Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
m
? 1991 Jim Unqer/Distributed by Universal Press Syndicale
"Taxi!"
Ast er ...
■ að ráða í hugsanir hans.
TM Reg. U.S. Pat Otf.—all nghts reserved
® 1991 Los AngelesTimesSyndicate
Með
morgunkaffinu
Ef þú hefur tíma, aðstoðar
þú hann við að dúka fyrir 12.
Þetta er óþarfi. Hún er
Iæst...
HOGNI HREKKVISI
Þjónustuíbúðir
aldraðra
* M
:$% I
ii B ÍMHg ■' r 1
tt W IíISB' I t 5
■t iaafi 1816 5
'X S® S
„Fokdýrar stein- og glerhallir í
Reykjavík eru seldar öldruðum
undir nafninu verndaðar þjón-
ustuíbúðir“ skrifar E.R. fyrir
skömmu í Velvakanda og telur
þjónustuna ekki standa undir
nafni. Til dæmis um það er tekið
fram að matur sé ekki framreiddur
í matsal nema 5 daga vikunnar.
Þá telur E.R. að mjög skorti á
vernd í þessum íbúðum þegar eng-
inn sé til þess að svara bjöllur-
hringingu ef lasburða fólk þarf á
aðstoð að halda.
Stjórnir húsfélaga í þjónustu-
íbúðum aldraðra taka ákvarðanir
um það, að höfðu samráði við íbú-
ana, hvernig þjónustu skuli háttað
á hveijum stað. Hún getur verið
mikil eða lítil, allt eftir því hve
miklu íbúar hússins vilja kosta til
hennar. Bjöllukerfi er hægt að
tengja við húsvarðaríbúð, með vakt
allan sólarhringinn ef íbúar hússins
vilja greiða fyrir þann aukakostnað
sem því fylgir. Þjónustu- og félag-
smiðstöðvar sem eru st.arfræktar
af Reykjavíkurborg fyrir 67 ára
og eldri í hinum ýmsu hverfum
borgarinnar, eru ekki opnar um
helgar vegna þess að þá hefur
starfsfólkið frí. Matarbakka er
hægt að fá senda heim um helgar
sem aðra daga, ef einhver er til
þess að taka við þeim, t.d. húsvörð-
ur, og er það skipulagsatriði sem
stjórn viðkomandi húsfélags á að
sjá um.
Þjónustuíbúðir aldraðra sem
ganga kaupum og sölum á frjálsum
markaði, verða á þessu ári um 550
talsins í Reykjavík. Þær hafa flest-
ar verið byggðar á síðastliðnum
8-10 árum. Mörg félög hafa staðið
að byggingu þessara íbúða, en
stærstu byggingaraðilarnir eru
Samtök aldraðra og Félag eldri
borgara. Verð á þessum íbúðum
eins og öllum öðrum, fer eftir því
hvað mikið er í þær borið og hve
sameign er mikil. Innbyggðar bílg-
eymslur undir sambýlishúsunum
hækka verðið. Á næstu árum er
áætlað að byggja 150-200 íbúðir
á vegum ýmissa félaga, til viðbótar
þeim sem fyrir eru. Þá hefur
Reykjavíkurborg látið byggja um
300 leiguíbúðir fyrir aldraða og
24 söluíbúðir.
Sú þróun sem hefur orðið með
byggingum þjónustuíbúða aldraðra
ásamt tilkomu félags- og þjónustu-
miðstöðva hefur gerbreytt lífsstíl
eldra fólks. Það skapar því öryggi
að búa í sambýli við aðra á líkum
aldri, þar sem húsvarsla er góð og
engar áhyggjur þarf að hafa af
garðinum. Það tekur þátt í fjöl-
breyttri starfsemi; tómstunda-
vinnu, listsköpun, leikfimi og
fræðslu. Fólk fær ýmiss konar
þjónustu; böðun, hárgreiðslu og
snyrtingu á vægu verði og fer á
milli félagsmiðstöðvanna, dansar,
spilar og stofnar til nýrra kynna.
Borgaryfirvöld hafa sýnt lofsverð-
an skilning í sambandi við þróun
þessara mála.
Því er ekki hægt að neita að
íbúar þjónustuíbúða sem eru stað-
settar í sama húsi ög félags- og
þjónustumiðstöðvar borgarinnar,
hafa vegna nálægðar þeirra betri
aðstöðu en hinir sem búa lengra
frá þeim. Starfsemi þjónustumið-
stöðvanna er fyrst og fremst ætluð
fyrir aldraða í viðkomandi hverfi,
en er einnig heimil 67 ára og eldri
sem búa í öðrum hverfum. Þeir sem
festa kaup á þjónustuíbúðum aldr-
aðra verða að gera sér það ljóst
að hið opinbera kerfi getur ekki
veitt þeim aðra eða meiri þjónustu
en þá sem öðrum stendur til boða.
Hafi einhveijir söluaðilar ginnt
aldrað fólk til þess að festa kaup
á þjónustuíbúðum með loforðum
um þjónustu sem ekki er fyrir
hendi þegar í íbúðina er komið,
eins og E.R. gaf í skyn í skrifum
sínum, á viðkomandi að sjálfsögðu
að bera fram kvörtun við þann sem
seldi honum íbúðina.
