Morgunblaðið - 14.08.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991
31
>
Helgi Sigurgeirsson,
Stafni - Minning
Fæddur 13. september 1904
Dáinn 21. júlí 1991
Kær föðurbróðir er látinn eftir
stutta legu á Sjúkrahúsi Húsavíkur.
Ég var á leið norður í sumarleyfi
er ég frétti lát hans.
Helgi var fæddur í Stafni í
Reykjadal, sonur Kristínar Ingi-
bjargar Pétursdóttur og Sigurgeirs
Tómassonar bónda í Stafni. Þau
hjón eignuðust 8 syni, Jón sem lést
um tvítugt, Pétur, Sigurð, Tómas,
Helga, Ingólf, Hólmgeir og Ketil.
Eina dóttur eignuðust þau en hún
lést fárra daga gömul. Bræðurnir
ólust upp við öll venjuleg sveita-
störf en jafnframt voru þeir hagir
mjög á smíðar, bæði tré og járn,
tóvinnu ýmsa svo sem spuna og
vefnað, einnig bókband og söðla-
smíði. En söðlasmíðin varð einmitt
aðalstarf frænda míns hin síðari ár.
Hann byrjaði hinsvegar snemma á
skósmíði og það fyrr en margan
grunaði. Eins og áður segir voru
þeir bræður 8 og það var ekki
skroppið út í búð til að kaupa skó
á heimilisfólkið, flest var búið til
heima. Ég ræddi oft við frænda
minn og fræddist af honum um
fólkið mitt í Stafni sem horfið var
af sjónarsviðinu. Eitt sinn sagði
hann mér hvernig stóð á því að
hann fór að fást við skóviðgerðir
og skósmíðar, en, sagði Helgi „mér
rann svo til riija að sjá mömmu
setjast við skóviðgerðir og skótil-
búning þegar aðrir gengu til hvíldar
að ég fór að grípa í að hjálpa henni
og síðan að búa til skó sjálfur““.
Auðvitað breyttist efni skónna sem
hann smíðaði í tímanna rás. Því
fyrstu skórnir voru úr sauðaskinni
eða þá nautshúð, sem entist þá
betur. Faðir minn Tómas og Helgi
frændi voru saman í Hólaskóla ve-
turna ’24-’25 og ’25-’26, en þau
afi og amma vildu að synir þeirra
nytu skólagöngu eftir því sem hægt
var. Þeir bræður bjuggust að heim-
an haustið 1924 og fóru fótgang-
andi til Hóla, komu heldur seinna
en aðrir skólasveinar, en var vel
tekið af Þórarni ráðsmanni á Hólum
og konu hans, Steinunni. Þarna
myndaðist vinskapur sem entist
ævina á enda. En á Hólum má líka
segja að framtíð þeirra bræðra ráð-
ist, því Steinunn varð seinna kona
Tómasar og 2 ungar stúlkur að
vestan komu til að vinna við mat-
reiðslu og þjónustu í Hólaskóla,
Ingibjörg systirÞórarins og Jófríður
Stefánsdóttir frá Kleifarstöðum í
Gufudalssveit, en þar var komið
konuefni Helga. Margt var mér
sagt frá Hólum og allt gott. Móðu-
ramma mín var þar hjá dóttur sinni
og hún sagði oft „hann Helgi minn,
enginn var eins léttur í lund og
hann og enginn söng eins vel, nema
þá Tómas minn“. Helgi og Jófríður
gengu í hjónaband þann 24. apríl
1927 í Flatey á Breiðafirði og brúð-
kauþsferðin þeirra var ferðin norður
í Stafn þar sem þau hófu búskap
þá um vorið með þeim afa og ömmu
og þar bjuggu þau allan sinn bú-
skap, seinna með Ólöfu dóttur sinni
og Kristjáni tengdasyni sínum. Þau
tóku síðan alveg við búskapnum ’60
en Helgi gerðist bryti á Laugum
og hélt því starfi í 14 ár og var þá
Fríða oft að störfum þar líka. í frí-
tíma og á sumrin þegar tími var
til stundaði hann söðlasmíði og
fengu færri en vildu hnakkana hans
Helga. Síðasti hnakkurinn var af-
greiddur eftir að Helgi fór í sína
síðustu för til Húsavíkur.
Þegar ég minnist Helga frænda
míns komu þeir bræður hans allir,
sem ég kynntist fram í huga minn,
en Jón sá ég aldrei en þeir voru
og eru, því nú er Ingólfur einn eft-
ir, allir hinir mætustu menn og eins
og Páll H. Jónsson fósturbróðir
þeirra ritar í minningargrein um
Pétur. „Heimilið var til þess fallið
að þroska ástund, áhuga og félags-
hyggju. Próf úr þeim heimilisskóla
hafa þeir Stafnsbræður staðist með
ágætum." Árið 1941 ákváðu Reyk-
hólahjón Steinunn og Tómas að
reisa nýtt íbúðarhús. Smiðir að því
ásamt pabba voru bræður hans
Helgi og Ketill. Það ár var ijárlaust
í Stafni og voru þeir bræður því
lausari við og komu til að hjálpa
Grímur Thoraren-
sen - Kveðjuorð
Kveðja frá Bridsfélagi
Kópavogs
Grímur Thorarensen er látinn.
