Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 45
hélt það væri undirbúningsferð fyr-
ir ævistarf sem allt væri enn í von-
um. Þar var úr miklum aðdráttum
að vinna.
Hann ætlaði bara að skreppa
suður í lönd, þangað sem helgidóma
klassískrar kirkjulistar er að finna,
með vini sínum og meistara Hauki
Guðlaugssyni og fleirum starfs-
bræðrum og við reiknuðum með
honum aftur til okkar, og kórsins
þegar allt um hægðist, að halda
áfram því sem í raun var varla
hafið.
En það fór, sem sagt, öðruvísi.
Mennirnir hugsa, - Guð ákveður.
Kalli var ekki það sem kallað er
„skipulagður stjórnandi". En sér-
hver kóristi gat (oft óafvitandi)
auðveldlega lesið það af birtubrigð-
unum í andliti hans, hvort verið var
að gera vel eða miður. Það var
hans styrkur: Fólk leitaðist við,
hver og einn, að kalla fram þetta
óviðjafnanlega bros, þegar loks var
vel sungið. Og snarhandarstefjum
hans á orgelið í messulok, þegar
hann lék einn - og lausum hala -
þeim gleymir enginn.
I því efni vissu þó flestir hvað
átt höfðu, fyrr en misst höfðu.
Við, sem orðnir erum stórir
strákar, vorkennum auðvitað ekki
sjálfum okkur neinn skaða og þá
ekki nú fremur en endranær. En
við vorkennum þeim sem litlir eru
og ekki hafa enn misst hæfileikann
til að harma sitt tjón. Og við hörm-
um vanmátt okkar til að verða þeim
til hugarléttis nú á erfiðri stund.
Hvað segjum við við son hans
unga til dæmis, - hann sem vissi
ekki betur en að í faðmi föður síns
ætti hann alltaf, hvað sem henda
kynni, einn stað öruggan og vísan?
Nú, við getum svo sem ekkert við
hann sagt annað en það sem við
segjum við sjálfa okkur og hver við
annan: Sá er sæll sem hefur elskað
og verið elskaður og verður því,
fyrr eða síðar, að syrgja sárt. Slík
sorg er guðsgjöf. Hún er ekki öllum
gefin. Og sorgin er sjálfs líkn. Líkt
og sár verður fullgróið, án þess
maður viti hvenær, þannig hverfur
þessi sársauki líka með tímanum -
sem er sára læknir. Þess í stað tek-
ur að birta af feginleik, nýrri auð-
legð í sálinni, yfir því að hafa eign-
ast slíka minning að hafa hjá sér;
þétt faðmlag, þegið og endurgoldið,
dýrt þótt verði stutta stund. Þeir
einir fá mikið misst sem hafa mikið
átt. Margur verður að lifa langa
ævi alls þessa án.
Guð það heimi hentast fann
það hið bliða
að blanda stríðu.
Allt er gott sem gjörði hann.
Og jafnt við; enda þótt trú okkar
sé á- hverfanda hveli, vonin, jafn-
vel, og kærleikurinn hið sama, þá
eigum við ekki, þegar allt kemur
til alls, á nein ráð að venda önnur
en auðmýktina gagnvart hinum
Æðsta vilja og verðum að hneigja
höfuðin gagnvart því: Verði þinn
vilji.
Eyvindur Erlendsson
MÓRGUN'BLiÁÓlD MÍÓJÍfDÍACÍÍiR ll. ffiNÍÍiMí:4&
Mig setti hljóðan við þau hörmu-
legu tíðindi að vinur minn og fé-
lagi, Karl Jóhann Sighvatsson, hefði
látist í bílslysi. Síðan þá hafa sótt
á hugann ótal minningar tengdar
Kalla, þessum eldhuga og góða
dreng sem var svo leitandi, óhrædd-
ur við að fara á móti straumnum,
tilfinningaríkur og viðkvæmur, en
um leið svo sterkur og veitull. Hans
er sárt saknað.
Skömmu áður en þetta sorglega
slys átti sér stað var ég staddur í
Samvinnubankanum í Bankastræti
er starfsstúlka bankans kemur að-
vífandi með skilaboð um að Karl
Sighvatsson vilji ná af mér tali og
biðji mig um að bíða eftir sér. Ég
skimaði um í bankanum en sá Karl
hvergi svo ég fékk mér sæti. Eftir
skamma stund birtist Kalli glað-
beittur og hress. „Sæll félagi,“ en
þannig heiisaði Kalli gjarnan og við
gengum út í sumarið og tókum tal
saman þar sem framtíðaráform
hans bar á góma. Skömmu sfðar
hittumst við í síðasta sinn í Austur-
stræti og þá átti fyrirhuguð ferð
hans til Frakklands og Ítalíu hug
hans allan. Hann var búinn að fá
ábendingar um markverða staði
sem hann ætlaði að heimsækja og
var fullur eftirvæntingar. En því
miður - sú ferð varð ekki að veru-
leika. Þannig er dauðinn - á svip-
stundu gerir hann framtíðaráform
okkar mannanna að engu. Eftir
stöndum við sem þekktum Kalla
með sorg í hjarta um leið og við
minnumst góðs drengs og þökkum
fyrir að hafa átt samieið með honum
um lengri eða skemmri tíma.
