Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 4
4 . r i;; j MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1991 0,8% hækk- un vísitölu VÍSITALA framfærslukostnaðar í ágúst hefur hækkað um 0,8% frá í júlí og er komin í 157,2 stig. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,9% og jafn- gildir sú hækkun 12% verðbólgu á heilu ári. Af hækkun vísitölunnar nú stafa tæplega 0,3% af verðhækkun á mat- vöru, tæplega 0,2% af hækkun á fjár- magnskostnaði íbúðarhúsnæðis og 0,1% af hækkun lyfjakostnaðar mið- að við bráðabirgðamat á lyfsölu í júlí. Verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða olli alls um 0,2% hækkun vísitölunnar. Vínsmygl í Brúarfossi ÞRIR skipveijar á Brúarfossi hafa orðið uppvísir að smygli á 240 lítrum af vodka til landsins. Áfengið var í 480 hálfs lítra flösk- um. Smyglið fannst við leit tollvarða í Brúarfossi síðdegis á mánudag, er skipið kom til Sundahafnar frá meg- inlandi Evrópu. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jóhannes og Daníel gerðir klárir fyrir myndatöku en á myndinni t.h. sést Hrafn Gunnlaugsson ásamt hópi leikara að undirbúa næstu myndatöku. Allt gott kvikmynduð á Selfossi Selfossi. „ÞAÐ er sama hvort maður er að gera mynd um lítið fallegt ævintýri eins og þetta eða eitt- hvað stórt eins og Hvíta víking- inn, það er alltaf sama ferlið sem fer fram innra með manni,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri um töku myndarinnar Allt gott sem fer fram þessa dagana á Selfossi. Myndin er byggð á smásögunni Þá var lífið tyggjó, eftir Davíð Odds- son núverandi forsætisráðherra. Myndin gerist á Selfossi upp úr 1950 og segir frá ævintýralegum hugðarefnum tveggja stráka, Jó- hannesar og Daníels. Taka myndarinnar fer fram í kringum Ölfusárbrú og við Tryggvaskála. Leikmunir myndar- innar vekja nokkra athygli vegfar- enda þar sem þeir stinga í stúf við umhverfið enda frá því fyrir nokkr- um áratugum. sig. Jóns. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 14. ÁGÚST YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er grunn lægð sem þokast austnorð- austur. Um 700 km suðsuðaustur af Hvarfi er vaxandi 990 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: Breytileg átt eða norðaustan gola. Lítilsháttar súld við norð- ur- og austurströndina en léttskýjað vestan lands. Hætt við skúrum á Suðurlandi. Hiti á bilinu 8-15 stig, hlýjast suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR.Á FIMMTUDAG: Austan- og síðar norðaustanátt, víða talsverður strekkingur. Rigning víða um land, síst á Vesturlandi. Fremur milt. HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðlæg átt. Súld eða rigning og kóln- andi veður norðanlands en hætt við síðdegisskúrum í annars björtu veðri og allt að 18 stiga hita syðra. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. Hitastig: 0 gráður á Celsíus Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður TAKN: »v -/> Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: j 0 * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar • vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. r r r ___ r r r r Rigning r / r — * / * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ? : 5 OO 4 K VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 13 úrMgrennd Reykjavik 12 rigning Bergen 12 skúr Helsinki 19 skýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 8 skýjað Nuuk 4 alskýjað Osló 20 léttskýjað Stokkhólmur 19 léttskýjaö Þórshöfn 13 skúrir Algarve 31 heiðskírt Amsterdam 18 mistur Barceiona 28 mistur Berlín 19 skýjað Chicago 17 léttskýjað Feneyjar 29 léttskýjað Frankfurt 23 skýjað Glasgow 16 skúr Hamborg 18 skýjað London 21 hálfskýjað LosAngeles 23 skýjað