Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 34

Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991 Alifuglabúið Fjöregg gjaldþrota: LEITAÐ verður allra leiða til að leigja eða selja rekstur Alifuglabús- ins Fjöeggs á Svalbarðsströnd, en búið var úrskurðað gjaldþrota fyrir helgi. Fjöregg var eitt af stærstu kjúklingabúum landsins og það stærsta á Norðurlandi, með um það bil 15 þúsund varphænur og 25 til 30 þúsund kjúklinga í uppeldi. Búið hefur verið rekið í um þrjátiu ár. Eftir gjaldþrot Kaupfélags Þingeyinga á Svalbarðsströnd var Fjöregg stærsti atvinnurekandi i hreppnum. Arnar Sigfússon, sem skipaður landi og með þeim stærstu á landinu öllu. Starfsmenn hafa að undanfömu verið 14 talsins. „Þessi rekstur er þess eðlis að ekki er hægt að stöðva hann, við munum reyna að halda honum gang- andi og leitum mögulegra leiða tii að leiga hann eða selja,“ sagði Arn- ar, en í bústofni eru um 15 þúsund varphænur og tæplega 30 þúsund kjúklingar í uppeldi. Arnar sagði að veruleg verðmæti lægju í bústofni, en þau byggðust á því að unnt yrði að halda rekstrinum gangandi áfram. Hann sagði að byijað væri á óformlegan hátt að tryggja áfram- haldandi rekstur, en það myndi væntanlega skýrast fljótlega. Stærstu kröfuhafar í búið eru Kaupfélag Eyfirðinga, Stofnlána- deild landbúnaðarins, Búnaðarbanki og íslandsbanki. hefur verið bústjóri, sagði að eigandi búsins, Jónas Halldórsson hefði ósk- að eftir að bú hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta á fimmtudag, en bjóða átti upp jörðina með fasteign- um síðasta föstudag. Um síðustu áramót voru skuldir búsins 244 milljónir króna og eignir voru metnar á 163 milljónir króna. Alifuglabúið Fjöregg var stærsti framleiðandi á þessu sviði á Norður- Háskólinn: Ráðstefna nin framtíðar- sýn í hjúkrun- Vel heppnaður íþróttadagur Fjölmenni tók þátt í íþrótta- og útivistardegi sem haldinn var á Akureyri á laugardag. Myndin er tek- in við upphaf heilsuhlaups Krabbameinsfélagsins, en um 350 manns tóku þátt í því. Þá var margt á boðstólum, fjöldi barna nýtti sér boð hestamannafé- lagsins Léttis um dálítinn reiðtúr á svæðinu við Hamraborgir og á eftir var grilluð pylsa vel þegin. Sýning á húsdýrum var einnig í gangi og vakti óskipta athygli. í göngugötu sýndu_ fimleikastúlkur listir sínar og júdókappar einnig. Á öllum íþrótta- svæðum bæjarins var starfsemi sem þar fer fram kynnt og enginn þurfti að greiða aðgangseyri í sund- laugar. armenntun Reglugerð um greiðslu almannatrygginga á lyfjakostnaði: Reynt að leigja eða selja rekstur búsins Lyfjakostnaður skorinn niður um 360-400 milljónir árlega FYRSTU hjúkrunarfræðinem- arnir verða útskrifaðir frá Há- skólanum á Akureyri næstkom- andi laugardag, 15. júní og í til- efni af því verður haldin ráð- stefna á vegum heilbrigðisdeild- ar Háskólans á Akureyri á fimmtudag og föstudag, 13. og 14. júní. Ráðstefnan verður haldin í stofu 16 í húsakynnum háskólans við Þórunnarstræti og stendur frá kl. 10 til 16 á fimmtudag og 9 til 16 á föstudag. Skráning fer fram á skrifstofu skólans fram til 13. júní. Yfirskrift ráðstefnunnar er fram- tíðarsýn í hjúkrunarmenntun og þar munu þrír erlendir fyrirlesarar flytja erindi og einn íslenskur, Helga Jónsdóttir, lektor. SIGHVATUR Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur undirritað nýja regl- ugerð um greiðslu almanna- trygginga á lyfjakostnaði, en áætlað er að miðað við óbreytt neyslumynstur lyfja geti sparn- aður í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar eru orðið á bilinu 360-400 milljónir árlega. Breyt- ingarnar fela m.a. í sér, að hætt verður að greiða svonefnd lausa- sölulyf, fastagjald verður hækk- að um 13% til almennra notenda, greiðslufyrirkomulagi nokkurra lyfjaflokka verður breytt, þannig að almannatryggingar taka ekki lengur þátt í kostnaði vegna nokkurra tegunda lyfja sem áður voru greiddar og einnig verður hætt að greiða sýklalyf. Heil- brigðisráðherra kynnti nýju reglugerðina á blaðamannafundi á Akureyri í gær. I framhaldi af samþykkt ríkis- stjórnarinnar frá 11. maí sl. um þessi mál fól ráðherra starfshópi að vinna tillögur um framkvæmd hennar, en markmiðið var að leita einfaldra leiða til breytinga á reglu- gerð almannatrygginga um lyfja- kostnað. Breytingarnar áttu að vera þess eðlis að þeim fylgdi aukin kostnaðarvitund lækna og almenn- ings um lyfjaverð og þar með einn- ig breytingar á neyslumynstri al- mennings á lyfjum. Til að ná því markmiði var talið vænlegast að tengja greiðslu sjúklings hlutfalls- lega við verð lyfsins í stað þess að greiða fast gjald, eins og nú er, en það er ekki unnt að gera án