Morgunblaðið - 14.08.1991, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 14. ÁGÚST 1991
9
CADiLLAC SEDflH DE VILLE, ÁRG. 1990
Þessi einstaki, virðulegi og ríkulega búni eðalvagn er til sölu,
ekinn 25.000 km. Dökkvínrauður, framhjóladrifinn, leðurinnrétt-
ing, rafmagn i öllu, hraðastýring o.fl. o.fl. Vél V8 4,5 I.
Mjög fallegur bíll, allur sem nýr, með frábæra aksturseiginleika,
kraftmikill og sparneytinn. Ýmis skipti möguleg.
Nánari upplýsingar í síma 666631.
Nú eru raunvextir á
spariskírteinum ríkissjóðs í
áskrift 8,1%. Pantaðu áskrift
núna og þá færðu þessa háu
vexti, á þeim skírteinum sem þú
kaupir til áramóta, þótt vextir
Refskákin um gíslana
í forystugrein Berlingske Tidende er fjall-
að um lausn breska blaðamannsins John
McCarthys úr 1943 daga gíslingu og við-
brögð við henni. Staðhæft er, að hryðju-
verkasamtök, sem að gíslatökum standa,
spili á almenningsálitið í hinum frjálsa
heimi með falsboðskap sínum og tilstyrk
fjölmiðla í því skyni að þvinga fram tilslak-
anir og samstöðu við baráttu sína.
Hráskinns-
leikur
I einni af forystugrein-
um danska dagblaðsins
Berlingske Tidende 9.
ágúst sl. segir meðal ann-
ars: „Öfgasinnuðu
hryðjuverkasamtökin,
sem létu breska blaða-
manninn John McCarthy
lausan í gær eftir að hafa
haldið honum föngnum í
1943 daga, geta með
engu móti ætlast til, að
þeim sé sýndur þakklæt-
isvottur, jafnvel þótt fjöl-
skylda McCarthys hafi
haldið upp á, að hann var
laus úr prisundinni.
Gemingur þeirra stafaði
ekki af Ijúfmennsku.
Hann var margreynt af-
brigði i leik, þar sem leit-
ast er við að þvinga heim-
inn til sem mestrar tilsl-
ökunar, nákvæmlega
eins og þegar mannræn-
ingjar annars staðar í
heiminum hafa sent ætt-
ingjum afskorið eyra eða
fingur af fómarlambi
sínu. Lausn McCarthys
er ætlað að minna heim-
inn á, að Hizbollah-sam-
tökin hafi enn 12 vest-
ræna gísla á valdi sinu
og það eigi eftir að versla
með frelsi þeirra. Grímu-
laus grimmdin cr nú sem
fyrr við sama heygarðs-
homið.
Viðbrögð heimsins
eiga að markast af þessu
og engu öðm. Menn
freistast nefnilega oft til
að gangast undir falsboð-
skap hryðjuverkamann-
anna, sem halda fram,
að örlög gíslanna séu í
hendi þeirra, sem vilja
þá fijálsa. Verði ríkis-
stjómir á Vesturlöndum
við kröfum hryðjuverka-
mannanna, verða
gíslamir látnir lausir,
segir í þessum blekkinga-
boðskap, sem á ömggan
sess í vestrænum íjölm-
iðlum, en er ekki fram
borinn í lágum hljóðum
á milli diplómata. Astæð-
an er sú, að þvingunar-
mennimir vilja fá al-
menningsálitið i hinum
frjálsa heimi á sitt band
í þessari vondu baráttu
sinni fyrir að ná ákveðn-
um markmiðum. Reynsl-
an hefur margsinnis
sýnt, svo að ekki verður
um villst, að tilslakanir
og hrossakaup hvetja
aðeins til áframhaldandi
gíslatöku. Þess vegna er
skynsamlegast og réttast
að hvika aldrei frá þeirri
grundvallarreglu, að það
er sá sem brotið hefur
af sér, sem ber ábyrgð á
broti sínu. Hann einn ber
ábyrgðina á öryggi
gíslanna og Iiami einn
verður að fá þeim frelsi
sitt aftur.“
EBogJúgó-
slavía
I forystugrein danska
dagblaðsins Det fri aktu-
eit 8. ágúst er fjallaö um
afskipti Evrópubanda-
lagsins af átökunum í
Júgóslavíu. Þar segir
meðal annars: „Það er
alveg Ijóst, hvað Uffe
Ellemann-Jensen [ut-
anríkisráðherra Dan-
merkur] er að fara, þeg-
ar hann segir í viðtali við
B.T., að kreppan í Júgó-
slaviu verði prófsteinn
á, að hve miklu feyti EB
er bara pappirstígrisdýr.
