Morgunblaðið - 14.08.1991, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Höfum rétt við“ er kjörorð átaks sem VISA ísland og KSÍ standa fyrir þar sem knattspymumenn era hvattir til að sýna prúðmannlega framkomu. Háttv-
ísis-verðlaunin fyrir júlí voru afhent á blaðamannafundi með Pelé í gær. Frá vinstri: Einar S. Einarsson, frá VISA ísland, Tim Hawkinson, Tindastóli, var kjör-
inn prúðasti þjálfari 2. deildar, Ásgeir Elíason, Fram, var kjörinn prúðasti þjálfari 1. deildar, Bjöm Jónsson, FH, sem útnefndur prúðasti leikmaður 1. deildar,
Laufey Sigurðardóttir úr ÍA sem var kjörið prúðasta lið 1. deildar kvenna, Pelé, Jónína Víglundsdóttir, fyrirliði ÍA, Bjarni Sveinbjörnsson úr Þór var kjörinn
prúðasti leikmaður 2. deildar, Gústaf Ómarsson, fyrirliði UBK, tók við verðlaunum Breiðabliks sem var kjörið prúðasta lið 1. deildar, Gísli Sigurðsson úr Tindastóli
tók við verðiaunum Tindastóls sem var kjörið prúðasta lið 2. deildar og Eggert Magnússon, formaður KSÍ.
„Mikilvægt að hvetja til
prúðmannlegrar framkomu"
- sagði knattspyrnusnillingurinn
PELÉ eða Edson Arantes do
Nascimento eins hann heitir
réttu nafni hefur heiðrað
íslenska knattspyrnunnendur
með nærveru sinni síðustu þrjá
daga og farið víða um land.
Hann hélt af landi brott til ít-
alíu í morgunn. Pelé er af flest-
um talinn mesti knattspyrnu-
maður sem uppi hefur verið. Á
blaðamannafundi í gær lýsti
hann ánægju sinni með heim-
sóknina til Islands.
Pelé hefur einstaklega gaman
af því að vera innan um börn
og og gerir allt sem hann getur
^ fyrir þau. Á sínum leikmannsferli
sem spannaði yfir
ValurB. 21 ár var hann alla
Jónatansson tíð framúrskarandi
skrífar ímynd fyrir knatt-
spyrnumann. Hann
fékk aldrei áminningu á ferlinum
hvað þá rautt spjald. Hann sagðist
hafa byijað að leika sér í fótbolta
6 ára gamall og þá aðallega á göt-
um Sao Paulo. Faðir hans var knatt-
spymumaður og kenndi honum
grundvallaratriði knattspyrnunnar.
Hann starfar nú sem sendiherra
fyrir Alþjóða knattspymusamband-
ið FIFA hvað varðar Fair Play eða
háttvísi og er það fyrst og fremst
tilgangurinn með komu hans til ís-
lands að hvetja til prúðmannlegrar
Morgunblaðíð/Árni Sæberg
>Pelé afhendir hér Jónínu Víglundsdóttur, fyrirliða ÍA, verðlaun fyrir prúðasta
lið 1. deildar kvenna.
Pelé á blaðamannafundinum í gær
Pelé - „Svarta perlan“
Nafn: Edson Arantes do Nascimento
Fæddur: 23. október 1940 í Tres Coracoes, Minas Gerais, Brásilíu.
Leikmaður: Hjá Santos í Brasilíu 1956 - 1974, lék alls 1.036 leiki
og skoraði í þeim 1.216 mörk. Lék síðan með New York Cosmos
frá 1975 - 1977.
Landsleikir: Alls 111 landsleikir fyrir Brasilíu og skoraði í þeim
96 mörk. Fyrsti leikur hans með landsliðinu var 1957 á móti Arg-
entínu. Hann vann þijá heimsmeistaratitla með Brasilíu; 1958, 1962
og 1970 og hefur enginn annar knattspyrnumaður náð þeim árangri.
framkomu. Pelé er ekki aðeins
sendiherra fyrir FIFA því nýlega
var hann skipaður sérstakur sendi-
herra Sameinuðu þjóðanna í sam-
bandi við umhverfismál. Það má
því segja að hann komi víða við.