Sérhæfðar íbúðir fyrir eldra fólk
sem allar hafa gengið undir nafn-
inu þjónustuíbúðir aldraðra, þar
sem eignaraðild og búseta er miðuð
við 60 ára og eldri, voru upphaf-
lega ætlaðar til þess að auðvelda
fólki að minnka við sig húsnæði
sem ekki var þörf fyrir eftir að
börnin voru farin að heiman. Þetta
þótti hin mesta ljarstæða í fyrstu
en eftirspurn eftir þessari tegund
íbúða hefur verið meiri en nokkurn
óraði fyrir. Hentugar íbúðir, heim-
ilishjálp og heimahjúkrun auðveld-
ar öldruðu fólki að halda heimili
lengur, en kemur ekki í veg fyrir
að það þurfi að fara á umönnun-
ar- og hjúkrunarheimili þegar um
erfiða öldrunarsjúkdóma er að
ræða.
Gyða Jóhannsdóttir
Fölsuð mynd af stríði
Ég vil koma á framfæri þökkum
til Hannesar Sigurðssonar fyrir
grein hans í Morgunblaðinu sunnu-
daginn 30. júní sem nefndist „Sig-
urhátíð sæl og blíð“ og fjallaði um
ameríska hermenn, þrammandi um
götur New York í sigurvímu. Mér
finnst rétt að minnast þess fólks
sem var skilið eftir í sárum og
dauða.
Ættu menn að minnast þess að
upplýsingar og myndir af stríðinu
sem komu frá Bandaríkjamönnum
á CNN voru falsaðar, klipptar og
skeyttar saman til þess eins að sýna
þá mynd af árás Bandaríkjamanna
sem Bandaríkjamenn vildu sjá.
Bjarni Hrafnsson
■ " 'viiL
1 1— M___2£.
Víkverji skrifar
Víkveiji hefur af og til gert út-
sýnishúsið Perluna að umtals-
efni enda hefur mannvirkið vakið
athygli hans og aðdáun. Þá telur
Víkveiji sig eiga dijúgan þátt í því
að þetta fagra nafn var valið á
húsið.
Um helgina rann upp sú stóra
stund að Víkveiji stigi inn fyrir
hússiris dyr í fyrsta sinn og hrifn-
ingin yarð mikil. Mannvirkið er
stórglæsilegt að innan og ber hönn-
uðum og iðnaðarmönnum fagurt
vitni. Matstaðurinn á efstu hæð
reyndist vera 1. fiokks, þjónusta
og matur framúrskarandi og sér-
staka ánægju vakti hve vel hafði
tekizt til með val á húsgögnum og
borðbúnaði. íslendingar eiga eftir
að sýna útlendum gestum sínum
Perluna stoltir.
ágúst þegar ferðalög ei-u í hámarki.
Víkveiji skrapp fyrir skömmu til
Akureyrar. Það er mikill munur að
aka þessa leið nú en fyrir nokkrum
árum. Aðeins eru örfáir kaflar án
bundins slitlags en að öðru leyti er
vegurinn sléttur og beinn. Við slík-
ar aðstæður hættir ökumönnum til
að stíga of fast á benzíngjöfina.
Það leynast nefnilega hættur á
bundnu slitlagi, s.s. holur og lausa-
möl. Sérstaklega fannst Víkveija
vegurinn yfir Holtavörðuheiði
slæmur og spurning hvort Vega-
gerðin þurfi ekki að senda stóran
sóp upp á heiðina.
Víkveiji vill hvetja alla ökumenn
til sérátakrar aðgæzlu á næstu vik-
sérstaklega ungt fólk, eru gerðir
gjaldþrota vegna smáupphæða.
Þess eru dæmi að fólk hafi verið
gert gjaldþrota og lýstar kröfur í
búið verið samtals innan við eitt
hundrað þúsund krónur. Gjaldþrot-
um fylgja margvísleg óþægindi fyr-
ir einstaklinginn og því með ólíkind-
um ef fólk reynir ekki að bjarga
málunum þegar um svona lágar
upphæðir er að ræða.
xxx
Ö3KíiiKail£i*S»8iWJl!S«»8B»íí«a*íi*U«M*aUítói&i;
Hin hörmulegu umferðarslys að
undanförnu hafa beint sjón-
um manna að þeirri staðreynd að
■flest slysin verða jafnan í júlí og
i.t vá i'ítA-'X -í & Liii&íit Já 'JLÍ.&&■A.t. ■íA.a.íL
Víkveiji er áskrifandi að Lög-
birtingablaðinu og getur því
fylgzt með hinum gríðarlega fjölda
gjaldþrota sem dunið hafa yfir und-
anfarin misseri. Gjaldþrotin eru stór
hjá mörgum einstaklingum en það
er-einnig athyglisvert- að -sumir;
ittuu:mui.uumuii uii itt
Bjarni Felixson er uppáhalds
ljósvakamaður Víkveija. Þeg-
ar hann var sjónvarpsfréttamaður
RUV var enginn duglegri en Bjarni
að afla nýrra fréttamynda eða
tryggja beinar útsendingar frá
íþróttaviðburðum.
Einhverra hluta vegna þótti ráða-
mönnum RUV ástæða til að flytja
Bjarna á útvarpið. Og ekki var að
sökum að spyija. Bjarni hefur rifið
upp íþróttafréttir útvarpsins og
mætir nú í eigin persónu kvölds og
morgna með nýjustu fréttirnar.
■ Áfram Bjarni Fel!
lllilftlllllttittlllfltl!