Hann kom til liðs við Bridsfélagið
þegar hann flutti frá Selfossi í
Kópavog árið 1965. Allar götur
síðan var hann atkvæðamikill í
félaginu, sveitarforingi frá því
fyrsta og sat í stjórn félagsins í
mörg ár.
Með Grími er genginn góður
félagi sem verður sárt saknað
þegar vetrarstarfið hefst. Um leið
og við þökkum honum samfylgd-
ina sendum við ástvinum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Gríms
Thorarensens.
Þorsteinn Berg
Birtíng afmætís-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir i ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
bróður sínum. Þeir komu snemma
vors, skruppu svo heim um háslátt-
inn en voru síðan aftur mættir síðla
sumars og voru langt fram á haust,
komu heim í snjóum eins og sagt
var í Stafni. Lítil stúlka var ég þá
og varð strax ákaflega hænd að
þessum frændum mínum, þótti þeir
góðir og skemmtilegir. Við systkin-
in Sigurgeir og ég fengum Ketil
oft til að leika ögn við okkur og
stundum komst ég á háhest hjá
honum. Aftur á móti fékk ég gjarn-
an sæti á hné Helga míns. Smíði
hússins gekk vel, enda ekki slegið
slöku við vinnuna og frændur mínir
stjórnuðu þessu af mildi og festu.
í Laugaskóla fór ég 1948 og eft-
ir það varð heimili Helga og Fríðu
mitt annað heimili rétt eins og
dætra þeirra. Þar var ég í öllum
fríum, hljóp auðvitað í öll hin húsin
í Stafns-hverfi og lét alla hafa fyr-
ir mér og elskaði allt þetta frænd-
fólk mitt. Og alltaf er ég-að koma
heim þegar ég kem í Stafn.
Helgi og Fríða eiga sérstakan
sess í hugum okkar systkina, það
var ekki bara að Helgi væri bróðir
pabba og Fríða mágkona, þau voru
líka vinir mömmu frá Hólum og er
mamma lést sl. sumar mættu allar
dætur þeirra til að kveðja hana.
Skömmu seinna kom ég í Stafn og
Helgi minn sagði: „Ósköp þótti mér
vænt um að þær voru þama allar
dæturnar mínar“. Helga og Fríðu
varð 5 dætra auðið, en þær eru
María Kristín gift Halli Jósepssyni,
búa á Amdísarstöðum í Bárðardal,
Ólöf gift Kristján Jósepssyni, búa
í Stafni, Ingibjörg gift Guðlaugi
Valdemarssyni, búsett í Reykjavík,
Ásgerður ljósmóðir, gift Jóni Hann-
essyni lækni, búsett í Garðabæ,
Guðrún gift Gunnari Jakobssyni,
búsett á Akureyri. Barnabörnin eru
17, barnabarnabörnin 32 og 1 er
komið í 5. lið. Hin síðari ár fór
heilsu þeirra Helga og Fríðu hrak-
andi en þau Ólöf og Kristján hafa
gert allt til að þau gætu verið
heima. Fríða varð svo fyrir því ól-
áni að fótbrotna sl. vetur og liggja
á sjúkrahúsi, en var svo nýkomin
heim er bóndi hennar Iést. Minning-
arnar um frænda minn eru svo
margar og góðar að mér endist
ekki dagurinn til skrifa um hann,
en einhvers staðar skal staðan num-
ið. Og þá er ég heyri góðs manns
getið minnist ég Helga frænda og
þeirra Stafnsbræðra allra.
Ég kveð frænda minn svo sömu
kveðju og föður minn, með broti
úr erfiljóði um afa eftir Sigurð á
Arnarvatni.
Ingibjörg Helga-
dóttir — Minning
Fædd 21. nóvember 1910
Dáin 27. júní 1991
Með Ingibjörgu Helgadóttur hef-
ur stórbrotin kona og mikill fagur-
keri kvatt þennan heim. Ingibjörg
ól öll sín æsku- og þroskaár í hjarta
Reykjavíkur, á miklu menningar-
heimili í Bankastræti. Hún þekkti
því vel Austurstræti Tómasar.
Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.
Af bemskuglöðum hlátri strætið ómar,
því vorið kemur sunnan yfir sæinn.
Sjá sólskinið á gangstéttunum ljómar.
Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.
Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,
að jafnvel gamlir símastaurar syngja
í sólskininu og verða grænir aftur.
Eftir nám í Verslunarskóla ís-
lands og erlendis, rak Ingibjörg um
árabil tískuverslunina Nínon rétt
hjá æskuheimili sínu. Nínon þótti
afar vönduð verslun enda var við
stjórn kona með gott fegurðarskyn.
