Morgunblaðið - 14.08.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.08.1991, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 Fjórðungsúrslitin í Brussel; Júsúpov o g Timm- an tóku forystuna Skák Margeir Pétursson ONNUR umferð áskorenda- einvígjanna í Brussel á mánu- daginn var gífurlega spennandi og úrslit óvænt. Mest kom á óvart öruggur sigur Júsúpovs yfir ívantsjúk, sem talinn er líklegasti keppinautur Karpovs um áskorunarréttinn á heims- meistarann. Þá jafnaði Short með laglegum sigri yfir Gelf- and, sem tefldi álika illa með hvítu og Englendingurinn hafði gert daginn áður. Jan Timman vann einnig með svörtu í tvísýnni og skemmtilegri skák gegn Viktor Kortsjnoj og tók forystuna í einviginu. Slök tafl- mennska Karpovs gegn Anand kom einnig mikið á óvart, það munaði ekki nema hársbreidd að Indveijinn næði að klekkja á heimsmeistaranum fyrrver- andi. í gær voru biðskákir tefldar í Brussel, en báðar skákjr Karpovs og Anand höfðu farið í bið. Þeim lauk báðum með jafntefli án þess að kæmi til verulegra sviptinga. Gelfand hafði einnig sett vonlausa stöðu sína gegn Short í bið og kom á óvart að hann skyldi hafa geð í sér til að leika nokkrum tilgangs- lausum leikjum til viðbótar. Þriðja umferðin verður tefld í dag í Brussel, þá hafa Karpov, ívantsjúk, Timman og Short hvítt. Taugar ívantsjúks eru þandar til hins ýtrasta Sá keppandi sem hefur mesta ástæðu til að vera óánægður er hinn svonefndi krónprins, hinn 22ja ára gamli Vasilíj ívantsjúk. Á sunnudaginn missti hann unna skák niður í jafntefli og í annarri skákinni lét hann Júsúpov komast upp með að innbyrða vinninginn hægt og rólega í fremur meinlausu afbrigði Nimzoindverskrar varnar. Þrátt fyrir að ívantsjúk sé orð- inn vinningi undir er auðvitað allt- of snemmt að afskrifa hann, en Júsúpov er geysilega sterkur einvígismaður og var nálægt því að slá Karpov út í síðustu keppni árið 1989. Ivantsjúk er nú í svipaðri stöðu og Kasparov var í árið 1983 er hann tefldi einvígi við Kortsjnoj í London og varð fyrir því áfalii að tapa fyrstu skákinni illa. Kasparov tókst að rétta úr kútnum og vann einvígið örugglega og síðan heims- meistaratitilinn. Miðað við tafl- snilld ívantsjúks ætti hann að vera fullfær um að leika þetta eftir heimsmeistaranum en tauga- óstyrkur hefur oft leikið hann grátt og það gæti orðið honum að falli. Að sögn fréttamanna Reuters-fréttastofunnar sýndi hann greinileg merki taugaveikl- unar þegar tók að halla undan fæti gegn Júsúpov í annarri skák- inni. Hvítt: Artúr Júsúpov Svart: Vasilíj ívantsjúk Nimzoindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. e3 - c5 5. Bd3 - Rc6 6. Rf3 - d5 7. 