Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 29 Kristínn Kolbeinn Ingólfsson — Minning Fæddur 12. desember 1967 Dáinn 30. júní 1991 Um sumardag blómið í sakleysi hló, en sólin hvarf, og élið til foldar það sló. Og dátt lék sér barmð um dagmálamund, en dáið var og stirðnað um miðaftans stund. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds. Þó lukkan sé brothætt, þó ljós þitt sé tál, sá leitar þín, sem finnur og týnir engri sál. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund. (M. Joch.) Það er mikil blóðtaka fyrir ís- lenska þjóð þegar ungt og efnilegt fólk sem á framtíðina fyrir sér lætur lífið. Hinn 30. júní si. lést af völdum umferðarslyss frændi okkar, Kristinn Kolbeinn Ingólfsson. Hann var sonur Þórdísar Kolbeins- dóttur meinatæknis og Ingólfs Guðjónssonar sálfræðings sem eignuðust hann fyrir hjónabönd sín. Kiddi ólst upp hjá móður sinni og fósturföður Hafsteini Sæ- mundssyni lækni. Hann átti fímm yngri hálfsystkini. Kiddi var hress og glaðsinna drengur og næmur á umhverfi sitt. Hann var áhugasamur um fjöl- skyldu sína og leit inn til föður- fólks síns þegar færi gafst. Þær samverustundir verða okkur dýr- mætar í minningunni því hann hafði bæði gefandi og góðan per- sónuleika. Frá blautu barnsbeini hafði hann þurft að gangast undir marg- ar aðgerðir og liggja á sjúkrahús- um. Var aðdáunarvert hvemig hann með styrk sinna nánustu tókst á við þá erfiðleika. Kiddi varð stúdent frá Flens- borg og með haustinu hugði hann á framhaldsnám við Samvinnuhá- skólann að Bifröst, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Megi algóður Guð vernda og styrkja foreldra, systkini, afa og ömmu og ástvini alla. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar.yfir tnér. (H. P.) Aslaug Sif, Kolbrún, Bergljót og Hörður Glaðr ok reyfr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana. Kvöidið áður en Kiddi Kolli mætti örlögum sínum, var hann eins og hér er lýst í Hávamálum. Þetta voru hans einkenni. Sjaldan gerðist nokkurt atvik, án þess að hann sæi hið jákvæða. Þrátt fyrir allt hans mótlæti í lífinu, var hann tilbúinn að brosa. Kiddi Kolli fædd- ist með mikið andlitslýti, sem búið var að taka mörg ár að laga, að- gerðir ár eftir ár virtust lítið taka á hann, enda bjó hann við mikið ástríki foreldra. Hann brosti jafn mikið og einlæglega og í fyrstu. Við héldum að hann sæi fram á bjartari tíma, þegar fregnir bárust frá foreldrum hans, en þá var fjöl- skyldan búsett í Bandaríkjunum, að hann hefði veikst af alvarlegum sjúkdómi, sem næstum dró hann til dauða. En Kiddi Kolli lifði, löng- un hans til lífsins var sterkari. Hans tími var ekki kominn. Öll hans veikindi ásamt hans skapgerð gerðu það, að eftir stóð einstakl- ingur, sem var hvers manns hug- ljúfi, jákvæður og hjálpfús. Nú þegar framtíðin blasti við, spenn- andi framhaldsnám, kom lokakafl- inn í lífi Kidda Kolla. Engan grun- aði þegar hann fór að heiman þetta kvöld fullur af gleði, að þar færi Kiddi Kolli á vit örlaganna í síð- asta sinn. Elsku Þórdís systir, Haddi og frændsystkini, ykkur vottum við Steina okkar inniie- gustu samúð, í fullri vissu þess að seinna hittum við öll Kidda Kolla aftur í heimi ævintýranna í Nangij- ala. Egill frændi. Ennþá einu sinni hefur orðið hörmulegt slys. Elskulegur dreng- ur og góður vinur hefur verið hrif- inn burt frá fjölskyldu sinni og vinum. Svo óréttlátt og óskiljan- legt. Orða er vant þegar leitað er tilgangs og huggunar. Kiddi dvaldi hjá okkur sumar- langt fyrir tveimur árum. Hann kom sem unnusti dóttur okkar en þau höfðu trúlofast og stofnað heimili þá um veturinn. Um suma- rið ákváðu þau að vinna í heima- byggð hennar. Þetta sumar kynntumst við mannkostum hans og ljúfmennsku. Hann varð fljótlega eins og einn úr fjölskyldunni. Með sinni góðu lund, gæsku og prúðu