Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUK 5, J.ÚLÍ .1991
Bjöm Svavar Markús-
son - Minningarorð
Fæddur 12. apríl 1910
Dáinn 26. júní 1991
Já, þannig endar lífsins sólskinssaga,
vort sumar stendur aðeins fáa daga,
en kannski á upprisunnar mikla morgni
við mætumst öll á nýju götuhomi.
' (T.G.)
Hún mun mér seint gleymast
ferðin til íslands í júní sl. eftir fimm
ára búsetu erlendis.
Eftir fimm ár komum við fjöl-
skyldan í stutta heimsókn til að
ferma dóttur okkar og til að njóta
samvista við ættingja og vini, sem
við höfðum ekki séð um langa hríð.
Landið heilsaði okkur með sól-
skini og náttúran og mannlífið
blómstraði. Margt hafði tekið
stakkaskiptum á þessum fimm
árum, já, það er greinilegt að þjóð-
félagið liggur ekki og dormar, allt
virðist gerast með ógnarhraða.
Jú, það var óneitanlega kært að
heilsa landinu á þessum indælu
sumardögum en skyndilega rétt
áður en við skyldum kveðja dró ský
fyrir sólu, okkur barst fregnin aðf-
aranótt fimmtudagsins 27. júní að
afi Bjöm væri látinn.
Afi minn sem mér fannst alltaf
síungur. Hvernig stendur á því að
maður getur aldrei áttað sig á því
að ekkert varir að eilífu. Afi var
81 árs þegar hann lést, það er vissu-
lega löng ævi, já, afi átti langa og
ríkulega ævidaga.
Margs er að minnast og eflaust
væri hægt að skrifa þykkan og
góðan doðrant um lífshlaup afa
míns.
Það sem kemur þó fyrst upp í
huga minn er síðasta samveru-
stundin með afa og ömmu í Kópa-
voginum þar sem þau hafa búið
síðustu árin, hversu indælt það var
að setjast inn í eldhús hjá þeim og
þiggja bæði andlega og líkamlega
næringu sem þau svo óspart létu í
té. Eins og svo oft gleymdist tíminn
við notalegt rabb, gömul albúm
voru tekin fram og ýmislegt rifjað
upp.
Ég verð ævinlega þakklát for-
sjóninni að við skyldum vera svo
heppin að fá tækifæri að eiga þessa
stund með afa og ömmu saman.
Sem barn var ég oft hjá afa og
ömmu upp í „Nesi“ (Borgarnesi),
yfir þeim stundum hvílir einhvers-
konar ævintýraljómi, sólin skein
allan tímann að mér fínnst nú þeg-
ar ég leiði hugann til baka og þessi
hluti bernsku minnar er mér af-
skaplega kær. Á heimili afa og
ömmu var jafnan mjög gestkvæmt.
Þó að í mörg horn væri að líta hjá
þeim þá var alltaf tekið vel á móti
gestum og gangandi sem komu í
heimsókn á Berugötuna. Matur og
kaffi allan daginn, fullt hús af fólki
sem sat og drakk kaffi og rabbaði
saman og oft var glatt á hjalla.
Við börnin vorum oft ansi mörg
samankomin, börn og barnabörn
og varla pláss við matarborðið þó
stórt væri. Því fylgdi alltaf indæl
vellíðan að fá að dvelja hjá afa og
ömmu, þessa vellíðan finn ég nú
streyma um mig þegar ég skrifa
þessar fáu línur.
Að finna og skynja sem barn að
maður gat sest upp í fangið hans
afa og notið hlýjunnar og öryggis-
ins sem streymdi frá honum, glettn-
ina sem skein úr augunum og oft
og tíðum hnyttin orð sem hann lét
falla.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
GRÉTA JÓNSDÓTTIR SKAFTFELL,
Dalbraut 18,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum þann 4. júlí.
Fyrir hönd barna okkar og annarra aðstandepda,
Þorgeir Skaftfell,
Sigríður Skaftfell, Bergur Þorleifsson.
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÁSBJÖRN ÞÓR JÓHANNESSON
frá Auðkúlu,
A-Húnavatnssýslu,
sem lést á heimili sínu 30. júní sl., verður jarðsunginn frá Auðkúlu-
kirkju laugardaginn 6. júlí kl. 17.00.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarns,
Halldora Jónmundsdóttir.
t
Bróðir minn,
JÓN GUÐMUNDSSON
bóndi,
Skiphyl,
verður jarðsunginn frá Akrakirkju laugardaginn 6. júlí
kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Akrakirkju.
Elísabet Guðmundsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
STEINUNN AUÐUNSDÓTTIR,
Bústaðavegi 89,
andaðist að morgni 29. júní.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 9. júlí kl. 15.00.
Blóm afþökkuö, en þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarstofn-
anir njóta þess.
Ragnhildur Eliasdóttir,
Jón Elíasson,
Valgerður Eliasdóttir,
Höskuldur Elfasson,
Guðrún Elíasdóttir,
Hilmar Elíasson,
Elín Þorvarðardóttir,
Sigurður Þorleifsson,
Kolbrún Sigurðardóttir,
Haraldur Benediktsson,
Nanna Sigurpálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ég hef alltaf dáðst að þessum
manni bæði sem barn og fullorðin.
