Hjaltested, Eggert
Stefánsson o.fl.
Bjarni var alla tíð mikill náttúru-
unnandi. Hann ferðaðist vítt og
breitt um landið, og dáðist að gróðri
þess og fegurð. Hann ferðaðist mik-
ið með Ferðafélagi íslands. í Öræf-
unum hlustaði hann með andakt á
stóru symfoníuna, hljómkviðu
þagnarinnar, með sólo ívafi smá-
fuglanna. Sú symfonía er aðeins
leikin í óbyggðum íslands.
Sú var tíðin að plötuvinir komu
saman á laugardögum hjá „Ás-
mundi í Gramminu“ til að ræða
málin og panta séivaldar hljómplöt-
ur, með bestu söngvurum heimsins.
Þar var líka drukkið kaffi hlustað
á músík og skoðaðir listar. Þegar
best tókst til varð stemmningin eins
og á „Café Momús“. Nú heyrir það
sögunni til.
Bjarni var oft gestur okkar hjóna
við ýmis tækifæri. Mörg voru þau
vellukkuð gamlárskvöldin og
skemmtileg, þegar hann og aðrir
vinir komu. Hann var skemmtilegur
og kom vel fyrir í hvívetna, kurt-
eis, ræðinn og hafði frá mörgu að
segja á sinn sérstaka hátt og var
þakklátur fyrir hvaðeina sem fyrir
hann var gert. Það var alltaf
ánægjulegt að fá Bjarna í heim-
sókn.
Bjarni kom oft á heimili bróður
síns, Baldurs Stefánssonar prentara
og konu hans, frú Bergþóru Frið-
geirsdóttur, bæði við hátíðleg tæki-
færi svo og þegar erfiðleikar Bjarna
og sjúkdómar sóttu að. Naut hann
umönnunar þeirra og hjálpsemi þar
til yfir lauk.
Bjarni lést á Borgarspítalanum
27. mars sl. eftir stutta en erfiða
legu, langt um aldur fram. Það gaf
lífinu gildi að hafa þekkt Bjarna,
átt samleið með honum og eiga
hann að vini.
Við Maddý og fjölskyldan öll
þökkum honum samfylgdina. Minn-
ingin lifir um þennan hýra og glaða
heiðursmann sem vildi öllum svo
vel. Hvíli hann í friði.
Maríus Blomsterberg
Dr. Bjöm Sigfús-
son - Kveðjuorð
Fæddur 17. janúar 1905
Dáinn 10. maí 1991
Nýlega var til moldar borinn dr.
Björn Sigfússon sem um árabil var
háskólabókavörður og jafnframt
forvígismaður að kennslu í bóka-
safnsfræði við Háskóla íslands.
Það er tæplega aldarfjórðungur
síðan ég kynntist dr. Birni fyrst
þegar ég kom til hans til að læra
bókasafnsfræði við Háskóla ís-
lands. Kennslan var þá í höndum
Bjöms og Ólafs F. Hjartar og fór
kennslan aðallega fram á laugar-
dögum. Þar að auki unnum við á
safninu undir handleiðslu Björns.
Vinnuálagið á Birni var með mikl-
um ólíkindum því auk þess sem
hann sá um allan rekstur á þessu
stóra safni og öll þjónusta við kenn-
ara og nemendur var í hans hönd-
um, þurfti hann líka að fylgjast
með námsvinnunni okkar. Það kom
sér oft vel að hann var ekki alltof
smámunasamur um útlitið á spjald-
skrárspjöldunum. Hann þurfti lík-
lega ekkert á þessum spjöldum að
halda því Háskólabókasafnið var
allt á skrá í ótrúlegu minni hans.
Það nægði að fletta upp í Birni og
hann var orðinn goðsögn í lifanda
lífi vegna ótrúlegs minnis. Það hef-
ur verið erfitt að eiga að feta í fót-
spor manns sem var í raun lifandi
alfræðibók og vanþekking bóka-
varðar sem á eftir komu því enn
meira áberandi.
Það var gaman að hlusta á Björn
kenna okkur um flokkun og heim-
speki þótt hann ætti það til að
hlaupa útundan sér og gleyma að
þarna sátum við fáfróð, nýkomin
út úr menntaskóla og þekktum lítið
til frægra heimspekinga. Hann þaut
með okkur heimsálfanna á milli og
það tók á hugmyndaflugið að reyna
að fylgja honum. Kannski var það
ekki allt saman mjög hagnýtt en
enginn gat gengið þess dulinn að
þessi grein, bókasafnsfræðin, ætti
heimspekilegan grunn og fengist
við að gera aðgengilega þá þekk-
ingu mannkynsins sem á bók hefði
verið sett.
Þótt okkur þættu sum vinnu-
brögð á Háskólabókasafninu heldur
forneskjuleg, ritvélarnar gamlar og
þreyttar, og sú staðreynd heldur
einkennileg að háskólabókavörður-
inn sjálfur skyldi ávallt sækja allan
bókasafnspóstinn á hjólinu sínu, var
Björn ótrúlega framúrstefnulegur á
öðrum sviðum. Ekki hafði Reikni-
stofnun átt tölvur lengi þegar Björn
sá þá möguleika sem bókasafns-
fræðin hefði í tölvuvæðingu. Ég
minnist þess að árið 1966 sendi
hann mig út í Reiknistofnun og þar
fékk ég að vinna við fyrstu tölvu-
væddu bókaskrána sem unnin var
hér á landi, en það var skrá um
stræðfræðibækur og var verkið
unnið undir handleiðslu dr. Odds
Benediktssonar síðar prófessors í
tölvunarfræði. Svona var Bjöm.
Framsýnn og fijór í hugspn og kom
oft á óvart með frumlegum og fram-
úrstefnulegum hugmyndum sem
hefðu vel hæft 21. öldinni.
Það var einkennandi fyrir Björn
að hann skyldi vera nógu framsýnn
til að sjá að þessi grein, bókasafns-
fræðin, ætti mikla framtíð fyrir sér
sem stoðgrein við allar aðrar þekk-
ingargreinar. Hann kynnti sér
kennslu í greininni í Svíþjóð og hóf
síðan að kenna hana við Háskóla
íslands árið 1956. Þannig eignuðust
íslendingar sinn bókavarðarskóla á
svipuðum tíma og aðrar þjóðir, þótt
fáir gerðu sér grein fyrir því þá hér
á landi í hverju þessi grein væri
fólgin og aðeins örfáir höfðu lagt
stund á greinina erlendis.
Við sem stöndum nú í forsvari
fyrir kennslu í bóksafns- og upplýs-
ingafræði eigum honum skuld að
gjalda fyrir það að hann skyldi með
framsýni sinni flýta fyrir innreið
upplýsingasamfélagsins. Sú ósk
sem ég hygg að Björn hefði helst
viljað sjá rætast er að nýja Þjóðar-
bókhlaðan kæmist í gagnið með
tölvuvædda upplýsingaþjónustu þar
sem menn gætu fengið svalað þekk-
ingarþorsta sínum og komist í
tengsl við helstu andans menn ver-
aldar. Vonandi rætist sú ósk áður
en alltof langur tími líður.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýju
og vinarhug við fráfall og útför
HALLDÓRS SÆMUNDSSONAR
bónda,
Stóra-Bóli, Hornafirði,
sem lést hinn 13. maí sl.
Rósa Ólafsdóttir
Ólafur Halldórsson,
Anna Halldórsdóttir, Kristján Vífill Karlsson,
Svala Björk Kristjánsdóttir,
Halldór Steinar Kristjánsson,
Karl Guðni Kristjánsson.
+
Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÚNAR GISSURARDÓTTUR,
Álfaskeiði 40,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar Sólvangs fyrir frábæra
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Kristján Steingrímsson,
Steingrímur Kristjánsson,
Margrét Ág. Kristjánsdóttir, Júlíus Hinriksson,
Gissur V. Kristjánsson, Dóra L. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.