Morgunblaðið - 14.08.1991, Síða 3

Morgunblaðið - 14.08.1991, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 3 < Fjórir af forsætisráðherrum Norðurlanda, þau Davíð Oddsson, Gro Harlem Brundtland, Poul Schliiter og Esko Aho, fóru í skoðunarferð til Vestmannaeyja í gær að loknum árvissum sumarfundi sínum í Reykjavík. Ingvar Carlsson hélt heim til Svíþjóðar í kosningabarátt- una. í Vestmannaeyjum var meðal annars farið með ráðherrana í bátsferð og snæddu þeir hádegisverð í Klettshelli. Þá var farið með fjórmenningana upp á nýja hraunið og var þar snætt seytt rúgbrauð, grafið glóðvolgt upp úr hrauninu, og drukkinn snafs með. Ráðherram- ir virtust skemmta sér hið bezta, þrátt fyrir að rigndi á þá af og til. Forstjóri Byggðastofnunar um sölu Suðureyrartogarans: Trygg hráefnisöflun físk- iðjunnar Freyju skilyrði Hlutabréfin auglýst til sölu í dag „STARFSEMI Fiskiðjunnar Freyju mun auðvitað dragast saman verði togarinn seldur, en hitt er alveg ljóst að hann verður aldrei seldur án þess að hráefnisöflun Freyju verði tryggð, annaðhvort með því að hluti kvóta hans verði eftir á Suðureyri, eða að löndun- arsamningur fylgi kaupsamningnum,“ sagði Guðmundur Malmqu- ist, forsljóri Byggðastofnunar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hugmyndir um sölu togarans hafa mætt mikilli andstöðu á Suður- eyri, og segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður verkalýðsfé- lagsins Súganda, að sala togarans myndi jafngilda dauðadómi yfir staðnum. Hlutabréf Fiskiðjunnar Freyju í Hlaðsvík hf., útgerðarfélagi togar- ans Elínar Þorbjarnardóttur, verða auglýst til sölu í dag, en Fiskiðjan á rúmlega 99% í Hlaðsvík. Hluta- fjársjóður Byggðastofnunar eign- aðist meirihluta í Fiskiðjunni Freyju síðla árs 1989, og hóf þá fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins. Sölu hlutabréfanna í Hlaðsvík er ætlað að verða einn liður í þeirri endurskipulagningu, og er markmið hennar að grynna á skuldum Freyju, en þær voru um 520 milljónir um síðustu ára- mót. Guðmundur sagði, að viðræður um sölu á togaranum hefðu verið á dagskrá síðastliðinn vetur. „Það var rætt við útgerðaraðila i ná- grannabyggðarlögum Suðureyrar, en á þeim tíma var málið sett í biðstöðu af hálfu Fiskiðjunnar," sagði Guðmundur. „Ég ímynda mér að þeir aðilar sem við ræddum við þá hafi enn áhuga á að skoða þessi mál.“ Guðmundur vildi ekki láta uppi um hvaða aðila væri að ræða. Lilja Rafney Magnúsdóttir, for- maður verkalýðsfélagsins Súg- anda og oddviti á Suðureyri, seg- ir, að það sé hlutverk stjómvalda að leysa vanda Fiskiðjunnar Freyju. „Stjórnvöld lofuðu 1989 að rétta rekstur fyrirtækisins við, en stóðu ekki betur við það en svo að nú er allt komið í óefni á ný,“ sagði Lilja. „Það er staðreynd að þrátt fyrir að grynnt hafi verið á skuldunum um 300 milljónir í að- gerðunum 1989 skuldaði Freyja enn 100-200 milljónir eftir þær, og slík upphæð er fljót að vefja upp á sig. Því mætti hugsa sér að opinberir aðilar myndu koma fyrirtækinu til hjálpar nú, og veita því aukið veðrými." Lilja sagði, að sala togarans burt frá Suður- eyri myndi jafngilda dauðadómi yfir byggðarlaginu. „Allt tal um að kvóti muni sitja eftir, eða að gerður verði löndunarsamningur, hangir í lausu lofti, og því er óvissa fólks hér mjög mikil. Mér líst ekki á að kvóti Suðureyrar minnki enn frekar, því að á síðustu 10 árum Morgunblaðið/Snorri Snorrason Togarinn Elín Þorbjarnardóttir. höfum við þurft að sætta okkur við mikinn samdrátt í kvóta,“ sagði Lilja ennfremur. Þeim finnst gott að hafa hér einhvém að tala við á sínu máli - segir Jörundur Hilmarsson væntanlegur heiðurskonsúll Litháen á íslandi JÖRUNDUR Hilmarsson málvísindamaður við Háskóla íslands hefur verið beðinn að gegna stöðu heiðurskonsúls Litháens á íslandi eftir að formlegt stjórnmálasamband ríkjanna kemst á. Landsbergis forseti Litháens sendi