Morgunblaðið - 22.09.1991, Page 19
aaaM:
MORGUNBLAÐIÐ SUNNU
:Ԥm
R 1991
19
Kuðungur
skreyttur skeljum
LEIKLIST
Súsanna Svavarsdóttir
Leikfélag Reykjavíkur —
Borgarleikhúsi
DÚFNAVEISLAN
Höfundur: Halldór Laxness
Leikstjóri: Halldór E. Laxness
Leikmynd og búningar: Sigur-
jón Jóhannsson
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson
Lýsing: Ingvar Bjömsson
Dúfnaveislan, leikrit um hug-
arfar; fátækt og ríkidæmi, nægj-
usemi og græðgd, sálarró og eirð-
arleysi, er fyrsta frumsýning
leikársins á Stóra sviði Borg-
arleikhússins. Sagan um press-
arann (Þorsteinn Gunnarsson)
sem pressar buxur allra manna
best og heldur að hann sé fátæk-
ur. Vill fá að vera fátækur —
og býr, ásamt konu sinni (Val-
gerður Dan) í kjallaraholu i mið-
borginni. En í raun og veru er
kjallarinn fullur af peningum.
Þau hjónin kunna bara enga leið
til að eyða þeim, þegar inn til
þeirra ryðst maður nokkur,
Gvendó (Harald G. Haralds), sem
ætlar að loka hjá pressaranum,
vegna þess að hann vinnur eftir
klukkan fimm og er ódýr. Ódýr-
ari en taxti pressarafélagsins
leyfír. Pressarinn pressar og
kona hans situr með lúna fætur
sína í fótabaði.
En áður en Gvendó fer, hefur
hann uppgötvað auð pressarans,
boðist til að fjarlægja hann úr
húsinu og komið stúlkubarninu
Ondu í fóstur hjá þeim hjónum.
í næsta atriði er Anda orðin
tvítug. Hún er glitrandi gullmoli
í eyðimerkurkjallara pressara-
hjónanna, þráir ástina umfram
allt. Ekki þá ást og samruna sem
fósturforeldrar hennar hafa alið
hana upp við og er af öðrum
heimi, heldur veraldlega ást með
flugeldum og milljónum. Gvendó
hefur ávaxtað peninga pressara-
hjónanna. Þau eru vellauðug —
en ansa því ekki. Þau eru bara
fegin að hafa ekki alla þessa
peninga í hússkriflinu sínu.
Það er ekkert nema gott um
Dúfnaveisluna að segja. Textinn
er einfaldur og skýr, skilaboðin
um hversu mikilvægt æðruleysið
er, eru rækilega undirstrikuð og
andstæðurnar í persónunum,
samkvæmt textanum, oft stór-
skemmtilegar.
En því miður verður ekki það
sama sagt um uppsetninguna,
sem var frumsýnd á föstudags-
kvöldið. Hún hlýtur að vera ein-
hver misskilningur.
Leikurinn er vondur, frá upp-
hafi til enda. Textaflutningur til-
gerðarlegur, mímik afkáraleg og
sviðshreyfingar ýktar, líkast því
að leikstjóranum hafi ekki þótt
textinn alveg eðlilegur; hafi ann-
aðhvort ekki treyst leikurunum
til að koma honum til skila á
þann hátt sem hann er skrifaður
— eða áhorfandanum til að taka
á móti. Þorsteinn Gunnarsson er
aldrei trúverðugur í hlutverki
pressarans. Hann „leikur“ gaml-
an mann á afkáralegan hátt og
maður spyr sig aftur og aftur,
hvers vegna eldri maður var ekki
valinn í hlutverkið, fyrst pressar-
inn á að vera svona gamall.
Textaflutningur Þorsteins er
skýr en afskaplega holur og í
stað þess að skila æðruleysi
pressarans og vinna þannig gegn
orðum hans sjálfs um að hann
sé heimskur asni, undirstrikar
Þorsteinn frekar þá fullyrðingu.
Valgerður Dan, í hlutverki
pressarakonunnar, var öllu stillt-
ari, þótt hún virkaði jafn heimsk
og pressarinn. Ég get ekki ímyn-
dað mér að það hafi verið mein-
ingin. Ég hef einatt skilið þau
hjón svo, við lestur Dúfnaveisl-
unnar, að þau séu gáfaðri en
gengur og gerist. Þau séu of
gáfuð fyrir þessa voluðu veröld
— enda snerti hún þau hvergi.
