Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 13
MOjRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991,
13
ins Karls Kraus í Vínarborg. Þetta
var í apríl 1924. Veza hjálpaði hon-
um að losna undan ofurvaldi af-
brýðisamrar og afar stjórnsamrar
móður. Þau Canetti og Veza gengu
í hjónaband 1934. Hún var átta
árum eldri en hann og af sama
uppruna, sefardískur gyðingur,
þ.e.a.s. bæði afkomendur þeirra
gyðinga sem voru flæmdir frá Spáni
1492. Veza sem hét fullu nafni
Venetia Taubner-Calderon lést
1963.
Veza var bókmenntalega sinnuð.
Hún skrifaði ung greinar, frásagnir
og smásögur í Arbeiter-Zeitung í
Vín. í byijun fjórða áratugar birt-
ust eftir hana í blaðinu brot úr
skáldsögu, en valdataka Hitlers
kom í veg fyrir að skáldsagan birt-
ist í heild sinni. Það var fyrst í fyrra
sem skáldsagan sá dagsins ljós: Die
gelbe Strasse (Carl Hanser Verlag).
Skáldsögunni hefur verið ákaft
fagnað í þýskumælandi löndum.
Hún gerist í Vín á árunum fyrir
stríð, nánar tiltekið í verkamanna-
hverfinu Leopoldstadt. Sagan er
raunsæisleg, dregur upp myndir úr
daglegu lífi fólks, alþýðustéttar og
borgara, á köflum með beiskum
húmor. Sérkennilegir menn eru
meðal viðfangsefna hennar, meðal
þeirra hinn dæmigerði Vínarbúi
Herr Vlk sem er nákvæmnin sjálf
uppmáiuð, lifir eftir ströngum regl-
um vanans og sér líf sitt hrynja í
rúst þegar blaðasalanum seinkar
um fjórar mínútur og hefur þar að
auki selt öðrum blað Herra Vlk.
Veza Canetti bjó vissulega í
skugga -eiginmanns síns, að
minnsta kosti hvað ritstörfin og
frægðina varðaði. Þó er engin
ástæða til að ætla að hann hafi
sett saman eftirfarandi spakmæli
með hana í huga:
„Hún giftist honum til þess að
hann væri alltaf hjá henni. Hann
kvæntist henni til þess hún væri
honum gleymd.“
Listahátíð í
Hafnarfirði
_________Tónlist____________
Jón Asgeirsson
Dagana 1. til 13. júní er haldin
listahátíð í Hafnarfirði og sl.
sunnudag voru Mozart-tónleikar,
þar sem flutt voru- eingöngu
kirkjuverk eftir meistarann. Flytj-
endur voru kór Hafnarijarðar-
kirkju, kammersveit og einsöngv-
ararnir Sigríður Gröndal, Guðný
Árnadóttir, Þorgeir J. Andrésson
og Ragnar Davíðsson. Stjómandi
var Helgi Bragason orgelleikari.
Flest kirkjuverk meistarans eru
samin þá Mozart var í þjónustu
erkibiskupsins í Salzburg, sem
skipaði þjóni sínum fyrir verkum
og tók ekkert tillit til óska hans.
Colleredo, en svo hét þessi hroka-
fulli biskup, var skyldur keisaran-
um og því samkvæmt kenning-
unni, mun hrokafyllri en keisarinn
sjálfur. í þessari vist leið Mozart
illa og varð það að nokkru til
þess að hann náði sér sjaldan á
strik og ekki bætti úr skák, að
Colleredo var sífellt að gefa ýms-
ar fáránlegar fyrirskipanir um
gerð þjónustuverkanna. Ýmsir
sagnfræðingar hafa gælt við þá
hugmynd, hvað slíkur snillingur
sem Mozart var, hefði samið und-
ir stjórn víðsýnni og listelskari
yfirmanns. Þrátt fyrir að þjón-
ustuverk þau sem Mozart samdi
fyrir erkibiskupinn, njóti ekki vin-
sælda, eru þau oft og tíðum mjög
vel gerð og einstaka þættir snilld-
arlegir, eins og t.d. Laudate Dom-
inum úr kvöldsöngvunum K. 339.
Tónleikarnir hófust á Exultate,
jubilate K. 165, sem Mozart samdi
í Mílanó fyrir söngvara að nafni
Rauzzini, en hann söng í óperunni
Lucio silla sem uppfærð var í dés-
ember 1772 og er Mozart þá að-
eins 16 ára. Þessa glæsilegu mót-
ettu söng Sigríður Gröndal af
miklu öryggi og sérstaklega All-
elúja-kaflann fræga.
Kor Hafnarfjarðarkirkju söng
næst Ave verum corpus, sem er í
raun síðasta fullgerða kirkjuverkið
eftir Mozart og Laudate Domin-
um, sem fyrr er getið. Kórinn er
mannaður reynslulitlu söngfólki,
sem varð því greinilegra er á leið
tónleikana og söngfólkið þreyttist
og átti bágar með að styðja við
tóninn. Þá var stjórn Helga Braga-
sonar orgelleikara lin og lítið gert
af hans hálfu til að móta tónhend-
ingar, hvorki músíklega eða sön-
grænt og þaðan af síður að stilla
saman í styrk hljómsveitina, sem
á köflum var allt of sterk, sérstak-
lega á móti raddlitlum kórnum í
„forte" köflunum.
í verkunum Alma Dei creatoris
K. 227 og lokaverki tónleikanna,
Messu í c-dúr K. 317, sungu ein-
söngvaramir Sigríður Gröndal,
Guðný Árnadóttir, Þorgeir J.
Andrésson og Ragnar Davíðsson.
Söngur þeirra var framfærður af
öryggi en eini eiginlegi einsöngs-
þátturinn var upphafíð á Agnus
Dei, sem Sigríður Gröndal söng
Sigríður Gröndal
Þorgeir J. Andrésson
mjög vel. Einsöngsþættirnir eru
flestir ritaðir fyrir samsöng ein-
söngvara og því að gerð eins og
kórtónlist. Upphafið á Agnus Dei
er að tónskipan eins og fræg aría,
Dove sono, úr Brúðkaupinu (K.
Ragnar Davíðsson
Guðný Árnadóttir
492), er Mozart samdi miklu
seinna en messuna. Mozart var
oft furðu minnugur á ýmsar tónt-
iltektir, sem á tímabilum ganga
eins og rauður þráður í gegnum
tónverk hans.
Sjáðu
Evrópu í sumar
með S AS!
Velkomin til spennandi borgá í
Mið-Evrópu.
Besti ferðamátinn er þægilegt
dagflug að hætti SAS.
Með SAS kemstu samdægurs*
að heiman og heim, í gegnum Kaupmannahöfn, til allra
ofangreindra staða. 50% barnaafsiáttur.
Brottfarardagar: Mánudagar, miðvikudagar og
laugardagar. Komudagar: Sunnudags-, þriðjudags- og
föstudagskvöld.
Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferða-
skrifstofuna þína.
m/s/n
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
Laugavegl 3 Sími 62 22 11
Ekki er flogið tll Hannover og Genf á laugardógum.
-k