Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 Vestfjarðamið 5 Frá vinstri: Gústaf Árnarson, Örlygur Eggertsson, Hallgrímur Hinriksson, Heiða Björk Ásbjörnsdóttir og Svanhildur Einarsdótt- ir. , Skógræktarfélag1 Reykjavíkur: Gróðursett í Elliðaár- dal, Breiðholtshvarfi og á Hólmsheiðinni MIKIÐ skógræktarstarf verður unnið innan borgarmarkanna í sumar á vegum Reykjavíkurborgar. Skógi-æktarfélag Reykja- víkur annast sjálfa framkvæmdina og hefur félagið um fimm hundruð ungmenni á sínum snærum vegna hennar. Mest er gróðursett í Elliðaárdal, Breiðholtshvarfi og á Hólmsheiði, norðan og austan Rauðavatns. Að sögn Haralds Haraldsson- ar, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, er skógræktarverk- efnið einnig hugsað til þess að skapa skólafólki atvinnu en að því starfa einkum fimmtán og sextán ára unglingar. Einn vinnuhópurinn samanstendur af unglingum sem eiga við andlega eða líkamlega fötlun að stríða og telur Haraldur að skógrækt- arstörf hafi góð og uppbyggileg áhrif á þá. Alls verða um 500.000 tré gróðursett í Elliðaárdal, Breiðholtshvarfi og á Hólmsheiði í sumar og þar af er vonast til að um 400.000 nái fullum vexti. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti að máli nokkra unglinga sem unnu ötullega að ræktunar- störfum í Elliðaárdal. Þeir hófu störf í byijun júní með því að hreinsa svæðið en síðan var haf- ist handa við að gróðursetja. Flestir sögðust kunna vel við starfið enda væri andinn góður og verkstjórarnir frábærir. Ekki spillti veðrið fyrir en í júní hefði verið sólskin og hiti upp á næst- um hvern einasta dag. Af mörg- Loks regn eftir þurrka Iinausum í Skaftárhreppi. LANGÞRÁÐ rigning kom í Skaftárhreppi á miðvikudag, 3. júlí. Lítið rigndi hér í maí og ekkert í júní. Sólskinsdagar og hitar hafa ein- kennt þann mánuð og tvo fyrstu dagana í júlí. Urðu þeir þó heitastir, um 30 stig þar sem mest var. Sendin tún hafa víða skrælnað og hey- fengur bregst þar á þessu sumri. Sumir hafa náð miklu heyi, sér- staklega þeir sem ekki beittu öll túnin og báru snemma á og dæmi munu vera um að menn hafi að mastu leyti lokið slætti. Sumir veðurfræðingar telja að gróðurhúsaáhrif á jörðinni vegna mengunar séu að verða merkjanleg. Munu þau valda því að vestlægar áttir verða ríkjandi á íslandi. Við hér austan Mýrdalsjökuls töldum okkur þá á grænni grein í háfjalla- skjóli fyrir vestan súldinni. Nú gætu farið að renna tvær grímur á menn, því að ofsahiti getur verið yfirþyrm- andi á endalausum dögum sólmán- aðar. Vilhjálmur Leikjanámskeið á Seltjarnarnesi Umhverfisvernd hefur setið í fyrirrúmi á leikjanámskeiði fyrir 6 til 9 ára börn í Selinu á Seltjarnarnesi. Börnin fóru í vettvangsferðir til að tína rusl og þegar heim kom unnu þau úr efni sem safnað var í ferðunum. Síðasta daginn buðu börnin foreldrum sínum að koma í heimsókn og þiggja veitingar. Þá sýndu þau leikrit um pakkann utan af svaladrykknum sem ætlaði að hitta gosdrykkjadósina í rusla- fötunni, en ekki varð neitt af stefnumótinu af því pakkanum var fleygt á víðavangi. Fyrir tilverknað barnanna hittist parið þó í rusla- fötunni við mikinn fögnuð og tilheyrandi tónlist. Frá vinstri: Jósef Olason, Júlía Björk Guðjónsdóttir, Guðrún Svan- fríður Filippusdóttir, Soffía Rúna Jensdóttir, Pálmi Albertsson og Haraldur Þórarinsson. Gestur Pálsson og Andri Sveinsson. KGA um tijátegundum sem eru gróð- ursettar á þessu svæði má nefna reynivið, grávíði, birki og stafa- furu. Á Hólmsheiði er gróðursett á stóru svæði og ef vel tekst til líður ekki á löngu uns borgarbú- ar hafa eignast þar unaðsreit. Þar hitti blm. að máli tvo pilta, þá Andra Sveinsson og Gest Pálsson, sem voru önnum kafnir við gróðursetningu. Þeir Ándri og Gestur sögðust báðir hafa ánægju af starfinu. Það væri þó félagsskapurinn fremur en sjálf vinnan sem þeir hefðu gaman af. Einnig skipti máli að þeir væru búnir snemma á daginn og gætu því komist í íþróttaæfingar á kvöldin en piltarnir eru báðir harðir KR-ingar. Skógræktar- vinnan stendur fram að næstu mánaðamótum. Andri og Gestur sögðu að þeir myndu að öllum líkindum reyna að komast í aðra vinnu í ágúst. Þeir búast við því að hefja nám við menntaskóla í haust og vilja því safna peningum fyrir veturinn. