Morgunblaðið - 14.08.1991, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Ovissa með þátttöku
Gránges í Atlantsál
*
Fjárfesting 1 virkjanaframkvæmdum á næsta ári vegna
álversins á Keilisnesi liðlega 5 þúsund milljónir króna
Morgunblaðið/Þorkell
Frá fundi Davíðs Oddssonar forsætísráðherra með forsvarsmönn-
um Atlantsáls og íslensku álviðræðunefndarinnar í gær. Frá
vinstri er Hans Van der Ros aðstoðarframkvæmdastjóri Hoogo-
vens, Max Koker forstjóri sama fyrirtækis, Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra, Paul Drack stjómarformaður Alumax, Bond Evans
forstjóri Alumax og dr. Jóhannes Nordal formaður íslensku álvið-
ræðunefndarinnar.
1991
Efnislegt samkomulag hefur tekist
um öll meginatriði samninganna milli
íslands og Atlantsálfyrirtækjanna um
nýtt álver á Keilisnesi.
ÁSONDJ FMAMJ JÁSOND
Á haustþingi leggur ríkisstjórnin fram
lagafrumvarp sem heimilar framkvæmdir
Atlantsálfyrirtækin leggja drög
að fjármögnun framkvæmdanna
Stjórnir Atlantsálfyrirtækjanna taka
álsamningana til lokasamþykktar
I
1993
JFMAMJJÁSOND
Framkvæmdatíminn
verður fram til ársins
1995 og mestarverða
framkvæmdirnar á
árunum 1993 og 1994.
Virkjunarframkvæmdir hefjast. Áætlað er að 5 milljarðar kr. fari til framkvæmdanna
á árinu 1992 og 27 milljarðar kr. i heild. Virkjanaröðin er: Blanda, Stækkun Búrfells,
Nesjavellir, Stækkun Blöndu og Fljótsdalur.
Hafnarframkvæmdir í Vatnsleysuvík hefjast.
í heild eru þær taldar kosta um 1 milljarð kr.
Framkvæmdir við byggingar hefjast.
ALVER A KEILISNESI
STJÓRN Landsvirkjunar kem-
ur saman tíl fundar á morgun
þar sem kynnt verður það sam-
komulag sem tekist hefur milli
íslenskra stjórnvalda, íslensku
álviðræðunefndarinnar og Atl-
antsáls. Dr. Jóhannes Nordal
formaður stjórnar Landsvirkj-
unar segir að stjórnin muni
hvorki afgreiða né álykta um
það samkomulag sem fyrir
liggur, heldur verði hér einung-
is um upplýsingafund að ræða.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru taldar miklar
Iikur á að samkomulagið verði
samþykkt í stjórn Landsvirkj-
unar, þegar að því keraur, sem
samkvæmt upplýsingum Jó-
hannesar verður einhvern tíma
áður en málið kemur tíl kasta
Alþingis.
Paul Drack stjómarformaður
Alumax, Bond Evans forstjóri
Alumax, Max Koker forstjóri
Hoogovens, Hans Van der Ros
aðstoðarframkvæmdastjóri Ho-
ogovens og Jóhannes Nordal for-
maður íslensku álviðræðunefnd-
arinnar hittu Davíð Oddsson for-
sætisráðherra eftir hádegi í gær
og greindu honum frá stöðu mála.
„Á þessu stigi eru mjög fáir
óleystir þættir í þessum samning-
um og þeir sem óleystir em, em
að mínu mati aðallega tæknilegs
og lögfræðilegs eðlis. Mér heyrist
á forsvarsmönnum álfyrirtækj-
anna að það sé allt annað og betra
hljóð í þeim hvað varðar fjár-
mögnunina en var þegar ég talaði
við þá í vor. Þetta var afskaplega
glaðvær og góður fundur og ég
eins og þeir er bjartsýnn," sagði
Davíð Oddsson forsætisráðherra
að afloknum fundinum. Forsætis-
ráðherra kvaðst telja að efnislega
væri það samkomulag sem nú
lægi fyrir mjög ásættanlegt.
Hættir GrSnges við?
Þrátt fyrir þá staðreynd að
samningar séu komnir á það stig,
sem þegar hefur verið greint frá,
gætir enn nokkurrar óvissu hvað
varðar endanlega eignaraðild að
nýrri álbræðslu á Keilisnesi. Móð-
urfyrirtæki sænska fyrirtækisins
Gránges AB er Electorlux AB,
sem átt hefur í umtalsverðum
fjárhagserfiðleikum. Þótt Gráng-
es og forsvarsmenn þess, þar á
meðal forstjórinn Per Olaf Arons-
son hafi mikinn áhuga á þátttöku,
er ekki ljóst hvort Electrolux sam-
þykkir þær fjárskuldbindingar
sem Gránges þyrfti að taka á sig
með þátttöku í Atlantsáli. Raunar
er talið næsta ólíklegt að Electrol-
ux samþykki slíkar fjárhagsskuld-
bindingar Gránges. Aronsson fór
héðan til Stokkhólms f gærmorg-
un, en hann vildi ekki tjá sig um
þessa örðugleika þegar ég ræddi
við hann.