Árið 1961 flutti fjölskyldan sig um
set og nam land í Hlíðunum, að
Miklubraut 50, þar sem fjölskyldu-
heimilið er enn. Ingibjörg bar mjög
hag systkinabarna sinna fyrir
brjósti sem og allrar fjölskyldu sinn-
ar. Ég man það enn glöggt hve
andlitið hennar ljómaði þegar hún
ræddi um Helga systurson sinn,
sem þá stundaði nám í Hlíðaskóla.
Mörg minningarbrot sækja á
hugann þegar ég minnist Ingibjarg-
ar og þá fyrst og fremst vegna
Kvenskátafélags Reykjavíkur.Á
þeim vettvangi var Ingibjörg ásamt
vinkonu sinni Elínu Jóhannesdóttur
ætíð tilbúin að' leggja starfínu lið.
Einn löngu liðinn sumardagur er
mér ofarlega í huga. Sumarið 1962
var fjölmenn norræn skátaforingj-
aráðstefna haldin á íslandi. Sam-
komustaður ráðstefnu kvenskáta-
foringjanna var í Neskirkju og tókst
sérlega vel. Eftir messu í kirkjunni
gekk fríður og fjölmennur hópur
norrænna kvenskátaforingja syngj-
andi inn eftir Miklubrautinni og
vakti óskipta athygli vegfarenda.
Margar kvennanna skörtuðu þjóð-
búningum frá ýmsum héruðum
landa sinna. Sjaldséð sjón í þá daga.
Leiðin lá að Miklubraut 50 til
Ingibjargar og fjölskyldu hennar.
Öllum þessum konum hafði verið
boðið til hádegisverðar. Þegar inn
kom, blöstu við borð fagurlega
blómum skreytt og matur sem hefði
sómt sér í hvaða þjóðhöfðingja-
veislu sem er. En dýrmætast var
þó það vinarþel og sá hlýleiki sem
gestgjafarnir létu í té.
Þegar leiðir þessara kvenna lágu
saman síðar var oft minnst á mót-
tökuna hjá Ingibjörgu á Miklu-
brautinni. Mér er það ofarlega í
minni, þegar fjórir fulltrúar frá Is-
landi sátu alheimsráðstefnu kven-
skáta í Nyborg á f’jóni, að Helvi
Sipila sem þá sat í alheimsstjórn
kvenskáta og varð síðar aðstoðar-
aðalritari Sameinuðu þjóðanna,
lýsti því yfir að hún hefði skilið
eftir hluta úr hjarta sínu á íslandi.
Kannski leynist hann á Miklubraut
50. Þessi móttaka var raunar ekk-
ert einsdæmi. Mér er kunnugt um
það að gestrisni fjölskyldunnar á
sé lítil takmörk.
Um leið og mér er ljúft og skylt
að rifja upp þessi minningabrot,
sendi ég systrunum á Miklubraut
mínar innilegustu samúðarkveðjur
með þökkum fyir löngu liðna tíð
sem mér mun seint úr minni líða.
Áslaug M. Friðriksdóttir
t
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar,
ODDNÝJAR GRÍMSDÓTTUR,
Stigahlíð 36.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 11-E, Landspítal-
anum, fyrir frábæra umönnun.
Jón Friðrik Möller,
Ingibjörg Jónasdóttir,
Grimur Þorkell Jónasson.
Innilegustu þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð og veittu
okkur styrk við andlát og útför elskulegs sonar og bróður,
HILMARS ÓLAFSSONAR,
Safamýri 44,
áður Bólstaðarhlíð 12.
Guð blessi ykkur öll.
Nú hérvist þrýtur þína,
hér vilja allir tjá og sýna,
vináttu og virðing sína,
vottinn djúpa um snortinn hug
sem anda þínum fylgir á flug.
Allt þó sé í ættargarði
ævistarf þitt traustur varði,
en komandi mönnum minning flytur
um manndóm þinn og landnámsdug,
hljóðlát auðn nú sætið situr
situr og víkur ei á bug.
Trúrri þér mundu fáir fínnast
félagsskyldu og allri dyggð,
hugsjónafestu, heiðri og tryggð.
Fríðu minni, dætrum hennar og
fjölskyldum vottum við systkinin
og fjölskyldur okkar innilega sam-
úð. Guð blessi minningu góðs
manns.
Kristín Ingibjörg Tómasdóttir
Halldóra Hilmarsdóttir,
Ólafur Jónsson,
Anna, Birna og Jón Heiðar.
t
Innilegustu hjartans þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, sem
sýndu okkur samúð og hluttekningu með blómum og minningar-
gjöfum við andlát og jarðaraför ástkærrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BRYNJU ÞORGRÍMSDÓTTUR,
Garðsstíg 3,
j ’ Hafnarfirði.
Magnús Kristjánsson,
dætur, tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabarn.