Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ MYIMDASOGUR SUNNyDAGUR 22, SEPTEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) IP* Nýju áhugamálin reynast mjög uppörvandi en smá- munasemi vinar fer hugsan- lega í taugamar á þér. Gættu þín á því að slá ekki slöku við í vinnu. Síðdegið og kvöldið henta tii hugleiðslu. Naut (20. apríl - 20. maf) t&K Þér er í mun að koma ein- hveiju í framkvæmd heima fyrir en eitthvað fer aflaga þar sem kappið er full mikið. Bjóddu vinum heim í kvöid. Tvíburar (21. maí - 20. júnf) 5» Ekki lofa upp í ermina á þér þvi verra er að sitja uppi með svikin loforð en engin. Síðdeg- is færð þú mikinn áhuga á því að skipta um vinnu. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Rétt er að leita inn á nýjar brautir til þess að fá útrás fyrir hæfileikana. Deildu ekki við þína nánustu um fjármál. Fjarlægur vinur hefur sam- band. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Nú er tími til kominn að láta einstaklingseðlið njóta sín en forðastu eigingimi. Þú munt gleðjast mjög yfir óvæntum vinafundi. Kvöldinu skaltu veija f bókhaldið og minn- isbækumar. Meyja (23. ágúst - 22. scptember) Rannsóknir þínar leiða þig inn á mjög áhugaverðar brautir. Varpaðu af þér fullkomnunar- áráttunni, láttu heldur fróð- leiksfýsnina leiða þig áfram. Vog (23. sept. - 22. október) Vertu sjálfum þér samkvæmur og hafðu ekki áhyggjur af því hvað aðrir halda. Vertu hvorki of gagnrýninn né umburðar- lyndur. Sþorðdreki (23. okt. -21. nóvember) Þú skoðar máliri í mjög víðu samhengi í dag, einkum þegar starf þitt er annars vegar. Forðastu fjölskyldudeilur og reyndu að komast hjá sjálfs- dekri. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Hugmyndir þínar em ekki nógu mótaðar til þess að bera þær upp við aðra. Það fer illa að blanda starfi og skemmtan saman í dag. Ljúktu verkum heima fyrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fjármálin em óljós, þú verður að skoða stöðuna betur ofan í kjölinn og farðu hægt í gagn- rýni á eyðslusemi annarra. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú finnur upp á snjöllum leið- um til tekjuöflunar í dag og á næstunni. Gagmýndu ekki aðra og forðastu óþarfa bmðl. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Za* Þrátt fyrir deilur á vinnustað kunna þér að opnast nýjar dyr í starfí. Aukið sjálfstraust leið- ir til meiri skilvirkni og-auk- innar fæmi. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindategra staóreynda. DÝRAGLENS FERPBNAND SMAFOLK I D0NT UNPER5TAND... I 5I6NALEP F0R. A FASTBAll CHARLIE BROWN... Y00 TMREU) A FA5T0ALL, ANP THE BATTER 5WUN6 AT IT ANP MI55EP... Ég skil ekki ... ég gaf merki um fastan bolta, Kalli Bjarna. Þú kastaðir föstum bolta, og kylf- ingurinn sveigði sig að honum og hæfði ekki ... Hvernig vildi það til? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sagnirnar dobl og redobl em bridsspilurum vel kunnar. „Afdobl“ er hins vegar nýtt hug- tak. Norður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ 10764 ▼ 107 ♦ 10953 ♦ D106 Norður ♦ KD83 ▼ ÁG2 ♦ KG762 + 2 Austur ♦ ÁG92 ♦ ÁD84 + G9873 Suður ♦ 5 ▼ KD986543 ♦ - + ÁK54 Vestur Norður Austur Suður — 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 l\jörtu Pass 5 tíglar Pass 5 spaðar Pass 6 hjörtu Pass Pass Dobl Redobl Pass Pass Afdobl Allir pass Spilið kom fyrir í Vanderbilt- keppninni í Bandaríkjunum sl. vor. Bandaríkjamenn spila þá keppni með skermum, eins og gert er í alþjóðamótum. Það kom því í hlut norðurs að upplýsa austur um sagnir. Hann sagði að við stökk sitt í 2 spaða hefði hann sýnt 5-lit í spaða og 6-lit í tígli, en makker léti eins og hann ætti sjálfspilandi hjartalit og eyðu í tígli. Austur doblaði samt í þeirri von að hjartað lægi illa. Þegar sagnbakkinn kom aftur til baka með redobli suðurs, bætti norður við þeirri skýringu að stökk hans í 2 spaða gæti líka verið byggt á 3-litar-stuðn- ingi í hjarta. Austur fékk hland fyrir hjartað þegar hann sá redoblið og kallaði keppnisstjóra að borðinu; sagðist hafa fengið ófullnægjandi skýringar á sögn- um þegar hann doblaði og vildi taka sögnina upp. Samkvæmt bridslögunum er slíkt heimilt ef sannað þykir að spilari hafi beð- ið tjón af ófullnægjandi eða rangri skýringu. Keppnisstjóri taldi svo vera í þetta sinn og gaf austri heimild til að breyta sögninni. NS fengu því aðeins 980 fyrir slemmuna ódoblaða, í stað 1.570. Ogtöpuðu 9 IMPum, því hinum megin doblaði austur 5 hjörtu og fékk líka redobl í hausinn. Út kom tígull, sagnhafi lét lítið úr borðinu og austur drottninguna. Suður fékk því alla slagina og 1.400, sem er býsna sjaldgæf tala fyrir UNN- IÐ spil. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Somerset í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári kom þessi staða upp í skák alþjóð- lega meistarans Sherzer (2.435), sem hafði hvítt og átti leik, og Lunna (2.260). 22. Bg5! (Eftir þennan öfluga leik tapar svartur óumflýjanlega drottningunni.) 22. — Dxg5, 23. Bxe6+! - Bxe6, 24. Hf8+! - Hxf8, 25. Hxf8+ - Kxf8, 26. Rxe6+ og með drottningu og peð fyrir hrók og biskup vann hvítur auðveldlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.