Morgunblaðið - 14.08.1991, Side 1

Morgunblaðið - 14.08.1991, Side 1
48 SIÐUR B 181. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 Prentsmiðja Morgnnblaðsins ítalar senda Albönum Reuter Páfi á ferð um Pólland Jóhannes Páll II. páfi kyssir grafhýsi foreldra sinna í borginni Kraká í Póllandi, en hann er nú í þriðju heimsókn sinni til Austur-Evrópu eftir hrun kommúnismans 1989. Lech Walesa, forseti Póllands, tók á móti honum við komuna í gær. í ræðu sem páfi hélt í Kraká, þar sem hann var erkibiskup um fimmtán ára skeið, sagði hann að hið góða í manninum hefði hjálpað til við að koma á gagngerum breytingum í Austur-Evrópu. Eftir fjögurra daga dvöl í Póllandi mun hann halda til Ungvetjalands. Danadrottn- ing fyrir mannrétt- indadómstól? BANDARISKIR tollverðir í Miami í Flórída handtóku á fimmtudag fjóra menn, sem hugðust kaupa vopn að andvirði um 700 milljóna ÍSK fyrir aðskilnaðarsinna í Króatiu. Smyglararnir hugðust millilenda á Islandi með vopnin. Michael Sheehan, talsmaður toll- yfirvalda í Miami, sem átti þátt í að fletta ofan af smyglurunum, sagði í samtali við Morgunblaðið að toll- þjónustan hefði vitað að Króatamir væru á höttunum eftir vopnum. Nokkrir tollverðir hefðu búist sem vopnasalar og boðið milligöngu- manni Króatanna, Douglas Russell, vopn til sölu. Tollverðirnir fóru fram á fyrir- framgreiðslu fyrir vopnin. Þegar smyglararnir komu til fundar vi_ð þá til að reiða féð, um 600 þúsund ÍSK, af hendi voru þeir handteknir. „Vopnin átti að flytja úr landi jafnskjótt og smyglararnir höfðu fengið þau í hendur," sagði Sheeh- an. „Þeir játuðu <að hafa ætlað að leigja flugvél af gerðinni Boeing 727 og fljúga með vopnin til Króatíu með millilendingu á íslandi og í Þýskalandi. En ekkert af þessu gerð- ist.“ Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við fréttastofuna Tanjug í Belgrad og fékk þær upplýsingar að smyglurunum hefði ekki tekist að koma neinum vopnum frá Banda- ríkjunum, en ætlun þeirra hefði ver- ið að flytja vopnin með Boeing 727 leiguvél til Króatíu með viðkomu á íslandi og í Þýskalandi. í gærkvöldi brutust út bardagar á milli Króata og Serba í austur- hluta Króatíu, og þar með var vopna- hléið sem komst á í síðustu viku rofíð. Ekki er vitað til að mannfall hafí orðið en a.m.k. fjórir króatískir þjóðvarðliðar særðust. Sjá einnig frétt á bls. 18. Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. STARFSFÓLK við hirð Margr- étar Danadrottningar ráðgerir nú að höfða mál fyrir mannrétt- indadómstólnum í Strassbourg til þess að knýja fram kjara- samning við drottninguna. Starfsfólkið hefur í átján ár reynt að gera skriflegan samning við dönsku krúnuna. Lögfræðingur krúnunnar, Kristian Mogensen, hefur hingað til vísað öllum kröfum um samning frá á þeirri forsendu að drottningin yrði ekki bundin slíkum samningi vegna þess að stjómarskráin tryggi henni frið- helgi. Arið 1989 lögðu starfsmenn drottningar kröfur sínar fyrir at- vinnumáladómstólinn í Danmörku. Þar hefur hins vegar ekki enn ver- ið fjallað um málið og segir lög- fræðingur starfsmannanna, Jorg- en Jacobsen, að nú sé ekki annað til ráða en að leita til mannrétt- indadómstólsins. Reuter mat tíl þriggja mánaða Króatískir vopnasmyglarar: Vopnin 4ttu að fara um Island Bonn, Genf, Róm, Tirana. Reuter. ITALAR hafa ákveðið að sjá Albönum fyrir mat til þriggja mánaða og leggja nú kapp á að hraða neyðarflutningum á matvælum til Albaníu í því skyni að stöðva flóttamannastrauminn frá landinu. Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, fór í gær í stutta opinbera heim- sókn til Tirana, höfuðborgar Albaníu og ræddi flóttamannavandann, sem blossaði upp í síðustu viku, við þarlenda ráðamenn. Ekkierallt sem sýnist Á myndinni sést forsíða sept- emberheftis skoptímaritsins SPY, þar sem engu er líkara en bandaríski leikarinn Bruce Willis sé óléttur. Myndin er „bú- in til“ af tölvumeisturum tíma- ritsins, sem sáu um að gera magakúluna trúverðuga. Verið er að gera grín að því að mynd af konu Willis, Demi Moore, óléttri birtist á forsíðu ágúst- heftis tímaritsins Vanity Fair og olli miklu uppþoti. Cossiga sagði eftir að hafa rætt við Ramiz Alia, forseta Albaníu, að ítalar hefðu neyðst til að senda al- banska flóttamenn úr landi vegna þess að þeim hefði verið um megn að taka við þeim. „Fólksflutningar af þessu tagi munu ekki leysa vanda Albaníu,“ sagði Cossiga. „Auk þess hefði það ýtt undir landflótta fleira fólks ef við hefðum leyft þeim að vera og það er engin lausn.