Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.07.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 Framkvæmdasjóður íslands FENGU SKÝRSLU UM HVERT STEFNUI í FISKELUINU EN HÉLUU ÁFRAM AÐLÁNA Hver verður forsætisráðherra, forseti, borgarstjóri og hvar verður Jón Óttar Ragnarsson þá? ísland árið 2011 600 milljóna króna gjaldþrot Steintaks EKKIKRÚNA í ÞROTABUINU, EIGANDI EIGNALAUS OG BYRI EINBYLISHUSIÁ NAFNI KONUNNAR íbúar í Hnífsdal- KREFJAST OPINBERRAR RANNSÓKNAR Á SORPEYÐINGARSTÖO Viðurnefni og uppnefni þekktra sem óþekktra íslendinga PRESSAN Fullt blað af slúðri HANDKNATTLEIKUR Sigurður tilTeka? Forráðamenn spænska stórliðsins Teka frá Santander hafa áhuga á bjóða Sigurði Sveinssyni samning fyrir næsta keppnistímabil. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Liðið vantar örvhenta skyttu í stað Kristjáns Arasonar, sem fluttur er til landsins á ný og þjálfar og ieikur með FH næsta vetur, og var haft eftir framkvæmdastjóra Teka að fundað yrði um málið um helgina, Sigurð- ur væri efstur á óskalistanum og honum yrði jafnvel boðinn samningur strax eftir helgi. Sigurður, sem lék með Atletico Madrid í spænsku 1. deildinni sl. keppn- istímabil, er kominn til landsins eins og Kristján og Alfreð Gíslason, sem þjálfar og leikur með KA næsta vetur. Sigurður hefur einmitt íhugað að ganga til liðs við Akureyrarliðið en ekkert er enn ákveðið í þeim efnum. TENNIS / WIMBLEDON Þjóðveijar sterkir að verða Steffi Graf, Þýska- landi, og argentínska stúlkan Gabriela Sabatini sem mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna á Wimbledon á morgun. Graf sigr- aði Mary Joe Fernandez, Banda- ríkjunum, 6-2 6-4 og Sabatini vann Jennifer Capriati, Banda- ríkjunum, 6-4,6-4 í gær. Þetta verður í fyrsta skipti sem Sabatini leikur til úrslita, en hún komst í undanúrslit í fimmta skipti. Það tók hana eina klukku- stund og 34 mín. að sigra í gær — 14 mín. meira en það tók Graf að vinna Fernandez. í karlaflokki var leikið í átta manna úrslitum í gær. Þjóðveij- arnir tveir komust áfram; Boris Becker sigraði Frakkann Guy Forget 6-7 (5-7), 7-6 (7-3), 6-2, 7-6 (9-7), og Michael Stich vann Bandaríkjarríánninn Jim Courier 6-3, 7-6 (7-2), 6-2. Meistarinn frá því í fyrra, Stefan Edberg frá Svíþjóð, sem enn hefur ekki tapað setti á grasvelli á árinu, vann Frakkann Thierry Champion 6-3, 6-2, 7-5. í undanúrslitunum í dag mæt- ast annars vegar Edberg og Stich og hins vegar David Wheaton, Bandaríkjunum, sem vann landa sinn Andre Agassi í gær, 6-2, 0-6, 3-6, 7-6 (7-3), 6-2 og Becker. Sigurður Sveinsson í landsliðsbúningi. Ekki er Ijóst búningi hvaða félags- liðs hann klæðist næsta keppnistímabil. KORFUBOLTI / EVROPUKEPPNIN UMFN mætir júgóslavnesku meisturunum ÍÞRÓmR Guðlaugur Gíslason ■ SIGURÐUR Jónsson hefur æft undanfarnar vikur með Skaga- mönnum, en hann segist þó ekki vera búinn að ná sér af meiðslunum og bjóst ekki við að verða með gegn Tyrkjum 17. þessa mánaðar. Sig- urður var. með knattspyrnuskóla á Neskaupstað í eina viku og hefur staðið í marki á æfingum hjá IA að undanförnu. ■ NEWSWEEK fjallar um Artic open golfmótið sem fram fór á Akureyri í lok júní á heilli síðu í júlíheftinu. Greinarhöfundur segir mótið sérstakt um margt en hann er greinilega ekki hrifinn af íslensk- um vegum sem hann segir ekki nálgast það sem menn eigi venju- lega við með orðinu vegur. Sama er að segja um golfvöllinn á Akur- eyri, hann