Lúxemborg 24 hálfskýjað Madrid 33 heiðskírt Malaga 27 heiðskirt Mallorca 29 léttskýjað Montreal 20 léttskýjað NewYork 24 heiðskírt Orlando 26 skýjað Pans 24 hálfskýjað Madeira 24 léttskýjað Róm 29 léttskýjað Vín 24 léttskýjað Washington 22 skýjað Winnipeg 18 mistur Leit að góðmálmum: Fyrstu vísbendinsr- ar athyglisverðar „MARGT athyglisvert hefur komið í ljós,“ sagði Halldór Jóns- son einn af aðstandendum Suð- urvíkur en það er annað tveggja fyrirtækja er leitað hafa að gulli og öðrum góðmálmum hér á landi í sumar. Halldór er for- stjóri Steypustöðvarinnar en eig- endur stöðvarinnar standa að Álversslysið: • • Oryggi ekki fullnægjandi -segir forsljóri Vinnueftirlits ríkisins ÁSTÆÐUR sprengingarinnar, sem varð í steypuskála álversins í Straumsvík á fimmtudag í síðustu viku, liggja enn ekki fyr- ir en að sögn Eyjólfs Sæmunds- sonar, forstjóra Vinnueftirlits ríkisins, er ljóst að öryggi var ekki fullnægjandi þegar slysið átti sér stað. „Það fór eitthvað úrskeiðis og verið er að rannsaka nokkur atriði í samvinnu við fyrirtækið sem þarf að upplýsa," sagði Eyjólfur. Suðurvík í samvinnu við kanadiska fyrirtækið West-vik- ing en það sérhæfir sig í rann- sóknum af þessu tagi. Halldór kvað það vera vonina um að finna eitthvað athyglivert sem fengi menn til þess að stofna hluta- félag eins og Suðurvík til þess að gera út syona rannsóknarleiðangra. Hann sagði að hópur af jarðfræð- ingum undir umsjón Stefáns Ar- nórssonar jarðfræðings hefði unnið að rannsóknum á þeim svæðum er iðnaðarráðuneytið úthlutaði Suð- urvík í sumar. Hann sagði að ýmis- legt athyglivert hefði fundist en engar endanlegar niðurstöður væru komnar. Jarðvegssýnin er tekin voru hafa verið send til Kanada til rannsókna. Ekki er eingöngu verið að leita að gulli heldur hafa leitarmenn haft augun opin fyrir fleiri nýtan- legum málmum og bergtegundum. Halldór benti á að t.d. hefði fundist granít sem e.t.v. væri hægt að nýta til vegagerðar. Þegar niðurstöður liggja fyrir munu þær verða sendar iðnaðaráðuneytinu en farið verður með þær sem trúnaðarmál. Halldór sagði að ekkert hefði enn verið ákveðið um áframhaldandi leit en fyrirtækið hefur leitarleyfí til 3 ára. Reglur um mengunar- varnir vegna útblásturs Uníhverfisráðuneyti og Dóms- málaráðuneyti vinna nú að sam- ræmingu reglna um mengunar- varnarbúnað bíla, sem fela munu í sér að allar léttar fólksbifreiðir með bensínvél verði útbúnar mengunarvarnarbúnaði til að fullnægja alþjóðlegum viðmiðun- um um útblástur bíla. Reglurnar munu bæði taka til nýrra og not- aðra bifreiða, sem fluttar verða inn eftir 1. júlí 1992. Reiknað er með að reglumar verði gefnar út fyrir 1. nóvember nk. Nú eru í gildi tvær reglugerðir, annars vegar ákvæði um viðmiðun- armörk efna í útblæstri bfla, hins vegar um gerð og búnað ökutækja. Þessar reglur stangast á og mun breytingin nú fela í sér samræm- ingu þeirra. Reglurnar munu fela í sér að allar fólksbifreiðir, allt að 3500 kg. að þyngd, með bensínvél sem flutt- ar verða inn eftir 1. júlí 1992 verði útbúnar mengunarvarnarbúnaði til að fullnægja alþjóðlegum viðmiðun- um um útblástur bíla. Þeir prófun- arstaðlar sem ákveðið er að nota til grundvallar gerðarviðurkenning- um innfluttra bíla eru bandarískur staðall (US/87), evrópskur staðall (EB70/220) og sænskur staðall (A12/A13). Þegar hafa nokkur þús- und bflar með þessum búnaði hafa verið fluttir til landsins. Farþegi tek- inn með hass FIMM grömm af hassi fund- ust á ungri stúlku, sem kom til landsins á mánudag með Bakkafossi. Hassið fannst við leit fíkni- efnalögreglunnar í skipinu, þar sem stúlkan var farþegi. Hún hefur ekki komið við sögu lög- reglu áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.