Morgunblaðið - 11.06.1991, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991
Lega Islands getur auð-
veldað alþjóðleg samskipti
- segir John Naisbitt höfundur Megatrends og Megatrends 2000
JOHN Naisbitt höfundur bókanna Megatrends og Megatrends 2000,
telur að í framtíðinni gæti lega íslands í miðju Atlantshafi milli
Evrópu og Bandaríkjanna skapað landinu möguleika á verulegum
áhrifum sem miðstöð vöruflutninga, fólksflutninga og sem miðstöð
fyrir alþjóða ráðstefnur og vísindastofnanir. Hér væri tilvalið að
koma upp umskipunarhöfn auk þess sem þegar er beint flug hingað
til lands úr báðum heimsálfum og stutt yfir Norðurpólinn til Japan.
Hann sagði enn fremur að íslendingar ættu á hættu að ímynd al-
mennings um allan heim um hreina náttúru landsins og forystu í
náttúruvernd yrði fyrir áfalli ef hvalveiðar yrðu teknar upp á ný,
jafnvel í litlu mæli. Spurningin væri hvort slíkar veiðar borguðu sig.
Þetta kom fram í fyrirspurnum um virtist sem landið ætti í tilvistar-
fréttamanna, að loknum fyrirlestri,
sem John Naisbitt hélt á vegum
Stjórnunarfélagsins, íslensk/amer-
íska verslunarráðsins og IBM á ís-
landi, í Borgarleikhúsinu í gær.
í upphafi máls síns sagði John,
að sem fyrr reyndu menn að spá
fyrir um framtíðina og nú til ársins
2000. Áður fyrr litu menn til fortíð-
ar og drógu sinn lærdóm en nú á
tímum tækni, vísinda og mikils
hraða, er reynt að spá fyrir um
hvað í~ vændum er, að hveiju ætti
að stefna og hann spurði hvort ís-
land hefði sett sér markmið að
vinna að fram til ársins 2000. Hon-
kreppu án ákveðinnar stefnu. Sama
mætti segja um margar aðrar þjóð-
ir en ljóst er að heimsviðskipti og
tengsl milli þjóða ættu eftir að auk-
ast enn frekar fram að aldamótum.
Hann vék síðan að þeim sex
meginstraumum, sem hann telur
að hafa muni áhrif'á heimsmynd
framtíðarinnar. Nefndi hann fyrst
listir og menningarmál en fram til
ársins 1990 áttu íþróttir miklum
vinsældum að fagna, sem afþreying
í frítímum en nú er svo komið að
í Bandaríkjunum einum eyddi al-
menningur helmingi meira fé og
tíma í listviðburði en til íþrótta.
Menn fyndu hjá sér hvöt til að end-
urskoða tilgang lífsins í gegn um
listir. Máli sínu til stuðnings benti
hann á að á síðustu tíu árum hefðu
Japanir opnað meira en 200 ný list-
asöfn, Þjóðvetjar 330 söfn og sama
þróun ætti sér stað í Bandaríkjun-
um.
Hvers konar list er að taka við
af íþróttum sem aðal tómstunda-
gaman almennings. Allt ætti þetta
sínar eðlilegu skýringar. Á upp-
gangstímum iðnvæðingar voru
hvers konar íþróttir helsta skemmt-
un verkamannanna. Með breyttum
tímum og sífellt meiri þátttöku
kvenna í atvinnulífinu þá breyttist
viðhofið til íþrótta, þær höfða ekki
eins mikið til kvenna og til karla.
Stærri fyrirtæki styðja listir í ríkari
mæli með ijárframlögum og í fram-
tíðinni ættu enn fleiri fyrirtæki eft-
ir að leggja sitt af mörkum.
