Morgunblaðið - 14.08.1991, Page 29

Morgunblaðið - 14.08.1991, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1991 29 Jón Jónsson, Skaga- strönd - Minning held reyndar að Þórarinn hafi ekki verið sérlega trúaður á slík krafta- verk og hafi fremur vonað að ein- hvem lærdóm mætti draga af hans stríð, síðari kynslóðum til góðs. Þórarinn var nefnilega kennari í þess starfs bestu merkingu. Lifandi miðill þekkingar sem hafði gaman af að uppfræða og beitti til þess þeim ráðum sem hann taldi áhrifa- ríkust hverju sinni, ekki síst háði. Þórarinn var þeirrar náttúm að geta gert flókna hluti einfalda, sem auðvitað er aðall hvers afburða kennara og lykill að árangri hvers kennara í starfi, ásamt hæfílegri blöndu leiðbeiningar og hvatningar um sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Eg kynntist þesu reyndar ekki sjálf- ur sem nemandi hans, heldur frem- ur af samtölum okkar og frásögnum hans af ýmsum atvikum í kennslu. Ég veit hins vegar að til þess ann- ars vegar að fullnægja takmarkalít- illi þekkingrþörf sinni á þeim málum sem áttu hug Þórarins hveiju sinni og hins vegar að geta fullnægt þeim kröfum sem hann gerði til sjálfs sín, m.a. sem kennara, var hann sívinnandi, leitandi, lesandi, þýðandi, skrifandi og umfram allt miðlandi. Hann var ekkert að mi- klast yfir þessu, en lá heldur ekki á því ef spurt var. Þórarinn var elstur fimm bama þeirra Guðmundar Ágústssonar bakara og skákmanns og Dóu Þór- arinsdóttur, og fékk margt gott í föðurgarði sem hann ávaxtaði ríku- lega. Hann var skemmtilegur, hald- inn frásagnargleði og fluggreindur, allt eins og reyndar ættin öll, og beitti greindinni af skynsemd, sem nýttist honum sjálfum, hans nán- ustu og öðrum vel bæði í leik og starfi. Þórarni var býsna margt vel gefið og gerði flest það sem hann lagði sig eftir vel og samviskusem- in, líklega móðurarfur, var með ólík- indum. Hann vildi helst endurgjalda áður en honum væri hugsanlegur greiði gerður! Ég vænti þess að aðrir geri við- hlítandi grein fyrir ættboga Þórar- ins, konu hans Sigríði Steingríms- dóttur og dætrum hans, Kristínu, Öglu Huld og Helgu Dröfn sem ég votta öllum, ásamt öðrum aðstand- endum, samúð mína og kveð hann með vísu Stephans G. sem að mér þykir hafi verið lýsandi fyrir Þórar- in mág minn Guðmundsson, orð hans og æði: Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða: Hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Pálmi Ragnar Þú fórst yfir móðuna miklu en minning þín vakir um mannleg örlög er spurt. En er ekki skrýtið, að allir aðrir sem lifa hafa ýmsir farið lengra burt. (H.G.) Þórarinn Guðmundson var frum- burður foreldra sinna, Guðmundar Ágústssonar bakarameistara og Þuríðar Þórarinsdóttur, elstur fimm bama þeirra. Hann ólst fyrstu æviár sín upp hjá afa sínum og alnafna, Þórárni Guðmundssyni fiðluleikara, og Önnu ívarsdóttur. Þeim var hann ætíð sannur augasteinn og gleði- gjafi. Það er erfitt að finna huggun í harmi þeim sem ástvinir finna fyrir á sorgarstundu sem þessari, við ótímabært fráfall Þórarins. Mig langar þó að segja við þá sem þótti vænt um hann, að það hlýtur að vera mikil guðsgjöf að geta kvatt þennan heim á þann hátt sem hann gerði og skilja eingöngu eftir fagrar og ljúfar minningar. Þórarinn var einstakur sonur, bróðir, eiginmaður, faðir. Hann var ástsæll kennari og í hugum nem- enda sinna skilur hann eftir fagrar minningarperlur. Ég var ætíð stolt að minnast hans sem frænda míns. Hjónaband Þórarins og Sigríðar var einstaklega fagurt. Þar var gagnkvæm virðing í fyrirrúmi og Sigríður hefur umvafið mann sinn kærleika á allan hátt. Dæturnar, Agla og Helga, bera foreldrunum vitni, elskulegar og fallegar. Þórarinn átti tvær dætur af fyrra hjónabandi, Dóu og Dídí. Þá eldri, Dóu, missti hann er hún var um tvítugt. Var það mikill hannur því að Dóa litla var einstaklega ljúf