Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 12
12_______ ____MOKGCNKLADH-) KÖSTrDAfíl'R 5 Meira um veldi stjóm- málaflokkanna eftir Þorvald Gylfason i Nú víkur sögunni að vini mínum einum. Konan hans eignaðist bankabók í einum ríkisbankanum á barnsaldri. Þegar hún var orðin fullorðin og þurfti að festa kaup á hljóðfæri, fór hún á bankastjóra- fund í fyrsta (og síðasta) sinn og falaðist eftir láni. Máli sínu til stuðnings benti hún bankastjóran- um góðfúslega á þá staðreynd, að sparifé hennar hafði rýrnað í vörzlu bankans um margfalda þá fjárhæð, sem hún þurfti nú að fá að láni til að kaupa hljóðfærið. Bankastjórinn lét sér fátt um finnast. Hann sagði: Faðir þinn er góður flokksmaður. Þú færð lánið. Þessi saga á ekki að þurfa að koma neinum á óvart. Ríkisbankakerfið hefur verið stjórnmálamönnum jafnfast í hendi og raun ber vitni einmitt vegna þess óheyrilega skömmtunarvalds, sem það hefur veitt þeim í skjóli mikillar verðbólgu og veitir þeim sumpart enn. Ástand- ið í landinu var þannig áratugum saman, að venjulegt fólk, sem átti ekki sérstakan aðgang að banka- stjórum, varð að kaupa sér gjald- eyri á uppsprengdu verði á svörtum markaði til að komast til útlanda í sumarfrí. Flestir sátu heima. Allir vissu, að hámarksyfirfærsla bank- anna dugði varla fyrir tjaldstæði í útlöndum. Stjómmálamennirnir létu það samt undir höfuð leggjast um áratugabil að uppræta þessa meinsemd með því að auka frelsi í gjaldeyrisviðskiptum eða gefa þau alveg fijáls, enda gátu þeir áreiðan- lega komizt yfir allan þann gjald- eyri, sem þeir vildu, handa sjálfum sér. Svipuðu máli gegndi um banka- lán, sérstaklega áður en vísitölu- binding lánsfjár var tekin upp fyrir nokkrum árum. Fram að þeim tíma sátu stjórnmálamenn og erindrekar þeirra að bönkum og sjóðum og skömmtuðu stórkostlega niður- greitt lánsfé til útvalinna viðskipta- vina. Fjplmiðlarnir þögðu þunnu hljóði. Nærri má geta, hvflíkt geð- þóttavald yfir afkomu einstaklinga og fyrirtækja þessi skipan færði stjórnmálamönnum. Skömmtun af þessu tagi býður ævinlega upp á bæði sóun og spill- ingu. Sóunin felst í því, að heilbrigð viðskiptasjónarmið þurfa iðulega að víkja fyrir annarlegum stjórnmála- sjónarmiðum við mótun lánastefn- unnar og jafnvel við einstakar lán- veitingar. Spillingin kemur í kjölfar- ið. Hún getur birzt í ýmsum mynd- um. Það gat til dæmis-verið dýrt spaug að vera utan flokka við þess- ar aðstæður. Fjöldi fólks, sem ellá hefði engin afskipti haft af stjórn- málum, hefur trúlega laðazt að stjórnmálaflokkunum gegnum tíð- ina til að tryggja sér aðgang að lánsfé og gjaldeyri, þótt hitt sé auðvitað algengt hér eins og í öðr- um löndum, að menn gangi til liðs við stjórnmálaflokka til þess að reyna að láta gott af sér leiða og ekki til þess að hagnast á því á kostnað annarra. Margir aðrír hafa áreiðanlega forðazt stjórnmála- flokka einmitt af þessum ástæðum. II Talsvert vantar enn á það, að allir þessir gallar hafi verið sniðnir af ríkisbankakerfinu. Að vísu eru gjaldeyrisviðskipti nú loksins í þann veginn að verða fijáls, og heilbrigð arðsemissjónarmið eru smám sam- an að leysa úrelt stjórnmálasjón- armið af hólmi í skjóli vaxtafrelsis og aukinnar samkeppni á lána- markaði. Engu að síður heldur sparifé almennings áfram að rýma verulega í viðskiptabönkunum vegna ófullnægjandi verðtrygging- ar. Margir