Hann sagði að í dag værum við
vitni að afneitun almennings á vel-
ferðarþjóðfélginu á kostnað frjáls
markaðar. Þessi þróun muni halda
áfram á næstu árum. Hvarvetna
Morgunblaðið/Binni
John Naisbitt í Borgarleikhúsinu
í gær.
sé stefnt að einkavæðingu á sem
flestum sviðum og ýmsar greinar
atvinnulífsins teknar til endurskoð-
unar. í meira en eitthundrað lönd-
um víða um heim sé verið að einka-
væða þjónustufyrirtæki, sem hafa
verið ríkisrekin, meira að segja í
Sovétríkjunum._ Þessi umræða sé
einnig hafin á íslandi. í Bandaríkj-
unum séu þjóðvegir fjármagnaðir
af einkaaðilum og verið sé að einka-
væða skólakerfið og koma upp sam-
keppni milli skóla um nemendur.
Sem dæmi um áhuga almennings
á einkavæðingu fyrirtækja nefndi
hann, að fleiri Bretar ættu hluta-
bréf í fyrirtækjum en væru á skrá
í verkalýðsfélögum.
Þá sagði Naisbitt að á næstu
árum munum við upplifa alheims-
menningu, með samræmdum lífs-
venjum og menningaiviðhorfum.
Afleiðing bættra samgangna milli
landa og heimsálfa verður sam-
ræmdur matarsmekkur og tíska.
Stóru fyrirtækin selja vörur á sama
markaðsverði um allan heim. Mat-
ur, tískufatnaður og jafnvel bílar
verða seldir á sama verði. Menning
og sérkenni hverra þjóðar er við-
kvæmari þáttur og spurningin er
hvernig smáþjóðum tekst að halda
sínum menningararfi.
Borgir munu ekki halda áfram
að stækka í framtíðinni. Fyrirtækin
verða sett upp í dreifðum byggðum
landsins og rekin um tölvur, síma
og með hraðpósti. Stærð þeirra og
mikilvægi fer ekki eftir starfsmann-
afjölda. Um 60% útflutningsverð-
mætum Bandaríkjanna koma frá
fyrirtækjum sem hafa innan við 20
manns í þjónustu sinni.
Að lokum benti hann á að frí-
verslun milli landa um einn heims-
markað gengi hægt en hann sæi
fyrir sér verslun án allra hafta milli
allra þjóða heims innan örfárra ára.
En hins vegar ættu menn eftir að
skilgreina betur hvað felst í hugtak-
inu heimsmarkaður. Nú er tímabil
sameiningarafla í heiminum og árin
fram að aldarmótum fela í sér heill-
andi fyrirheit um framtíðina. Aldrei
hafa menn lifað ánægjulegri tíma.
Auðkýfingurinn og listsafnarinn Torsten Lilja:
Kaupsýslumenn og listamenn
eiga margt sameiginlegt
SÝNING á verkum bandaríska listamannsins Christo var opnuð á
Kjarvalsstöðum á laugardag. Verkin á sýningunni eru í eigu Svíans
Torsten Lilja og fjölskyldu hans. Eiga þau stærsta safn verka
Christos í heimi og er um fimmtungur Christo-safns þeirra hér til
sýnis. Kom Torsten Lilja til Islands til að vera viðstaddur opnun
sýningarinnar.
Torsten Lilja, sem er 72 ára
gamall fæddist í Svíþjóð. Lilja-fjöl-
skyldan, sem er mjög auðug, hafði
lengi verið virk á sviði bankavið-
skipta, verslunar og iðnaðar^g fór
Torsten Lilja í tækni- og viðskipta-
nám í Svíþjóð og Bandaríkjunum.
Að loknu námi starfaði hann í fimm
ár hjá bandaríska efnafyrirtækinu
Dow. Lilja hélt aftur til Svíþjóðar
árið 1952. Hann stofnsetti sitt eig-
ið fyrirtæki í efnaiðnaðinum og
varð mjög vel ágengt. Skömmu
síðar erfði hann hlut í banka fjöl-
skyldunnar og í kjölfar þess keypti
hann út aðra hluthafa bankans.