lít- il stúlka með stórt hjarta sem öllum sem kynntust þótti undur vænt um. Dídí, ungri dóttirin, hefur alla tíð verið pabba sínum afar kær og hún hefur haft mjög gott samband við föðurfjölskyldu sína. Ég er þakklát fyrir að hafa átt systkinahópinn af Vesturgötunni að, bæði sem nágranna og nána vini mína. Ég hef fylgst með fallegu systkinaþeli þeirra og samstöðu bæði í gleði og sorg. Þau veittu bróður sínum og fjölskyldu hans sannarlega allan þann styrk sem þau máttu í baráttu hans fyrir líf- inu. Msoðir verður nú að sjá á bak ástkærum syni sínum. Elsku Dóa mín, ég hef í návist þinni dáðst að hugarró þinni og kjarki þessa erfiðu mánuði. Þú veist ekki hvað þú hef- ur miklu að miðla. Ástvinum Þórarins sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur mínar og barna minna. Sveindís Fimmtíu ár eru langur tími í lífi manns en það mun vera sá tími sem við Þórarinn heitinn Guðmundsosn þekktumst. Kynni okkar hófust í bemsku en Þórarinn bjó hjá afa sínum og ömmu á Laugavegi 13 en ég bjó á Laugavegi 17. Snemma urðum við heimagangar hvor hjá öðrum. Síðar þegar skólaganga hófst urðum við bekkjarbræður í Miðbæjarskólanum. Ég man vel þegar við vorum í stríðsleikjum með teygjubyssur í svefnherberginu hjá afa hans, Þórarni eldra fiðluleikara, og Önnu, ömmu hans. Ekki löguð- um við til eftir leikinn og var drasl um allt en þau tóku þessu ætíð með mikilli þolinmæði og jafnaðargeði. Þórarinn fiðluleikari lék á þessum áram í Iðnó og var okkur vinunum oft boðið á lokaæfingu. Við vorum fullir eftirvæntingar og meðtókum leiklistina sem mest við máttum. Oft var ég í sumarbústaðnum í Grafarvogi með Þórarni og afa hans og ömmu. Á þeim árum var það meiriháttar ævintýri fyrir ungan dreng að komast í sumarbústað þar sem var leirskriða, lækur og tún, ekki spillti það fyrir að fá heitt kakó og kex. Þótt sumarbústaður- inn væri ekki stór að flatarmáli, rúmuðust allir sem þangað komu vel fyrir því hjártagæska réð þar ríkjum. Aldrei féll skuggi á vináttu okkar Þórarins öll þessi ár enda var hann jafnlyndur og traustur félagi. Þór- arinn var vel greindur og húmoristi og frásagnir hans af atburðum kitl- uðu hláturtaugina í viðstöddum. Foreldrar Þórarins, þau Guð- mundur Ágústsson og Þuríður Þór- arinsdóttir (Dóa), voru ákaflega elskuleg hjón með létta lund. Guð- mundur Ágústsson var þekktur skákmaður og var því ekki að undra þótt Þórarinn hafí verið snjall í þeirri list. í litla herberginu með þakglugga til himins var mikið teflt og ýmislegt brallað sem of langt mál er að fjalla um hér. Árið 1989 kom út spilabók AB eftir Þórarin. I bókinni eru útskýr- ingar á 68 spilum. Það gladdi mig mikið þegar Þórarinn færði mér eintak. Þótt leiðir hafi skilið þegar ungl- ingsárunum lauk rofnuðu tengslin aldrei og kom Þórarinn í heimsókn- ir á verkstæðið mitt og Braga Bjarnasonar til að heilsa nipp á gamla félaga. Ég veit að orð mega sín lítils á erfiðri stund. Þegar svo myndarlegur maður fellur frá að- eins 55 ára setur menn hljóða. Eg vil að lokum þakka fyrir þessa löngu samfylgd og í mínum huga mun það skarð sem Þórarinn skilur eftir sig ekki verða fyllt. Sigríði og fjölskyldu, móður Þór- arins og systkinum votta ég mína dýpstu samúð og vona að minning- in um góðan dreng veiti þeim styrk. Theódór Óskarsson Hann Þórarinn minn Guðmunds- son er látinn. Hvílík harmafregn þegar menn í blóma lífsins eru kall- aðir á brott. Ég kynntist fyrst Þór- arni sem nemandi hans í eðlisfræði við Menntaskólann í Reykjavík 5. og 6. bekk 1969-1971. Það fór ekki milli mála að Þórarinn var afbragðs- kennari og hann var í okkar huga miklu meira því hann var ávallt svo glaðvær og hafði frábæra kímni- gáfu. Við vorum stundum, eins og títt er, að biðja um leyfi eða frí en það þýddi yfirleitt lítið. Mér er enn í dag minnisstætt svar hans þegar við menntskælingarnir spurðum hann hvers