Morgunblaðið - 14.08.1991, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.08.1991, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991 Sveiney Guðniunds- dóttir - Minning Fædd 29. júní 1906 Dáin 5. ágúst 1991 Nú þegar góð vinkona og ná- granni um margra ára skeið er kvödd hinstu kveðju, er svo ótal margs að minnast, sem bæði er ljúft og skylt að þakka. í tugi ára vorum við nágrannar, þótt ég kynntist henni ekki reglulega vel fyrr en fyrir 25 árum, þegar lítill sonur minn var í þann mund að líta út fyrir veggi heimilisins og virða fyr- ir gér hina stóru veröld. Tveimur húsaröðum ofar en við, bjuggu þá fullorðin hjón, Sveiney og Þor- steinn. Steini, eins og hann var ætíð nefndur á meðal okkar, var að þvo bílinn sinn á planinu við húsið, þegar drenginn bar að og spurði Steina: Er mamma þín heima? Á þeim árum í heimi lítils barns var aðeins eitt hugtak um kvenfólk, það var „mamma“. Allar konur voru mömmur. Þessi spurn- ing þótti Steina svo framúrskarandi góð að hann tók drenginn sér við hönd og leiddi hann inn til konu sinnar og sagði henni frá. Ekki þótti Sveineyju spurningin síðri en - það að hún verðlaunaði drenginn með súkkulaði, kexi og öðru góð- gæti. Þegar ég kem tii að huga að syni mínum, sat hann þar í góðu yfirlæti og var mér einnig boðið inn upp á kaffi og sögð sagan góðan, og var mikið hlegið. Þannig hófst trygg og góð vinátta sem haldist hefur í öll þessi ár. Ótal margar urðu ferðirnar síðan milli þessara húsa í gegnum árin, bæði í sorg og gleði. Sveiney og Þorsteinn voru glæsileg hjón svo eftir var tekið, einstaklega samhent og glaðvær og meðan hans naut við, voru þau ' ætíð bæði þar sem annað var, þau voru svo samtengd, bæði í hugsun og athöfn að sértakt var. Þrátt fyr- ir harða lífsbaráttu og mótlæti voru þau glöð og þakklát fyrir þá gæfu sem þau fengu að njóta og ham- ingju sem þeim saman tókst að varðveita í löngu hjónabandi. Það hefur oft verið haft við orð, að það sé mikill gæfu galdur, gleði að spinna úr sorg og tárum. Sveiney fór svo sannarlega ekki varhluta af mótlæti í lífinu, en hún tók því af æðruleysi og trúarrvissu og gerði eins og henni var unnt lífið, sér og sínum bærilegra og bjartara á þeim tíma sem í hönd fór og fyrir framtíð- ina. Þessi fátæklegu kveðjuorð eiga ekki að vera nein æfisaga og ættir hennar ekki raktar hér, það gera aðrir mér færari. Þetta er aðeins lítill vottur þakklætis fyrir sam- fylgdina og aliar ánægjustundir sem við áttum saman. Það var gott að koma á heimili hennar. Þar höfðu listrænar hendur skapað mörg og fögur myndverk, bæði saumuð og máluð fyrir utan ótal margt annað sem hún gerði til að fegra heimilið, enda var heimilið og garðurinn sá unaðsreitur sem henni var hjart- fólgnastur á meðan hún gat notið hans. Á seinni árum eftir að Sveiney flutti burt og kom að Hrafnistu í Hafnarfirði hefur ferðum fækkað á hennar fund, en þó af og til. Síðast í sumar þegar við hjónin heimsótt- um hana, var hún sem fyrr fljót að dúka borð og bera fram kaffi, það var einstaklega ánægjuleg stund sem gott er að minnast. Ég þakka Sveineyju fyrir góða samfylgd og votta aðstandendum einlæga samúð. Guðrún Jóhannsdóttir Amma okkar, Sveiney Guð- mundsdóttir, lést að Hrafnistu 5. júlí sl., 85 ára gömul. Okkur syst- urnar langar að minnast hennar í fáeinum orðum. Amma var fædd í Keflavík, elst af 7 systkinum. Þar af ein alsystir, Dagbjört, sem enn lifir. Faðir þeirra var Guðmundur Guðmundsson, sjó- maður frá Grímsstöðum í Landeyj- um og lést hann af slysforum þegar amma var eins árs. Móðir hennar var Anna Sigríður Sveinsdóttir, ættuð frá Stóra-Klofa í Landsveit. Hún gekk með yngri dótturina þeg- ar maður hennar féll frá og varð hún að koma ungum dætmm sínum fyrir til að geta séð þeim farborða. Yngri dóttirin fór til óskylds fólks Á Miðnesinu, en amma ólst upp hjá móðurafa sínum, Sveini Helgasyni og móðursystur. Langamma átti síðar 5 börn með seinni manni sín- um, en missti tvö þeirra ung úr barnaveiki og síðar þegar