stjórnmálamenn hafa barizt gegn verðtryggingu lánsfjár einmitt til að missa ekki spón úr eigin aski. Bankalán eru því ennþá niðurgreidd að nokkru leyti á kostn- að almennings. Svo lengi sem sú skipan stendur, munu margir stjórnmálamenn þráast við að sleppa hendinni af ríkisbönkunum og fjárfestingarsjóðakerfinu og streitast á móti því, að erlendri samkeppni sé veitt inn í bankakerf- ið. Þrái stjórnmálamannanna er samt ekki bundinn einvörðungu við löngun þeirra til að geta haft áhrif á mótun lánastefnunnar, lánveiting- ar og lánskjör með gamla laginu, heldur líka við skilyrði þeirra til að ráðstafa vel iaunuðum banka- og útibústjórastörfum til dyggra stuðningsmanna flokkanna. Stjóm- málamenn hafa ekki enn horfið frá þeim sið að velja bankastjóra og bankaráðsmenn úr eigin röðum, iðulega án tillits til reynslu og þekk- ingar a sviði bankamála og efna- hagsmála yfirleitt, jafnvel þótt nauðsynlegt sé að gera mjög strangar hæfniskröfur til yfirstjórn- enda banka og annarra fjármála- stofnana hér heima ekki síður en í öðrum löndum. Þetta háttalag stjórnmálamanna hefur veikt bankakerfið í landinu og staðið því fyrir þrifum. Það var að vissu leyti skiljanlegt á skömmtunarárunum, að stjórn- málaflokkarnir vildu fylgjast hver með öðmm í bönkum og sjóðum og skipta bankakerfinu á milli sín, enda var þjóðfélagið allt miklu frumstæðara þá en nú. Nú, þegar skipan mála á peningamarkaði hef- ur gerbreytzt í fijálsræðisátt og markaðsbúskapur hefur leyst skömmtunarbúskap af hólmi að verulegu leyti, er hins vegar engin skynsamleg ástæða til þess lengur, að stjórnmálamenn skipti sér af bankarekstri. Bankakerfið er mikilvægur hlekkur í efnahagslífi þjóðar. Þar verður að vera valinn maður í hveiju rúmi. Við eigum marga reynda og vel menntaða menn, sem gætu stjómað bönkum og sjóðum miklu betur en stjórnmálamenn. Þess vegna verða stjórnmálamennirnir að hverfa frá þeim sið að skipa hver annan í bankastjórastöður og bankaráð. Það er líka öruggasta leiðin til að laða ungt hæfileikaríkt fólk til forustustarfa í bönkunum. III Þessi vandi brennur víðar en í bankakerfinu. Allir þekkja dæmi þess, að stuðningsmenn stjórnmála- Þorvaldur Gylfason „Það tíðkast ekki nokk- urs staðar í nálægum löndum, að stjórnmála- flokkar og stjórnmála- menn eigi svo mikil ítök í bönkum og öðrum fj ármálastof nunum sem hér.“ flokka hafi gengið fyrir öðrum hæfari mönnum við embættaveit- ingar og aðrar ráðningar á vegum ríkis og sveitarfélaga á liðnum árum. Mismunun af þessu tagi er ekki aðeins ranglát gagnvart þeim einstaklingum, sem verða fyrir henni, heldur veikir hún þær stofn- anir, sem eiga í hlut. Til dæmis væri utanríkisþjónusta okkar áreiðanlega betur í stakk búin að takast á við mikilvæg verk- efni í Evrópu og annars staðar en hún er nú, hefðu hæfileikaríkir og reyndir kunnáttumenn á þeim vett- vangi (og þeir eru margir) ekki þurft að víkja oftar en einu sinni fyrir stjórnmálamönnum eða stuðn- ingsmönnum, sem flokkarnir þurftu að koma fyrir. Það væri líka hægt að sækja dæmi um þetta í dóm- skerfið. Jafnvel Háskólinn hefur orðið fyrir barðinu á mismunun af þessu tagi, en siíkt væri óhugsandi í nokkru nálægu landi (nema á ít- alíu, þar sem rótgróin stjórnmála- spilling hefur verið landlæg um langan alduij, en nú hefur sem betur fer verið girt fyrir það í lög- um, að annað eins