„Það er mér mikil ánægja að
hafa fengið tækifæri til að heim-
sækja ísland og taka þátt í þessu
átaki um háttvísi og drengilegan
leik. Það er mjög mikilvægt að
hvetja unga leikmenn til prúðmann-
legrar framkomu jafnt utan vallar
sem innan,“ sagði Pelé á blaða-
mannafundinum í gær.
Pelé var spurður um minnisstæð-
asta leikinn á ferlinum. „Það er
mjög erfitt að velja einn leik, en í
fljótu bragði held ég að það sé leik-
ur Brasilíu og Wales í undanúrslit-
um Heimsmeistaramótsins 1958.
Við unnum þann leik 1:0 og gerði
ég sigurmarkið og það tryggði okk-
ur sæti í úrslitaleiknum. Ánnars eru
margir aðrir minnisstæðir leikir og
of langt mál að telja þá upp,“ sagði
hann.
Þjálfarar hræddir
viö sóknarknattspyrnu
Hann sagðist vilja sjá meiri sókn-
arknattspyrnu en verið hefur und-
anfarin ár. „Þegar ég lék með Sant-
os lékum við sóknarbolta og gerðum
mikið af mörkum. í landsliðinu var
einnig lögð mikil áhersla á sóknar-
knattspymu. Leikirnir voru opnari
og skemmtilegri fyrir áhorfendur.
í dag er leikin meiri vamarleikur
og ég held að þjálfarar eigi þar
stærstan þátt því þeir eru hræddir
um að missa þjálfarastarfið ef liðið
tapar.“
Hann sagði að knattspyrnan
væri ekki betri eða verri en áður.
„Knattspyrnan hefur ekki breyst
mikið innan vallar. Helstu breyting-
amar eru utanvallar. Áhorfendur
taka nú meiri þátt í leiknum en
áður og hafa oft sett svartan blett
á knattspyrnuleiki þar sem tugir
manna hafa látið lífið. Þetta hefur
verið mikið vandamál til dæmis í
Englandi. Knattspyrnumenn verða
að leggja sitt að mörkum til að
bæta ástandið."
Matth'aus bestur
Hann var spurður hver væri að
hans mati besti knattspyrnumaður
Evrópu. „Það er erfitt að benda á
einn leikmann. í síðustu Heims-
meistarakeppni var enginn sem
skaraði verulega framúr. Ástæðan
er líklega sú að liðin leika nú meira
sem liðsheild en áður og því minna
um einstaklingsframtak. En ef ég
ætti að néfna einn þá held ég að
Lothar Mattháus sé besti leikmaður
Evrópu um þessar mundir."
Pelé
Hvaðan er nafnið Pelé komið?
„Þegar ég var sex eða sjö ára og
við strákarnir vorum að leika okk-
ur, kallaði einn strákurinn mig Pelé.
Ég veit ekki af hveiju. Þetta fór
fyrir bijóstið á mér og ég skamm-
aði strákinn fyrir að kalla mig þessu
nafni. Síðan festist nafnið við mig
og í skólanum var ég alltaf kallaður
Pelé þó svo ég hafi barist mjög á
móti því í fyrstu. Var reyndar rek-
inn úr skólanum einu sinni fyrir að
slást við félaga minn sem kallaði
mig þessu undarlega nafni. Ég var
stoltur af Edson nafninu því Thom-
as Edison fann upp rafmagnið og
ég vildi halda því. Núna er ég mjög
sáttur við nafnið Pelé.“
ÍÞRÚWR
FOLK
■ NJARÐVÍKINGAR hafa ráðið
Bandaríkjamanninn Patric
McCall, 24 ára, sem þjálfara allra
yngri flokka félagsins í körfuknatt-
leik.