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Símon og Einar Oddgeirssynir með hundinn Pipp á bakka Markar- fljóts. Markarfljót: Lítið af þorsk í dragnót Bíldudal. LITIL sem engin þorskveiði hef- ur verið í dragnót út af Vest- fjörðum í sumar. Dragnótabátar liggja í höfn og bíða eftir að þorskurinn komi nær landi. Einn bátur var í einn og hálfan sólarhring á veiðum, en hafði aðeins 150 kíló upp úr krafsinu, og var helmingur aflans ýsa. Aðrir bátar hafa verið að rembast við að ná upp í kolakvótann en hann er frek- ar lítill hjá flestum. Þá hefur tíðar- farið verið leiðinlegt síðustu daga og ekkert gefið á sjó. Gamlir sjó- menn segja að þorskurinn komi ekki að landinu fyrr en um miðjan mánuðinn. Þá er bara að bíða og vona að sú spá rætist. R. Schmidt. ----»-H----- 3-4% heimtum spáð í hafbeit HAFBEITARLAX hefur skilað sér hægt í stöðvar í sumarbyrjun. Eins árs gamall fiskur verið mest áber- andi í gengdinni en göngur á tveggja ára laxi ná oftast hámarki í júlílok. Að sögn Vigfúsar Jóhannssonar framkvæmdastjóra Laxeldisstöðv- arinnar í Kollafirði var í vot' spáð 3-4% heimtur á smálaxinum og gæti það staðist. Alls eru það urn 200 þúsund fiskar, því að í fyrra slepptu stöðvarnar í kringum sex milljón seiðum í sjó. Nokkru meira var sleppt af seiðum í ár, eða því sem næst sex og háifri milljón. ------------ Erlendum ferðamönn- um fjölgar FYRSTU sex mánuði ársins komu alls 57.107 útlendingar hingað til lands, en á sama tíma í fyrra voru þeir rúmlega tvö þúsundum færri, eða 54.978. í júní komu 22.251 útlendingur til landsins, en í júni 1990 voru erlendir gestir hér 21.062. Ferðum íslendinga hefur fækkað fyrstu sex mánuði ársins, miðað við síðasta ár, nú komu 56.069 heim, en 56.287 í fyrra. Landbrotið minnkar með nýju Markarfljótsbrúnni Selfossi. „FLJÓTIÐ er óútreiknanlegt," sagði Gunnar Marmundsson starfs- maður Vatnsveitu Vestmannaeyja um Markarfljót sem stöðugt brýt- ur land í vestur. Skammt neðan við núverandi brú brýtur það bakk- ann jafnt og þétt í áttina að vatnsleiðslunni til Vestniannaeyja sem liggur þar skammt frá. Með tilkomu nýju brúarinnar og stokkunar árinnar mun landbrotið rninnka. Fyt'ir fjórum árurrt var fljótið komið vestur að dælustöð vatns- veitunnar þar sem hún stendur nið- ur við sjó. Nú er hún aftur mun austar. Þar sem dælustöðin stendur er mikil hreyfing á sandinum og stór sandskafl hefut' myndast við húsið og er reyndar alltaf á hreyf- ingu. Á þurrviðrisdögum þarf lítið til að sandurinn tjúki. Gunnar Mar- mundsson sagði að menn biðu eftir að sjá hvað fljótið gerði eftir að brúin kæmi og garðarnir sem liggja ættu að henni að ofan og niður frá henni og myndu stokka fljótið. Byggingu nýju Markarfljótsbrú- arinnar miðar vel og er áformað að opna tilboð í gerð varnargarða næstkomandi mánudag en fyrir- hugað er að ljúka því verki í maí á næsta ári. Lögð verður áhersla ,á að koma ánni sem fyrst í.fatveg undir brúna. „Brúin breytir miklu á þessu svæði hérna, fljótið er búið að btjóta rnikið land í gegnum árin,“ sagði Símon Oddgeirsson bóndi í Dalseli. Einar Oddgeirsson í Dalseli, bróðir Símonat’, sagði að áður fyrr hefðu menn verið að heyja á stöðum sem væru úti í miðjum farvegi fljótsins. „Þetta verður fljótt að jafna sig. Það er feikna líf í þessu tusli sem berst niður á eyrarnar. En manni finnst alltaf leitt að sjá land eyðast sem staðið hefur frá landnámstíð," sagði Einar. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.