Kynni mín af Kalla spanna um
25 ára tímabil, en ég átti því láni
að fagna að kynnast honum í gegn
um tónlistina. Við lékum nokkrum
sinnum saman opinberlega og hann
lagði mér lið við gerð plötu minnar
Mannlífs. Þá kynntist ég því af eig-
in raun hversu einlægur og vand-
virkur Karl var í tónlistarsköpun
sinni sem hann tók mjög alvarlega.
En kynni okkar urðu samt einna
nánust í sameiginlegri baráttu fyrir
bættum hag tónlistarmanna, en
haustið 1979 stofnuðu nokkrir tón-
listarmenn SATT, Samtök alþýðu-
tónskálda og tónlistarmanna. Aðal-
hvatamaður að stofnun samtak-
anna var annar eldhugi, Sigurjón
Sighvatsson bróðir Karls. Eitt af
brýnustu verkefnum SATT var að
koma upp félagsheimili tónlistar-
manna og í þeim tilgangi höfðu
samtökin fest kaup á 3. hæð á Vita-
stíg 3 hér í borg. Karl sat um tíma
í stjórn SATT og man ég að þá var
eitt fyrsta verkefni hans að kaupa
tvö eintök af bók Jóns Sigurðsson-
ar, skólastjóra Samvinnuskólans að
Bifi'öst, um fundarsköp. Hann gaf
mér annað eintakið. Jafnframt tók
hann upp fundi SATT á segulband
til að geta unnið ritarastarfið sem
best. Þannig var Kalli.
Frá þessum tíma er mér sérstak-
lega minnisstæður einn afdrifaríkur
SATT-fundur sem haldinn var í
nánast fokheldu húsnæði samtak-
anna á Vitastíg sem menn voru þá
í gamni farnir að kalla Vitaskuld.
Það var á brattan að sækja í barátt-
unni og draumurinn um félagsheim-
ilið af mörgum talinn óraunhæfur.
Á þessum 'frekar fámenna fundi
kom fram tillaga frá nokkrum
svartsýnum félögum um að hætta
við félagsheimilið og leggja samtök-
in niður. Þessi tillaga var okkur
Karli mjög á móti skapi en engu
að síður var hún samþykkt með
eins eða tveggja atkvæða mun. Þá
kom þekking Kalla á fundarsköpum
í góðar þarfir, en hann benti á að
ekki hefði verið staðið rétt að fund-
arboði þg lagði fram tillögu um að
könnun yrði gerð meðal félags-
manna um hvort halda ætti starf-
seminni áfram eða ekki og þá hald-
inn annar fundur er tæki endanlega
afstöðu um framtíð SATT og fé-
lagsheimilisins. Tillaga Karls var
samþykkt með miklum meirihluta.
Síðar kom í ljós að menn vildu halda
baráttunni áfram en þessi fram-
lenging á líftíma SATT átti drjúgan
þátt í að gera Félagsheimili tónlist-
armanna að veruleika. Það má því
segja að Kalli hafi staðið vörð um
þá félagsmálabaráttu sem Jonni
bróðir hans átti þátt í að hrinda af
stað og hefur haft mjög jákvæð
áhrif til hagsbóta fyrir tónlistar-
menn, ekki síst með tilkomu FTT,
Félag tónskálda og textahöfunda,
sem var stofnað síðar sem höfunda-
félag innan SATT og er þróttmikið
félag í dag. Kalli bar alla tíð hag
félagsheimilisins fyrir bijósti enda
bar það málefni nánast alltaf á
góma þegar við hittumst á förnum
vegi. Það var honum því sérstakt
gleðiefni þegar Púlsinn hóf starf-
semi sína í sama húsi og þótti hon-
um hagur okkar tónlistarmanna
hafa vænkast að mun og áralöng
barátta skila góðum árangri.
Annað sameiginlegt áhugamál
áttum við Karl eri það var bygging
tónlistarhúss á íslandi. Með eftir-
minnilegum hætti kom Karl til
hjálpar í miklu fjáröflunarátaki sem
stjórn SBTH (Samtök um byggingu
tónlistarhúss) stóð fyrir haustið
1987, en endapunktui' fjáröflunar-
átaksins voru stórtónleikai' í Há-
skólabíói sem haldnir voru 9. janúar
1988 undir slagorðinu „Gerum
drauminn að veruleika“. Fjáröflun-
arátakið hafði ekki gengið sem
skyldi og knappur tími var til að
hrinda hugmyndinni um tónleikana
í framkvæmd. Þá kom Karl til sög-
unnar og bauð fram aðstoð sína,
tók að sér framkvæmdina sem var
til fyrirmyndar. Tónleikarnir heppn-
uðust einstaklega vel en þeir voru
í beinni útsendingu á vegum Sjón-
varpsins og urðu málefninu til mik-
ils framdráttar.