forsætisráðherra nýverið bréf þessa efnis en ræddi við Jörund um starfann í vor. Jörundur segir aðdraganda málsins einfaldan, hann tali litháísku og hafi túlkað fyrir Landsbergis og utanríkisráðherra hans í heimsóknum þeirra til íslands. Jörundur er dósent í almennum málvísindum við Háskóla íslands. Hann er samanburðarmálfræð- ingur og segist af þeim sökum hafa notað einn vetur í Vilníus til að læra litháísku. Líklega eru ekki margir utan Litháen sem tala mál landsmanna og líklega er Jörundur eini íslendingurinn sem það gerir. Litháíska er að hans sögn fornlegt mál og auk lettnesku eina málið sem eftir lif- ir í baltnesku málafjölskyldunni. Aðspurður um hvað rætt hafi verið um konsúlstöðuna segir Jör- undur málið enn frekar laust í reipum. „Ekkert hefur verið um það talað í smáatriðum hvers eðl- is mitt starf verður ef til kemur. Ég held að þessi staða verði fyrst og fremst táknræn og geri ekki ráð fyrir að henni fylgi mikill er- ill. Ef umsvif yrðu einhver að ráði myndu Litháar væntanlega opna hér skrifstofu, en það er erfitt að spá um hvernig þessu vindur fram.“ Jörundur var fenginn til að túlka þegar Landsbergis kom hingað til lands í haust og svo í heimsókn Zingeris í janúar. „Þeim finnst ágætt að hafa einhvern hér til að tala við á sínu máli,“ segir Jörundur. „Þessi staða var fyrst nefnd við mig í janúar og síðan hafði Lands- bergis samband vegna hennar í maí.“ Heiðurskonsúll er stöðuheit- ið sem Jörundur kveðst hljóta ef Þorlákshöfn: Isþór óskar eftir gjald- þrotaskiptum Skuidir taldar vera um 500 milljónir FORSVARSMENN fiskeldisfyr- irtækisins Isþórs hf. í Þorláks- höfn óskuðu í gær eftir því við skiptaráðandann í Árnessýslu að fyrirtækið verði tekið til gjald- þrotaskipta. Framkvæmdasjóður og Landsbankinn eiga stærstu kröfur á hendur fyrirtækinu en talið er að skuldir þess nemi um 500 milljónum króna. Sigurgísli Skúlason, fram- kvæmdastjóri ísþórs, segir að fyrir- tækið hafi átt við erfiða skuldastöðu að stríða auk þess sem verð á laxi hafi farið lækkandi. Eftir að Lands- bankinn hafí lokað fyrir afurðalána- viðskipti til fiskeldisins hafi fyrir- tækið sótt um sérstök rekstrarlán hjá nefnd á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins, en verið synjað. Ástæðu þeirrar synjunar segir Sigurgísli vera að ísþór hafí ekki getað boðið fram fullnægjandi veð og fyrirtækið verið talið of skuld- sett til að hægt væri að veita því þessi lán. Þegar sú niðurstaða hafi legið fyrir hafi ekki verið aðrir möguleikar fyrir hendi en að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Sigurgísli segir að ekki liggi end- anlega fyrir hveijar skuldir fyrir- tækisins séu. Ársreikningur fyrir árið 1990 sé ekki tilbúinn en miðað við milliuppgjör þess árs megi áætla að þær séu um 500 milljónir króna. Hann segir að stærstu kröfuhafar séu Landsbankinn og Fram- kvæmdasjóður, Landsbankinn vegna afurðalána en Framkvæmda- sjóður vegna lána til stofnfram- kvæmda. Fyrirtækið ísþór hf. var stofnað 1984 og framkvæmdir við fiskeldis- stöð fyrirtækisins hófust 1985. Undanfarið eitt og hálft ár hafa milli ellefu og tólf manns starfað þar. Ólafsfjörður: Bifreið renn- ur á skólahús Fólksbifreið hrökk úr gír og rann um 120 metra niður brekku uns hún lenti á syðra horni skóla- hússins í Ólafsfirði um kaffileytið í gær. Bíllinn er mikið skemmdur. Eigendur bílsins sóttu heim fólk í húsi í Túngötunni og skildu bílinn eftir fyrir utan. Um hálftíma seinna hrökk bílinn úr gír. Rann 40 til 50 metra niður götuna og út af henni niður brekku. Þar endaði bílinn á syðra homi barnaskólans. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jörundur Hilmarsson af verði og það sé ekki opinber embættistitill. „Enda yrði þessi staða táknræn og starfíð fælist aðallega í milligöngu um sam- skipti ráðamanna landanna tveggja."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.