„í gegnum störf mín hafði ég
tækifæri til þess að ferðast mjög
víða um heiminn,“ segir Torsten
Lilja. „Ég hef ávallt haft mikinn
áhuga á listum sérstaklega tónlist
og myndlist. Meðan á ferðum mín-
um stóð notaði ég tækifærið til að
bæta við þekkingu mína á listum.
Af og til keypti ég svo málverk eða
grafíkmyndir en ekki mjög mark-
visst. Það var ekki fyrr en um
miðjan sjöunda áratuginn að við
fórum að safna sænskum súrreal-
istum. Það voru aðallega fimm list-
amenn úr svokölluðum Halmstad-
hópi sem við einbeittum okkur að
en list þeirra var nokkuð umdeild
á sínum tíma. Við eignuðumst gott
safn verka þeirra frá bytjun fjórða
áratugarins til byijun áttunda ára-
tugarins sem síðan hefur verið sýnt
á ýmsum söfnum.“
Lilja segir að eiginkona hans sé
einnig mjög áhugasöm um listir og
hönnun af öllu tagi og hafi hún
tekið virkan þátt í söfnuninni með
honum. Síðar hafi sonur þeirra,
Bob, einnig gert slíkt hið sama.
Næsti hópur listamanna sem þau
tóku til við að safna voru sænskir
listamenn sem mörkuðu sér sér-
stöðu með mjög sterkri litanotkun.
Þarna er um að ræða menn á borð
við Carl Kylberg, Isak Grúnewald
og Ragnar Sandberg en þeir eru
ekki mjög þekktir utan Svíþjóðar.
Torsten segir að þau hafi safnað
verkum þeirra fram undir miðjan
sjöunda áratuginn. Einnig hafi þau
keypt verk eftir franska listmálara
s.s. Matisse og einnig verk eftir
Picasso o.fl. Það hafi hins vegar
ekki verið í miklum mæli.
„Það var svo upp úr miðjum átt-
unda áratugnum, 1976-1977, að
ég kynntist Christo. Ég heillaðist
mjög af honum sem persónu. Hann
er mjög óvenjuleg blanda af lista-
manni og framkvæmdamanni og
höfðaði hann því til mín jafnt sem
listaunnanda og kaupsýslumanns.
Við kynntumst mjög vel og ijórum
árum síðar byijaði ég að sjá um
ijármögnun verka hans. Upp úr
þessu hófum við að safna verkum
Christos mjög markvisst allt frá
upphafi ferils hans. Ég held að
mér sé óhætt að fullyrða að við
eigum nú stærsta safn verka hans
í heimi en um fimrntungur þess er
nú sýndur hér á íslandi."
Samhliða söfnun fjölskyldunnar
á Christo segir Torsten að áhugi
þeirra hafi vaknað á popp-iist,
þeirri tegundar listar þar sem
hversdagslegir hlutir eru notaðir
til að endurspegla þjóðfélagið.
Fengu þau m.a. mjög mikinn áhuga
á verkum listamanna á borð við
Warhol og Liechtenstein. „Það má
segja að það sé tenging milli súr-
realismans, popp-listarinnar og
Christo. Hugsunin sem liggur að
baki er nokkum veginn sú sama.
Síðar urðu verk popp-listamann-
anna svo dýr að við einbeittum
okkur að grafíkmyndum eftir þá.
Þær eru hins vegar einnig orðnar
fokdýrar núna.“
Popp-listaverk í eigu Lilja eru
nú sýnd á sýningu á Metropolitan
Museum of Modern Art í New
York. Lilja segist vera mjög stoltur
þar sem þetta sé í fyrsta sinn í
mörg ár sem safnið sýni verk úr
einkasafni undir nafni þess.
