Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 Þyrlan sækir sjúkling á haf út Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkan sjómann um borð í rækjuskip- ið Erling KE laust eftir hádegið í gær og flutti hann á Borgarspítal- ann. Beiðni um aðstoð barst frá Eriingi þar sem skipið var við veiðar um 30 mílur norður af Hornbjargi, en það hélt síðan til móts-við þyri- una áleiðis til ísafjarðar. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 12.24 og var hún við skipið kl. 13.55, en þá var það statt um 12 mílur frá landi. Læknir seig niður niður í skipið eftir sjúklingnum og tók um 15 mínútur að koma honum um borð í þyrluna. Á leiðinni til baka lenti þyrlan á ísafírði þar _sem hún tók eldsneyti, en hún lenfei við Borgarspítalann kl. 16.20. Á myndinni sést hvar verið er að undirbúa flutning sjúklingsins um borð í þyrluna. Heilbrigðisráðherra óskar samvinnu um hagræðingu: Sameining Borgarspítala o g Landakots gæti sparað 400 milljónir króna árlega SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir því að hafa nána samvinnu við samstarfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík um hvernig stuðla megi að sem mestri hagkvæmni í rekstri sjúkrastofnr ana í höfuðborginni. Kemur þar fyrst til hugsanleg sameining Borg- arspítala og Landakotsspítala og tilflutningur verkefna milli þeirra, en það telur Sighvatur að gæti haft í för með sér sparnað fyrir ríkis- sjóð upp á 300 til 400 milljónir króna á ári. Heilbrigðisráðherra hefur fengið Harald Ólafsson dósent, formann yfirstjórnar Landakotsspitala, til að sinna þessu verkefni í hlutastarfi timabundið. Sighvatur sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið á dagskránni í nokkur ár að reyna að nýta betur sjúkrahúsin í Reykjavík með auknu samstarfi og samvinnu þeirra, auk meiri verkaskiptingar og tilfærslu innan þeirra. Sagði hann að þetta ætti að geta sparað ríkis- sjóði 300-400 milljónir króna árlega. „í fjárlögum yfirstandandi árs var gert ráð fyrir því að talsvert yrði unnið í þessa veru en það hefur hins vegar ekki verið gert að því marki sem vonir stóðu til. Ég hef því ákveð- ið, að höfðu samráði við ríkisstjórn- ina, að reyna að setja meiri kraft í þessar ráðagerðir til að sjá hvort þetta geti gengið upp,“ sagði Sig- hvatur. Hann sagðist í því skyni hafa far- ið fram á það við Harald Ólafsson, formann yfírstjórnar Landakots, að hann tæki sér frí frá öðrum störfum um nokkurt skeið til að vinna að þessu í hlutastarfi. „Einnig hef ég rætt við formann samstarfsráðs sjúkrahúsanna, Guðmund G. Þórar- insson, og sent ráðinu bréf, þar sem ég bið þá um að beita sér sérstak- lega fyrir þessu viðfangsefni,“ sagði hann. Árni Sigfússon, formaður stjómar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar, sagði að hann teldi hugmyndir héil- brigðisráðherra væru allrar athygli verðar, og ef rétt væri að málum staðið ætti að vera góður möguleiki á að efla spítalana faglega með þess- um hætti og jafnframt ná fram hag- ræðingu. „Þetta þarf að sjálfsögðu að kanna mjög gaumgæfilega, en jafnframt er mikilvægt að tryggja kosti beggja spítalanna. Menn hafa rætt þessa möguleika í gegnum tíðina, og ég held að ef af þessu samstarfi yrði, þá þyrfti jafnframt að koma til aukin verkaskiptingaum- ræða við ríkisspítalana,“ sagði Árni. Að sögn