Morgunblaðið - 22.09.1991, Page 11

Morgunblaðið - 22.09.1991, Page 11
MOUUUNBLAÐIÐ SUXNUDAGUR/22. SEFl'KMBER>I9íU ií Morgunblaðið/Þorkell Framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins kom saman sl. fimmtudag til að ræða framtíð útgáfu Alþýðublaðsins og Pressunnar. Fyrir liggur ósk blaðstjórnar um 5 millj. kr. framlag til blaðanna og er framtíð þeirra talin geta oltið á því. Framkvæmdastjórnin frestaði umfjöllun um málið fram í næstu viku. Hörður Vilhjálmsson, starfandi útvarpsstjóri RÚV til bráðabirgða, og Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri á Stöð 2, undirrituðu í vikunni samn- inga við fulltrúa Pósts og síma um uppsetningu sjónvarpssenda en það gerir Sýn hf. kleift að hefja sjónvarpsútsendingar eftir tvo mánuði. augljósa hagsmuni Odda af áfram- haldandi útgáfu blaðanna segir Knútur Signarsson skrifstofustjóri prentsmiðjunnar að ekki standi til að Oddi taki þátt í útgáfu eða eign- ist hlut í blöðunum. Alþýðublaðinu er haldið utan við þær hugmyndir sem eru ræddar um sameiginlega blaðaútgáfu á grunni Tímans og Þjóðviljans. Þar ríkir reiði í garð Alþýðuflokksins fyrir að hafa látið óátalið þegar fjármálaráðherra ákvað í sumar að skera niður kaup ríkisins á 500 eintökum hjá hveiju blaði. „Sú ákvörðun stjórnar Blaðs hf. að leita eftir kaupendum að Press- unni er túlkuð svo, að ekki geti ver- ið mikill hagnaður af því blaði. Það er þá ekki talið að mikið verði eftir hjá útgáfu Blaðs hf. sem mætti leggja fram til sameiginlegrar útgáfu á nýju blaði,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. Aðskilnaður Alþýðuolaðs og Pressu Blað hf., útgáfufélag Alþýðublaðs- ins og Pressunnar, hefur ákveðið að aðskilja rekstur þessara tveggja blaða og að sögn Guðmundar Odds- sonar verður aðskilnaðurinn frá- genginn um næstu mánaðamót. A síðustu árum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á Alþýðublaðinu sem miðuðu að því að það yrði sam- keppnisfært á dagblaðamarkaðinum og stofnað var til síaukins kostnaðar til að hefja útrásina, sem svo var kölluð. Pressan var stofnuð haustið 1988 en eftir mikið umrót innan út- gáfunnar og brottrekstur starfsfólks var ráðist í markaðsátak fyrir blaðið og nýrri ritstjórn fengið blaðið í hend- ur sl. haust. Frekari aukning um- svifa Alþýðublaðsins var hins vegar stöðvuð. Sl. vor var blaðið svo skorið niður í fjórar síður og starfsfólki fækkað. Hagnaður var á útgáfu Blaðs hf. árið 1989, en á síðasta ári var rúm- lega 14 millj. kr. tap á rekstrinum og tæplega 7 millj. kr. tap á fyrri hluta þessa árs. Heildarskuldir eru rúmlega 20 millj. skv. upplýsingum fulltrúa í framkvæmdastjórn flokks- ins. Áætlanir fyrir þetta ár hafa brugðist, og alþýðuflokkSmenn sem rætt var við segja að hálfgert stjórn- leysi ríki á blaðinu. Flokkstíðindi Innan flokksins er deilt um fram- tíð útgáfunnar. Ýmsir vilja að Al- þýðublaðinu verði haldið í þeirri stærð sem það er í nú og að það gegni framvegis því hlutverki að flytja flokkstíðindi til flokksmanna en flokkurinn losi sig alveg við Press- una með sölu ef hægt er. Innan útg- áfustjórnar er hins vegar mikill vilji fyrir því að Blað hf. selji meirihluta í Pressunni fyrir 11-12 millj. kr. en eigi áfram minnihluta í blaðinu þar sem það er álitið eiga möguleika á markaðinum. Að sögn Guðmundar Oddssonar lagði flokkurinn fram um 3 millj. kr. til útgáfunnar fyrir nokkru en hann segir að enn sé óaf- greidd ósk blaðstjómar um fimm millj. til viðbótar. Framkvæmda- stjórn flokksins kom saman sl. fimmtudag til að taka afstöðu til þessarar beiðni en henni hefur verið tekið þunglega. Frestaði stjórnin umfjöllun um málið fram í næstu viku. Heimildir innan forystu flokks- ins herma að framtíð þessarar útg- áfu eins og hún er nú velti á því hvort fimm millj. kr. verða lagðar - fram. „Alþýðublaðið verður gefið út áfram, þó það sé nú í þessum sendi- bréfastíl þá eru menn ekki tilbúnir til að taka þá ákörðun að leggja