Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991
43
NORDIA 91
_________Frímerki______________
Jón Aðalsteinn Jónsson
í síðasta frímerkjaþætti var
stuttlega minnzt á samnorrænu frí-
merkjasýninguna NORDIU 91, sem
hér verður haldin í lok þessa mánað-
ar. Líklegt má telja, að lesendur
þessara þátta hafi áhuga á að hafa
einhverjar spurnir af því, sem fram
á að fara á sýningunni.
Sýningin hefst fimmtudaginn 27.
júní. Fyrsti dagurinn nefnist Dagur
póstsins. Næsti dagur, föstudagur-
inn, kallast Dagur unglinganna,
enda verður þá ýmislegt gert til að
minna á þátt þeirra í NORDIU 91,
en hann er einmitt ekki svo lítill.
Þar sýna tveir íslenzkir unglingar,
sem hafa öðlazt rétt til þátttöku á
samnorrænum sýningum. Laugar-
dagurinn, 29. júní, nefnist Dagur
Ijölskyldunnar, en þá verður ýmis-
legt gert til þess að örva foreldra
til að koma á sýninguna með börn
sín, svo að þau geti kynnt sér þessa
hollu og vinsælu tómstundaiðju.
Síðasti dagur sýningarinnar verður
svo Dagur íslandssafnara, enda
verða mörg óvenjufalleg íslenzk frí-
merkjasöfn á sýningunni, bæði í
samkeppnis- og kynningardeild.
Svo sem venja er á stærri sýning-
um, verður sérstimpill notaður á
pósthúsi NORDIU 91 fyrir hvern
dag og hann hafður táknrænn í
samræmi við heiti dagsins.
Rétt er að vekja athygli á svo-
nefndri Sögudeild, sem komið verð-
ur á fót af félögum, einkum þó
unglingum, úr Félagi frímerkja-
safnara og Klúbbi Skandinavíu-
safnara. Þar verður m. a. heildar-
safn íslenzkra frímerkja frá upp-
hafi eða árinu 1873 og til sýningar-
dags. Þar verða einnig sýndar þær
stimplagerðir, sem notaðar hafa
verið til ógildingar frímerkja frá
upphafi, og margs konar sérstimpl-
ar. Verður þetta sýnt á stökum
merkjum, en einnig reynt að sýna
ýmsa stimpla á heilum bréfum og
öðrum póstsendingum eða á snyfs-
um. A ég von á, að mörgum muni
þykja fróðlegt að geta aftur virt
hér fyrir sér mörg þeirra frímerkja,
sem voru algeng á bréfum í ung-
dæmi þeirra.
Þá verður á NORDIU 91 kynnt,
hvernig frímerkjaútgáfa fer fram.
I því skyni verða nokkrum útgáfum
gerð skil með því að sýna skissur
og teikningar listamanna og eins
litar- og prentpróf. Þröstur Magn-
ússon, sem er kunnur fyrir margar
fallegar útgáfur fyrir fslenzku póst-
stjórnina á síðustu árum, svo sem
fugla- og blómafrímerki, mun verða
einn dag á sýningunni til að kynna
og útskýra teikningar sínar. Er
einkar fróðlegt fyrir safnara og
ekkert síður fyrir almenning að
kynnast því, hversu mikið starf
liggur að baki hverri frímerkjaút-
gáfu, allt frá fyrstu skissum og þar
til frímerkið kemur fullprentað í
hendur notenda.
Opinber boðsdeild verður á
NORDIU 91. Póststjórnir Norður-
landa verða þar með sýningarefni.
Auk þess er þess vænzt, að sameig-
Tónlistarnemendum
fjölgar á Húsavík
Húsavík.
TÓNLISTARSKÓLI Húsavíkur
lauk starfsemi sinni á þessu vori
með þrennum tónleikum, þar
sem fram komu bæði eldri og
yngri nemendur skólans og
sýndu getu sína.
Léttsveit og kór fullorðinna starf-
Morgunblaðið/Silli
Aðalgeir Þorgrímsson, 10 ára,
þeytir lúður sinn.
aði mikið á síðasta starfsári og
hélt tónleika í Reykjavík og fór
einnig til Englands, undir stjórn
Keith R. Miles. Flestir nemendur
leggja stund á blásturhljóðfæri og
píanóleik.
Umfang og starfsemi skólans
hefur verið vaxandi á undanförnum
árum og aðsókn aukist. Nemendur
1987 voru 165 en á síðasta starfs-
ári 214. Hefur þessi þróun orðið til
þes að mikil þörf er orðin á því að
skólinn fái aukið húsrými. En nú
er verið að vinna að viðbyggingu
við Barnaskólahúsið og að þeirri
viðbyggingu lokinni, er gert ráð
fyrir að Tónlistarskólinn fái aukið
húsrými.
- Fréttaritari.
MAZDA
þjónustan er
hjá okkur!
FÓLKSBÍLALAND H.F.
Fosshálsi 1, (Bílaborgarhúsinu)
Sími 67 39 90
inlegt kynningarefni verði í þessari
deild frá öllum innlendum söfnum.
Einkum eru það gömul bréf frá
Þjóðskjalasafni og Landsbókasafni,
sem hafa verið að koma í leitirnar
á síðustu tveimur áratugum. Sumt
af þessu efni hefur áður verið á
sýningum, en ýmislegt verður á
NORDIU 91, sem hefur ekki áður
komið fyrir almenningssjónir.
Sölubásar verða að sjálfsögðu á
sýningunni, enda heyra alls konar
viðskipti með frímerki og frímerkja-
efni orðið til flestra frímerkjasýn-
inga. Sjö póststjórnir hafa sölubása
til að kynna og selja frímerki sín.
Þá munu jafnmargir kaupmenn,
innlendir og erlendir, verða með
sölubása. Einnig verða innlend
safnarafélög með bása, svo sem
Félag frímerkjasafnara, Klúbbur
Skandinavíusafnara og Myntsafn-
arafélagið. I öllum þessum sölubás-
um verður boðið upp á fjölbreytilegt
efni.
Auk alls þessa má, ef ég þekki
rétt til, búast við líflegum skiptum
milli safnara á sjálfri sýningunni.
Til þess að auðvelda þau skipti hef-
ur sýningarnefnd ákveðið að bjóða
upp á ókeypis borð einn dag, þar
sem safnarar geta losað sig við
margs konar umframefni úr söfnum
sínum, bæði frímerki, mynt, póst-
kort o.m.fl. Vafalaust vilja tnargir
notfæra sér þessa sérstöku þjón-
ustu.
í næsta þætti verður greint frá
nokkrum áhugaverðum söfnum,
sem vérða á NORDIU 91, einkum
íslenzkum. Að auki verður sagt
nokkuð frá frímerkjauppboði, sem
haldið verður í tengslum við sýning-
una.
:niuni/ili
VORLINAN
KAUPF. BORGFIRINGA
BORGARNESI
20% afsláttur af öllum sumarleikföngum. Mikiö úrval af tómstundavörum,
viölegubúnaöi, módelum og öllum tegundum leikfanga. Berið saman verö.
TOmSTUnDfíHUSID HF
Laugavegi 164, sími 21901