vegna í ósköpunum hann hefði gerst kennari. Og svarið kom að bragði: „Þetta er eina starf- ið þar sem kúnninn heimtar alltaf lakari og þjónustu!" Einhvern veginn fór það síðar þannig að ég hóf kennslu við Menntaskólann og Þórarinn með sína léttu lund var alltaf tilbúinn að leiðbeina en hann var jafnan glaðvær í hjarta sínu og mannbæt- andi og því sérstaklega ánægjulegt að fá að leita til hans. Þórarni sótt- ist starfíð einstaklega létt og var hann duglegur í að temja sér skipu- lögð vinnubrögð enda skákmaður mikill. Hann tók snemma upp þá hætti að nota að hluta til krossa- próf og sérstakar prófabækur, þar sem nemendur skráðu svör á sér- staka reiti milli spurninga en þetta auðveldaði mjög yfirferð. Ég man þegar ég var að kvarta við hann undan endalausri heimadæmayfir- ferð í stærðfræði þá sagði hann við mig að það væri varla hægt að kalla þetta starf. „Maður mætir á morgnana og spjallar við nemend- ur, fær sér kaffi, spjallar aftur, fær sér meira kaffí og labbar síðan heim.“ Þórarinn var afgbragðskennari, mótaði eðlisfræðikennsluna við Menntaskólann og hafði einstakt lag á því að setja námsefnið fram á afar skýran óg einfaldan hátt. Nemendur hans hafa staðið sig með sóma bæði í eðlisfræðikeppni fram- haldsskólanna og í framhaldsnámi. Við Þórarinn vorúm duglegir hér áður fyrr að ganga heim að Ioknum vinnudegi þegar farið var að vora, þótt við byggjum báðir uppi í Breið- holti. Það voru mjög ánægjulegar ferðir og í þeim göngutúrum voru öll vandamál heimsins leyst. Kæra Sigríður, Agla Huld, Helga Dröfn og Kristín, ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall Þór- arins. Menntaskólinn í Reykjavík hefur misst mikilhæfan starfsmann og góðan dreng. Ég kveð Þórarin Guðmundsson með söknuði. Yngvi Pétursson Okkar kæri kennari og vinur Þórarinn Guðmundsson er fallinn frá. Við sem nutum leiðsagnar hans, tvo vetur í Menntaskólanum í Reykjavík, langar til að minnast hans. Þórarinn kenndi af stakri ljúf- mennsku og þolinmæði, þess sem kunni þá list að upplýsa og fræða fólk. Römmustu vísindi urðu áhuga- verð og lifandi í hans höndum. Eðli heimsins og gangi himintungl- anna útskýrði hann með þeim hætti að ekki gleymist, en þó að með tím- anum færist þoka yfír lærdóminn stendur kennarinn okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, glettinn á svip, tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Með kennslu sinni reisti Þórarinn þann grunn er við bekkjarsystkinin byggjum á í framhaldsnámi okkar og starfi. Er mikill missir af svo góðum læriföður. Við vottum fjölskyldu Þórarinns innilega samúð okkar. 6 bekkur X, MR 1986-87. Leiðrétting í minningargrein um Stein Stef- ánsson skólastjóra eftir Jón Hálf- danarson er villa í einni setningu. Þar stendur: í lífsskoðunum var Steinn að mörgu leyti líkur föður sínum. En átti að vera: í lífsskoðun- um var Steinn að mörgu leyti líkur föður mínum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Fæddur 21. maí 1921 Dáinn 9. júlí 1991 Mig setti hljóðan er frétti andlát- ið hans Jóns. Síðast er ég sá hann var hann glaður og reifur á Landa- kotsspítala og taldi sig ekki eiga langa vist fyrir höndum. Fyrst kynntist ég Jóni er ég starf- aði hjá Ríkismati sjávarafurða. Hann kom að leita upplýsinga fyrir rækjuvinnsluna á Skagaströnd sem hann veitti forstöðu. Fundum okkar bar nokkrum sinnum saman og fann ég að þar fór vandaður og grandvar maður sem vildi hag fyrir- tækis síns sem bestan sem og orðstír íslenskra sjávarafurða. Síðan höguðu örlögin því þannig að ég tók við starfí hans hjá Rækju- vinnslunni. Mér er minnisstætt hversu vel hann og María kona hans tóku á móti okkur er við komum um miðj- an vetur að taka við starfínu, en Skagaströnd er ekki beint aðlaðandi á þeim árstíma. Hlýja þeirra og alúð drógu úr köldu viðmóti veður- guðanna og gerði lífíð bærilegra. Jón var