0-0 - 0-0 8. a3 - Bxc3 9. bxc3 — dxc4 10. Bxc4 - Dc7 Nú er komin upp vel þekkt staða úr Rubinstein afbrigðinu í Nimzo- indverskri vöm, sem hefst með 4. e3. Borís Spasskíj, fyrrum heimsmeistari, hefur líklega mesta reynslu allra skákmanna af því að veija slíkar stöður á svart. II. Bd3 - e5 12. Dc2 - He8 13. Rxe5 — Rxe5 14. dxe5 — Dxe5 15. f3 - Bd7 16. a4 - Hac8 í 10. einvígisskák sinni við Portisch í Genf 1977 tefldi Spasskíj öllu markvissar en ívant- sjúk hér: 16. — Had8 17. e4 — Bc6 18. Bc4 - Hd7 19. Db3 - Hed8 20. Ha2 - Rh5 21. g3 og nú þvingaði Spasskíj fram jafn- tefli á afar laglegan hátt: 21. — Rxg3! 22. hxg3 - Hd2! 23. Hxd2 — Hxd2 24. Bxd2 — Dxg3+ og svartur þráskákaði. 17. Hel - Hed8 18. e4 - Rd5?! Hvítur hótaði 19. f4 og ívant- sjúk stofnar nú til sviptinga án þess þó að staðan gefi tilefni til. Til greina kom 18. — Rh5. Hér er hins vegar ekki gott að leika c5-c4, því þá kemur hvítur yfir- leitt síðar biskupi til d4. Spasskíj gerði sig einmitt sekan um slík mistök í 21. skák heimsmeistara- einvígisins við Petrosjan 1966 og kostuðu þau hann skákina og titil- inn. 19. Bd2 - Rb6 20. a5 - c4 Ivantsjúk er að vonast eftir svarinu 21. Bfl — Ra4!, sem er betra á svart, en Júsúpov fer ein- földustu leiðina. 21. axb6 — cxd3 22. Dxd3 — Be6 23. De3 - axb6 24. Hebl - Dc5? Svo virðist sem ívantsjúk hafi yfirsézt styrkur 27. leikjar hvíts, eftir drottningakaupin kemst hann ekki hjá peðstapi. Betra var 24. — b5, þótt möguleikar hvíts séu betri vegna heilbrigðari peðastöðu. 25. Dxc5 - bxc5 26. Bel - Hd7 27. Hb5! Undirbýr ekki aðeins tvöföldun á b línunni, heldur hótar hvítur fyrst og fremst 28. Hxc5. í fram- haldinu finnur ívantsjúk enga haldgóða vöm, enda orðinn naum- ur á tíma. 27. - h6 28. Habl - Bc4 29. Hxb7 - Hxb7 30. Hxb7 - Ha8 31. Hd7 - Ha2 32. h4 - He2 33. Bd2 - Kf8 34. Bf4 - Hc2 35. Hd8+ - Ke7 36. Hg8 - Kf6 37. Bd6 - Hxc3 38. Bxc5 - Hcl+ 39. Kh2 - g6 Vegna hótananna 40. Bd4+ og 40. Bf8 komst svartur ekki hjá því að tapa öðru peði. Úrslitin eru þar með svo gott sem ráðin og í framhaldinu slakar Júsúpov hvergi á klónni. Lokahnykkur hans í 53. leik er einkar laglegur. 