Morgunblaðið - 14.08.1991, Page 15

Morgunblaðið - 14.08.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁG|TST 1991 15 I v Lítil afmæliskveðja Mér er tjáð, að vinur minn Hrólfur Sveinsson eigi stóraf- mæli um þessar mundir. Sjálfur hefur hann lítt haldið þessu á lofti, enda flestum kunnug hóg- værð hans, sem í ýmsu tekur á sig ótrúlegar myndir, jafnvel þær, að erfitt mun að finna nafn hans í þjóðskrá, svo að sumum hefur dottið í hug, að hann hafi kannski sagt sig úr þjóðfélaginu, en það er gamall draumur margra, sem kunnugt er. En þar sem ég er til margra ára tryggur aðdáandi Hrólfs, vil ég ekki láta þessi tímamót líða hjá án þess að stungið sé niður penna. Mig langar að nota tækifærið til að þakka Hrólfi fyrir allar blaða- greinarnar, sem hann hefur skrifað um dagana og ævinlega hafa orðið til umhugsunar, gjarna um þau mál, sem við aðr- ir dauðlegir höfum í barnaskap okkar haldið að litlu skipti. Með öðrum orðum, ég vil þakka hon- um fyrir, að opna augu okkar fyrir því stórmannlega í því smá- munalega, hinu stóra í því smáa. En vinur er sá sem til vamms ségir. Einn er sá ljóður á vini mínum, sem ég hygg hann geti nú farið að bæta úr, nú þegar hann er að komast á virðulegan þroskaaldur. Það, sem ég ýja hér að, er sú árátta Hrólfs í greinum sínum að vera á öðru máli en annar maður, sem ég einnig virði mikils og er mér kær, Helgi Hálfdanarson. Svo skemmtilega vill til, að Helgi mun einnig eiga stórafmæli um þessar mundir, þó að hann haldi því jafnlítið á lofti og Hrólfur. En mér hefur alltaf þótt það ljóður á Hrólfi, (og segi það bara hér berum orðum, þó að í afmælisgrein sé, þar sem ekki er á Islandi siður að tíðinda blett né hrukku), að kunna ekki til fulls að meta Helga og vera að abbast upp á hann og snúa út úr skoðunum hans og hugsjónum. Það vill nefnilega svo einkennilega til að Helgi Háldanarson er einn af þessum örfáum mönnum í sam- tíðinni, sem standa upp úr og hafa skilað dagsverki, sem hlýtur að vekja furðu og aðdáun um aldir: Shakespeare-þýðingarnar, ljóðaþýðingamar, þýðingamar á grísku harmleikjunum. Auk þessa hefur hann auðvitað skilað öðru dagsverki, sem er svona meira af venjulegri stærðargr- áðu, sett saman lyf mönnum til líkamsbata og kennt ungum kyn- slóðum þarflegar formúlur. Nú þyrfti hann eiginlega að fara á fullt með frönsku klassík- ina. Ekki bagar hann elli, þar sem hann skokkar við fót eins og unglamb og maður þarf eigin- lega að skyggnast í úlpuopið að framan til að sannfærast um að þar fari Helgi en ekki einhver fermingarpiltur. En svo kvikur, sem Helgi er á fæti, svo kvikur, frjór og óþreyttur er hann í and- anum og svo blessunarlega for- vitinn um mannleg mál. Þetta átt þú að vita, Hrólfur minn, og meta.' Auðvitað veit ég, að báðum gengur gott til, þegar þið karpið í blöðum. En minnstu þess, að það sem Helgi Hálfdan- arson gerir að sínum hjartans málum, eru þau mál sem laugast í uppsprettulindum tilveru okkar, sem eru þau náttúrunnar nær- ingarefni, sem skipta sköpum úm það, hvort hér verður áfram íslenskt lífríki í öllum skiiningi og hvort það lífríki skilar sínu í hinni miklu hringrás almættis- ins. En þetta átti að vera afmælis- kveðja og ekki ádrepa. Því koma hér frómar óskir, sem ég ætla nú reyndar að leyfa mér að biðja þig að færa Helga félaga þínum