Haraldar Ólafssonar, formanns yfirstjómar Landakots- spítala, em uppi ýmsar hugmyndir um hvernig ná má fram hagræðingu án þess að draga úr þjónustu sjúkra- húsanna. „Til að byija með verður kannað hvort til greina komi nánara samstarf og verkaskipting Landa- kots og Borgarspítala, en Landspítal- inn kæmi væntanlega inn í þetta líka. Það er nauðsynlegt að athuga hvort það sé óþarflega mikil tvöföldun á störfum eða deildum innan þessara sjúkrahúsa og kanna hvort hægt sé að koma á meiri verkaskiptingu á milii þeirra svo ekki sé verið að gera sömu hlutina á þeim öllum með mikl- um tækja- og mannakosti. Samein- ing er einn kosturinn," sagði Harald- Búið að kaupa 400 tonna fullvirðisrétt ÚTLIT er fyrir að markmið nýja búvörusamningsins um uppkaup ríkisins á virkum fullvirðisrétti í sauðfjárframleiðslu náist í Eyja- firði, A-Skaftafellssýslu, V-Barða- Lagning Fljótsdalslínu: Undirbúningi í Ódáðahrauni frest- að að beiðni Nátturuvemdarráðs HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að ákveðið hafi verið að fara að tilmælum Náttúruverndarráðs og fresta um sinn frekari athugunum á stað- setningu línu um Ódáðahraun. Starfsmenn Landsvirkjunar muni hins vegar halda áfram jarðvegs- könnun austan Kreppu þar sem ekki hafi verið gerðar athuga- semdii' við rannsóknir þar. Kári Kristjánsson, landvörður í Herðu- breiðarlindum, segir að starfs- menn Landsvirkjunar muni verða varir við hörð viðbrögð komi þeir vestur yfir Kreppu. Á fundi skipu- lagsstjórnar á fimmtudaginn verð- ur ákveðið hvort tillaga Lands- virkjunar verður auglýst sam- kvæmt skipulagslögum eins og hún liggur fyrir, hvort ákvörðun verði frestað eða aðrar leiðir kannaðar betur. í bréfí Náttúruvemdarráðs til Landsvirkjunar er þeim tilmælum beint til fyrirtækisins að fresta um sinn frekari athugun á staðsetningu línu um Ódáðahraun. Jafnframt er bent á að ástæða sé til þess að auka rannsóknir á línuleið meðfram núver- andi byggðalínu og möguleika á jarð- vegsstreng um Mývatnssveit. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Landsvirkj- un hafí ákveðið að hlíta tilmælum Náttúruvemdarráðs og halda að sér höndum með rannsóknir og mæling- ar á friðlýstu svæði um Ódáðahraun meðan málin væru að skýrast og menn að ná áttum í málinu. Hann sagði að kostnaðarauki sem fælist í gerð jarðstrengs væri nánast óvið- ráðanlegur. 50 milljónum króna meira kostaði að leggja jarðstreng einn kílómetra en loftstreng sömu leið. Um þá ósk Náttúruvemdarráðs Þrír möguleikar á lagningu Fljótsdalslínu. A: Að fylgja núverandi byggðalínu. B: Að fylgja núverandi byggðalínu að Jökulsá á Fjöll- um, þaðan suðvestur yfir Ödáðahraun að Svartárkoti og þaðan norður Fljótsheiði og yfir Bárðardal. C: Tillaga Landsvirkjunar vestur yfir Fljótsdalsheiði, suður fyrir Þríhyrningsvatn, milli Herðubreiðartagla og Öskju, norður Fljótsheiði og yfir Bárðardal. strandarsýslu og í ísafjarðarsýsl- um, en bændur í Dalasýslu, Snæ- fellssýslu, á Ströndum og í Húna- vatnssýslum hafa í litlum mæli nýtt sér tilboð ríkisins varðandi uppkaupin. A öðrum svæðum hef- ur um helmingur setts markmiðs náðst. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings í landbúnaðarráðuneyt- inu, hafa samtals verið gerðir samn- ingar um kaup ríkisins á um 400 tonnum af virkum fullvirðisrétti, en hafí ekki tekist að kaupa upp 900 tonn fyrir 1. september verður réttur sauðfjárbænda færður niður um það sem upp á vantar. Til að ná settu markmiði sam- kvæmt búvörusamningnum þarf nýttur og ónýttur fullvirðisréttur í framleiðslu að lækka um að minnsta kosti 12%, en þó mismunandi mikið eftir svæðum. Alls verða keypt sam- tals 3.700 tonn af fullvirðisrétti sam- kvæmt búvörusamningnum, en þar af verða keypt 900 tonn af virkum rétti fyrir 1. sptember í ár. Takist það hins vegar ekki verður fullvirðis- réttur sauðijárbænda færður niður I haust. Þeir sem selja ríkinu virkan fullvirðisrétt fyrir 1. september fá greiddar 600 krónur fýrir hvert kíló, og sama upphæð fæst greidd fyrir rétt sem er óvirkur vegna riðuniður- skurðar. Greiðslur fyrir óvirkan leigurétt nema á hinn bóginn 480 krónum á kíló. Hafl ekki tekist að kaupa 900 tonn af virkum fullvirðis- rétti fyrir 1. september í haust kem- ur til almenn niðurfærsla á réttinum, en þeir bændur sem þá hafa selt 25% eða meira af virkum eða óvirkum rétti þurfa þó ekki að sæta niður- færslu. Greiðsla fyrir þann rétt sem f ærður verður niður eftir 1. septemb- er nemur 450 kr. fyrir kílóið. að kanna betur tillögu um að fylgja núverandi byggðalínu sagði Halldór að tillagan yrði rædd og athugað hvað fælist í því að gera línuleiðina sambærilega línu um Ódáðahraun. Sagði Halldór að haldið yrði áfram samstarfl við Náttúruvemdarráð um lausn málsins. í samtalinu við Halldór kom fram að Landsvirkjun biði eftir svari við bréfí til Skipulags ríkisins frá því í desember á síðasta ári þar sem þess er farið á leit að línuleið Landsvirkj- unar um Ódáðahraun sé formlega auglýst. Stefán Thors, skipulag- stjóri, sagði að ákveðið hefði verið að fresta auglýsingu Fljótsdalslínu þar til búið væri að vinna frummat á umhverfisáhrifum þar sem einnig væru skoðaðir fleiri möguleikar. Frummatið er tilbúið og mun meðal annars liggja til grundvallar ákvörð- unar skipulagsstjórnar um auglýs- ingu Fljótsdalslínu á fundi á fimmtu- dag. Þar verður tekin ákvörðun um hvort tillaga Landsvirkjunar verður auglýst eins og hún liggur fyrir, hvort ákvörðun verði frestað eða aðrir möguleikar skoðaðir betur. Sú línuleið sem skipulagsstjórn velur að auglýsa verður kynnt í þeim 8 sveitarfélögum sem Fljótsdalslína kæmi til með að fara um. Hlutaðeig- andi yrði gefínn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna sem síðar yrði ijallað um í sveitarstjórnum sem sendu síðan umsögn til skipulags- stjórnar til staðfestingar umhverfís- ráðherra. Auglýsing af þessu tagi tekur um 4 mánuði. Kári Kristjánsson, landvörður í Herðubreiðarlindum, sagði í samtali við Morgunblaðið að starfsmenn Landsvirkjunar ynnu nú við að jarð- vegsrannsóknir austan Kreppu en kæmu þeir yfír ána mættu þeir bú- ast við hörðum viðbrögðum. Hann sagði að með rannsóknum á þessum stað væri vilji Náttúruverndarráðs- þings í október á liðnu ári sem og Náttúruverndarráðs hundsaður. Akureyri; Ók á ljósastaur Ökumaður ók á Ijósastaur við gatnamót Skarðshlíðar og Smára- hlíðar á Akureyri snemma í gær- morgun. Þrír voru í bílnum og voru tveir færðir á slysadeild en fengu að fara heim að rannsókn lokinni. Blóðsýni var tekið úr ökumanni en grunur leikur á að fólkið hafi verið undir áhrifum áfengis þegar slysið átti sér stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.