40. Be3 - Hc2 41. Bxh6 - Bfl 42. Bg5+ - Ke6 43. He8+ - Kd7 44. Hd8+ - Kc7 45. Hf8 - Hxg2+ 46. Khl - Kd6 47. Hxf7 - Hg3 48. Hf6+ - Ke5 49. Hf8 - Kd4 50. Hd8+ - Kc4 51. e5 - Bh3 52. Hf8 - Bf5 53. Hxf5! - gxf5 54. e6 — Hxf3 55. e7 — Hfl+ 56. Kg2 - Hel 57. h5 og svartur gafst upp. Gelfand missti hrókunarréttinn- og tapaði illa Það er mikill dagamunur á þeim Gelfand og Short, þeir hafa verið heillum horfnir í sitthvorri skák- inni. Báðir leikið af sér strax í byijuninni með hvítu og ekki séð til sólar. í annarri skákinni lét Gelfand gabba af sér hrókunar- réttinn og í miðtaflinu hringsóluðu þungu menn svarts eins og hræ- gammar yfir hvíta kóngnum sem strandaður var á miðborðinu. Hvítt: Borís Gelfand Svart: Nigel Short Drottningarbragð I. d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rf3 - Rf6 4. Rc3 - Rbd7 5. Bg5 - Be7 6. e3 - 0-0 7. Hcl - b6!? 8. cxd5 — exd5 9. Da4 — c5 10. Ba6 Capablanca lék 10. Dc6 gegn Lasker í 5. einvígisskák þeirra um heimsmeistaratitilinn í Havana 1921 og hafði sigur, en leikur Gelfands er nú talinn betri. 10. - h6!? Þessi nýjung Shorts heppnast vonum framar, eftir svar Gelfands virðist hvítur ekki eiga minnstu von um að halda frumkvæðinu. Rétta svarið hlytur að vera 11. Bf4. II. Bh4?! — cxd4 12. exd4 — Rh5! 13. Bg3 - Bxa6 14. Dxa6 - Bg5 15. Hdl? Þótt svartur hafi ekki yfir neinu að kvarta eftir 15. Rxg5 — He8+ 16. Re2 — hxg5 er það örugglega skárra en að missa hrókunarrétt- inn. 15. - He8+ 16. Kfl - Rdf6 17. Rxg5 - hxg5 18. f3 - b5! 19. Dxb5 - Rxg3+ 20. hxg3 - Hb8 21. Dd3 - IIxb2 22. Hd2 - Db6 23. g4 - Db8 24. Rdl - Dg3! Hvítur er í hroðalegri klemmu og það kemur reyndar á óvart hve lengi vamir hans halda. Short reynist þurfa að fara út í endatafl til að knýja fram sigur. 25. Rf2 - Hb6 26. Hh3 - Hbe6! 27. Hdl - Dc7 28. Dd2 - He3 29. Hcl - Df4 30. Hdl - g6 31. Kgl - Kg7 32. Dcl - He2 33. Dxf4 — gxf4 34. Rd3 — g5 35. a4 - Ha2 36. g3 - fxg3 37. Rc5 - g2 38. Hg3 - Hee2 39. Rb3 - Heb2 40. Rcl - Hxa4 41. Rd3 - Hba2 42. Hxg2 - Hxg2+ 43. Kxg2 - Hxd4 44. Kf2 - Rd7 45. Ke3 - Ha4 46. Hcl - Rb6 47. Hc7 - Rc4+ 48. Ke2 - Ha2+ 49. Kel - Ha3 50. Ke2 - Ha2+ 51. Kel - a5 52. f4 - gxf4 53. Rxf4 - Re3 54. Ha7 - a4 55. g5 - a3 56. g6 - Rg2+ 57. Rxg2 - Hxg2 58. Hxa3 - fxg6 59. Ha6 - Kh6 60. Hd6 - Hg5 61. Kf2 Hér fór skákin í bið. 61. - Kh5 62. Kf3 - Kh4 63. Ha6 - Kh3 - 64. Kf2 - Hg4 65. Ha3+ - Kh2 66. Ha6 - Hf4 og nú loksins hafði Gelfand fengið nóg og gafst upp. Skák hinna forsmáðu fórna Jan Timman vann glæsilegan sigur með svörtu í langmestu has- arskák áskorendaeinvígjanna til þessa. í síðustu viðureign þeirra Kortsjnois fyrir einvígið, í Ámst- erdam í maímánuði, langhrókaði gamli maðurinn og burstaði Timman með stórsókn gegn kóngi Hollendingsins. Nú ætlaði hann vígreifur að höggva í sama knér- unn, en að þessu sinni tefldi Timm- an vörn og sókn af mikilli hug- kvæmni. Svo virðist sem skemmti- leg