eigi ekki mikið sameigin- legt með því sem kallist golfvöllur! ■ FJÖLMENNASTA innanfé- lagsmót sérri haldið hefur verið frá upphafi hjá Golfklúbbi Vest- mannaeyja var haldið fyrir nokkru, svokallað Jónsmessumót. Keppend- ur voru 64. Elsti keppandi mótsins var Guðlaugur Gislason, fyrrver- andi alþingismaður, nær 83 ára, en hann var einn af stofnendum klúbbsins árið 1938, og hefur spilað golf á hverju áru síðan. NJARÐVÍKINGAR mæta júgósl- venska félaginu Cibona í Evr- ópukeppni meistaraliða í körfu- knattleik í haust og KR-ingar mæta austurrísku bikarmeist- urunum STI íkeppni bikarhafa. Islandsmeistarar Njarðvíkur sitja hjá í fyrstu umferð mæta Ci- bona, sem er frá Zagreb, í annarri umferð. Fyrri leikurinn verður hér á landi 3. október og sá síðari í Júgóslavíu 10. október. Þetta verð- ur í annað sinn sem lið Cibona kem- ur til landsins — það lék við Val i Evrópukeppninni 1980. Júgóslavar eru sem kunnugt er bæði Evrópu- og heimsmeistarar, Ikvöld er fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gegn þýska meistaraliðinu Hessis- cher FV, sem er úrvalslið Hessen héraðs og nýkiýndir Þýskalands- meistarar. Alls verða leikirnir þrír, en í kvöld leika liðin á Selfossi kl. 20.00. Þetta verður fyrsti leikur íslensks A-landsliðs í kvennaknatt- spyrnu frá því 1987. Þjálfarar íslenska liðsins eru þannig að ljóst er að lið Cibona er gríðarlega sterkt. Eflaust eitt sterk- asta félagsliðs Evrópu. Júgóslav- neska félagið Jugoplastika varð meistari í heimalandi sínu í vor, en fer í Evrópukeppnina þar sem liðið varð einnig Evrópumeistari. Cibona varð í öðru sæti í deildinni. KR leikur gegn STI, sem er frá Vínarborg, hér á landi 10. septemb- er og síðan ytra 17. september. Leikirnir eru í fyrstu umferð, og sigurvegarinn úr rimmunni mætir bikarmeisturunum frá ísrael, Hapo- el Galil Elion í 2. umferð. Hapoel er eitt sterkasta liðið í ísrael. Það kom hingað til lands og lék við landslið Islands í janúar 1989. Steinn Helgason og Sigurður Hann- esson. Þeir völdu 26 stúlkur fyrir leikina, en eftirtaldir leikmenn eru í hópnum fyrir leikinn í kvöld: Markmenn: Sigfríður Sophusdóttir, ÍA, Sigríður Pálsdóttir, KA Aðrir leikmenn: Bryndís Valsdóttir, Val, Ragnheið- ur Víkingsdóttir, Val, Guðrún Sæ- mundsdóttir, Val, Hera Ármanns- GOLF Systkini íefstu sætum Meistaramót golfklúbbanna víðs vegar lum land standa nú yfir. Annar keppnis- dagur var í gær, en keppni lýk- ur á morgun, laugardag. Svo skemmtilega vill til að systkini eru í efsta sæti í meist- araflokki karla og kvenna hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Sigur- jón Amarson, sem lék á 70 höggum í gær, hefur forystu i karlaflokki með 144 högg og Herborg systir hans hefur leikið best af kvenfólkinu — hefur notað 159 högg fyrstu tvo dag- ana. Ragnhildur Sigurðardóttir er önnur með 161 högg. Þess má geta að faðir Sigur- jóns og Herborg, Arnar Guð- mundsson, er í tíunda sæti í 1. flokki. Ragnar Ólafsson er annar í meistaraflokki með 151 högg. dóttir, Val, Arney Magnúsdóttir, Val, Helena Ólafsdóttir, KR, Guð- rún Jóna Kristjánsdóttir, KR, Kristrún Heimisdóttir, KR, Sigrún Óttarsdóttir, UBK, Ásta B. Gunn- laugsdóttir, UBK, Karítas Jónsdótt- ir, Þrótti Nes., Amdís Ólafsdóttir, KA, íris Steinsdóttir, ÍA, Auður Skúladóttir, Stjörnunni. Aðgangur á leikina er ókeypis. KNATTSPYRNA / KVENNALANDSLIÐ Leikið við Þjódverja í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.