Morgunblaðið - 14.08.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 14.08.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 17 Lions á íslandi 40 ára FJÖRUTÍU ár eru í dag, miðvikudag, liðin frá því fyrsti Lionsklúb- burinn var stofnaður hér á landi. Magnús Kjaran var aðal hvata- maður að stofnun Lionsklúbbs Reykjavíkur. Nú, 40 árum síðar, eru um 3.300 Lions-, Lionessur og Leofélagar í Lionsfjölskyld- unni, eins og Lionsmenn nefna oft allan hópinn. Hér eru bæði konur og karlar á öllum aldri úr öllum stéttum þjóðfélagsins. í dag verður afmælisdagskrá í tilefni dagsins. Aðal kjörorð hreyfingarinnar er „Við leggjum lið“, þar sem félag- arnir standa vörð um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu auk þess að láta sig alls kyns umhverfis- og þjóðfélagsmál varða. Má hér t.d. nefna landgræðslu og trjárækt. Klúbbar um allt land hafa „tekið í fóstur“ gróðurreiti eða lönd þar sem þeir hyggjast rækta upp á afmælis- árinu. Mun hver Lionsfélagi gróður- setja 40 birkitré, eða eitt fyrir hvert ár. Þá hafa Lionsfélagar á Norður- löndunum safnað birkifræi, sem nú er í ræktun hér á landi. Hreyfingin hefur unnið mikið að alls kyns vímuvörnum. M.a. hefur námsefnið „Lions Quest“ sem ber íslenska heitið „Tökum á tilver- unni“ verið tekið upp í grunnskólum landsins. Fyrsti laugardagurinn í maí ár hvert hefur undanfarin 5 ár verið samnorrænn baráttudagur Lions fyrir vímuvörnum. Rauða ljöðrin er sennilega eitt þekktasta fjáröflunarverkefni hreyfingarinnar, enda á landsvett- vangi. Rauða fjöðrin var fyrst seld árið 1972 og hefur verið seld að jafnaði á 4ra ára fresti síðan. Söfn- unarfé Rauðu ijaðrarinnar hefur verið varið til alls kyns stórra verk- efna, s.s. kaupa á tækjum fyrir heyrnardeild Borgarspítalans, upp- setningar augndeildarinnar á Landakotsspítala, kaupa á línu- hraðli á Krabbameinsdeild Lands- pítalans og síðast en ekki síst var söfnunarfé Rauðu fjaðrarinnar var- ið til byggingar á heimili fyrir fjöl- fatlað ungt fólk að Reykjalundi. Þetta heimili mun vista 7 einstakl- inga. Nú styttist óðum í að heimilið verið tekið í notkun. Afmælisdagskrá Lionshreyfing- arinnar verður fjölbreytt. Til heið- urs íslensku Lionsfólki mun alþjóða- forseti hreyfingarinnar, Donald E. Banker, og kona hans, Diana, verða viðstödd afmælishátíðina. Á sjálfum afmælisdeginum í dag, verður hátíðarmessa kl. 12.00 í Neskirkju, þar sem Hr. Ólafur Skúlason pred- ikar. Eftir messu verður gengið að leiði Magnúsar Kjaran, stofnanda Lionshreyfingarinnar á íslandi. Að lokum verður sérstakur hátíðar- fundur í Lionsheimilinu í umsjá Li- onsklúbbs Reykjavíkur. Laugardaginn 17. ágúst verður síðan hátíðarfundur f Háskólabíói með fjölbreyttri dagskrá. Afmælis- hátíðinni lýkur síðan um kvöldið með afmælisballi í Súlnasal Hótels Sögu. Reiknað er með góðri þátttöku Lionsfélaga frá hinum ýmsu klúbb- um landsins auk erlendra gesta frá öllum Norðurlöndunum ásamt al- þjóðaforsetahjónunum, segir í fréttatilkynningu frá Lions. Ráðstefna um íslensk- ar fornbókmenntir Gautaborg. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur fréttaritara Morgunblaðsins. ÁTTUNDA alþjóðlega ráðstefn- an um íslenskar fornbókmenntir stendur nú yfir í Gautaborg og Guðmundur Ingólfs- son píanóleikarí látínn GUÐMUNDUR Ingólfsson píanó- leikari lést í Reykjavík á mánu- dag. Hann var fæddur í Reykjavík 5. júní 1939, sonur hjónanna Oddfríðar Sæmunds- dóttur og Ingólfs Sveinssonar. Guðmundur byijaði kornungur að læra píanóleik hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni og að loknu námi hér heima hélt hann til Danmerkur til framhaldsnáms hjá Axel Arnfjörð. í Danmörku byijaði Guðmundur að leika jasstónlist og varð með árunum einn þekktasti jasstónlist- armaður íslendinga. Eftir heim- komuna frá Danmörku lék Guð- mundur með ýmsum jasssveitum, meðal annars hljómsveitum Gunn- ars Ormslev og