Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 26

Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 26
no 26 n:er iviui. .n auoAauurirrci HinAJaMuor?oi/i MORGUNBLASIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 Bandaríkjamenn fagna sigri í New York og Wasiiington Washington, New York. Reuter. EFNT var til hersýninga í Washington á laugardag og New York i gær til að fagna sigri Bandarikjamanna og bandamanna þeirra í stríðinu fyrir botni Persaflóa. Er þetta í fyrsta sinn sem slík sigur- hátíð er haldin í borgunum frá því lokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari var fagnað. Hermenn og óbreyttir borgarar skoða bandarískan skriðdreka sem sýndur var á hersýningu í Washing- ton um helgina. Um 200.000 manns fögnuðu hermönnum sem gengu yfir Lafay- ette Park við Hvíta húsið með Nor- man Schwarzkopf, yfirmann her- afla ijöjþjóðahersins, í broddi fylk- ingar. Ýmsum vopnum og tækjum, sem notuð voru í stríðinu, svo sem skriðdrekum og Patriot-gagneld- flaugum, var ekið yfir torgið og 82 herflugvélar flugu yfir það. Hátíðahöldin hófust með ræðu Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta, sem minntist þeirra 376 Bandaríkja- manna sem féllu í bardaga eða biðu bana í slysförum í stríðinu. Schwarzkopf, Dick Cheney varn- Eldgosið á Filippseyjum: Helmingur Clark-herstöðvar- innar gæti farið undir hraun Maniia, Glark-herstöðinni á Filippseyjum. Reuter. TUGÞUSUNDIR Filippseyinga og bandarískra hermanna ásamt skyld- uliði þeirra voru látin yfirgefa Clark-flugbækistöðina og byggðir í grennd hennar í gær vegna eldgoss er hófst á sunnudag í fjallinu Pinatubo, skammt frá stöðinni. Pinatubo er um 90 km norðvestur af Manila, höfuðborg Filippseyja, og gaus síðast fyrir rúmum sex öldum. Ekki höfðu borist fréttir af mannskaða í gær en jarðfræðingar vara við því að enn öflugri sprengigos gætu orðið og telja að allt að helm- ingur Clark-stöðvarinnar gæti þá grafist í hrauneðju. Filippseyjar O', Pinatubo-<> eldfjall Bandarískur talsmaður sagði að 1500 manna lið hefði verið skilið eftir í Clark-stöðinni, sem er um 50 km norðan við Manila, til að halda þar uppi nauðsynlegustu störfum. Flugvélum og þyrlum var flogið á brott til öryggis er gosið hófst en orrustuþotur hafa ekki verið í stöð- inni um hríð vegna niðurskurðar á fé til varnarmála og minnkandi spennu í alþjóðamálum. Um 14.500 Bandaríkjamenn fóru í 6.000 bíla lest frá stöðinni til flotastöðvar Bandaríkjamanna í Subic, vestar í landinu. Þyrlur sveimuðu yfir bíla- lestinni í gær til að vernda fólkið en skæruliðar kommúnista hafa und- anfarin ár átt til að ráðast á Banda- ríkjamenn úr launsátri. Um 15.000 innfæddir þorpsbúar í næsta ná- grenni við eldflallið flúðu einnig heimili sín. Flestir eru þeir af þjóð- flokki Aeta. Að sögn yfirvalda hafa allmargir þeirra neitað að hverfa á brott frá hættusvæðinu. Fidel Ram- os, varnarmálaráðherra Filippseyja, sagði að ríkisstjórnin íhugaði að flytja á brott um 200.000 íbúa borg- arinnar Angeles, sem nær að mörk- um Clark-stöðvarinnar, ef öflugri gos yrðu. Yfirmaður eldfjallarann- sóknastöðvar Filippseyja, Raymundo Runongbayan, hvatti menn til að yera á varðbergi og sagði jarðfræð- ingana hafa ákveðið að yfirgefa könnunarstöð sína í Clark-stöðinni. „Öflugri gos eru yfirvofandi, spreng- igos sem einkennast af gjóskufalli og þau gætu valdið ægilegu tjóni,“ sagði Punongbayan. Hann bætti því við að vestri helmingur stöðvarinnar