þegar á reynir í utanrík-
ismálum. Það sem við
horfum upp á núna —
áður en bandalagið er
orðið stjómmálaleg heild
— er, að nú reynir á getu
Evrópuríkja til að leysa
aJvarleg vandamál, sem
upp koma í álfunni. Þær
aðstæður geta skapast,
að nauðsynlegt reynist
að koma á fót friðar-
gæslusveitum og Danir
verði að íhuga hvort þeir
vilja eiga hlut að þeim.
En það er að sjálfsögðu
ekki nóg að senda friðar-
gæslusveitir á vettvang
án þess að gert sé út um,
hvað við tekur í Júgó-
slavíu. A að halda ástand-
inu óbreyttu og viður-
kenna þar með tilraun-
imar til að skapa Stór-
Serbíu eða á EB að grípa
til hemaðaríhlutunar? Á
að miðla málum, sjá um
friðargæslu eða taka
málin i sínar hendur?
í bili á að láta nægja
að beita efnahagslegum
og pólitískum þrýstingi
til að fá forystumenn
Serba til að taka þátt í
heiðarlegum og raun-
vemlegum samnhigavið-
ræðum, og í því sam-
bandi verða Evrópuríkin
að gera sér grein fyrir,
að þar geta bæði Banda-
ríkin og Sovétrikin gegnt
veigamiklu hlutverki."
Ósiðlegar
biðraðir
Finnska dagblaðið
Hufvudstadsbladet ræðir
í leiðara þann 9. ágúst
um mikla ásókn Eistlend-
inga í vegabréfsáritanir
til Finnlands. Þar er fjall-
að um gagnrýni sam-
gönguráðherra landsins
á hversu langar biðraðir
séu eftir vegabréfsáritun
við ræðismannsskrif-
stofu Finnlands í Tallinn
en hann er nýkominn úr
ferðalagi þangað. Segir
ráðherrann þetta ekki
sæma siðmenntaðri þjóð
og nefnir til samanburð-
ar að Finnar hefðu nú
aldeilis móðgast fyrr á
öldum ef Sviar hefðu
komið svona fram við þá.
Finnska utanríkisráðu-
neytið hefur svarað
gagnrýninni og um þau
svör segir í leiðara blaðs-
ins: „Bent er á að ekki
muni finnast lausn á
þessrnn vanda á meðan
hin góðu lífslyör okkar
laða að sovéska gesti og
á meðan sovésk gjaldeyr-
islöggjöf sé óbreytt, en í
núverandi horfi hvetji
hún til glæpastarfsemi.
Þar fyrir utan er bent
á að þegar starfsfólki
hefur verið fjölgað hafa
biðraðiraar lengst, brögð
séu að skjalafalsi og að
Sovétmenn skipuleggi
biðraðirnar á sinn hátt
Biðraðimar séu þannig
líka „ósiölegar" í þeim
skilningi.“
Síðan segir í Hufvud-
stadsbiadet „En þar sem
99% umsókna em sam-
þykkt hlýtur að vera
hægt að gera úrvinnsl-
una skilvirkari. Fjölgun
starfsfólks og auknum
tölvubúnaði er lofað en
einnig ættu menn að
íhuga útgáfu vegabréfsá-
ritana til lengri tima fyr-
ir t.d. viðskiptameim og
fólk sem starfa sinna
vegna þarf að heimsækja
landið okkar oft.“
lækki aftur síðar á árinu.
Hringdu eða komdu í Seðlabanka íslands eða
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og pantaðu áskrift
að spariskírteinum ríkissjóðs.
RÍKISVERÐBRÉFÁ
Kalkofnsvegi 1, Hverflsgötu 6, sfmi 91- 626040
sími 91-699600 Kringlunni, sími 91- 689797
REGLULEGUR SPARNAÐUR - ÁSKRIFT
Smátt og smátt eignast þú
þinn eigin fjársjóð
Það átta sig ekki allir á því hversu stór sjóður getur
myndast þegar reglulega er lagt fyrir á löngum tíma.
Upphæðin þarf ekki að vera há, mestu máli skiptir að
byrja tímanlega að spara.
Hjá VIB bjóðast einfaldar og þægilegar leiðir til
mánaðarlegs sparnaðar. Hægt er að velja á milli ýmissa
ávöxtunarleiða og sjá ráðgjafar VÍB um að finna þá leið
sem best hæfir hverjum. VÍB annast síðan vörslu
verðbréfanna og sendir reglulega út yfirlit yfir
innborganir og stöðu eigna. Verið velkomin í VÍB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Armula 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Teiefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.