Aronsson hefur látið í veðri
vaka að hugsanlegt sé að Gránges
ráðist fremur í að stækka eigin
álbræðslu í Sundsvall í Svíþjóð,
en þátttöku í byggingu nýs álvers
á Keilisnesi. Verði sú raunin ligg-
ur fyrir af hvorki Alumax né
Hoogovens muni verða aðilar að
þeirri framkvæmd.
Af samtölum mínum við for-
svarsmenn Hoogovens og Alumax
í gær má ráða að þeir vænti end-
anlegrar ákvörðunar Gránges inn-
an eins mánaðar. Þeir Drack og
Koker sögðu báðir í gær að ef til
þess kæmi að Alumax og Hoogo-
vens þyrfti að fjalla um framhald-
ið án Gránges, þá yrði það með
þeim hætti að slíkt hefði engin
áhrif á framkvæmdaáætlun og
engar nýjar samningaviðræður
þyrftu til að koma. Báðir kváðust
eindregið vona að þetta yrði aldr-
ei annað og meira en vangaveltur
og Gránges yrði með til enda.
„Samt sem áður get ég upplýst
að dragi Gránges sig út úr Atlant-
sál, þá mun það á engan hátt
seinka áætlunum eða fram-
kvæmdum," sagði Koker í gær
og bætti við að um það væri sam-
staða á milli Hoogovens og Alum-
ax.
Jóhannes Nordal sagði í gær
að íslenska álviðræðunefndin
hefði þær upplýsingar frá Hoogo-
vens og Alumax að áætlunum
yrði í engu breytt, þótt svo kynni
að fara að Gránges drægi sig út
úr Atlantsál. „Þetta liggur ekki
ljóst fyrir nú, því það er ennþá
von til þess að Gránges verði
með. Ég hygg að Per Olaf Arons-
son forstjóri Gránges telji það
nánast grundvallaratriði fyrir
Gránges að vera með í verkefn-
inu, því þeir þurfa eindregið á
þessum málmi að hralda fyrir
framleiðslu sína,“ sagði Jóhannes.
Stjórn Landsvirkjunar
jákvæð
Ámi Grétar Finnsson einn
stjómarmanna Landsvirkjunar
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að sjálfstæðismenn í stjórn
Landsvirkjunar væra mjög já-
kvæðir gagnvart því að sam-
þykkja þessa samninga. „Raunar
veit ég ekki annað en þorri stjóm-
armanna Landsvirkjunar sé mjög
jákvæður gagnvart því að samn-
ingar takist,“ sagði Árni Grétar.
Raunar líta ákveðnir stjórnar-
menn Landsvirkjunar þannig á
að nú sé boltinn hjá Atlantsálfyrir-
tækjunum. Þau verði að fá niður-
stöðu í fjármögnun nýrrar ál-
bræðslu og það verði að gerast á
komandi haustmánuðum. Þetta
staðfestu þeir Paul Drack stjórn-
arformaður Alumax og Max Kok-
er forstjóri Hoogovens þegar ég
ræddi við þá í gær.
Aukin bjartsýni hvað varðar
fjármögnun
„Staðreyndin er sú að við höf-
um nokkra ástæðu til þess að
vera bjartsýnir á niðurstöðu fjár-
mögnunarviðræðna, þótt þær séú
nú aðeins að heijast fyrir alvöra.
Við fyrstu könnun í vor sýndu
enskir og bandarískir bankar fjár-
mögnun takmarkaðan áhuga, en
nú nýlega sýndu svissneskir og
þýskir bankar málinu veralegan
áhuga,“ sagði Koker. Hann bætti
við' að þrátt fyrir þetta, væri
næsta víst að ekki fengjust jafn
hagstæð kjör nú og fyrir tveimur
áram.
Samkomulag það sem nú hefur
tekist er til 25 ára, með framleng-
ingarheimild til tvisvar sinnum
fimm ára, eins og þegar hefur
komið fram hér í Morgunblaðinu.
Líklega er það rétt, sem ákveðnir
viðmælendur mínir hafa bent á,
að ekki er rétt að einblína um of
á raforkuverð það sem Atlantsál
mun greiða á fyrstu starfsárum
verksmiðjunnar, eða fyrstu tvö
fjögurra ára tímabilin. Verðið er
mjög hagstætt, og sem hlutfall
af heimsmarkaðsverði á áli í dag,
væri það ekki nema um 10 mills
á kílówattstundina. Benda þessir
menn á, að í þessum efnum verði
sérstaklega að hafa tvennt í huga.
Vegna hóflegrar eftirspurnar á
áli í dag, sé heimsmarkaðsverðið
lágt og austantjaldslöndin, eink-
um Sovétríkin, séu nú að setja
uppsafnaðar birgðir áls á markað,
til þess að afla sér gjaldeyris.