„Við kaupum aldrei list út í loft-
ið heldur einungis eftir að hafa
fylgst mjög náið með listamannin-
um. Áður en við kaupum verk eft-
ir listamann eyðum við með honum
mörgum kvöldstundum og mörgum
drykkjum. Við reynum að kynnast
persónunni á bak við verkin. Þetta
er skýringin á því að við eigum
ekki verk eftir mjög marga lista-
menn. En þeim sem við söfnum
söfnum við mjög ítarlega. Flest
verk sem við kaupum eru keypt í
samráði við listamanninn. Þeir vita
að við erum ekki að kaupa verkin
til að selja þau heldur teljum það
vera skyldu okkar að sýna þau.“
En hvernig stendur á því að virt-
ur maður úr viðskiptalífinu fór allt
í einu að helga sig söfnun á um-
deildri list? Lilja segir að það sé
ákveðinn sálfræði á bak við það.
Menning og viðskipti eigi mjög
margt sameiginlegt. Listamenn,
hvort sem um sé að ræða hljóm-
sveitarstjórnanda, skáld eða tísku-
hönnuð séu allir skapandi þó á
mismunandi sviðum sé. „Samneyti
við listamenn hefur örvað mig svo
mjög í því að reka mín fyrirtæki
að ég sækist eftir því að ræða við
skapandi fólk, það geta verið arki-
tektar, málarar eða tískuhönnuðir,
um hvemig það fái öiwun og hvatn-
ingu í starfi sínu. Ég fæ þannig
miklar örvun sjálfur sem ég fæ
ekki frá kollegum mínum úr við-
skiptalífinu." Segist hann dreyma
um að halda málþing síðar á ævinni
þar sem viðskiptamenn og lista-
menn geti komið saman og kynnst
viðhorfum hvors annars. Þessir
hópar hafi mikið að gefa hvor öðr-
um.
Lilja segir víxlverkun (inter-
change) mismunandi hópa vera
framtíðina. . „Tökum kaupsýslu-
menn sem dæmi. Þeir fara út í
heim og halda ráðstefnu en ræða
um nákvæmlega sömu hiutina og
þeir hefðu gert heima hjá sér. Þeir
skipta bara um herbergi. Þeir bjóða
aldrei einhveijum gjörólíkum, t.d.
sálfræðingi eða málara, til að koma
og ræða um hvernig hann myndi
nálgast viðkomandi vandamál. En
víxlverkun er í sókn. Ég veit ekki
hvort það mun taka fimm ár eða
fimmtán en þetta er framtíðin."
Hann segir það vera sína skoðun
að þessi víxlverkun eigi líka að eiga
sér stað innan fyrirtækja. Stórfyr-
irtæki séu með margar stjórnir og
oftast eina sem sér um stefnumót-
un fyrirtækisins. Þar ætti að hans
mati einnig að sitja einhver úr
Morgunblaðið/Þorkell
Torsten Lilja.
menningarheiminum. Slíkt gæti
orðið mjög gefandi fyrir
stefnumótunina.
„Það er að mínu mati margt líkt
með því að vera mjög góður mál-
ari og æðsti stjórnandi stórfyrir-
tækis. Báðir verða þessir aðilar að
vinna út frá innsæi og fyrri reynslu
og vera nógu sveigjanlegir til að
geta mætt breyttum aðstæðum."
Lilja segir ijölskylduna hafa selt
öll sín fyrirtæki árið 1979 ekki síst •
til þess að geta helgað sig listum
í ríkara mæli. Hann komi því sjálf-
ur ekki nálægt neinum rekstri leng-
ur að heitið geti. Bob Lilja, sonur
hans er hins vegar starfandi sem
bankamaður í London þar sem
hann starfar hjá CSFB-bankanum
sem er útibú frá Credit Suisse. Þar
er hann yfirmaður norrænu samr-
una- og yfirtökudeiidarinnar. „Mik-
ið af auðæfum úölskyldunnar er
bundið í listaverkum svo hann hef-
ur mjög góða ástæðu til að sýna
list áhuga. En starf hans í bankan-
um, samruni og yflrtökur fyrir-
tækja, felst líka í því að finna þarf
nýja sértæka lausn við hveiju vand-
amáii. Það er aldrei hægt að nota
sömu lausnina aftur. Ég held að
hann hafi haft mjög mikið gagn
af því að ferðast með okkur um
alian heim og hitta listamenn og
hönnuði. Það hefur hjálpað honum
við að skapa lausnir í sinni vinnu.“
Snúum okkur að Christo aftur.