gæti grafist undir hrauni og sjóð- andi aur auk þess sem aska kynni að leggjast yfir allt svæðið. Allt að 1000 gráðu heitur hraunstraumur ógnar nú smábæjum við rætur eld- fjallsins og jarðfræðingar sögðu að hraunið væri sums staðar komið í 12 km fjarlægð frá fjallinu. Bandarf- skir talsmenn segja að engin hætta sé á að vopn eyðileggist í Clark-stöð- inni en véku sér undan að svara er spurt var hvort þar væru kjarnorku- vopn,- Clark-stöðin og flotahöfnin í Subic eru stærstu herstöðvar Bandaríkja- manna í Asíu og hafa staðið yfir samningaviðræður árum saman um hærri greiðslur af hálfu Bandaríkja- manna fyrir afnot af þeim. Um 40.000 Bandaríkjamenn búa í stöðv- unum. Gildandi samningur um her- stöðvarnar rennur út í september en umtalsverð andstaða er við dvöl erlenda herliðsins á Filippseyjum. Landið var undir bandarískri stjórn frá því um aldamótin fram undir síðari heimsstyijöld. armálaráðherra og Colin Powell, forseti bandaríska herráðsins, tóku einnig þátt í minningarathöfn um hina föllnu í kirkju í New York á sunnudag. Níu manns voru hand- teknir í kirkjunni eða utan við hana eftir að þeir höfðu mótmælt stríð- inu. Nokkrir mótmælendur hrópuðu „morðingi, morðingi" er þremenn- ingarnir ávörpuðu kirkjugesti og urðu þeir alls átta sinnum að gera hlé á máli sínu. Búist var við að tvær milljónir manna myndu fylgjast með hersýn- ingu sem haldin var í New York í gær. New York-búar höfðu lagt metnað sinn við að hátíðahöldin yrðu enn glæsilegri en í Washing- ton og borgarstjórinn, David Dink- ins, hafði lofað „móður allra her- sýninga". Áætlað var að 6.000 tonnum af pappírsstrimlum yrði kastað yfir skrúðgöngu um 24.000 hermanna og óbreyttra borgara frá öllum ríkjum Bandaríkjanna og um 40 öðrum löndum. Fyrirtæki og einstaklingar fjár- mögnuðu hátíðahöldin í New York, sem áætlað var að kostuðu þijár milljónir dala. Kostnaðurinn af her- sýningunni í Washington var hins vegar tólf milljónir dala og þar af greiddi bandaríska varnarmálaráð- uneytið sjö. Eldgos, úrhelli og hitabylgja Tókíó, Islamabad, Bombay, Karachi. Reuter. MIKIL rigning var í gær á Unzen-fjalli á japönsku eyjunni Kyushu og óttast var það kynni að valda miklum skriðuföllum eða gífurlegu sprengigosi eftir að fjallið hafði gosið að nýju á laugardag. Úrhelli var einnig í öðrum Asíuríkjum um helgina, svo sem Afganistan og Indlandi þar sem hundruð manna létu Iífið. Þá varð gífurleg hita- bylgja að minnsta kosti 300 manns að bana í Pakistan á sunnudag. Haldi úrhellið í Japan áfram bæjarins höfðu verið fluttir í burtu og ekkert lát verður á landskjálft- um í Unzen-fjalli er búist við að skriður falli á bæinn Shimabara, sem er á hverasvæði um 8 km frá eldfjall- inu. Um 10.000 af 44.000 íbúum er sprengigos varð á laugardag og var herinn með mikinn viðbúnað á eyjunni ef flytja þyrfti fleiri úr bæn- um. Jarðfræðingar óttast einnig að úrhellið valdi því að hraun storkni í Laun á Grænlandi hækka almennt um 6 af hundraði Kaupraannahöfn. Frá Nils Jurgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKOMULAG um almennar launahækkanir hefur náðst á milli grænlensku landsstjórnar- innar og launþegahreyfinga þar í landi. Þar með hefur verkfalli sem hefjast átti á miðvikudag verið aflýst. Samkvæmt samkomulaginu fá launþegar að jafnaði 6% launa- hækkun, en mikill munur er á milli einstakra hópa. Þannig fær ófaglært launafólk á tímakaupi 5,04% hækkun, en ófaglært fólk á föstum mánaðarlaunum fær um 8% hækkun. Faglært skrifstofu- fólk fær 8,85% hækkun, sem jafn- gildir u.