peðsfórn hans í 14. leik hafi alveg ruglað Kortsjnoj í ríminu. Timman hefur fengið óskabyij- un í einvíginu, hefur vinningsfor- skot og virðist mjög sigurstrang- legur. Hvítt: Yiktor Kortsnoj Svart: Jan Timman Enski leikurinn 1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e6 3. e4 - d5 4. e5 - Re4 5. Rf3 - Be7 6. Dc2 - Rg5!? í skákinni Jóhann Hjartarson- Gallego á síðasta Ólympíumóti lék svartur hér 6. — Rxc3 og fékk slæma stöðu eftir 7. dxc3 — b6 8. Bf4 - Bb7 9. 0-0-0 7. Rxg5 — Bxg5 8. cxd5 — exd5 9. d4 - Be7 10. Be3 Það væru mistök að leika 10. Bd3 - Rc6. 10. - 0-0 11. 0-0-0 - Rc6 12. a3 - Ra5 13. Bd3 - h6 14. De2 - b5!? Það duga engin vettlingatök í baráttunni um frumkvæðið. Timman er reiðubúinn til að fórna peði til að opna b línuna að svarta kóngnum. Kortsjnoi hefur ávallt verið allra manna fúsastur til að þiggja slíkar fórnir, en nú vill hann ekki missa neinn tíma úr sókninni, vinnur reyndar peð hin- um megin á borðinu. 15. Bc2?! - Hb8 16. Dd3 - g6 17. Bxh6 — b4 18. axb4 — Hxb4 19. Dg3!? - Bh4 20. Df4 - c6! 21. Hdel - Be6 22. He3 - c5 Hvíta sóknin er sigld í strand en svarta staðan heldur betur að lifna við. Nú loks tekur Kortsjnoj af skarið og hirðir skiptamuninn á f8 og í kjölfarið fylgir darraðar- dans. 23. Bxf8 - Bg5 24. Dg3 - Kxf8 25. h4 - Bh6! 26. h5 - g5! Timman gerir sér fulla grein fyrir því að hann verður að halda kóngsvængnum lokuðum. í svo hvassri stöðu eru peð og skipta- munur algert aukaatriði. 27. Ra2 - Hb8 Timman gat einnig sér að meinalausu leikið 27. — Hxd4, en hefur líklega verið illa við svarið 28. Ha3. 28. dxc5 - g4 29. Kbl - Rc4 30. Hb3 - Rd2+ 31. Kal - Rxb3+ 32. Bxb3 - Da5 33. Hdl - Db5 34. Hd3 - Bf5 34. — d4! virðist einfaldari vinn- ingsleikur. T.d. 35. c6 — Bxb3 37. c7 (Eða 37. Hxb3 - Dfl+!) - Hc8 38. Hxb3 - Dfl+ 39. Rcl - Dxcl+ 40. Ka2 — Dxc7 41. Dxg4 - Da5+ og vinnur létt. Nú þarf Tlmman að tefla af talsverðri ná- kvæmni í endatafli. 35. Hxd5 - Dxb3 36. Dxb3 - Hxb3 37. c6 - Hd3 38. Rb4 - Hxd5 39. Rxd5 - Ke8 40. Rf6+ 40.c7 — Bg5 hefði engu breytt um niðurstöðuna. 40. - Kd8 41. f3 - gxf3 42. gxf3 - Be6 43. Rg8 - Bf4 44. h6 - Bxe5 45. h7 - Kc7 46. f4 - Bg7 47. Rh6 - Kxc6 48. f5 Bb3 49. Kbl - Kd6 50. Rg4 - Bd5 51. Rh6 - Ke5 52. Kc2 - Kf4 og Kortsjnoi gafst upp. Anand þjarmaði harkalega að Karpov Karpov tefldi alltof rólega með hvítu og Indveijinn hrifsaði snemma til sín frumkvæðið. Heimsmeistarinn fyri-verandi var í krappri og erfiðri vöm og það verður að segjast honum til hróss að það er ekki á hvers manns færi að veijast hraðri og hvassri