Hvort tveggja sé tímabundið
ástand og alls engin vísbending
um framtíðarþróun álverðs i heim-
inum. Þvert á móti bendi flestar
spár til þess að eftirspurn eftir
áli eigi eftir að stóraukast á næstu
árum, jafnvel margfaldast, ogþar
með muni álverð ijúka upp á nýj-
an leik.
Þak og gólf á orkuverði
í megindráttum felur það sam-
komulag sem nú hefur tekist um
raforkuverð það efnislega í sér,
samkvæmt þeim upplýsingum
sem ég hef aflað mér, að orku-
verð verður lægst á fyrstu tveim-
ur starfsáram verksmiðjunnar, þó
aldrei lægra en 10,5 mills og aldr-
ei hærra en 14 mills. Að þessu
afsláttartímabili undanskildu,
verður raforkuverðið samkvæmt
formúlunni 0 = A x p/14,2.
0 er orkuverð í US mill/kWh;
A er heimsmarkaðsverð á áli í
bandaríkjadölum átonn; p stendur
fyrir hundraðshluta og deilitalan
14,2 þýðir fjölda kílówattstunda,
sem þarf til að framleiða 1 kíló
af hrááli. Hlutfall p í formúlunni
fer stighækkandi, eftir því sem
líður á samningstímann: Þannig
er það ákveðið 10% fyrstu tjogur
árin, 12% næstu fjögur ár, og 16%
eftir það.
Að loknu 20. ári raforkusamn-
ingsins kemur til örlítil hækkun
raforkuverðsins, sem gildir út
samningstímabilið, samkvæmt
mínum upplýsingum.
Undirritun á fyrsta
ársfjórðungi 1992
Fáist jákvæð niðurstaða í
samningaviðræðum Atlantsáls-
fyrirtækjanna við lánastofnanir
um fjármögnun, kemur málið til
umfjöllunar í stjórnum fyrirtækj-
anna á fyrsta ársfjórðungi næsta
árs. Paul Drack segir að Alumax
muni þá afgreiða málið í febrúar-
mánuði á næsta ári og í síðasta
lagi J mars. í sama streng tekur
Max Koker forstjóri Hoogovens,
en eins og gefur að skilja gætir
enn sem komið er meiri óvissu
með Gránges. „Þetta er auðvitað
háð því að útkoman hvað varðar
fjármögnun verði ásættanleg,"
sagði Drack, „því annars kemur
málið yfir höfuð ekki til umfjölfun-
ar í stjórnum fyrirtækjanna. Ég
tel að við munum vita vissu okkar
hvað varðar þann þátt eigi síðar
en í desember á þessu ári.“
Virkjanaframkvæmdir upp á
5 milljarða 1992
Halldór Jónatansson forstjóri
Landsvirkjunar sagði í gær að
framkvæmdir við virkjanir og
línulagnir þyrftu að fara í fullan
gang þegar á næsta vori. „Við
verðum að gera verksamninga
snemma á næsta ári og ýta úr
vör strax og ísa leysir,“ sagði
Halldór. Áætlað er að nálægt
fimm milljarða ijárfesting eigi sér
stað á næsta ári vegna virkjana
í þágu álversins á Keilisnesi og
auk þess liðlega 500 milljónir
króna vegna verkloka við Blöndu-
virkjun.
Halldór Jónatansson segir að 5
til 600 manns muni vinna við
virkjanaframkvæmdir á næsta
ári. Heimildarlagaframvarp ríkis-
stjórnarinnar vegna nýs álvers á
Keilisnesi þurfi þess vegna að
afgreiðast á haustþingi og verða
að lögum fyrir jól. Fyrir þann tíma
þurfi stjórn Landsvirkjunar að
afgreiða og samþykkja orkusamn-
inginn. í framhaldi af því að
stjórnir álfyrirtækjanna staðfesti
samningana fyrir sitt leyti, kæmi
til endanlegrar undirskriftar
samninga, verksamninga og
framkvæmda.
Halldór segir að Landsvirkjun
bíði með að taka lægstu tilboðum
sem borist hafa í framkvæmdir
þar til endanleg undirskrift liggi
fyrir. „Við hyggjumst framlengja
þau tilboð sem við höfum fengið.
Það er búið að bjóða út alla
stærstu verkhlutana í þessar
framkvæmdir, bæði hvað varðar
byggingavinnu, vélar og rafbún-
að, fyrir Fljótsdalsvirkjun og
stækkun Búrfellsvirkjunar. Þau
tilboð gilda fram á haustið og við
hyggjumst reyna að framlengja
lægstu tilboðum í hvern verkhluta
fram á vetur," sagði Halldór.
Hafnarframkvæmdir í Vatns-
leysuvík vegna nýrrar álbræðslu
á Keilisnesi munu kosta um einn
milljarð króna. Þær þurfa að hefj-
ast þegar næsta sumar. Bygging-
arframkvæmdir hæfust síðan á
Keilisnesi árið 1993, þar sem
bygging álversins tekur skemmri
tíma en virkjanaframkvæmdir.