Mér er til efs að nokkur annar
en Karl hefði getað komið tónleik-
unum upp á þeim skamma tíma sem
var til stefnu og fengið allt það
tónlistarfólk, sem hann fékk, til liðs
við málefnið. Réð þar örugglega
miklu hin sterku persónulegu tengsl
hans við tónlistarfólk á öllum svið-
um tónlistarlífsins. Á þessum tíma
átti Karl í mikilli innri baráttu, við
erfiðleika í einkalífinu að stríða, en
það kom ekki í veg fyrir að hann
skilaði þessu mikla verkefni af sér
með sóma. Þannig var Kalli. Nú er
hann horfinn sjónum okkar, lagðut'
af stað á undan í ferðina miklu,
ferðina sem við eigum öll fyrir hönd-
um.
Um leið og ég votta aðstandend-
um Kalla mína dýpstu samúð bið
ég þess að æðri máttarvöld veiti
fjölskyldu hans styrk í djúpri sorg.
Sérstaklega votta ég ungum syni
hans, unnustu, bróður, föður og
stjúpföður samúð mína. Minningin
um góðan dreng sem hafði svo
margt að gefa mun lifa áfram á
meðal okkar sem kynntumst hon-
um.
Jóliann G. Jóhannsson
„Hringdu í mig ef ég get eitthvað
aðstoðað.“ Þetta voru síðustu orðin
sem ég heyrði frá Kalla. Ákveðið
var fyrir nokkrum vikum að við
færum að skemmta á Ólafsvík á
sjómannadaginn. En tveimur dögum
fyrir brottför voru örlögin farin að
spinna vefinn, þá hringir Kalli og
segist ómögulega geta farið með
mér, en hann sé búinn að fá annan
undirleikara fyrir sig. Einnig var
ákveðið að hann ætti að spila í
Reykjavík á laugardag en því var
frestað til sunnudags. Það bar allt
að sama brunni. Það var greiniíega
búið að ákveða að Kaili ætti að
leggja af stað einn síns liðs í fei'ðina
löngu þennan sólríka sunnudag.
Feigum verður ekki forðað. Um
morguninn spilaði hann snilldarvel,
svo eftir var tekið við messu í Þor-
lákshöfn. En það var engin ný bóla
því Kalli var hreinn og klár listamað-
ur og snillingur við orgelið og það
af Guðsnáð. Það duldist engum sem
á hiýddi. Ungur fékk hann nafnbót-
ina undrabarn. Engan skyldi því
undra að undrabarnið yrði að lista-
manni. Orgelspunar Kalla voru
ógleymanlegir og synd að ekki
skyldu þeir nást inn á band. Oft
loðir það við listamenn að þeir eru
svolítið sérstakir og það var Kalli
án þess þó að hann gerði nokkurn
hlut í því. Hann kom til dyranna
nákvæmlega eins og hann var
klæddur. Laus við allan hroka og
mikilmennsku. Fyrir honum voru
allir jafnir hvort sem þeir voru háir
eða lágir.
í þessi þijú ár sem við störfuðum
saman man ég ekki eftir að hann
talaði illa um nokkurn mann. Tvær
persónur voru honum samt kærast-
ar, það voru Sigríður unnusta hans
og Órri, sonurinn ungi. Sigríði vitn-
aði hann einatt í af lotningu og virð-
ingu, Orra af föðurumhyggju og
stolti. Á ferðalögum okkar á milli
skemmtistaða töluðum við opinskátt
um okkar dýpstu leyndarmál og
hugrenningar. Þá gáfum við hvor
öðrum góð ráð og ábendingar. Kalli
var viðkvæm sál, eins og flestir vissu
sem hann þekktu, og mátti lítið út
af bera. Hann var lífsglaður svo af
bar, vinsæll og velþekktur og stóðu
honum allar dyr opnar þar sem hann
kom. Allir þekktu Kalla, öllum þótti
vænt um hann. Minningarnar eru
margar í huganum. Ein er þó svolít-
ið sérstök og er hún líka geyrnd á
myndbandi. Við vorum einu sinni
sem oftar að æfa okkur heima í
stofu hjá mér. Þá fékk ég hann til
að spila Maístjörnuna á orgelið og
stelpurnar mínar tvær 5 og 7 ára
sungu. Þetta er dýrmæt mynd sem
snertir hvern þann djúpt sem á horf-
ir. „Ótrúlegt að Kalli skuii vera
dáinn,“ sagði sú yngri eftir að við
horfðum saman á myndina í gær.
Hvergerðingar missa mannslíf í
hörmulegum slysum æ ofan í æ en
geta ekkert aðhafst, því miður, þess-
ir hlutir eru ekki á okkar valdi.
Við erum viss um að Kalli er
núna fallegur engill sem spilar á
himnesk Hammolid-orgel og þeir
hljómar taka á móti okkur þegar
við hittumst aftur.
Hjörtur Benediktsson
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASONHF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI48. SIMI76677
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöid
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar viö öll tilefni.
Gjafavörur.
FLUGLEIDIR
Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum.
*Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í b-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára) .