Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum: Islensku keppend- urnir við hestaheilsu o g til alls líklegir Nörrköping, frá Valdimar Kristinssyni fréttaritara Morgunblaðsins. ALLT gekk eins og í sögu hjá strákunum í íslenska landsliðinu þegar þeir mættu með hesta sína í fóta- og dýralæknisskoðun i gær og fyrradag. Einhverjar athugasemdir voru þó gerðar við tvenn stangamél sem tveir liðsmanna hugðust nota. Var þar um að ræða mismun á þykkt mélanna um hálfan millimetra eða minna. Hér er ekkert um að ræða neitt um það bil heldur allt upp á milli- metra eftir því sem reglur kveða á um en þær eru mjög strangar og nákvæmar. Fyrirliði íslenska liðsins, Gunnar Arnarsson, sagði hestana við bestu heilsu og í mjög góðu formi. Virð- ist því ekkert til fyrirstöðu að hest- ar og menn nái sínu besta í keppn- inni í dag og næstu daga. Menn eru almennt bjartsýnir á góðan árangur íslendinganna þótt ekki sé mikið spáð í væntanlegan ár- angur einstakra liðsmanna. Þá er ljóst að helstu keppinautar okkar verða Þjóðveijar og hafa menn mikið rætt um hestinn Tý sem Andreas Trappe keppir á en þeir þykja mjög sigurstranglegir í bæði tölti og fjórgangi. Aðstaðan hér á mótsstaðnum, sem heitir Himmelstalund, er afar góð, greinilegt er að Svíar leggja mikinn metnað í að sem best tak- ist til. Þó virtist manni að yfirlag vallanna, þ.e. hringvailarins og skeiðbrautarinnar, væri nokkuð laust í sér. Áhorfendastæðin er með því besta sem sést hefur á þessum mótum en sæti eru fyrir yfir fimm þúsund manns. Skeið- brautin liggur við hlið hringvallar- ins og geta áhorfendur fylgst með keppni á báðum völlunum úr sömu sætum. Ljóst er nú að stóðhesturinn Kriki frá Hellulandi mætir ekki á kynbótasýninguna en sem kunnugt er átti hann að vera annar tveggja stóðhesta sem sýndur yrði fyrir ísland. Gunnar Örn ísleifsson sem hefur umsjón með þátttöku íslands í kynbótasýningunni vissi ekki um ástæður þess að Kriki mætir ekki en líklegt var talið að ekki hafi gengið að selja hestinn áður en haldið var utan með hrossin og eigandinn ekki tekið áhættuna af að fara með hann óseldan úr landi. í stað Krika kemur stóðhesturinn Örn frá Akureyri nr. 84160006, sem keppir í eldri flokki, undan Hraunari frá Sauðárkróki nr. 8151001 og Spólu frá Kolkuósi nr. 5473. Jón Steinbjörnsson sem bú- settur er í Þýskalandi er eigandi hestsins og mun hann sýna hann. Auk hans mun Gammur frá Tóft- um nr. 86187020, sem keppir í yngri flokki, undan Otra frá Sauð- árkróki nr. 82151001 og Gátu frá Tóftum nr. 79287005 koma fram Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Vel fór um móstgesti þegar þeir fylgdust með æfingu sænsku keppendanna í blíðviðrinu. Má þarna þekkja hina kunnu hestakonu Rúnu Einarsdóttur í góðum félagsskap. en eigandi hans er Ásgeir Her- bertsson og mun faðir hans, Her- bert Ólason, sýna hann. Nokkur óánægja hefur komið fram vegna aðstöðunnar þar sem dæma átti kynbótahrossin en til stóð að það yrði gert á knatt- spymuvelli steinsnar frá móts- svæðinu. Þótti völlurinn of stuttur. Verða dómarnir færðir inn á skeið- brautina og mun þetta hafa ein- hverja röskun á dagskrá dagsins í dag, væntanlega þá á forkeppni í töltinu. Ýmis ágreiningsmál koma alltaf upp á mótum sem þessum en eftir því sem næst verður komist eru þau öll smá. Hans Pfaffen frá Sviss hugðist keppa á hestinum Skálpa frá Skálpastöðum en af einhveijum sökum skipti hann um hest og hugðist ríða hestinum Evan frá Gullberastöðum. Ekki mun leyfilegt að skipta um hest eftir að skráningu er lokið en svo virtist sem aðrir keppendur vildu gera Svisslendingnum kleift að vera með. Var þetta mál í athugun og átti að taka það fyrir á einum af mörgum fundum sem haldnir eru. Talið er að hátt á þriðja hundruð Islendingar séu komnir á mótsstað til að hvetja landann og á nú að standa betur að málum hvað varð- ar hvatningu og stuðning úr áhorf- endapöllum en gert var á síðasta móti. Þá þóttu íslenskir mótsgestir með eindæmum daufir. Mun sá mikli keppnismaður Erling Sig- urðsson taka að sér að stjórna þeim og heyrðist sagt að hann hyggðist taka að sér að vekja stuðningsmenn íslands á morgn- ana svo tryggt væri að alltaf yrði fjölmennt í klappliðinu hveiju sinni. Veðrið var mjög gott á mótt- stað í gær, léttskýjað og hlýtt og er búist við svipuðu veðri næstu daga. Hitinn fór yfir tuttugu stig en það þykir ekki hagstætt fyrir hestana frá íslandi að hafa hita- stigið mikið hærra. Eins og áður kemur fram verða kynbótahross dæmd í dag. Verða hæfileikar allra hrossanna, bæði stóðhesta og hryssna, metnir en bygging verður tekin fyrir síðar. Þá fer fram forkeppni í tölti en tímasetning á henni var eitthvað á reiki í gær þegar þetta er skrifað. Taktu sumarsveiflu til Köben fyrir aðeins 26.690 kr. Þar er nefnilega sumar og blíða og borgin meö sumarbrag. Gríptu gott tækifæri og eigðu skemmtilega síösumardaga í Kaupmannahöfn! Tívoií er opiö tii 15. september. Fargjald fyrir börn er 13.350 kr. Brottfarardagar: Mánudagar, miðvikudagar og laugardagar. Komudagar: Sunnudags-, þriðjudags- og föstudagskvöld Viö förum í loftið á mjög þægilegum tíma, kl. 8.35 stundvíslega, frá Keflavík. Þetta hagstæöa fargjald er meö því skilyröi að feröin hefjist fyrir septemberlok. Haföu samband viö söluskrifstofu SAS eöa ferðaskrifstofu þína. MiSÆf SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 3 Sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.