Þú sagðist heillast af persónu
hans? „Egheillast af persónu hans se
m framkvæmdamanns. Hann þróar
hugmynd, hvort sem er að pakka
inn brú á borð við Pont-Neuf í
París eða setja upp regnhlífarnar
í Japan og Kaiiforníu. En hann sér
líka til þess að hugmyndin er fram-
kvæmd og íjármagnar hana. Hann
semur líka sjálfur um að semja um
öll leyfi sem þarf til að fá að gera
þessi hluti. Þegar verkinu er lokið
gengur hann frá öllum hnútum og
leggur niður fyrirtækið. Þetta hef-
ur hann gert um fimmtán sinnum
á síðustu tuttugu árum. Ég held
að enginn annar sé til sem hefur
stofnað fimmtán fyrirtæki rekið
þau farsæilega og lagt þau niður
að lokum án þess að til gjaldþrota-
skipta þyrfti að koma. Hann er
jafnt mjög hæfileikaríkur listamað-
ur sem og mjög hæfur kaupsýslu-
maður. Það er einstæð blanda og
það heillar mig mjög. Þessu til við-
bótar er maðurinn mjög
heillandi sjálfur."
Lilja segir að hver sá sem geti
fengið jafn klikkaða hugmynd að
reisa 1300 risastórar regnhlífar á
jafn ólíkum stöðum og japönskum
afdal, þar sem þarf að fá skriflegt
leyfi 400 bænda til að fá að nota
landið og kalifomískri eyðimörk,
þar sem allt aðrar reglur gilda og
framkvæma hana sé mjög einstak-
ur persónuleiki. „Það má líka sjá
í myndinni sem gerð var um Pont-
Neuf-verkefnið hvaða fólk það er
sem kemur til að ræða við hann í
stúdíóinu hans í New York. Það
eru menn á borð við Jacques Chirac
og Willy Brandt sem sitja þar í
mjög óþægilegum sófa til að hlýða
á hann ræða um verkefni sín.“
En hvað er það við þessar „klikk-
uðu“ hugmyndir sem höfðartil Lilja
sjálfs? „Það er staðreyndin að þetta
sé hægt. Stundum get ég ekki séð
hinna listrænu fegurð þessara
hluta en ég get samt notið þess
afreks sem felst í að geta fram-
kvæmt þá. Maður verður líka að
hafa í huga að Christo hefur verið
boðið af japönskum og bandarísk-
um stórfyrirtækjum að þau myndu
íjármagna allt verkið án þess að
spyija um kostnað ef þau mættu
nota nafn hans í auglýsingaskyni.
Hann hefur hins vegar alltaf neitað
slíku. Viðhorf hans er að ef nafn
hans yrði notað í auglýsingaskyni
myndi auglýsingagildi hans minnka
þegar hann þyrfti á því að halda.
Nú er hann einstakur, hann fjár-
magnar allt sjálfur og fóik heldur
að hann sé ruglaður og hann fær
þá auglýsingu sem þarf. Ef hann
fengi einhvern til að fjármagna
verk hans yrði hann notaður í
bandarísku eða japönsku sjónvarpi
og þar með væri ævintýrið búið.
Nafn Christo er eitt allra þekktasta
listamannanafn sem til er. Ég segi
ekki að hann sé besti listamaður í
heimi en nafn hans er líklega það
allra þekktasta. Og það án að hafa
greitt fyrir neinar auglýsingar eða
greinar. Þetta er einsdæmi."