þ.b; 11.200 ÍSK á mánuði. aðalgígnum á fjallinu, sem leiði til gífurlegs sprengigoss. Vegna hættunar á frekari nátt- úruhamförum hefur herinn hætt leit að fórnarlömbum fyrsta gossins í fjallinu á mánudag í fyrri viku. Fundist hafa 33 lík og talið er _að fjórir til viðbótar hafi farist af völd- um gossins. Þá eyðilögðust 70 hús í sprengigosinu á laugardag. 728 manns hafa beðið bana af völdum úrhellis og flóða í norður- hluta Afganistans undanfarna sjö daga. 2.800 nautgripir hafa einnig drepist og stór landbúnaðarsvæði orðið fyrir skemmdum. Að minnsta kosti 44 létu lífið í Bombay og nágrannaborginni Thane á Indlandi um helgina í mesta úr- helli í sögu landsins. Nokkrir þeirra lentu í holræsum eftir að þau höfðu verið opnuð til að minnka vatnsflóð á götum. Aðrir létust er hús hrundu eða eftir að hafa fengið raflost þeg- ar rafmagnslínur slitnuðu. Meira en 300 manns létu lífið í gífurlegri hitabylgju í Sind-héraði í suðurhluta Pakistans á sunnudag. Flestir þeirra voru bændur og land- búnaðarverkamenn að vinnu á ökr- um sínum. Hitinn varð mestur 52 gráður á Celsius og einni gráðu minni en mesti hiti sem mælst hefur í Iandinu, en það var 12. júní 1919. ■ KUVEIT - Herréttur kvað á laugardag upp fyrsta dauðadóm- inn yfir einum af rúmlega 200 manns, sem ákærð eru fyrir sam- starf við Iraka meðan á hernámi Kúveits stóð á síðasta ári og fram á þetta ár. Flestir sakborninganna eru Palestínumenn eða arabar án ríkisfangs og geta þeir ekki áfrýjað dómum réttarins. Lögfræðingar sakborninganna hafa lýst yfir því að kúveiskir Iögreglumenn hafi knúið fram játningar með pynting- um. Starfandi saksóknari í Kúveit segist ætla að rannsaka ásakanir um pyntingar og lofar hveijum þeim, sem vill bera fram kvartanir um slíkt, vernd. ■ MOSKVU - Vopnaðir menn eyðilögðu á laugardag tvær toll- varðstöðvar sem ríkisstjórnir Lett- lands og Eistlands höfðu komið upp á landamærum landa sinna, að sögn fréttastofunnar Baltfax. Fréttastofan hefur eftir aðstoðar- innanríkisráðherra Lettlands, Zen- on Indrikov, að svarthúfusveit- irnar svokölluðu beri ábyrgð á ár- ásunum. Ríkisstjórnir Eistlands, Lettlands og Litháens hafa sett upp tollvarðstöðvar á landamærum sín- um til að leggja áherslu á sjálfstæð- iskröfur sínar en Sovétstjórnir telur stöðvarnar ólöglegar. Claudio Arrau látinn Santíagó, Vín, New York. Reuter. HINN heimsþekkti píanóleikari frá Chile, Claudio Arrau, lést í Austurríki á sunnudag eftir að hafa gengist undir uppskurð vegna kviðslits. Arrau var einn kunnasti tónlistarmaður nútímans og hann þótti búa yfir frábærum hæfileikum. Hann var einkum þekkt- ur fyrir flutning sinn á verkum eftir Beethoven og var það engin tilviljun þar sem kennari hans, Martin Krause, gat rekið rætur sínar i tónlistinni allt aftur til tónskáldsins góökunna. Arrau fæddist árið 1903 í smá- bænum Chillan í Chile. Þar ólst hann upp til sjö ára aldurs en fór þá í nám til Berlínar. Arið 1941 flutti hann búferlum til Bandaríkj- anna til að forðast ógnarstjórn Hitlers. Hann var bæði bandarísk- ur og chileskur ríkisborgari, en sjálfur skilgreindi hann sig sem „heimsborgara". Hann sneri aftur til Chile árið 1984 en fram að því hafði hann neitað að halda tónleika í fæðingarlandi sínu af pólitískum ástæðum. Mikil sorg ríkti í Chile þegar fregnin af andláti hans barst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.