Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 2
EFNI 2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 Svefnstellingar hafa áhrif á vöggndauða: Ekki ráðlegt að hvít- voðungar sofi á bakinu segja íslenskir læknar í RÍKINU Viktoríu í suðurhluta Ástralíu hefur tíðni vöggudauða lækkað um helming í kjölfar herferðar þar sem foreldrum var ráð- lagt að forðast að láta börn sín sofa á maganum, að sögn Reuters- fréttastofunnar. Læknar hér á landi ráðleggja foreldrum að láta börn sín sofa á grúfu og Atli Dagbjartsson, barnalæknir á vöku- deild barnadeildar Landspitalans, segir tölurnar frá Ástralíu vera fljótfærnisályktanir sem ekki beri að taka tillit til að svo stöddu. Ástralska herferðin hófst í júlí á síðasta ári en eitt barn á móti hveij- um 500 fæddum börnum í Viktoríu dó áður úr vöggudauða; nú er hlut- fallið eitt á móti þúsund. Árlega dóu á bilinu 120—135 böm vöggudauða en á síðasta ári létust 76 böm af þessum sökum í Viktoríu. Hér á landi er tíðni vöggudauða 0,73 á hver þúsund lifandi fædd böm. A ári hveiju fæðast hér um 4.000 böm þannig að um þrjú börn Stöð 2: I athugnn að senda beint frá Alþingi STOÐ 2 kannar nú möguleika á að hefja reglulegar sjónvarpsút- sendingar frá Alþingi. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri segir að þetta sé til skoðunar og ef samningar takist geti stöðin haf- ið útsendingar frá þinginu með litlum fyrirvara. „Það verður kannað hvort fýsi- legt sé að heija útsendingar frá Alþingi en um það verður að semja við þingið. Þetta verður skoðað á allra næstu vikum,“ segir Páll. Eigendur Stöðvar 2 stefna að því að heija sjónvarpsútsendingar Sýn- ar hf. í lok nóvember og er talið líklegast að um helgarsjónvarp verði að ræða með áherslu á íþrótta- og skemmtiefni. Er hugmyndin sú að útsendingar frá Alþingi færu fram á útsendingarás .Sýnar á starfsdögum þingsins. Hjá Ríkisútvarpinu eru einnig ýmsar breytingar á döfínni. Vetrar- dagskrá hefst 1. október eða fyrr en venja er og verður framsetning á efni sjónvarpsins þá með breyttu sniði, að sögn Harðar Vilhjálmsson- ar starfandi útvarpsstjóra. Þá stefnir ríkisútvarpið einnig að því að hefja steríóútsendingar sjónarps-- ins um næstu áramót. deyja hérlendis vöggudauða á ári hveiju. Vöggudauði er skilgreindur sem skyndidauði þar sem að engin önnur -dánarörsök_ fínnst. Önnur ríki í Ástralíu hafa nú ákveðið að senda nýbökuðum for- eldrum skriflegar leiðbeiningar um það hvemig minnka megi hættuna. Auk þess sem foreldrum er ráðlagt að láta börn sín sofa á hliðinni eða á bakinu er þeim bent á að láta bömunum ekki vera of heitt, halda þeim frá reyk og hafa þau á bijósti svo fremi sem það er mögulegt. Atli Dagbjartsson, barnalæknir, segist ekki kannast við skýrslu um að tíðni vöggudauða minnki ef börn sofí ekki á maganum. „Við ráð- leggjum fólki að láta börnin sofa á grúfu en ekki á mjúkum kodda heldur bleyju eða einhveiju þess háttar,“ segir Atli og bætir því við að læknar vari fólk við því að láta börn liggja á bakinu því ef þau kasti upp þá sé hætta á því að þau gleypi vökvann ofan í lungun sem sé stórhættulegt þar sem það geti valdið lungnabólgu eða köfnun. Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir og barnameinafræðingur á rannsóknarstofu Háskólans, hefur fengist við rannsóknir á vöggu- dauða mörg undanfarin ár. Hann segir skilgreininguna á vöggudáuða mjög vandmeðfarna og mikið vanti upp á að samræmi sé á milli landa. Til þess að staðfesta að um raunver- ulegan vöggudauða sé að ræða þarf krufning að hafa farið fram og segir Jóhann mikinn misbrest á að það sé alls staðar gert. Áðspurður um þessar tölur frá Ástralíu segir Jóhann: „Ég hef enga trú á því að það að leggja börnin á bakið skipti máli því ef það væri þá værum við ekki með svona lágar tölur yfír vöggudauða hér á landi.“ Að sögn Jóhanns er tfðni vöggu- dauða hér á landi með því lægsta sem gerist í heiminum. í haust fer af stað sameiginleg rannsókn Norðurlandanna á vöggu- dauða og að sögn Jóhanns Heiðars er eitt meginmarkmiðið að tryggja að samræming verði á skráningu á vöggudauða milli landanna og gerð verði krafa um krufningu í hvert sinn. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Anatolíj Karpov, fyrrum heimsmeistari í skák, við komuna til landsins í gærmorgun. Hingað kom hann frá Bandaríkjunum, þar sem hann dvaldi í einkaerindum, og samferða Honum til landsins voru Boris Gulko sem keppir fyrir Bándaríkin og Lju- bormir Ljubojevic frá Júgóslavíu. Heimsbikarmót Flugleiða í skák: Allir vilja vinna - sagði fyrrum heimsmeistari Anatolíj Karov sem verður meðai keppenda Keflavík. „Þetta er geysisterkt mót þar sem allir vilja standa uppi sem sigurvegarar og ég er einn af þeim,“ sagði Anatolíj Karpov stórmeistari og fyrrum heimsmeistari þegar hann kom til ís- lands í bítið í gærmorgun. Hingað er Karpov kominn til að taka þátt í Heimsbikarmóti Flugleiða í skák sem verður skipað 16 stórmeisturum. Mótið hefst á morgun, mánudag, á Hótel Loft- leiðum. Karpov sagði að hann hefði síðast teflt á móti fyrir um mán- uði þegar hann atti kappi við Indveijann Anand í 8 manna úrslitum áskorendaeinvígisins í Brussel í Belgíu. Þegar Karpov var spurður hvort hann væri í góðu formi um þessar mundir tók Júgóslavinn Ljubomir Ljubojevic, sem einnig verður meðal kepp- enda á mótinu og kom til lands- ins með sömu vél, orðið af Karpov. Sagði hann að Karpov væri alltaf sterkur en tefldi að- eins misvel. Mótið verður eitt fimm móta í heimsbikarkeppninni í skák sem haldin verða á vegum Stór- meistarasambandsins á næstu tveim árum og sagði Karpov að sú breyting hefði verið gerð á keppnisfyrirkomulaginu frá síðustu mótaröð að árangur allra mótanna væri látinn gilda núna í stað þess að menn hefðu getað sleppt einu áður. Því væri enn mikilvægara að standa sig nú og það yrði ör- ugglega hvergi . gefið eftir. Jóhann Hjartarson stórmeist- ari tekur þátt í mótinu sem gestur því enginn íslenskur skákmaður náði að tryggja sér rétt til þátttöku í heimsbikar- keppninni að þessu sinni; -BB Hekla og Toyota breyta verðlagnÍHgii notaðra bfla Staðgreiðsluverð sett upp og lántökukostnaður leggst ofan á það SÖLUDEILDIR notaðra bíla hjá Toyota-umboðinu og Heklu hf., sem er með umboð fyrir Volkswagen og Mitsubishi-bila, hafa tekið upp nýja verðlagningu á notuðum bílum. Að sögn Boga Pálssonar, framkvæmdastjóra P. Samúelssonar, er nýbreytnin sú að sett er staðgreiðsluverð á alla notaða bíla en sé óskað eftir afborgunarskilmálum leggst á upphæðina lántökukostnaður. Stað- greiðsluverðið er fundið með því að skoða sölusögu bílanna, hvað þeir hafa selst á í staðgreiðslu. Bogi sagði að sala á notuðum bílum hefði gengið vel. Hann sagði að ýmis