Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 40

Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 Bayem Munchen að verða stórveldi í evrópskri skák __________Skák______________ Margeir Pétursson ÞAÐ hefur áreiðanlega farið framhjá fáum að þýzka félagið Bayern Munchen er eitt öflug- asta knattspyrnufélag Þýzka- lands og Evrópu. En forráða- menn þess láta það ekki nægja, skákdeild félagsins hefur hin síðari ár stöðugt vaxið fiskur um hrygg og er nú að verða eitt öflugasta félag á megin- landinu, a.m.k. utan Sovétríkj- anna. Bayern Munchen hefur nú tvö ár í röð unnið þýzku Bundesliguna, sem er virtasta og öflugasta deiidakeppni í heimi. Svo mikil áherzla er lögð á hana í Þýzkalandi að erlendir stórmeistarar eru keyptir dýr- um dómum til að styrkja liðin og þátttaka í henni er mikilvæg tekjutrygging fyrir fremstu skákmenn Þjóðverja. Uppgangur skákdeildarinnar er fyrst og fremst einum manni að þakka, dr. Heinrich Jellisen, lista- prófessor, sem einnig situr í bankaráði eins stærsta banka Þýzkalands. Auk þess að bera hag liðs síns mjög fyrir brjósti hefur hann skipulagt alþjóðleg stórmót í Munchen á hvetju ári um langt skeið. Nýlega lauk þar stórmóti með óvæntum sigri bandaríska stórmeistarans Christiansen, sem var það sterkasta á þýzkri grund á þessari öid. Jellisen er sannur skákunnandi sem lætur fáa við- burði fram hjá sér fara, þrátt fyr- ir mörg verkefni á öðrum sviðum. Og Bæjarar láta sér nú ekki sigur á heimaslóðum nægja. Nú er markið sett á Evrópukeppni félaga og frá því að Taflfélag Reykjavíkur sló þá út í síðustu keppni hér í Reykjavík sumarið 1989, hefur lið þeirra verið styrkt til muna. Fremsti skákmaður Þjóðveija, Robert Hubner, var keyptur til liðsins og eftir sigur Jóhanns Hjartarsonar á sterku móti í Munchen árið 1988, fékk Jellisen hug á að fá hann í lið sitt. Ekki minnkaði sá áhugi við það að Jóhann leiddi lið TR sem sló Þjóðveijana út úr síðustu Evr- ópukeppni. Eins og skákunnend- um er vafalaust í fersku minni var það annað þýzkt félag, Soling- en, sem hafði þá Hubner í sínum röðum, sem sló TR út á jöfnu í undanúrslitum og deildi síðan Evrópumeistaratitlinum með sovézku liði. Flutningurinn hefur haft góð áhrif á Hubner, sem er með við- kvæmari skákmönnum. Eftir að Jellisen tók hann upp á sína arma í Munchen hefur hann náð sér vel á strik, stóð sig t.d. frábærlega vel á rnillisvæðamótinu í Manila og á Ólympíumótinu í Novi Sad. Úrslit í Bundesligunni í vetur urðu þessi: 1. Bayern Munchen 28 stig, 2. Köln/Porz 27 stig, 3. SG Solingen 25 stig, 4. Munchen 36 20 stig 5. SF Dortmund 20 stig, 6. Hamburger SK 19 stig, 7. FTG Frankfurt 18 stig o.s.frv. Árangur einstakra liðsmanna Bæjaranna varð þessi: Hubner 8V2 v. af 13, Ribli 10 v. af 13, Jóhann Hjartarson 6 v. af 9, Kindermann 9 v. af 14, Bischoff 10 v. af 13, Hertneck 10 v. af 15, Bönsch 7‘/2 v. af 11, Hickl 8V2 v. af 12, Sc- hlosser 4 'h af 8 og Stangl 7 'h v. af 10. Svo sem sézt af þessari upptalingu geta Bæjararnir stillt upp sjö stórmeisturum í einu. í næstu Bundesligukeppni sem hefst í haust verður sú breyting helst að þýzki stórmeistarinn Hickl fer úr liðinu, en hinn frægi sovézki stórmeistari Artur Ju- supov kemur inn sem þriðji út- lendingurinn. Aðeins má þó nota tvo slíka í sömu keppni, svo það er nokkur spurning hversu mikið liðið styrkist við breytinguna. Um þessar mundir er verið að tefla fyrstu umferð Evrópukeppni félaga. Taflfélag Reykjavíkur er ósigrað í þeirri keppni, hefur tvi- svar tekið þátt en féll í bæði skipt- in út á jöfnu. TR verður þó. ekki með að þessu sinni. Bayern Munchen átti mjög erf- iða andstæðinga í fyrstu umferð, ungverska liðið Hungaroil-Honv- ed á heimavelli þess í Búdapest. Jóhann Hjartarson átti ekki minnstan þátt í sigri síns félags. I fyrri umferðinni náði hann að leggja eistneska stórmeistarann Lembit Oll að velli, en sá hefur einmitt verið á mikilli uppleið ný- lega, sigraði l^dæmis á tveimur mótum í Ástralíu í vor. Hertneek sigraði einnig alþjóðameistarann Csaba Horvath