framkomu fékk hann varanlegt sæti í hjörtum okkar. Hér gekk hann til starfa og kynntist mörgum, sem allir róm- uðu lipurð hans og kurteisi. Þegar tími vannst til frá daglegu amstri var sest og rætt um allt milli him- ins og jarðar. Hann gat frætt okk- ur um margt enda víða farið. Seinna sýndi sig að tryggð var einn af kostum hans líka. Þegar þau dóttir okkar hættu sambúð þá hélt hann áfram að vera vinur okkar allra. Osjaldan sló hann á þráðinn til að spjalla og oft hittum við hann er við komum í bæinn. Keð þakklæti kveðjum við góðan vin. Foreldrum hans, systkinum og ættingjum sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Erna M. Sveinbjarnardóítir, Jón S. Garðarsson og fjölskylda. Hversu oft höfum við ekki heyrt fréttir af hörmulegum slysum og fráfalli ungs fólks. Með andvarpi sendum við aðstandendum hljóða samúð okkar og höldum svo áfram þar sem frá var horfið og gleymum að fullþakka hversu lánsöm við erum, djúpt sokkin í verndaða til- veru. Sl. sunnudag brást þessi tilvera. Okkur var tilkynnt að hann Kiddi Kolli frændi væri dáinn. ,Hann hafði ásamt vini sínum verið kall- aður snögglega til æðri heims. Hvaða hlutverk bíður jafn yndis- legs ungs fólks er ein af mörgum hugsunum sem þrengdu sér í gegn- um hugann. Þetta gat ekki verið satt. Það er eins og sálin reyni að hrinda burt hinum blákalda sann- leika. Þær eru ótal margar minnin- gamar sem rifjast upp á stundu sem þessari. Minningar um skemmtilega tíma í æsku hér á landi og erlendis og allar samveru- stundirnar á Sunnuflötinni hjá ömmu og afa. Aðeins mánuður er liðinn síðan við vomm öll saman á fagnaðarstund glöð og ánægð. Eins og alltaf var það Kiddi Kolli sem af sinni einiægu alúð og á sinn einstaka hátt gekk á milli okkar og spjallaði, spurðist fyrir og fræddi okkur um allt mögulegt í nútíð og framtíð í bæði gamni og alvöru. Hann lét okkur virkilega finna að líðan okkar og áform skiptu hann miklu máli. Nú sitjum við eftir og spyijum hvort við hefð- um ekki getað gefið aðeins meira á móti. En að sækja og taka var eitthvað sem vinur okkar lagði svo sannarlega ekki í vana sinn. Þær minningar sem hjá okkur eru og styrkja okkur í þessari miklu sorg eru gullmolar sem ég vona að við höfum þroska til að nýta okkur og deila með öðrum. Hlýtt viðmót og traust bros kostar ekkert og það virðist hann hafa vitað betur en við öll hin. Góðir tímar gleymast aldrei. Hans hlutverki er svo sannar- lega ekki lokið. Öll vitum við að hiutverkið sem þeirra félaga bíður sé mikilvægt og eigi eftir að skila sér til okkar allra um ókomna framtíð. Fjölskyldu Þórs Guðmundssonar vottum við okkar dýpstu samúð. Elsku Þórdís, Haddi, Hafsteinn Þór, Heiða og Höddi, amma og afí á Sunnuflötinni, Ingólfur og aðrir aðstandendur, hugur okkar er ykk- ar. Við kveðjum frænda og vin með söknuði. Við hittumst á ný. Guð geymi góðan dreng. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) F.h. okkar systkina, maka og barna, Kolbeinn Gíslason kyrrðu þessa kvöl, kveð fram morgunris, lyftu úr húmum hyl hljóms þíns björtu rós. (Snorri Hjartarson.) Vinur minn Kristinn Kolbeinn er dáinn, aðeins 23ja ára gamall. Ég sá hann í síðasta skipti í byijun júní. Þá hittumst við í veislu og ræddum margt. Hann sagði mér frá draumum sínum um framtíðina og mörgu sem hann ætlaði að gera. í haust stefndi hann að áframhald- andi námi en í sumar langaði hann í ferðalag til Englands. Allt hlutir sem bæði mig og annað ungt fólk langar til að gera og finnst svo eðlilegt og sjálfsagt að bíði sín því það er ungt og á framtíðina fyrir sér. En dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér og hjá Kidda er engin framtíð lengur. A slíkum stundum sér maður skyndilega hvað lífið er fallvalt og einnig hvað lífið er dýrmætt. Kiddi Kolli kunni listina að lifa. Hann var opinn í samskiptum og