breyt- inga á lögum. Helstu nýmæli í reglugerðinni eru m.a. að breytingar eru gerðar á flokkun lyfja, sem sjúkratrygg- ingar greiða að fullu, að hluta eða alls ekki. Lausasölulyf verða ekki greidd af sjúkratryggingum, en Tryggingastofnun ríkisins greiðir um 80-100 milljónir árlega fyrir þessi lyf. Fastagjald sjúklings verð- ur hækkað um 13% úr 750 krónum í 850 krónur hvað allan almenning varðar, en hvað elli- og örorkulíf- eyrisþega varðar hækkar gjaldið úr 230 krónum í 250. Fastagjald fyrir svokölluð „bestukaupalyf“ lækkar hins vegar um 9%, en miðað við óbreytt neyslumynstur lyfja er geil ráð fyrir að þessi breyting geti leitt til um 30 milljóna króna lækkunar á útgjöldum Trygginga- stofnunar vegna almennra notenda og um 4 milljónir vegna elli- og örorkulífeyrisþega. Greiðslufyrirkomulag nokkurra lyijaflokka breytist í kjölfar reglu- gerðarinnar, þannig að almanna- tryggingar taka ekki lengur þátt í kostnaði fyrir lyf sem í þeim eru. Þar má nefna svefnlyf, róandi lyf, nef-, háls- og hósta- og kveflyf, hægðalyf og sýklalyf. Fram kom á fundinum að sum þessara lyfja eru talin ofnotuð og/eða að læknisfræð- ileg rök skorti fyrir því að Trygg- ingastofnun taki þátt í kostnaði við kaup á þeim. Þar vega sýklalyf þyngst hvað kostnað varðar, en þau eru notuð í helmingi meira mæli hér á landi en annars staðar' á Norðurlöndum. Verð þessara lyfja „Atvinnulífið hefur verið dauft allt frá því kaupfélagið hætti hér starfsemi, Fjöregg hefur verið stærsti atvinnurekandinn í hreppn- um, en þar hefur ekki eingöngu unnið fólk héðan úr þéttbýlinu, heldur m.a. frá Akureyri og úr Eyjafjarðarsveit, sagði Jónas Reyn- ir. Hann sagði að nú væri unnið að því að koma á fót einhvers konar smáiðnaði eða einhveiju ámóta til að nýta hús kaupfélagsins sem standa auð á Svalbarðseyri. Þegar hefur verið stofnað dreifingarfyrir- tæki, Kartöflusala Svalbarðseyrar, sem annast þvott, sölu og dreifingu er að jafnaði ekki hátt, þannig að um verulega kostnaðarbyrði ein- staklinga verður ekki að ræða. Tal- ið er að unnt verði að spara um 230 milljónir króna í kjölfar þess að hætt verður að greiða fyrir sýkl- alyf, en sparnaður vegna flokkatil- færslna er á bilinu 20-40 milljónir króna. Heilbrigðisráðuneytið mun í sam- vinnu við landlæknisembættið fylgj- ast náið með afleiðingum reglu- gerðarinnar, meta árangur og end- urskoða hana í ljósi reynslunnar eigi síðar en í lok þessa árs. Þá verður innan ráðuneytisins áfram unnið að tillögum um lækkun lyfja- kostnaðar, sem m.a. tekur til skipu- lagsbrejtinga á dreifingu lyíja. kartaflna. Nokkrar byggingarframkvæmdir standa yfir á vegum hreppsins, en verið er að byggja við skólann og einnig er verið að byggja fé- lagslegar íbúðir, bæði raðhús og síðar hefjast framkvæmdir við parhús. Verktaki er Þorgils Jó- hannesson og hefur hann nokk- urn mannskap í vinnu og taldi sveitarstjóri að hann væri stærsti atvinnurekandinn í hreppnum, að sveitarfélaginu frátöldu. Jónas Reynir sagði að fólk sækti í auknum mæli eftir hús- næði á Svalbarðseyri og við því væri verið að bregðast. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jakob Tryggvason hlaut viðurkenningu úr Tónmenntasjóði kirkjunnar fyrir störf að þágu kirkjutóiilistar, liann er hér fyr- ir miðri mynd ásamt Soffíu dóttur sinni og Jóni Óskari sem sæti á í stjórn sjóðsins. Jakob Tryggvason organleikari heiðraður STJÓRN Tónmenntasjóðs kirkjunnar hefur veitt Jakóbi Tryggvasyni organleikara við- urkenningu, 150 þúsund krón- ur, fyrir störf hans í þágu kirkjutónlistar. Jakob var um fjölda ára organ- leikari við Akureyrarkirkju og stóð að flutningi ýmissa kirkju- legra kórverka af vandfýsi og dugnaði, án þess að spyrja um veraldlega umbun, segir í til- kynningu. Tónmenntasjóður kirkjunnar var stofnaður árið 1974 til efling- ar kirkjulegri tónlist og ljóðagerð og til að veita viðurkenningu fyr- ir störf á þeim vettvangi. í stjórn Tónmenntasjóðs eru Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri, formaður, Jón Nordal, gjaldkeri, og Jón Óskar, ritari. Svalbarðsstrandarhreppur: Smáiðnaður á fót til að nýta húsnæði KÞ JÓNAS Reynir Helgason sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi seg- ir að atvinnulíf í þéttbýlinu við Svalbarðseyri hafi verið dauft allt frá því Kaupfélag Þingeyinga, KÞ, hafi hætt þar starfsemi. Flestir íbúar þar sæki vinnu til Akureyrar og því missi íbúarnir ekki at- vinnu sína í kjölfar gjaldþrots Alifuglabúsins Fjöreggs. Þó nokkrar byggingarframkvæmdir eru í hreppnum og unnið er að því að koma húsnæði KÞ í notkun með einhvers konar starfsemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.