Alþýðublaðið niður. Eftir aðskilnað- inn á Alþýðublaðið ekki að verða baggi á útgáfunni," sagði Guðmund- ur. „Óvíst er hvað verður um Press- una. Margir telja óeðilegt að flokkur- inn standi að slíkum rekstri og ég er einn af þeim. Þetta er allt í skoð- un,“ sagði Guðmundur en afstaða hans skiptir miklu þar sem hann fer með atkvæði flokksins á hluthafa- fundi sem haldinn verður í næsta mánuði. Flokkurinn eigi minnihluta í Pressunni „Eina blaðið sem á einhveija vaxt- armöguleika er Pressan, sem stendur allvel á markaði,“ segir Hákon Há- konarson framkvæmdastjóri útgáf- unnar í samtali við Morgunblaðið. „Við erum að skilja á milli Alþýðu- blaðsins og Pressunnar og ætlum að laða nýtt hlutafé í Pressuna. Þegar búið verður að samþykkja hlutafjár- aukningu gæti farið svo að flokkur- inn yrði minnihlutaaðili. Þetta gefur möguleika á að skoða frekari útgáfu- möguleika eins og tvö eða þijú blöð í viku eða jafnvel tímaritaútgáfu,“ segir hann. Heimildir herma að hugsanlegir kaupendur hlutafjár í Pressunni séu ekki tilbúnir til að greiða meira en 11-12 millj. fyrir blaðið allt en séu þó ekki fráhverfir því að kaupa meiri- hluta á móti Blaði hf. Hákon segir að ekkert tilboð hafi enn borist í Pressuna en ef einhver ætli að kaupa útgáfuréttinn þyrfti að bjóða veru- lega upphæð sem að hans mati væri ekki undir 15-20 millj. kr. íhuga kaup á Pressunni Hópur ungra manna í viðskiptalíf- inu hefur um nokkurra mánaða skeið gert nákvæmar markaðsathuganir á útgáfu vikublaðs. Pressan kom síðar inn í þá mynd og hafa þessir aðilar lauslega skoðað rekstraiyfirlit blaðs- ins en hafa þó ekki enn kynnt sér nákvæmlega rekstrarstöðu eða árs- reikninga. Útgáfuáformin eru þó ekki bundin kaupum á Pressunni. Friðrik Friðriksson, framkvæmda- stjóri hjá Skrifstofuvélum — Sund hf., tilheyrir þessum hópi en vildi ekkert um málið segja en staðfesti að þessi vinna væri í gangi og að áhugi væri m.a. á að skoða kaup á Pressunni. Atvinnuleysi blaðamanna Samanlagt starfa allt að 100 manns á minni blöðunum og því er ljóst að útgáfuerfiðleikar þeirra geta leitt til þess að allt að 15% fastráð- inna félaga í Blaðamannafélagi ís- lands sjái fram á að missa atvinnuna á næstu mánuðum. „Við stöndum frammi fyrir því að hafa annars veg- ar tvo volduga fjölmiðla á blaðamark- aðinum, sem eru meðal 20 stærstu gjaldenda í höfuðborginni og hins vegar sýnist fokið í flest skjól í út- gáfu minni blaðanna," segir Lúðvík Geirsson. Hann segir að erfíðleikar Blaða- prentsblaðanna hafi verið ræddir í stjórn Blaðamannafélagsins. „Blöðin tvö sem hafa boðað eða gripið til uppsagna ætla að reyna að tryggja útgáfuna en ég heyri að þar geri menn sér grein fyrir að það verði að hafa varaáætlun, sem gengur út á að þessi tvö blöð verði viðbúin því upp úr áramótum að hleypa nýju blaði af stokkunum, hugsanlega í samstarfi við einhveija aðra aðila. Ég held að sá kostur sé fullkomlega raunhæfur," segir Lúðvík. Gisting á hótel Holiday Inn . íslenskur fararstjóri - farþegar okkar fá.sérstakt leyfi til að versla á heildsöluverði í stóru vöruhúsi. Hagstætt verð í verslunum. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Edinborg, höfuðborg Skotlands er heillandi og fögur. Par er margt að sjá, kastala, sögufrægar byggingar og listasöfn. Edinborg er lífleg borg með fjölbreytilega skemmtistaði og menningu. Edinborg stendur á fögrum stað á hæðum við Forth fjörðinn. 15.900 mm 16.900 5. nóv., 8. nóv., 15. nóv., 21. okt., 9. des. og 16. des. 22. nóv. og 29. nóv. Vegna einstaklega hagstæðra samninga okkar um flug og gistingu bjóðum við takmörkuðum fjölda fólks upp á ótrúlega ódýrar og eftirsóttar ferðir til Edinborgar. Kynningarverð - fyrstu 180 sætin 2 DAGAR 3 DAGAR Alltaf með lægsta verðið FLUGFEROIR = SOLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 Öll verð eru staðgreiðsluverö án ílugvallaskatta og forfallatryggingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.