geti gerzt hér á ný-. ( Italía: vel á minnzt. Stjórnmála- ástandið þar syðra sýnir okkur það, að miklu veldi stjórnmálaflokka þarf hvorki að fylgja máttur né dýrð. Þar í landi hafa orðið stjórnar- skipti á ellefu mánaða fresti að meðaltali síðan 1945. Þar hafa sömu mennirnir í sömu flokkunum (aðallega Kristilega lýðræðisflokkn- um) skipzt á að taka við þrotabúi hver af öðrum, eins og þeir orða það sjálfir án þess að blikna. Þeim hefur fundizt það duga að skipta um grímur á milli atriða eins og í ítölsku miðaldaleikhúsi.) IV Nú vil ég auðvitað ekki gera lítið úr afkomuvanda fyrrverandi stjórn- málamanna og annarra stuðnings- manna stjórnmálaflokka, en þennan vanda verða þeir þó helzt að geta leyst af eigin ramleik eins og flest annað fólk. Ef þeir geta það ekki og stjórnvöld telja sig þurfa að láta málið til sín taka, verða þau að finna leið til að leysa vandann án þess beita aðra órétti og án þess að veikja mikilvægar stofnanir ríkisins um leið. Aðrar þjóðir hafa ýmsan hátt á í þessu skyni. Bretar hafa lávarða- deild í löggjafarþinginu í London. Svíar halda landshöfðingja úti um allar sveitir. Japanir færa sér reynslu (og sambönd!) fyrrverandi stjórnmálamanna í nyt í stjórnum einkafyrirtækja. Við þurfum að taka okkur eitthvað af þessu til fyrirmyndar með einhveijum hent- ugum hætti, sem hægt er að fella sig við. Við megum ekki senda ungu fólki þau skilaboð, að trygg- asta leiðin til að komast áfram í starfi á vegum ríkis og sveitarfélaga liggi í gegnum stjórnmálaflokkana, því að þá er hætt við því, að virðing slíkra starfa þverri mjög með tím- anum og mannvaiið versni eftir því. Ungt fólk verður að geta geng- ið að því vísu, að verk þess séu metin að verðleikum, en ekki eftir flokkshollustu. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Islands. Strætisvagnar Reykjavíkur eftir Jón Á. Gissurarson Fyrir réttum 60 árum var megin byggð Reykjavíkur innan Hring- brautar, en þá taldist Snorrabraut til hennar. Byggð var að teygjast austur í Norðurmýri og þéttbýlis- kjami hafði myndast við Laugar- nes. Við þessar aðstæður voru Stræt- isvagnar Reykjavíkur stofnaðir að frumkvæði Laugarnesbræðra, sona Þorgríms Jónssonar bónda í Laug- arnesi. Engum var brýnni þörf á þessum samgöngubótum en íbúum Laugarneshverfis enda það þá fjarri annarri byggð. Félagið fór gætilega í sakirnar og reisti sér ekki hurðarás um öxl en jók umsvif eftir því sem því óx fiskur um hrygg. Von bráðar voru strætisbílar óaðskiljanlegur dráttur í ásýnd Reykjavíkur og svo allar götur siðan. í styijaldarlok 1945 var vagna- kostur félagsins úr sér genginn enda þess lítill kostur að endurnýja hann undanfarin ár. Félagið vildi framlengja samning sinn við Reykjavíkurbæ til 15 ára svo að tími gæfist til að afskrifa þá miklu fjárfestingu sem fyrir dyrum stóð. Umsókn þessari var hafnað og Reykjavíkurbær tók reksturinn í eigin hendur og við það situr. Frá stríðslokum hefúr íbúafjöldi Reykjavíkur liðlega tvöfaldast. Fólksflutningar milli heimila og vinnustaða hafa þó aukist hlutfalls- lega miklu meira. Menn ganga síð- ur nú í og úr vinnu og færri eiga þess kost vegna fjarlægðar. Menn búa rýmra nú en þá, svo að út- þensla byggðar verður meiri en ella. Húsmæður hafa í síauknum mæli leitað út á vinnumarkað. Engu að síður fækkar farþegum með strætisvögnum ár frá ári og virðist ekkert lát á