Afí hafði einstakan persónuleika og
þó ævi hans væri ekki alltaf létt
þá virtist hann geta sigrast á öllum
erfiðleikum og lét engan bilbug á
sér finna.
Hæfileik til viðræðna við fólk
átti afi í ríkum mæli, fróðleikur
hans um menn og málefni gaf oft
tilefni til langra og skemmtilegra
umræðna um allt milli himins og
jarðar.
Stuttu áður en við fluttum til
Svíþjóðar kom afi í heimsókn til
okkar og var hann þá að segja
okkur hvernig hann brygðist við ef
hann fyndi að hann væri byijaður
að „kalka“ eins og hann tók til orða,
og væri hann þegar farinn að æfa
minnið með upprifjun úr „kverinu“
sem hann lærði fyrir fermingu sína.
Síðan taldi hann upp bæði litlu og
stóru spámenn testamentisins í
þeirri röð sem hann hafði lært sem
ungur drengur.
Þetta finnst mér lýsa afa Birni
mjög vel, hvernig maður mætir erf-
iðleikum og reynir að vinna bug á
þeim með jákvæðu hugarfari og
bjartsýni, að trúa á að lífið gefi
okkur sem eftir lifum tilefni til eftir-
breytni.
Hafi elsku afi ástarþökk fyrir
kærleika sinn, þá gjöf ber ég með
mér ávallt.
Megi góður Guð styrkja ömmu
mína og leiða hana í gegnum þessa
erfiðu raun.
Yndislega ættaijörð,
ástarkveðju heyr þú mína
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættaijorð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sigurður Jónsson frá Amarvatni.)
Með ástarkveðju,
Veiga og fjölskylda
Þegar komið er að skilnaðarstund
langar mig til að minnast tengda-
föður míns, Björns Svavars Markús-
sonar byggingameistara, sem lést
26. júní sl. á heimili sínu í Kópa-
vogi. Björn var fæddur 12. apríl
1910 að Hafursstöðum í Hnappa-
dal, sonur hjónanna Markúsar
Benjamínssonar og Kristfríðar
Sveinbjargar Hallsdóttur.
Björn var sjöundi í röð fjórtán
systkina ásamt Ingibjörgu Fjólu
sem lést aðeins túttugu og fimm
ára gömul. Þijú böm misstu þau
hjón nokkurra vikna gömul en hin
komust til fullorðins ára. Eftir að
tvíburarnir fæddust veiktist móðir
þeirra og var Birni þá komið í fóst-
ur hjá Sigríði móðursystur hans á
Hlíð (Hallkelsstaðahlíð) þar sem
hann ólst upp.
Hann giftist eftirlifandi konu
sinni, Sigríði Rósu Þórðardóttur frá
Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi,
26. desember 1935. Þau eignuðust
saman tíu börn en misstu eitt þeirra
á fyrsta ári. Oft hefur verið þröngt
í búi á þessum tíma þar sem mörg
voru heima í einu og gestkvæmt
var, þó sérstaklega þegar þau
bjuggu í Borgamesi. Oft þurfti að
vinna langan vinnudag til kð hafa
ofaní alla og á. Þar kom vel fram
samheldni þeirra hjóna sem lifðu
alla tíð í ástkæm hjónabandi svo
aldrei bar þar skugga á.
Bjöm byijaði ungur að vinna
fyrir sér eins og títt var í þá daga,
atvinnuleysi var mikið en alltaf fékk
hann eitthvað að gera því hann
gekk í hvaða vinnu sem til féll því
aðgerðarleysi átti hann bágt með
að þola. Það kom vel fram þegar
hann fullorðnaðist og heilsan brast,
Minning:
Þór Guðmundsson
Fæddur 10. janúar 1967
Dáinn 30. júní 1991
Góður vinur og félagi minn, Þór
Guðmundsson, lést af slysförum 30.
júní síðastliðinn aðeins tuttugu og
fjögurra ára að aldri.
Ég kynntist Þór fyrir tæpum
þremur ámm þegar ég kom í for-
eldrahús hans sem unnusti Bryndís-
ar systur hans. Við Þór urðum fljót-
lega góðir vinir enda átti hann ein-
staklega gott með að umgangast
fólk. Hann var svo vinsæll að við
Bryndís sögðum stundum við hann
að við ættum að fá borgað fyrir
símavöi-slu.
Þór var glaðlyndur og gat séð
spaugilegar hlíðar á flestum hlut-
um. Jafnframt því var hann hugs-
andi ungur maður, hæfíleikaríkur
og leitandi.
I einu af síðustu samtölunum sem
ég átti við hann sagði hann mér frá
vangaveltum sínum um að fara í
myndlistarskólann. Það er vafalaust
að hann hefði náð framúrskarandi
árangri í myndlist eins og á mörgum
öðrum sviðum. Hann var listrænn,
góður námsmaður og staðfastur í
öllu því sem hann tók sér fyrir hend-
ur.