“ Að sögn albanska_ sjónvarpsins, lofaði Alia viðbrögð ítala og sagði að þeir hefðu hjálpað Albönum meira en nokkur önnur þjóð. Cossiga var aðeins nokkrar klukkustundir í Tirana. Hann er fyrsti ítalski ráðamaðurinn, sem hefur heimsótt Albaníu frá því að hernámssveitir ítala sneru á brott árið 1943. ítalar hafa tvisvar ráðist inn í Albaníu á þessári öld, 1914 og 1939. Forsetinn ákvað að fara til Al- baníu í gærmorgun. Á mánudag fór Gianni de Michelis, utanríkisráð- herra Ítalíu, til Albaníu og hét því að ítalar myndu fæða Albaníu í þijá mánuði. Ráðgert var að þijár vélar hlaðnar matvælum flygju til Albaníu síðdegis í gær. Efnahags- ástandið í landinu er mjög slæmt um þessar mundir og ein afleiðing þess er mikill matarskortur. Lausn gíslamálsins veltur á af- drifum sjö ísraelskra hermanna Beirút, Genf, Kennenbunkport, Bonn, Lundúnum, Jerúsalem. Reuter. PEREZ de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sagði í gær að grundvöllur hefði skapast fyrir því að skipti myndu takast á föngum og gíslum í Miðausturlöndum, þannig að gíslamálið heyrði sögunni til. Lykilatriði væri að komast að því hver hefðu orðið afdrif sjö ísraelskra hermanna sem hurfu í Líbanon. ísraelar sögðu í gær að þeir væru reiðubúnir að koma til móts við libanska mannræningja ef þeir fá upplýsingar um hermennina. Ef tekst að grafast fyrir um af- drif ísraelsku hermannanna gæti svo farið að Israelar skiptu um 400 Líbönum og Palestínumönnum sem eru fangar þar í landi fyrir 10 vest- ræna gísla sem mannræningjar í Líbanon hafa í sinni vörslu. „Ef mér tekst að leysa þetta vandamál væri nánast allt málið í höfn, og ég legg því afar mikla áherslu á að komast að því hvar ísraelsku hermennirnir eru niðurkomnir," sagði de Cuellar við fréttamenn í gær. „Það liggur að mestu leyti fyrir hvað hvor aðilinn um sig vill og það er undir mér komið að brúa bilið.“ Þegar hann var spurður að því hversu mikið bæri á milli aðilanna sagði hann að það væri ekki mikið. Hann sagði að fundur hans í dag með Uri Lubrani, aðalsamninga- manni ísraela í gíslamálum, kæmi til með að skýra línurnar. Heimildamenn innan bresku ríkisstjómarinnar sögðu í gær að John Major, forsætisráðherra Bret- lands, hefði fengið jákvætt svar frá Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, við þeirri málaleitan sinni að ísraelar myndu leggja lið við að tryggja lausn gíslanna í Miðaustur- löndum. í svari Shamirs kom fram að ísraelar myndu vinna að því að allir gíslar yrðu látnir lausir, „þar á meðal ísraelsku fangarnir, að sjálfsögðu“. „Við höfum farið fram á það við Albana að þeir láti okkur hafa lista um það, sem þá vanhagar um,“ sagði talsmaður ítalska utanríkis- ráðuneytisins. Talið er að andvirði þeirrar aðstoðar, sem Michelis lof- aði á mánudag, sé um 5,6 milljarð- ar ÍSK. Wolfgang Scháuble, innanríkis- ráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Berlín í gær að ekki væri hægt að leggja það á ítala að leysa flóttamannavandann einir. Hans Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Þýskalands tók í sama streng í bréfí til De Michelis. Gensc- her vill að ríki Evrópubandalagsins og OECD snúi bökum saman við að aðstoða Albana. Þjóðveijar sögðu í gær að ákveðið hefði verið að endurskoða hvernig því fé, sem ákveðið hefði verið að veita til Al- baníu, yrði varið. Stefnt er að því að nota féð til brýnna verkefna og láta langtímaverkefni sitja á hakan- um. Evrópubandalagið ákvað á mánudág að veita Albönum um 140 milljóna ÍSK aukaaðstoð. Urn_45 þúsund Albanar hafa flú- ið til Ítalíu frá því í mars. Þar af komu um 17 þúsund flóttamenn í síðustu viku. Flestir þeirra hafa nú verið fluttir aftur til síns heima, en nokkur hundruð Albanar eru enn á knattspyrnuleikvangi í borginni Bari. Italía hefur löngum verið fyr- irheitna landið í augum Albana. Albanar voru sambandslausir við umheiminn á meðan kommúnistar voru við völd, utan hvað þeir náðu útsendingum ítalska sjónvarpsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.