alltaf jákvæður í garð allra. Erfiðleikar voru í hans huga eitthvað til að leysa með bros á vör. Það var einstaklega áber- andi hvað hann var hjálpsamur og viljugur til að gera allt fyrir vini sína. Við Kiddi Kolli vorum lítil börn þegar við kynntumst. Hann hefur alltaf átt sérstakt pláss í hjarta mínu og þar mun ég áfram geyma minninguna um alla hlýj- una, blíðuna og brosin sem hann gaf mér af örlæti sínu. Sólborg Kveðja frá Stefni FUS Góður félagi og traustur er fall- inn frá í blóma lífsins. Kristinn Ingólfsson var um árabil virkur félagi í Stefni FUS og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið. Sat hann meðal annars í stjórn félagsins um nokkurra ára skeið. Þegar Kristins er minnst dettur manni fyrst í hug heiðar- leiki og traust því þegar eitthvað þurfti að gera var hann fyrstur til og leysti verkefnin fljótt og örugg- lega. Hann var einn af þeim sem var alltaf í góðu skapi og geislaði af honum lífsorkan, en enginn veit hvenær hann verður kvaddur til föðurins á himnum. Eitt er þó vist að við munum öll sakna Kristins um ókomna framtíð en það er okk- ur þó huggun að við vitum að hon- um verður vel tekið á nýjum áfang- astað. Fyrir hönd Stefnis FUS vil ég senda foreldrum og aðstandend- um Kristins okkar innilegustu samúðarkveðjur. Valdimar Svavarsson Sagt er að þeir sem guðirnir elska deyi ungir, og það má til sanns vegar færa að mikil hefur elska Guðs verið á frænda mínum ungum, Kidda Kolla, þegar hann kallaði hann til sín óvænt að morgni 30. júní sl. en hver er til- gangurinn með því að Guð kallar til sin svo óvænt ungan mann í blóma lífsins með bjarta framtíð? Einhver hlýtur tilgangur Guðs að vera og eitthvert stórt hlutverk hefur honum verið ætlað á himnum þessum elsku frænda, þó svo erfitt sé að sætta sig við þessa ákvörðun Guðs almáttugs en þar fáum við engu um ráðið, erum algjörlega varnarlaus og vanmáttug gagnvart ákvörðunum hins hæsta höfuðsmið himins og jarðar. Nú þegar leiðir skiljast um stund, fyllist hugur minn mörgum minningum um liðna tíma og elsk- ulegar stundir, sem við áttum sam- an. — Fyrst kemur upp í hugann þegar hann fæddist. Hann var ósköp lítið kríli með ótrúlega mikið svart hár og einhver fallegustu augu, sem við í fjölskyldunni sögð- um vera þau fallegustu í heimi. Kristinn Kolbeinn var annað barnabarn Öllu ömmu og Kolla afa, sem nú sjá á eftir honum yfir móðuna miklu og sakna heimsókna hans og alls þess sem hann var þeim, einstaklega ræktarlegur og hjálpsamur ungur maður, sem taldi ekki eftir sér að snattast og snú- ast í kringum afa og ömmu á Sunnuflöt hvenær sem hann gat því við komið. Næst kemur upp í hugann þegar hann fluttist ásamt fjölskyldunni til Ameríku. Þá hafði bæst einn fjölskyldumeðlimur í hópinn, bróð- irinn Hafsteinn Þór. A meðan á Ameríkudvölinni stóð bættust síð- an við systirin Alfheiður Hrönn og síðast Hörður Logi. Hans er nú sárt saknað í systkinahópnum og víst er að minningarnar sem þau eiga um hann eru allar góðar því hann var þeim góð fyrirmynd og góður bróðir. Eftir sex ára dvöl í Ameríku fluttist ú’ölskyldan heim og við tók skólaganga í íslenskum skóla og ekki hefur það verið létt fyrstu mánuðina að skipta allt í einu yfir úr ensku í íslensku og að læra dönsku í stað spænsku, en Kiddi hafði á stuttum lífsferli kynnst mótlæti, sem margan eldri hefði bugað. Öllu þessu tók hann af jafn- aðargeði og mikilli bjartsýni og lét ekkert aftra sér í því að vera hann sjálfur. Kiddi var fljótur að eignast vini og vinahópurinn varð stór og hvernig gat það öðruvísi verið þeg- ar jafn gefandi persóna eins og hann -var átti í hlut. Alltaf kátur og alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla, því hjálpsemin var honum í blóð borin. Á meðan á Ameríkudvölinni stóð fluttist ég og fjölskyldan til Akur- eyrar, en tengslin voru