tilboð sem hefðu sést um staðgreiðsluafslátt á notuðum bíl- um, allt frá 10% upp í 30%, sýndu það eitt að verðlagningin á bílun- um væri mjög skökk. „Fjármagns- kostnaðurinn sem kaupandi slepp- ur við með því að staðgreiða bíl er sá sami á öllum bílum. Það á því ekki að þurfa að gefa 15% afslátt af einum bíi og 30% af öðrum. Við erum búnir að breyta þessu hjá okkur í þá veru að setja á alla bíla staðgreiðsluverð, þar er ekki verið að tala um einhveija afslætti, tilboð eða útsölur heldur breytta verðlagningu notaðra bíla, þar sem þeir eru settir inn í sama verðlagningarmynstur og gildir um nýju bíiana. Tilgangurinn með þessu er sá að auðvelda venjulegu fólki sem þekkir ekki þetta svo- nefnda bílabrask að kaupa sér notaðan bíl og fullvissa það um að ekki sé verið að plata það,“ sagði Bogi. Marinó Björnsson sölustjóri hjá Heklu sagði að nú væri í vaxandi mæli farið að setja staðgreiðslu- verð á bílana, einkum á nýrri bíla. „Þetta þýðir það að við munum sýna raunverð bílanna í stað ein- hverrar upphæðar sem bílarnir aldrei seldust á. Þetta vona menn í greininni að verði til góða. Hann sagði að heldur dauf sala hefði verið á notuðum bílum og kvaðst hann varla muna eftir meira framboði af þeim. Um síð- ustu- mánaðamót hefðu notaðir bílar verið settir á útsölu í þijá daga og þá hefðu selst 120 bílar, en síðan hefði hægst um. Hjá bílasölunni Bílahöllinni fengust þær upplýsingar að eitt- hvað væri orðið um að slíka verð- lagningu en ekki væri stefnt að því að taka hana alfarið upp. Umrót á fjölmiðla- markaði ►Mikið umrót á sér nú stað á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Stjórnmálaflokkar að missa tökin á dagblöðunum og aukin umsvif ljósvakamiðla. /10 Albanirflýja hungurv- ofuna ►Hungursneyð bíður Albana eftir nokkra mánuði, nema matur og mikil hjálp berist þeim frá öðr- um./12 Sumir græða og aðrir fapa ► Mikil umræða er nú um um svo- nefnd gróðurhúsaáhrif og spurn- inguna um nþað hvort farið sé að gæta hækkandi hitastigs á jörð- inni. 14 Eg gleðst með þjóð minni ►Rætt við Eðvald Hinriksson, sem átt hefur viðburðaríka ævi sem Eistlendingur og íslending- ur./20 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-32 Nýtt byggingasvæði í Kópavogi ►A Nónhæð á eftir að rísa glæsi- legbyggð./14 Úr myrkviði sálsýkinn- ar ►Rithöfundurinn William Styron hélt að hann hefði endanlega gert upp hug sinn. Sextugur að aldri ætlaði hann að feta dauðaslóð margra frægustu rithöfunda aldar- innar: Hann var staðráðinn í að stytta sér aldur. /1 Greindartaflan ►Geta menn aukið greind sína með nýjum töflum? /6 Músíkin í höfði mér ►Rætt við hljómsveitarstjórann Robin Stepleton /10 Hef aldrei rifist við nokkra manneskju ►Samtal við Oddfríði Sæmunds- dóttur frá Elliða, en hún hefur samið bæði ljóð og dægurlagatexta undir höfundanafninu Fríða. /12 Þessi gullnu blik ►Félag íslenskra leikara 50 ára /12 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Skák 20 Dagbók 8 Minningar 24 Hugvekja 9 Mannlífsstr. 8c Leiðari 16 Fjölmiðlar 16c Helgispjall 16 Kvikmyndir 18c Reykjavíkurbréf 16 Dægurtónlist 19c Fólk í fréttum 26 Bió/dans 22c Útvarp/sjónvarp 28 A fómum vegi 24c Myndasögur '20 Velvakandi 24c Brids 20 Samsafnið 26c Stjörnuspá 20 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRETTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.