Þór tókst oft að búa til stemmn-
ingar í hversdagslífinu sem urðu
eftirminnilegar. Ein af skemmtileg-
ustu minningum sem ég á af kynn-
um mínum við hann er þegar við
Bryndís glímdum ásamt honum við
eldamennsku og heimilisstörf í vor
þegar foreldrar þeirra fóru í þriggja
vikna frí. Þá ræddum við um í
gamni og alvöru að stofna veitinga-
húsakeðju með öllum þeim réttum
sem við höfðum spunnið. Var þar
samkomulag um að hann ynni alla
hugmyndavinnu, sæi um smökkun,
ráðningu starfsfólks og þess háttar
en ég um verklegar framkvæmdir.
Minningarnar um Þór eru margar
og bjartar.
Það er óskiljanlegt og nánast
óbærilegt þegar svo ungur og efni-
legur maður ferst án nokkurs fyrir-
boða.
Ég votta fjölskyldu Þórs og vin-
um mína dýpstu samúð.
Látum minningu hans verða ljós
í lífi okkar allra.
Stebbi
Sá sem eftir lifír
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfír.
í dag kveðjum við náinn vin okk-
ar Þór Guðmundsson sem var kall-
aður á brott svo allt of fljótt. Þegar
við rifjum upp allar samverustund-
irnar þá er það bros og hlátur sem
er okkur efst í huga. Hann var örlát-
ur í garð vina sinna og góður heim
að sækja. Hugmyndaflug hans létti
okkur margar stundirnar og kímni
hans var einstök. Það hefði oft ver-
ið forvitnilegt að kíkja inn í hug
hans því hugmyndaflugið skorti
hann ekki. Honum var einstaklega
lagið að kalla fram bros með öllum
sínum uppátækjum, hnyttnum til-
svörum og þegar rætt var um
þá hafði hann alltaf eitthvað fyrir
stafni en sat aldrei auðum höndum.
Fyrstu hjúskaparárin stundaði
hann landbúnaðarstörf því það
kunni hann úr sveitinni heima, en
þegar hann var orðinn þijátíu og
fimm ára, þá búsettur í Reykjavík,
datt honum í hug að læra húsa-
smíði hjá Marteini bróður sínum.
Var það eins og annað sem honum
hugkvæmdist að það var fram-
kvæmt en ekki verið að velta sér
upp úr því lengi. Hann lauk námi
og stundaði smíðar allt til æfiloka.
Björn var mikill dugnaðarmaður og
ákafur við það sem hann fékkst við
og hafði mikla ánægju af öllu sem
var skapandi, því átti þetta starf
mjög vel við hann.
Ég kynntist Bjössa tengdapabba
veturinn 1968 þegar ég fór að gera
hosur mínar grænar fyrir Gunnu
dóttur hans sem þá var nýflutt á
Akranes og ferðir mínar á Suður-
götuna urðu æ fleiri. Vel var mér
tekið frá fýrstu stundu og gátum
við strax rætt saman um alla heima
og geima. Oft sátum við tímunum
saman og spjölluðum. Hann hafði
mikla ánægju af að tala um gamla
daga og ri§a upp gamlar minningar
sem gaman var að hlusta á. Hann
sagði þannig frá að manni fannst
maður upplifa þennan tíma sjálfur.
Stjórnmál voru alltaf ofarlega í
huga hans. Hann hafði ákveðnar
skoðanir á þeim málum sem og
öðrum. Þó við hefðum ólíkar skoð-
anir á stjómmálum gátum við rætt
þau mál eins og önnur.
Hann var alltaf mikið fyrir börn
og átti auðvelt með að ná til þeirra
enda hændust þau að honum. Hann
hafði gaman af að spila og kenndi
mörgum bamabömunum að þekkja
spilin og oft voru spilin dregin fram
þegar hann hitti þau, enda hafði
afi Bjössi alltaf nægan tíma til að
spjalla við þau eins og okkur hin.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast þessum mæta
manni sem okkur þótti svo vænt
um og ekki síst fyrir þær stundir
sem börnin mín fengu að njóta
nærvem hans. Söknuðurinn er okk-
ur öllum sár en þó sérstaklega sökn-
uður Siggu, en við vitum að leiðir
okkar allra liggja saman að lokum.
Elsku Sigga mín! Guð styrki þig í
þinni miklu sorg.
Örnólfur Sveinsson
heimsins gagn og nauðsynjar.
Eflaust sýndu teikningarnar
hans best hvað bjó í huga hans.
Hann var mjög listrænn og í leið-
inni stórbrotnasti persónuleiki sem
við höfum kynnst. Það var visst
öryggi fyrir stelpurnar í hópnum
að hafa Þór nálægt þegar við fórum
út að skemmta okkur um helgar.
Hann var stór og þrekinn en samt
ljúfur og alltaf hress.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast honum og hans
verður sárt saknað. En eftir lifir
minning um góðan dreng. Hann var
og mun ávallt vera hluti af okkur
öllum.
Foreldrum, systur og öðrum ást-
vinum sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi góður
guð styrkja ykkur í þeirri miklu
sorg er á ykkur hvílir.
Vinahópurinn