sterk og rofnuðu aldrei. Á merkum tíma- mótum hittist fjölskyldan öll og þar var hann ævinlega jafn ræktar- legur og lét sig ekki vanta. Mér var ljóst að fjölskyldutengslin voru honum mikils virði og hann fylgd- ist vel með hvernig gekk hjá öllum í fjölskyldunni. Oft kom hann norð- ur til Ákureyrar í heimsókn, ýmist einn eða með vinum og nú í minn- ingunni eru þessar heimsóknir hans mér mikils virði vegna þess að það var gott að fá hann í heim- sókn og vera með honum. í ágústmánuði 1988 var stór stund hjá öllum i fjölskyldunni þegar farin var fjölskylduferð til Kýpur alls 18 manns en þar áttum við öll yndislegar stundir saman í tvær vikur. Þar þekktist ekki kyn- slóðabilið. Sá elsti var 71 árs en sá yngsti 5 ára. Það var gaman að fylgjast með Kiddda Kolla og hinu unga fólkinu í ferðinni, allir nutu samverunnar. Nú hefur elsku frændi lagt upp í sína hinstu ferð hér á jörð og kemur ekki til baka en ég veit að þrátt fyrir allt hefur hann átt góða heimkomu. Aftur sameinaðist fjölskyldan og nú í sumarbyijun, og þá á Ákur- eyri þegar frænka hans Margrét og mikil vinkona gifti sig og eins og áður lét hann sig ekki vanta. Eftir brúðkaupið var tekin fjöl- skyldumynd í garðinum í Kolgerði og voru þar allir mættir sem farið höfðu til Kýpur ásamt og með nýjum Ijölskyldumeðlimum. Eng- um datt þá í hug að annað tæki- færi til slíkrar myndatöku gæfist ekki og þetta yrði síðasta samveru- stundin okkar allra. „En engin veit sína ævina fyrrr en öll er.“ Ég vil á þessari sorgarstundu færa þakkir fyrir stundirnar sem við áttum saman og ég veit með vissu að hann verður ávallt meðal okkar. Sorgin verður að teljast náðargjöf því einn sá getur syrgt sem elskað hefur og sá einn hefur mikið misst, sem mikið hefur átt. Aðstandendum Þórs Guðmunds- sonar félaga Kidda sendum við innilegar samúðarkveðjur og megi góður Guð styrkja þau og vernda. Elsku Þórdís mín, Haddi, Haf- steinn, Heiða og Hörður, amma og afi á Sunnuflöt, Ingólfur og fjöl- skylda. Guð veri með ykkur. Inni- legar samúðarkveðjur frá okkur öllum í Kolgerði. Þórunn frænka. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar okkur að minnast hans Kidda sem var hrifínn á brott frá okkur svo skyndilega, ungur mað- ur í blóma lífsins. Hvers vegna? Spurningarnar eru margar en eng- in fáum við svörin. Kristinn Kol- beinn Ingólfsson var prúðastur af okkur öllum, alltaf tilbúinn að hlusta og hjálpa ef eitthvað var að. Hann laðaði alla að sér, hvort sem það var amma einhvers okkar eða lítið systkini, með ljúfri fram- komu og rólegu og glöðu fasi. Kvikmyndir og tónlist voru efst á listanum hvað varðar áhugamál, svo það voru fáar bíómyndirnar sem fóru framhjá honum og okkur öllum yfirleitt því hópurinn hélt mikið saman. Hann var duglegur í skóla og stefndi að framhalds- námi í haust í Samvinnuskólanum að Bifröst. Já, það lék allt í lyndi hjá honum Kidda síðustu stundirn- ar í návist okkar hinna, nýbúinn að selja bílinn sinn, fá jákvætt svar frá skólanum og amma hans, sem var honum svo kær, var að hressast eftir sjúkrahúslegu og var það nú gott því Kidda þótt svo innilega vænt um hana. Allt var svo bjart en nú er það liðið. „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er“ stendur einhvers staðar og er það víst rétt þar sem ekkert okkar hefði getað ímyndað sér að við ættum eftir að sjá á eftir vini okkar til grafar svona snemma í lífinu. Stelpurnar í hópnum minn- ast allra hrósyrðanna frá honum um klæðaburð þeirra og hár- greiðslu. Sannur Kiddi, alltaf jafn kurteis og heiðarlegur. Og nú með sárum söknuði kveðjum við góðan vin sem aldrei gleymist, hann var og mun ávallt vera hluti af okkur öllum. Foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur í þeirri miklu sorg er á ykkur hvílir. Vinahópurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.