verða. í byijun áttunda áratugar voru farþegar 14 milljónir á ári en í lok hans 7 millj- ónir. Sl. ár fækkaði þeim enn um 7%. Halli Reykjavíkurborgar af rekstri þeirra 1986 nam 94 millj. króna, 1989 242 milljónum. Áætlað er að 45 þús. einkabílar flytji nú menn til og frá vinnustað alla virka daga í Reykjavík. Þessi fjöldi veldur mestu öngþveiti í um- ferð kvölds og morgna. Fullhlaðinn strætisvagn myndi leysa af hólmi um 50 einkabíla, enda oftast einn í hveijum. Allra hagur væri að breyting yrði á. Strætisvagnar Reykjavíkur bjóða marga góða kosti. Þeir eru hlýir, hreinir, stundvísir og vagnstjórar háttvísir. Fargjald er lægra en einn bensínlítri. Strætisvagnar eru svo öruggir í akstri að einsdæmi má telja og það þótt þeir séu í akstri frá morgni til kvölds alla daga og hvernig sem viðrar. Sl. ár var 91 umferðarslys á götum Reykjavikur og kom strætisvagn einu sinni við sögu. Sama ár urðu sex banaslys þar en ekkert af völdum strætis- vagná. í snjóalögum teppa þeir ekki umferð heldur vanbúnir einka- bílar. í strætisvagni slappa menn af en verða taugatrekktir undir stýri. Þrátt fyrir allar þessar stað- reyndir hefst stjórn Strætisvagna Reykjavíkur ekkert að annað en fækka ferðum. Hún reynir á engan hátt að hafa áhrif á þróun mála, strætisvögnum til framdráttar. Alls kyns kannanir eru nú mjög í lensku. Menn kanna hugi við- skiptavina og haga svo framboði sínu samkvæmt því. Skemmst er að minnast könnunar Ríkissjón- varps, sem hyggst nú laga framboð sitt að óskum neytenda. Stjórn Strætisvagna Reykjavíkur heldur að sér höndum. Árið 1989 komu 130 þús. erlend- ir ferðamenn til Islands. Flestir eiga nokkra dvöl í Reykjavík. Víða er- lendis bjóðast ferðamönnum tíma- bundin farkort. Reynist mörgum þau handhægari en greiða í hvert sinn og eykur notkun. Ekki bólar á Jón Á. Gissurarson „Fullhlaðinn strætis- vagn myndi leysa af hólmi um 50 einkabíla, enda oftast einn í hverj- um. Allra hagur væri að breyting yrði á.“ þessari þjónustu hér. Hér væri þó hægur nær að koma henni á fram- færi, því að flestir lenda fyrst á Keflavíkurflugvelli. Jafnvel mætti kynna þetta um borð í flugvélum og hafa á boðstólum. Maður sem ekur á eigin bíl í vinnu þarf stæði fyrir hann daglangt. Horfír það til hreinna vandræða í miðborg Reykjavíkur. Ef hins vegar þessum bílum fækkaði, þyrfti kannski ekki að grafa þeim sama- stað undir Austurvelli og Reykja- víkurtjörn svo sem nú er rætt um. Fækki bílum á götum Reykjavíkur minnkar mengun, en hún er nú til ama þá sjaldan stillur eru. Þar sem stjórn Strætisvagna Reykjavíkur er ráðþrota með öllu og hefur raunar lagt árar í bát, væri þá ekki ráð að fela stjórn þessa fyrirtækis einkaaðilum? Það reynd- ist vel á fyrstu árum þessi Flugleið- ir og Eimskip hafa sýnt að íslend- ingar eru samkeppnisfærir um flutninga vöru og farþega milli landa. Er nokkru torveldara að keppa um farþega á götum Reykja- víkur en í flughöfnum um víða ver- öld? Þeir hafa ekki borist Flugleið- um sjálfkrafa upp í hendur. Þeirra hefur orðið að leita og sannfæra þá með áróðri að hag hefðu þeir af samskiptum. Slíkt hefur stjórn Strætisvagna Reykjavíkur látið undir höfuð leggjast svo að sam- göngumál Reykjavíkur eru í algjör- um ólestri. Engrar lausnar er að vænta að óbreyttri skipan mála. Leita verður annarra leiða. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.