Morgunblaðið - 14.08.1991, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn vinnur að verkefni
sem tengist listum og er i mikl-
um ham. Hann fer í rómantíska
og eftirminnilega útivistarferð
með maka sínum .
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið vinnur að viðhaldi og
endurbótum heima fyrir um
þessar mundir. Það ætti að
slappa af í kvöld og njóta þess
að vera með fjölskyldunni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 9»
Tvíburinn leggur síðustu hönd
á verkefni sem hann hefur iengi
unnið að. I kvöld verður hann
í skapi til að fara út á meðal
fólks. Ferðalag verður bráðlega
á dagskrá hjá honum.
Krabbi
(21. júní - 22. júií)
Krabbinn er mjög aðlaðandi og
sannfærandi í dag. Hann er
orðheppinn og mælskur. Fjöi-
skyldan og heimilið njóta ai-
gjörs forgangs hjá honum í
kvöld.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið er öruggt í framkomu
og fullt af bjartsýni í dag og
hrífur með sér þá sem það
umgengst. Það fær kærkomið
tækifæri til að ferðast.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Fjármál meyjunnar taka já-
kvæða stefnu í dag, en hún
hefur ekki hátt um það. Hún
gerir allt mjög persónulega og
er aðlaðandi í framkomu.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Vogina langar að fá tíma til
að sinna listrænu verkefni. Hún
hlýtur upphefð í hópstarfi sem
hún tekur þátt í. Vináttutengsl
koma henni að góðu haldi.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Sporðdrekinn slær í gegn í fé-
lagsstarfi núna. Honum gefst
einnig spennandi tækifæri í
viðskiptum. Það sem gerist á
bak við tjöldin kemur sér vel
fyrir hann.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) #3
Bogmaðurinn ætti að nota
heppilegt tækifæri sem honum
gefst núna til að heimsækja
vini sem búa í fjarlægð. Ráð-
gjafi hans reynist honum holl-
ráður.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitinni kann að bjóðast
launahækkun í vinnunni í dag.
Nú mætti ætla að hennar tími
væri kominn.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) dk
Vatnsberinn er að hugsa um
að fjárfesta í listaverki núna.
I dag er tilvalið fyrir hann að
undirrita samninga og ná sam-
komulagi. Maki hans styður
hann dyggiiega.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Fiskurinn á einlægar viðræður
við sína nánustu. Hann tekur
mikilvæga ákvörðun ásamt
maka sínum. Honum gæti boð-
ist álitlegt starf í dag og hann
kann að verða heppinn í fjár-
málum.
Stjörnuspána á aó lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vt'sindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
»-• þO BAKJCA^., OS þ/i
S/C4L ÉSBKkJ H&./ND/) þÉft
EG L£(SG T/l.
AdAÍA/ytlDLOtsl.
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
SMÁFÓLK
Gledilegan þakkargjörðardag, í tilefni af þessu tækifæri notaði ég Ég mana þig til að sleikja hann í
gamli félagi! fingurinn til þess að teikna kalkún burtu!
í hundamatinn þinn ...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páil
Arnarson
Þegar skiptingin er mikil veit
í rauninni enginn við borðið hvað
er sagt til vinnings og hvað til
fórnar. I slíkum stöðum er far-
sælt að fylgja gömlu reglunni:
„Ef þú ert í vafa, segðu þá ein-
um meira.“ Aðalsteinn Jörgens-
en gerði það með góðum ár-
angri í þessu spili gegn Belgum
á EM:
Austur gefur; AV á hættu.
Norður
♦ KG
V8
♦ ÁG654
Vestur *Á10432Austur
♦ 6432 4ÁD1095
♦ ÁG63 VKD10754
♦ 83 4D
♦ G86 _ . ♦ 7
Suður
♦ 87
¥92
♦ K10972
♦ KD95
Aðalsteinn og Jón Baldursson
voru með spil AV í lokaða saln-
um:
Vestur Norður Austur Suður
Jón Aðalst. 4
- - 1 hjarta Pass
.2 tíglar Dobl 4 hjörtu 5 tíglar
Pass Pass 4 hjörtu 5 tíglar
Pass Pass 5 hjörtu Allir pass
Tveggja tígla sögn Jóns var
„yfirfærsla“, Þ.e. hækkun í
hjarta, og því sýndi dobl norðurs
tígullit. Fimm tíglar gátu hæg-
lega unnist, svo Aðalsteinn sagði
„einum meira“, allt eins til fórn-
ar sem vinnings. En spaðin lá„
vel og Aðalsteinn gaf aðeins á
láglitaásanna: 650 í AV.
í opna salnum eftirlétu Belgar
Guðlaugi R. Jóhannssyni og Erni
Arnþórssyni samninginn í 5
tíglum:
Vestur Norður Austur Suður
Guðl. Öm
- - 1 hjarta Pass
1 grand Pass 2 hjörtu Pass
Pass 2 grönd 3 spaðar 4 tíglar
Pass 5' tíglar Allir pass
Vestur kom út með hjartaás
og skipti yfir í spaða: 50 í AV
og 12 IMPar. Emi fannst spað-
inn liggja „illa“, því hann vinnur
spilið ef vestur á drottninguna.
En í raun lá spaðinn hvorki vel
né illa. Ef drottningin er í vest-
ur, vinnur Örn sitt spil en Aðal-
steinn fer einn niður.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á stórmótinu í Biel í Sviss, sem
lauk í síðustu viku, kom þessi at-
hyglisverða staða upp í viðureign
stórmeistaranna Aleksei Shirov
(2.615), Lettlandi, sem hafði hvítt
og átti leik, og Larry Christian-
sen (2.600), Bandaríkjunum. Sem
sjá má eru liðsyfirburðir hvíts
miklir, en svartur hótar máti í
þriðja leik, með 49. — Bgl+ 50.
Khl — Bf2+ o.s.frv. Shirov fann
réttu leiðina til að hindra að hvítur
kæmi hótun sinni í framkvæmd:
49. Df4+! - Bxf4+ 50. Hxf4
— Dcl 51. Hf7! (En alls ekki 51.
Hf8?? — Dc7+) og svartur gafst
nú upp, því hvítur fær nýja drottn-
ingu. Shirov sigraði örugglega á
mótinu, hlaut 9'A v. af 14 mögu-
legum, vinningi á undan fjórða
stigahæsta skákmanni heims,
Evgení Bareev (2.680). Röð ann-
arra þátttakenda: 3.-4. Andersson
og Lautier Vh v. 5. Christiansen
6 v. 6. Adams 6 v. 7. Gavrikov
5‘A v. og Júgóslavinn Kozul rak
lestina með 4'/2 v.