Morgunblaðið - 29.05.1991, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.05.1991, Qupperneq 33
I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍT99I 33 félk í fréttum Félagar í Ruslfélagi Grundafjarðar við fyrsta ruslakassann. Morgunblaðid/Hallgrímur Magnússon GRUNDARFJÖRÐUR Ruslafélag Grundar- fjarðar gefur ruslakassa Grundarfirdi. Ahugaverður félagsskapur hefur verið stofnaður í vetur í Grundarfirði. Ber hann nafnið Rusl- afélag Grundarfjarðar. Rusl, eða öllu heldur varðveisla rusls, er helsta málið á stefnuskránni. Félagar í Ruslafélaginu eru nem- endur í 2.-4. bekk grunnskólans. Þeir hafa undanfarið safnað saman dósum og plastflöskum og selt til endui-vinnslu. Hafa með þessum hætti safnast rúmlega 18.000 kr. Þessa peninga vildu félagar í Rusla- félaginu nota til að kaupa rusla- kassa, sem hengdir verða á ijósa- staura í þorpinu. Vilja félagsmenn meina að rusl sé betur varðveitt í þeim en fjúkandi um húsagarða í suðaustanrokinu, sem stundum kemur hér niður af fjallgarðinum. Hreppsnefndinni fannst mikið til þessa framtaks koma og lagði jafn- háa upphæð á móti. Þann 17. maí kl. 13.00 var svo fyrsti kassinn fest- ur upp við hátíðlega athöfn að við- stöddu fjölmenni. - Hallgrímur SJÚKDÓMAR Bardot greinir opinberlega frá krabbameini sínu Brigitte Bardot, ein helsta kyn- bomba sjötta- og sjöunda ára- tugarins hefur sagt frá því opinber- lega í fyrsta sinn, að hún hafi verið skorin upp vegna krabbameins í bijósti og nú hafi hún allt í senn, sigrast á sjúkdómnum, eftirköstum uppskurðarins og hræðslunni sem svona lífsreynslu fylgir. Hún lét þess ekki getið hversu aivarlegt til- felli um var að ræða í hennar til- viki, en getgátur hafa verið uppi um það, því hefur jafn vel verið fleygt að hún hafi legið fyrir dauð- anum um hríð. Þetta er svo sem ekkert nýtt af nálinni, að öðru leyti en því að Bardot greinir nú loks frá þessu, en hún mun fyrst hafa fundið fyrir sjúkdómnum árið 1983 og fljótlega upp úr því munu læknar hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að uppskurð- ur væri nauðsynlegur til að bjarga lífi hennar. Bardot var að vísu að Brigitte Bardot. lang mestu leyti búin að draga sig í hlé frá kvikmyndum árið 1983, en fregnir herma að hún hafi íhug- að að herða róðurinn verulega í kvikmyndum á ný, en sjúkdómurinn hafi þá komið eins og köld vatns- gusa og séð fyrir öllum áformum þar um. Hilmar t.v. tek- ur við prófskír- teininu úr höndum Phil Collins. NÁM Phil Collins afhenti próf- skírteinið Hilmar Jensson úr Garðabæ lauk nýverið BA-gráðu í tónlista- háskólanum Berklee College Of Music í Boston Massachusetts og prófskírteinið rétti honum popp- stjarnan heimsfræga Phil Collins sem var kjörinn heiðursdoktór við háskolann við þetta tækifæri. Coll- ins þarf vart að kynna, plötur hans hafa selst í milljónum eintaka og alls hefur hann unnið til sjö Grammy-verðlauna. Heiðurgestir við athöfnina voru auk Collins stórsöngvarinn A1 Jarreau og Ahmet Ertegun forstjóri Atlantic-hljómplötuútgáfunnar. Þeir voru einnig báðir sæmdir heið- ursdoktórsnafnbót og Jarreau hélt meginræðu dagsins. Berklee tón- skólinn er meðal þeirra þekktustu, en alls stunda þar nám 2700 nem- endur í einu, þar af 750 nemar frá 75 löndum öðrum en Bandaríkjun- um. STYKKISHOLMUR Lionsmenn selja blóm Stykkishólini. m hvítasunnuna var margt um manninn í Ilólminum, margt fólk dreif að til að eyða helginni bæði í eyjum og Hólminum. Fjöldi fólks fór til Flateyjar og Baldur fór þessvegna tvær ferðir og hefur nú fjölgað ferðum yfír Breiðafjörð. 17 ungmenni voru fermd í Stykkis- hólmi um hvítasunnu, en áður á pásk- um voru 2 fermd í Helgafellskirkju. Lionsklúbbur Stykkishólms hefur frá öndverðu selt þennan dag blóm til styrktar því líknarstarfi sem hann hefur með höndum og ganga félagar samstílltir í það daginn áður. Einnig Elsti félagi Lionshreyfingarinn- ar á Stykkishólmi, Arni Helga- son, býr sig undir blómasöluna. hefur kiúbburinn sölu fermingar- skeyta í sama tilgangi og eni það mestu tekjulindir klúbbsins, en hann hefur nú senn starfað í 25 ár. - Fréttaritari. Sigurvegararnir úr Árbænuin, f.v. Eggert Gíslason, Hulda Björg Herjólfsdóttir, Vilhjábnur Björn Sveinsson og Birna Anna Björnsdótt- ir. MÆLSKA Skapar fegurðin hamingjuna? Arbæjarskóli og Laugalækjarskóli kepptu nýlega til úrslita í hinni ár- legu spurningakeppni Grunnskóla Reykjavíkur. í úrslitum reyndu skólarnir með sér í mælskulist og var umræðuefnið „Skapar fegurðin hamingjuna?“. Árbæjarskóli hafði betur og sigraði með 107 stiga mun. Það var íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur ásamt félögum í JC-hreyf- ingunni sem höfðu veg og vanda að keppninni, en á myndinni má sjá sigurlið Árbæjarskóla. 8portblú§sur Buxur - skyrtur - peysur Aldrei meira úrval aiísm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.