spænska veikin kom árið 1918 lést lang- amma og hin þijú börnin. Er enginn vafí að þessi byijun í lífinu hefur haft djúp áhrif á ömmu. Hún átti þó gott skjól hjá afa sínum, sem hún kallaði alla tíð pabba. Guðrún frænka hennar sá um heimilið eftir að móðir hennar dó og ólst amma þar upp ásamt tveimur bræðrum Guðrúnar, Jóni og Helga. Þau bjuggu í litlu timburhúsi í Keflavík, tveimur herbergjum og litlu eldhúsi sem hitað var með kolaofni. Amma minntist þess oft, þegar hún þurfti að fara gangandi eftir mjólk út í Njarðvík, en þá voru engar kýr í Keflavík. Fátæktin var mikil á þess- um árum og þuftu menn snemma að fara að bjarga sér sjálfir. Fór amma í vist strax daginn eftir að hún fermdist, en hafði áður verið í vist að sumarlagi, ýmist unnið við að vaska fisk eða við heyskap. Skólaganga ömmu var stutt, u.þ.b. eitt og hálft ár, en þegar spænska veikin gekk yfir var skólum lokað. Sem unglingur var amma ýmist í kaupavinnu á sumrin austur í Land- sveit eða sem vertíðarstúlka á ve- turna í Keflavík. Það gafst því lítill eða enginn tímri fyrir frístundir, en þó sagði amma, að þegar hún var um fermingu hafi afi hennar lesið húslestur á kvöldin og móðursystk- inin og hún sungið passíusálmana og þá hafi fólk oft staðið fýrir utan og hlustað á sönginn. Amma fluttist svo til Reykjavíkur þegar hún var 18 ára í von um betri og léttari vinnu. Hóf hún nám í klæðskeraiðn en varð að gefast upp þar sem hún gat ekki fram- fleytt sér af lærlingslaununum. Tók hún þá aftur við að vaska og þurrka físk. Árið 1929 giftist amma svo afa okkar, Þorsteini Loftssyni, leigubíl- stjóra, en hann var ættaður frá Neðra-Seli í Landsveit. Afi og amma bjuggu lengi í Þingholtunum en þó lengst á Þórsgötunni og þar ólust börnin þeirra þijú upp. Þau eru: Sveinn Þórir, fæddur 1929, kvæntur Hjördísi Einarsdóttur; móðir okkar Sólveig, fædd 1931, maður hennar var Sverrir Jónsson, sem lést 1966; og Ólafur Eysteinn, en kona hans er Guðrún Björgvins- dóttir. Ólafur var áður kvæntur Hólmfríði Björnsdóttur. Barnabörn- t Eiginkona mín, ÞURÍÐUR SVANHILDUR JÓHANNESDÓTTIR, Flúðaseli 84, sem andaðist í Landspítalanum 2. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti Krabbameins- félagið njóta þess. Þórarinn Elis Jónsson, börn, téngdabörn, barnabörn og aðrir vandamenn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma okkar, ÁSDÍS (SÍSÍ) KRISTINSDÓTTIR, Hamraborg 26, Kópavogi, sem lést þann 7. ágúst sl., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 15. ágúst 1991 kl. 13.30. Árni Jóhannesson, * , María H. Guðmundsdóttir, Karl Árnason, Ólöf P. Hraunfjörð, Kristín E. Árnadóttir, Sigurður Benediktsson, Birna Árnadóttir, Steingri'mur H. Steingrimsson, Soffía I. Árnadóttir, Sigurður Sigurbergsson, Anna Árnadóttir, Torfi Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, stjúpfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI BJARNASON frá Flatey á Breiðafirði, Hverfisgötu 28, Hafnarfirði, er lést á Sólvangi 7. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju fimmtudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Sigurunn Konráðsdóttir, Svana R. Guðmundsdóttir, Guðmundur Eynir Guðmundsson, Gunnar Ingi Guðmundsson, Þórir Konráð Guðmundsson, Hafsteinn Már Guðmundsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN ELÍASSON, andaðist á Droplaugarstöðum 28. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey. Þökkum starfsfólki á Droplaugarstöðum góða umönnun. Valdís Guðmundsdóttir, Jón Þórarinn Sigurjónsson, Pálína Þórunn Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR LILJA GUÐLAUGSDÓTTIR, Hringbraut 73, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Fróði Brinks Pálsson, Eðvarð Þór Jónsson, Sigrún Simonardóttir, Páll Fróðason, Ása Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir minn, SVEINN ERASMUSSON frá Háu-Kotey, Meðallandi, lést í Sjúkrahúsi Selfoss 12. þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli Erasmusson. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, GUNNLAUGS KRISTJÁNSSONAR, Kaplaskjólsvegi 67. Hallgerður Sigurgeirsdóttir, Jón Bragi Gunnlaugsson, Björgvin Gunnlaugsson, Heiða Dögg Jónsdóttir. in urðu níu og barnabarnabörnin orðin sautján að tölu. í kringum 1955 byggðu afi og amma sér hús í Heiðargerði 17, og þar var heimili þeirra þar til afi dó 5. júlí 1976, en amma flutti að Hrafnistu í Hafnarfirði árið 1987. Ur Heiðargerðinu eigum við barna- börnin margar góðar minningar um ömmu og afa. Leið varla úr helgi að ekki væri komið við, eða þau heimsótti í sumarbústaðinn við Rauðavatn þegar við vorum yngri. Hápunktur hverra jóla var fjöl- skyldusamkoman á jóladag hjá afa og ömmu. Þá var farið í alls kyns leiki og sungið og dansað undir dyggri handleiðslu Eyju „litlu“, Laufeyjar Hallgrímsdóttur, en hún hafði ung að árum komið í vist hjá ömmu og afa og var sem eitt af börnum þeirra. Lifa þessir jóladagar enn í minningunni og hefur verið erfitt að endurtaka þá stemmningu sem þar var, þrátt fyrir góðan ásetning. Eru meira að segja enn til upptökur frá jóladegi, þar sem allir fjölskyldulmeðlimir sungu hver sitt lag, hver með sínu nefí, allt frá smábömum upp til afa og ömmu. Afí og amma voru samrýnd með eindæmum þótt þau væru ólík, afi ljúflyndur og geðgóður en amma skapméiri. Þau höfðu yndi af ferða- lögum og voru m.a. með þeim fýrstu sem ferðuðust erlendis eftir stríð með með sinn eigin bíl. ÞarU voru bæði miklir búmenn og höfðu unun af að draga björg í bú og nostra við heimili sitt. Við brosum stundum út í annað munnvikið þegar við minnumst stóru frystikistunnar hans afa, sem alltaf var full af mat. Má segja að æska þeirra og uppvöxtur hafí valdið því að þau vildu láta sig ekki skorta neitt. Amma var listfeng kona og mik- il smekkmanneskja og liggja eftir hana margir fallegir munir, þ. á m. myndir sem hún málaði á yngri árum. Þau létu sér mjög annt um bömin sín og voru þeim. styrkur þegar erfíðleikar bjátuðu á. Þessu kynntumst við systurnar vel þegar móðir okkar, þeirra einkadóttir, missti heilsuna, þá orðin ekkja. Voru þau vakin og sofin yfir vel- ferð okkar. Þegar afi lést árið 1976 var það ömmu mikið áfall og átti hún lengi vel erfitt með að sætta sig við ein- veruna. Segja má að hún hafi þurft, eins og margar konur af hennar kynslóð, að læra að takast á við lífið ein og óstudd. Þá dreif hún sig í félagsstarf aldraðra, til að „hjálpa gamla fólkinu“ eins og hún sagði, sjálf komin yfir sjötugt og aðstoð- aði við föndurstarf og annað. Amma var stórglæsileg kona og bar aldur- inn vel. Var því ekki að furða þótt hún eignaðist fieiri samferðarfé- laga. Þeir urðu þrír áður en ævi hennar lauk: Jón Sigurðsson sem lést árið 1984; Guðmundur Hannes- son en þau amma fluttu saman að Hrafnistu og bjuggu saman fram til ársins 1989 er hann lést; Regin- baldur Vilhjálmsson var hennar síð- asti félagi. Nutu þau stuðnings hvort af öðru og var hann henni ákaflega góður síðustu ævidaga ömmu. Á hann skildar miklar þakk- ir fyrir. Það má segja margt um hana ömmu. Oft gat hún verið ströng og tannhvöss og talað beint úr pokan- um, eins og hún sjálf orðaði það. En alltaf var henni fýrirgefið, enda stutt í glaðværðina og hressileik- ann. Hin síðari ár hefur okkur systr- unum orðið ljóst, hversu mikil stoð og stytta hún var í raun okkur og mömmu þrátt fyrir háan aldur. Það var alltaf svo sjálfsagt að hafa hana einhvers staðar nálægt, tilbúna til að aðstoða eða vera hjá mömmu þegar þurfti. Hin síðustu ár var hún þó orðin þreytt og ekki til mikilla stórræða, en alltaf var sama um- hyggjan fyrir hendi og gagnkvæmt frá mömmu, en þær mæðgurnar hringdust á daglega, enda löng veg- alengd á milli. Þegar við kveðjum hana ömmu okkar, leitar ein minning sérstak- lega á. Það er minningin um opinn og hlýjan faðminn sem tók á móti okkur í Heiðargerðinu og stóran rembingskoss sem alltaf fylgdi með. Blessuð sé minning ömmu. Olga, Kristín, Þórhildur og Sveiney.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.