Og þannig gekk sýningin fyrir
sig — allt eintómar ýkjur og til-
gerð, og óþarfi að tíunda það
hér. Það yrðu aðeins endurtekn-
ingar. Aðeins tveir leikarar virð-
ast hafa fengið leyfi til að nálg-
ast persónurnar sem þeir léku.
Harald G. Haralds var fremur
eðlilegur Gvendó. Textaflutning-
ur hans var skýr og afslappaður
og svipbrigði og hreyfíngar að
mestu leyti eins og honum þætti
Gvendó eins og fólk er flest.
Hann virtist vera eina persónan
í sýningunni sem sá og skildi
pressarann; eina persónan sem
hafði lesíð verkið. Éina hlutverk-
ið sem var þó virkilega vel unnið
var pokapresturinn. Þröstur
Guðbjartsson var merkilega eðli-
legur, skapaði skemmtilega per-
sónu og bar af eins og gull af eir.
Leikmyndin er stórbrotin.
Fyrst heilt þorp á sviðinu — í
allri sinni hæð og dýpt. Síðan
„grand hótel" á mörgum plönum.
Það vantar ekki að leikmyndin
er flott, en alveg yfirþyrmandi.
Á móti flötum leikstílnum verður
hún aðeins til að undirstrika til-
gerðina í uppsetningunni. Ég
tala nú ekki um þegar „grand
hótel“ birtist í allri sinni dýrð, á
mörgum plönum — þannig að
ekkert virðist vanta nema hálf-
naktar amerískar danskonur
með strútsfjaðrir í höndum. Og
sjálf dúfnaveislan verður eins og
einhver vandræðagangur inni í
sýningunni, með einni og einni
hræðu á stangli. Leikmyndin er
svo mikið aðalatriði í sýningunni
að mér varð hugsað til gamals
vinar, sem á unglingsárunum
átti þann draum heitastan að
verða skáld — og orti ljóð um
kuðung skreyttan skeljum.
Dúfnaveislan, sjálft verkið, varð
eins og lítill kuðungur, alþakinn
stórum skeljum; týndur. Lýsing-
in vann vel með leikmyndinni,
var nákvæm og falleg og tónlist-
in, sem var meira valin en frums-
amin, truflaði mann ekkert,
nema pressararapsódían — sem
var þreytandi fölsk til lengdar.
Sjálfsagt í takt við sýninguna,
sem var á allt of hægu róli og
í heildina leiðinleg.
FRÚARLEIKFIMl
Frúarleikfimin hefst í Langholtsskóla
23. sept. Kennt verður á mánudögum
og fimmtudögum kl. 17.10-18.00.
Skráning ísíma 678793 og 33188 ívinnutíma.
Aðalheiður Helgadóttir.
st^G % Læríð gömlu dansana
§ i |p á mánudagskvöldum.
o !> m w.s Allirvelkomnir.
,sSTOFHI&s /ÚN1 ^ Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14A, sími 681616.
TILBOÐ ÓSKAST
í Ford Bronco IIXLT4x4, árgerð ’89 (ekinn 31 þús.
mílur), Chevrolet Blazer S-10 2 W/D, árgerð '86,
Hyundai Excel 1500 S/W, árgerð ’88 (ekinn 8 þús.
mílur), og aðrar bifreiðarerverða sýndará Grensás-
vegi 9, þriðjudaginn 24. september kl. 12-15.
Ennfremur óskast tilboð í International Wayne stræt-
isvagn, árgerð ’82.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
j
r -
Vilt þú
verða
Ef þú...
+Ert fædd(ur) 1974, 1975 eða 1976
•k Vilt auka þekkingu þína á umheiminum
+Vilt kynnast skóla og fjölskyldulífi í öðru landi
þá er dvöl sem skiptinemi öruggléga eitt-
hvað fyrir þig!
Umsóknartími fyrir Ástralíu og Suður-
Ameríku er 20. september og fyrir
Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu 10.
október.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðu-
blöð fást hjá:
AFS Á ÍSMNDl
Alþjóðleg fræðsla og samskipti
LAUGAVEGUR 59. P.O. BOX 753 IS-121 REYKJAVlK. ICELAND
SÍMI 25450
Opiö milli kl. 14 og 17 alla virka daga.
I
4