um leið, fyrst þið eruð svona mikið jafnaldra. Þó að þið séuð kannski ekki alltáf á eitt sáttir, þá vona ég samt þið eigið í vænd- um, jafnbjarta framtíð næsta áratuginn (sem er sá níundi, ef rétt er til getið), ykkur sjálfum og reyndar okkur öllum til bless- unar og lífsbötunar. Sveinn Einarsson A Mataræði Islendinga: Kaffi og gosdrykkir vinsælli en vatn Karlmenn borða meiri fitu en konur MANNELDISRÁÐ íslands hef- ur birt skýrslu um könnun á mataræði Islendinga. í niður- stöðum könnunarinnar kemur meðal annars fram að Islend- ingar neyta mjög próteinríkrar fæðu, karlmenn borða almennt feitara fæði en konur og gos- drykkjaneysla ungra Islendinga er áberandi mikil. í fréttatilkynningu frá Mann- eldisráði kemur fram að könnunin leiddi í ljós að fáar þjóðir neyta próteinríkara fæðis en Islendingar. Fiskur, kjöt, mjólk og mjólkurmat- ur skipa veglegri sess í mataræði okkar en flestra annarra þjóða. Við borðum hins vegar minna af grænmeti, ávöxtum, brauði og öðrum kornmat en flestir aðrir. Einu kolvetnaríku fæðutegundim- ar sem íslendingar neyta í stóram stíl eru sætindi, kex, kökur og gosdrykkir. Þrátt fyrir hreina vatnið er meira drakkið af gos- drykkjum en vatni hérlendis. Gos- drykkjaneysla er einkum áberandi meðal ungs fólks. Vatn lendir í ijórða sæti á vinsældalista yfir drykki samkvæmt könnuninni, á eftir kaffi, nýmjólk og gosdrykkj- um. Of mikil fituneysla er þá helsti ókostur á fæðuvenjum íslendinga, ekki síst karla, sem almennt borða meiri fitu en konur. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nota karlar meiri fítu með heitum mat en konur, þeir smyija brauðið sitt meira og þeir velja oftar nýmjólk í stað léttmjólkur eða undanrennu. Hjartasjúkdómar era algengari meðal karla en kvenna og þar sem mikil fituneysla eykur líkur á þeim er brýnt fyrir karlmenn að huga að þessum þætti mataræðis. Hægt er að fá skýrslu um könn- unina hjá Manneldisráði íslands. ÓDÝR OD TRAUSTUR Lada Safír er sterkbyggður og eyðslugrannur 5 manna bíll. Hann er fjögurra gíra og er fáanlegur bæði með 1200 cnf og 1300 crrf vél. Innréttingar eru sterkar og endingargóðar. Bíllinn hentar vel í bæjarakstri og er öruggur í langferðum. Lada Safír er kjörinn fyrir þá sem vilja traustan bíl á vægu verði. 2 LADA SAFÍR BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13 108 Reykjavík Símar 68 12 00 & 3 12 36 fiöafli 6hiú • •K»flJ '>•) !, '30 ★ Pitney Bowes Frimerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 H.K. innréttingar Dugguvogi 23, sími 35609 Myndsendir 679909 Eldhúsinnréttingar, . fataskápar og baöinnréttingar. SérsmíðaÖ ogstaÖl- aÖ. Leitiö tilboöa. Innanhússarkitekt til aðstoöar. Opiöfrákl.9-18, laugardaga kl. 10-15. HITACHI HJÓLSÖG • 185 mm bloð • • Aðeins 4 kg • • 1.150 W mótor • • 5000 snúninga • • Verð 17.900.-* VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 679505 Umboðsmenn um allt land. LP þakrennur Allir fylgihlutirhlutir LP þakrennukerfið frá okkur er heildarlausn. Nýðsterkt, fallegt, endist og endist. Verðið kemur þér á óvart. Leitiö upplýsinga BLIKKSMIÐJAN TÆKNIDEILO (Uk* SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SiMI: 91 -685699 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! JltotSMttÞlfafcife

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.