boðinn og búinn að veita mér leiðsögn í starfí sem hann hafði lagt svo mikla alúð í og lét af með efírsjá vegna sjúkdómsins sem síðan reyndist honum oijarl. Mörg vandamál gat ég borið undir Jón og treyst á reynslu hans og úrræði hvort sem um utanað- komandi vanda var að ræða eða heimatilbúinn. Hann hafði gengið í gegnum þetta allt. Ég tel ástæðulaust að geta ann- arra æviverka Jóns í þessu greinar- korni, það hafa aðrir gert, en ég get ekki látið hjá líða að geta þess hversu kærleiksríkt samband var milli þeirra hjóna og barna þar sem fjölskylduböndin og ástúðin voru í fyrirrúmi. Maríu, börnunum, tengdabörnum og baraabörnum er ábyggilega mik- ill söknuður í huga núna er góður vinur og félagi er horfínn sjónum. En minningin um mannkostamann mun ylja þeim um hjartarætur og sefa sárustu sorgina. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Heimir L. Fjeldsted Jón Arinbjöm Láms- son - Minningarorð Fæddur 3. mars 1937 ~ Dáinn 5. ágúst 1991 Mig langar til að kveðja vin minn Jón Arinbjörn, sem jarðsettur verð- ur í dag, og þakka honum kærlega fyrir hin góðu kynni okkar í sum- ar. Hans er nú sárt saknað á sam- býli B á Kópavogshæli. Aðstand- endum hans votta ég mína inni- legustu samúð. En hvert er þá vort hlutverk hér á jörð þann stundar spöl, sera oss er gert að ganga, uns sláumst við í fylgd með fortíð þeirri sem hljóð og fálát gekk hjá garði í dag? Við eigum sjaldnast svar við þeirri spurn, en ef vér höfum unnið heilum huga og helgað Guði og ættjörð allt vort líf mun tíminn leiða tilgang þess í Ijós. Lát oss því hvorki miklast veg né vanda, en sérhver dagur sé oss náðargjöf. Og trúum að hvert auðmjúkt ævistarf sé allri veröld unnið fyrr en lýkur. (Tómas Guðmundsson) Anna Margrét Tii eru fræ, sem fengu þennan dóm: að falla í jörð, en verða aldrei blóm eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem hefur vængi sina misst, og varir sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst, og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn og lítil böm, sem aldrei verða menn. (Davíð Stefánsson) i’ Það eru til lítil böm, sem aldrei verða menn og þannig var því farið með Nonna minn sem ég kveð í dag með miklum söknuði. Jón Arinbjörn fæddist í Hnífsdal 3. mars 1937, frumburður hjónanna Daníelu Jónu Jóhannesdóttur, sem nú er látin, og Lárusar Ingvars Sig- urðssonar, sem kveður son sinn í dag. Árið 1953, í janúar, fer Nonni hingað suður til dvalar á Kópavogs- hæli og var þar æ síðan, en amma og afi hugsuðu vel um drenginn sinn og eftir að amma lést tók mamma mín við og hugsaði svo vel og fallega um stóra bróður sinn að aðdáunarvert er og er á engan hall- að. Ég minnist allra jólahátíðanna sem við áttum saman og hvað mér finnst að hann hafí kennt mér margt með sínu ljúfa brosi og góða og saklausa hjartalagi. Þá vil ég þakka öllu því góða fólki sem hefur hugsað svo vel um Nonna minn í gegnum öll þessi ár. Núna er hann vafalaust kominn í fang móður sinnar á ný sem strýk- ur honum um vangann með sinni ljúfu hönd. Blessuð sé minning hans. Gróa Stefánsdóttir Hvert göfugt hjarta á sér helgidóm. Þar anga skínandi eilílfðarblóm. (Stefán frá Hvítadal) Líf okkar manna hér á jörð er eins og allir vita í margvíslegum myndum. Líf farsældar og ham- ingju allt til vandsældar ýmiss kon- ar og jafnvel miskunnarleysis. Jón Arinbjörn var einn úr hópi þeirra er þurfti að bera þunga byrði allt sitt líf. Hann var hins vegar ekki einn af þeim er mest sér kveinka heldur þvert á móti. Við minnumst hans sem vinar og hetju er æðru- laus tókst á við lífið og þann ililvíga sjúkdóm er batt enda á líf hans. Við þökkum honum allt það traust, sem hann sýndi okkur og fyrir kærleik hans og hlýju. Hann gaf okkur styrk á stundum. Blessuð sé minning hans. Starfsfólk á sambýli 4B Kópavogshæli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.