taflmennsku Indveijans jafnlengi og hann þurfti að gera í þessari skák. En ef Karpov hefur haldið að hann myndi vinna þetta einvígi sjálfkrafa á fljótfærnisafleikjum andstæðingsins er sá misskilning- ur örugglega leiðréttur, hann verður að sýna miklu meira en þetta. Hvítt: Anatolí Karpov Svart: Vyswanathan Anand Slavnesk vörn 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rf3 - Rf6 4. Rc3 - e6 5. e3 - Rbd7 6. Be2 - Bd6 7. 0-0 - 0-0 8. Dc2 — dxc4 9. Bxc4 — a6 10. Hdl De7 11. h3 - b5 12. Bd3 - c5 13. Re4?! Aldrei þessu vant virðist stöðu- mat Karpovs bregðast honum og hann ofmetur biskupaparið. 13. - c4! 14. Rxd6 - Dxd6 15. Be2 - Bb7 16. Bd2 - Hfc8 Svartur er kominn með mjög þægilega stöðu, því hann heldur báðum hvítu biskupunum alger- lega niðri. Staða Anands er heldur ekki vandtefld þannig að hann getur leyft sér sína venjulegu hröðu taflmennsku. Aðstaða Karpovs er ekkert öfundsverð, með óvirka stöðu gegn andstæð- ingi sem teflir hratt og leggur sífelldar gildmr fyrir hann. Tíma- hrakið tekur líka sinn toll af hon- um. 17. Hdcl - Re4 18. Ba5 - f5 19. Ddl - Bd5 20. Del - De7 21. a4 — Rg5 22. Rxg5 — Dxg5 23. Bfl - Rf6 24. axb5 - axb5 25. Bd2 - Re4 26. Bb4 - h6 27. Hxa8 - Hxa8 28. Hal - Hxal 29. Dxal - Kh7 30. Del - Dg6 31. Be7 - Df7 32. Ba3 - Da7 33. Db4? 33. - f4! 34. Del - f3 35.gxf3 - Rg5 36. Dbl+ - Kh8 37. Bg2 - Rxf3+ 38. Bxf3 - Bxf3 39. Bd6 - Df7 40. Kh2 - Ba8 - Karpov er sloppinn úr tímahrakinu og ljóst er að hans bíður áfram mjög erfið vörn. Þrátt fyrir mjög vænlega stöðu nær Indveijinn ekki að knýja fram vinning. 41. Dgl - Kh7 42. Dg3 - b4! 43. f3! - b3 44. Bb4 - Bxf3 45. Df4 - Db7 46. Bc3 - Bd5 47. h4 - Bhl 48. Dg3 - Dd5 49. Kgl - Db7?! Þetta gefur Karpov færi á að skipta upp á e peðunum og við það minnka vinningslíkur svarts. 50. Dh3! - Bd5 51. e4 - Bxe4 52. Dxe6 - Bd5 53. Df5+ - Kg8 54. Kf2 - Da8 55. Bb4 - Dd8 56. Ke3 - Bf7 57. Df4 - Dd7 58. Bc3 - Dh3+ 59. Kf2 - Bd5 60. Db8+ - Kh7 61. Dg3 - Df5+ 62. Kel - De4+ 63. Kf2 - Dc2+ 64. Kel - Dcl+ 65. Kf2 - Ddl 66. Ke3 - Dfl 67. Dg4 - Dbl 68. Kf2 - Dd3 I þessari stöðu fór skákin í bið. 69. Dg3 - Dc2+ 70. Kel - Dcl+ 71. Kf2 - Dbl 72. Dg4 - Dd3 73. Dg3 - Ddl 74. Ke3 - h5 75. Kf2 - Dbl Þetta eru mistök sem gefa Karpov færi á að þvinga fram jafn- tefli þegar í stað, en það var orðið sýnt að svartur kæmist ekkert frekar áfram. 76. De5! - Dc2+ 77. Kel og hér var samið jafntefli, því svartur á ekkert betra en að taka þráskák. 77. - Bf3 og 77. - Bf7 er báðum svarað með 78. d5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.