Jóns Páls Bjarna- sonar. Guðmundur dvaldi og starfaði tvívegis í Noregi. í fyrra sinnið árið 1962 en þá lék hann um tíma með kvartett jassleikarans Dexter Gor- don. Guðmundur dvaldist aftur í Noregi á árunum 1974 til 1977 en kom þá alkominn heim og starfaði eftir það lengst af í eigin tríóum og kvartettum. Eftir heimkomuna 1977 hófst samvinna hans og Guð- mundar Steingrímssonar trommu- leikara, en saman hafa þeir fóstrað flesta þá íslenska jasstónlistarmenn sem síðan hafa haslað sér völl. Guðmundur lék inn á fjöldan all- lýkur henni 17. ágúst. Ráðstefn- an er haldin á vegum háskólans í Gautaborg og það er prófessor Lars Lönnroth, sem hefur haft umsjón með undirbúningi henn- ar. Einnig hefur Kristinn Jó- hannsson sendikennari tekið þátt í því starfi ásamt fleiri heima- mönnum. Ráðstefnuhaldið er reyndar síðasta embættisverk Lönnroths, sem er nýtekinn við sem menningarritstjóri við Svenska Dagbladet. Meginefni rásðtefnunnar er mót- taka Islendingasagna, bæði fyrr og síðar. Þar verða fluttir 75 fyrirlestr- ar, sem tengjast meginefni ráð- stefnunnar, auk þriggja almennra fyrirlestra. Hana sækja um 250 manns frá nítján löndum, þar af sautján frá íslandi. í þetta sinn eru óvenjumargir þátttakendur frá Austur-Evrópu, auk þess sem fjöldi þátttakenda frá Ítalíu kemur á óvart, hvorki meira né minna en nítján manns. Morgunblaðið/Reynir Ragnarsson Þessi mynd var tekin af Eldvatnsbrú við Ása á mánudag. Skaftá í rénun SKAFTÁ er nú í rénun eftir hlaupið sem verið hefur í henni undanfarna daga. Kunnugir telja þetta hlaup hafa verið í minni kantinum, en þegar það náði hámarki var vatnsrennslið um 1.140 rúmmetrar á sekúndu. Skemmdir á mannvirkjum af völdum hlaupsins urðu með minnsta móti, aðeins vegurinn inn í Skaftárdal fór í sundur, og verður gert við hann strax og ástand árinnar kemst í eðli- legt horf. Að sögn Oddnýar S. Gunnarsdóttur húsfreyju í Hvammi má búast við að rennsl- ið muni verða nánast eðlilegt einhvem tímann á morgun en þegar í gær var Oddný farin að sjá nokkra minnkun á ánni. Isafjörður: Lagt hald á net og laxa LÖGREGLAN á ísafirði lagði hald á 2 net og 16 laxa í fyrrinótt. Laxarnir voru fangaðir í net í Seljalandsá í botni Álftafjarðar. Að sögn Jónmundar Kjartans- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á ísafirði var lög- reglan á leiðinni í Álftafjörð á mið- nætti í fýrrinótt til að huga að netalögnum. Við Svarthamra stöðvaði hún bíl sem í voru kona og 2 karlar á leið úr botni Álfta- fjarðar. Að fengnu leyfi var leitað í bílnum og fundust 15 laxar og net í farangursrými bílsins. I Seljalandsá fannst annað net og var einn lax fangaður í það. Lögreglan lagði hald á net og afla meðan málið er í rannsókn. an af hljómplötum, þar af þijár undir eigin nafni. Hin síðasta þeirra, Gling-Gló, varð fyrsta gullplatan með íslenskri jasstónlist. Guðmundur Ingólfsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Helga Sigþórsdóttir og eignuðust þau eitt bam. Síðari kona Guð- mundar var Bima Þórðardóttir og eignuðust þau tvö börn. Kennarabraut • Macintosh Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi. © Sérsniðin ágústnámskeið fyrir kennara! 7.-15. ágúst kl. 13-16 og 19.-28. ágúst kl. 13-16. „ Tölvu- og verkfræðiþjónustan ^ Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu <%> RAFKNÚNAR DÆLUR 0,5 til 3,0 hp. Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neyslu- vatnsdælur með jöfnunarkút, djúpvatnsdælur og fleiri útfærslur. | Úrvalsvara á ótrúlega lágu verði. VELASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 SIEMENS Litlu raftœkin frá SIEMENS gleöja augaö! Kaffivélar, hrœrivólar, brauðristar, vöfflujárn, strokjárn, handþeytarar, eggjaseyöar, hraðsuðukönnur, áleggshnífar, veggklukkur, vekjaraklukkur, djúpsteiklngarpottar o.m.fl. SMITH& NORLAND Nóatúni4-Sími28300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.