■ PREBEN-Elkjær Larsen,
fyrrum landsliðsmaður Dana í
knattspymu, mun koma til íslands
í sambandi við vináttulandsleik ís-
lendinga og Dana á Laugardals-
vellinum 2. september. Preben-
Elkjær mun starfa við lýsingu á
leiknum til Danmerkur.
■ PELÉ fékk ekki farangurinn
sinn er hann kom til landsins með
SAS flugfélaginu á sunnudags-
kvöld. Hann varð því að kaupa sér
spariföt í Herragarðinum áður en
hann fór í boð Borgarstjórans í
Reykjavík í Höfða í gærkvöldi.
■ CRYSTAL Palace átti að leika
við Leeds heima í fyrstu umferð
endsku deildarinnar sem hefst á
laugardaginn. Leiknum hefur verið
■■■■■■I frestað því eridur-
Frá Bob bætur á velli Palace
Hennessy Selhurst Park hafa
íEnglandi dregist á langinn og
hann verður ekki til-
búinn. Félagið verður líklega sektað
fyrir vikið.
■ PORT Vale keypti í gær varn-
armanninn stæðilega, Peter Swan
frá Hull fyrir 300.000 pund, eða
um 31 milljón ÍSK.
■ STEVE McMahon mun ekki
leika á laugardaginn með Liverpo-
ol þegar þeir mæta Oldham. Lið-
bönd í hnéi tognuðu hjá honum
í æfingaleik um helgina.
■ CHELSEA seldi í gær sóknar-
manninn Kevin McAllister til Fal-
kirk í Skotlandi fyrir 200.000 pund,
eða um 21 milljón ÍSK.
■ TONY Park fyrrverandi mark-
vörður Tottenham, var í gær seld-
ur til West Ham og á að vera vara-
markvörður þar á bæ.
■ WEST HAM keypti einnig í
gær Mick Small frá Brighton fyr-
ir um 40 milljónir ÍSK. Small er
hörundsdökkur sóknarmaður og
mun leika fyrsta leik sinn með nýja
liðinu á laugardaginn gegn Luton.
GOLF
Keppni handknatt-
leiksmanna
Akveðið hefur verið að endurvekja golf-
keppni handknattleiksmanna, sem var
árlegur viðburður fyrir nokkrum árum.
Keppnin í ár fer fram á Strandarvelli við
Hellu á fostudaginn kemur og hefst kl. 14.
Rútuferð verður frá Teppabúiðnni við Suð-
umaldsbaut kl. 12.
Þátttökurétt eiga allir þeir sem leikið
hafa með meistaraflokki félagsliða, starfað
í stjóm félaga, í stjóm HSl, verið dómarar
eða starfað sem íþróttafréttamenn. Keppn-
isfyrirkomulag að þesdsu sinni verður punk-
takeppni (Stableford), þannig að enginn fær
meira en eitt högg í forgjöf á hveija holu.
Þá verður einnig sveitakeppni á milli fé-
laga, stjórnarmanna HSl, dómara og iþrótt-
afréttamanna.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast í
síasta lagi í dag - til Gunsteins Skúlasonar
(sími 43988), Jóns H. Karlssonar (681950)
og Bjama Jónssonar (641150).
í kvöld
Knattspyrna kl. 19
1. deild karla:
Stjömuvöllur Stjaman - FH
Laugardalsvöllur B’ram - Víðir
1. deild kvenna:
Kópavogsvöilur UBK - Týr
Bikarkeppni kvenna, undanúrslit:
Keflavík IBK - Þór
Akranes ÍA - Valur
3. deild karla:
Húsavíkurvöllur Völsungur - Skallagr.
Siglufjarðarvöllur KS - Magni
4. deild:
Sauðárkr. Þrymur - Kormákur
Blöndósvöllur Hvöt - Neisti
Laugarlandsvöllur UMSE b - SM
Fáskrúðsfjarðarv. Leiknir - Sindri
Reyðai-fjarðarv. Valur - Einheiji
Seyðsiíjarðarv. Huginn - Höttur
Þorlákshafnarv. Ægir - Reynir S.
Utandeildakeppnin:
KMF - Flugleiðir