glæsilega svo úr- slitin fyrri daginn urðu 4-2, þar sem hinum skákunum ijórum lauk með jafntefli. Seinni daginn lauk síðan öllum sex með jafntefli, en þá missti Jóhann af vinningsleið gegn Oll. Kindermann var sá Bæjaranna sem átti mest undir högg að sækja, báða daganna virtist alþjóðameistarinn Joszef Horvath nálægt því að knésetja hann, en með dæmigerðir þýzkri seiglu hélt Kindermann jöfnu í báðum skákunum. Fyrir hálfum mánuði birtist hér vinningsskák Jóhanns Hjartar- sonar gegn Ljubojevic á stórmót- inu í Amsterdam, en í henni fór Jóhann í smiðju til Viktors Korts- jnojs og tefldi sjálfur eins og gamli maðurinn gerði í einvíginu gegn honum í Saint John í Kanada forð- um. Gegn Oll hafði Jóhann sama háttinn á, hann beitti sömu byijun og Karpov notaði gegn honum í einvíginu í Seattle: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Lembit Oll Enski leikurinn 1. c4 - e5 2. Rc3 - Rf6 3. g3 — d5 4. cxd5 — Rxd5 5. Bg2 — Rb6 6. Rf3 - Rc6 7. 0-0 - Be7 8. a3 - 0-0 9. b4 - Be6 10. d3 - f6 11. Hbl - Dd7 Þessu lék Jóhann sjálfur gegn Karpov og þótti mörgum leikurinn ónákvæmur. Síðan hefur 11. — Rd4 notið meiri hylli, en þannig tefldi Sovétmaðurinn Bareev t.d. gegn Jóhanni sjálfum í síðustu umferð Ólympíumótsins og hafði sigur. Það segir sig sjálft að Oll hlýtur að hafa eitthvað sérstakt í huga. 12. Re4 - Rd5 13. Bb2 Jóhann breytir hér sjálfur út af skákinni við Karpov, þar sem heimsmeistarinn fyrrverandi lék 13. Dc2 - b6?! 14. Bb2 - Hac8 15. Hbcl! og stóð betur. E.t.v. hefur Oll ætlað að fara út í flækj- urnar sem upp koma eftir 13. — a5!? 14. b5 - Rd4. 13. - Had8 14. Dc2 - Bh3 15. Rc5 — Bxc5 16. Dxc5 — Bxg2 17. Kxg2 - Kh8 18. h3 - De8? Svartur leggur með þessu út í mjög vafasamar flækjur og fórnar Sá fjölhæfi dr. Heinrich Jellisen hefur á fáum árum gert skák- deild Bayern Munchen að stór- veldi í þýzkri og evrópskri skák. peði, en nauðsynlegt var 18. — a6, þótt hvítur standi ívið betur vegna pressu sinnar eftir c lín- unni. 19. b5 — Rce7 20. Dxa7 — Dxb5 21. Bal Eftir 21. Bxe5 — De8 22. Bal — Rc8 fær svartur peðið á e2 og mótspil. 21. - Dd7 22. Dxb7 - Rg6 23. e3 - Ha8 24. Hb3 - h5 25. Db5 — Dd6 26. d4 - Hfb8?! Þar sem peðsfórn svarts hefur misheppnast bregður hann á það örþrifaráð að gefa tvo hróka fyrir drottningu til að skapa ójafnvægi í stöðunni. Skárri kostur var 26. — e4 27. Rd2 — f5, sem hvítur svarar líklega bezt með 28. h4. Jóhann vinnur nú einkar snyrti- lega úr liðsyfirburðum sínum, og gefur svarti engin færi á nokkru mótspili. Skiptamunsfórnir hans í 34. og 49. leik eru báðar mjög Jóhann Hjártarson vann mikil- vægan sigur fyrir félag sitt í fyrstu umferð Evrópukeppn- innar. smekklegar og tafllokin með ridd- ara, biskup og fjögur peð gegn drottningu eru bráðfyndin, 27. Dxb8 - Hxb8 28. Hxb8+ - Kh7 29. dxe5 — Dxa3 30. exf6 - gxf6 31. Hdl - Da2 32. Hb2 - Dc4 33. Hbd2 - c6 34. Hxd5! - cxd5 35. Bxf6 - De4 36. Hal - Rf8 37. Ha7+ - Kg6 38. He7 - Re6 39. Be5 - Rc5 40. Bd6 - Re6 41. Be5 - Rc5 42. Hg7+ - Kh6 43. g4 - h4?! 44. He7 - Kg6 45. Hg7+ - Kh6 46. He7 - Kg6 47. Bf6 - Re6 48. Bg5 - d4 49. Hxe6+! — Dxe6 50. exd4 — De4 51. Bxh4 - Kg7 52. Bg3 - Kf6 53. Be5+ - Ke6 54. Kg3 - Dd3 55. Bf4 - Kd5 56. Be3 - Ddl 57. Kf4 - Dbl 58. h4 - Db8+ 59. Re5 - Df8+ 60. Kg3 - Ke4 61. h5 - Da8 62. h6 - Dal 63. Kh2 og svartur gafst upp. Vinningstölur laugardaginn 8. júní 1991 32)rt?r VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 1.178.949 O 4af5l$flp 2 204.978 3. 4af5 80 8.839 4. 3af5 2.988 552 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.124.350 kr. Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út j á Lottó sölustöðum. Triiimpli VORLINAN Kaupfélag Þingeyinga HUSAVIK Stúdenta tilboð! 6 myndir og tvœr stœkkanir 20 x25 cm á aðeins kr. 6.000,00 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofan Mynd sími 5 42 07 Barna og fjölskyldumyndir sími 1 26 44 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 3020 Gildir til 22. júní

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.