Morgunblaðið - 22.09.1991, Page 20

Morgunblaðið - 22.09.1991, Page 20
20 . MOftGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUB 22. .SEPTEMBER 1991 Eðvald Hinriksson ásamt syni sínum Atla Eðvaldssyni. Myndina tók félagi Atla úr KR, Pétur Pétursson, á áttræðisafmæli Eðvalds nú í sumar. Hann er Eistlendingur og íþróttastjarna. Hann var foringi verndarlögreglu lands síns og sem slíkur lenti hann á stríðsárunum í útistöðum, bæði við Rússa og Þjóðverja. Hann varð að flýja er Rússar hernámu landið árið 1940. Hann tók aftur upp þráðinn innan verndarlögreglunnar er Þjóðverjar tóku Eistland. Þjóðverjar ákváðu síðar að skjóta hann en hann slapp við það og sat þess í stað í einangrun í fangelsi á annað ár. Á undra- verðan hátt tókst honum að flýja frá Eistlandi til Svíþjóðar á bát ásamt öðrum flóttamönnum rétt áður en Sovétmenn snéru aftur og hröktu Þjóðverja á brott. Sænsk yfirvöld framseldu marga eistneska flóttamenn til Sovétríkjanna árið 1945 og átti hann að vera einn þeirra. Rúss- ar sóttu fast á að fá hann þar sem hann var sagð- ur vita „of mikið“. Hann slapp fyrir liðsinni vin- samlegra Svía sem komu honum á 54 ára gamlan ryðdall, Rositu að nafni, sem sigla átti til Banda- ríkjanna. Skipinu var ætlað að hafa viðdvöl á Islandi, en ekki tókst betur til en svo að það stran- daði við Innri-Njarðvíkurhöfn. Flóttamaðurinn komst í land og síðustu 45 árin hefur hann alið manninn hér. Fyrsta árið var hann við þjálfun á Akureyri og því næst lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hann kynntist konuefni sínu, Sigríði Bjarnadóttur. Börn þeirra eru þrjú, þeir frægu knattspyrnukappar, Jóhannes og Atli og dóttirin Anna. Hér heima sætti Eðvald Hinriksson ofsókn- um frá hendi kommúnista, en hér gátu Rússar ekkert aðhafst annað en haldið uppi árásum sem engin áhrif höfðu. - segir Eðvald Hinriksson, sem átt hefur viðburðaríka ævi sem Eistlendingur og íslendingur eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur aga þessa manns er lygasögu lík- ust. Ósjálfrátt hvarflaði að mér efniviður reyfara eða góðra spenn- umynda þar sem ég sat á móti hon- um í þægilegri íbúðinni hans í Hafn- arfirði og hlustaði á frásögn hans. Hann hefur aldrei náð almennilegum tökum á íslensku svo að tengdadótt- irin Steinunn var mér til halds og trausts við túlkun. Eðvald Hinriks- son eða Mikson, eins og hann er gjaman kallaður af sínum nánustu, hélt upp á áttræðisafmæli sitt í sum- ar. Þrátt fyrir háan aldur og viðburð- aríka ævi heldur hann sér vel á lík- ama og sál og tveimur dögum eftir að viðtalið fór fram, var hann á leið úr landi, til Skotlands til að heim- sækja son sinn Jóhannes. Ég spurði hvemig hann færi að því að halda sér svo „ungum“. Hann brosti og benti mér á stórt og stæðilegt þrek- hjól, sem stóð á miðju íbúðargólfinu og þar með var það mál útrætt. Eistland Eistland er að hálfu minna en Island. Eistlendingar, sem eru ná- lægt 800 þúsund talsins, tala mál sem skylt er finnsku og höfuðborgin heitir Tallinn, sem jafnframt er hafn- arborg. Eistland naut sjálfstæðis á árunum milli stríða. Áður laut það rússneska keisaradæminu, en í seinna stríðinu, árið 1940, var það innlimað í Sovétríkin eftir að her- veldin höfðu til skiptis þrammað þar fram og aftur með allri þeirri ógn og skelfíngu sem því fylgir að vera vígvöllur í heimsstyijöld. Sú deild innan lögreglunnar sem Eðvald vann með nefndist PolPol. Hún var eins- konar leyniþjónusta Eistlands sem hafði það hlutverk að finna undirróð- ursmenn kommúnista - útsendara Sovétríkjanna, en hlutverk slíkra útsendara var að grafa undan lýð- ræði í Eistlandi og koma kommúnist- um til valda. Hvort stórveldið um sig þurfti hverju sinni að losna við andstæðinga þá sem fyrirfundust í landinu. Og til andstæðinga töldust að sjálfsögðu allir þeir, sem ekki vildu lúta skilyrðislaust því herveld- inu sem sat þar hvetju sinni, þar með taldir þeir sem hvorugu vildu hlýðnast. En nokkrum tókst að flýja. Eftir að hingað kom urðu íþróttirnar að hluta lifibrauð Eðvalds og árið 1962 rættist langþráður draumur hans um að opna sína eigin nudd- stofu. Uppeldið Eðvald Hinriksson fæddist í há- skólabænum Tartú í Eistlandi 12. júlí árið 1911. Tartú er næststærsta borg Eistlands á eftir höfuðborginni Tallinn. Faðir hans var venjuleg götulögga, en hélt til vígvallarins þegar sonurinn var fimm ára gam- all. Móðir hans vann mikið, eins og flestar eistneskar konur gerðu, sem líkt var komið fyrir. Níu ára gamall fékk Mikson sína fyrstu vinnu sem smali á búi föðurbróður síns. Einn fagran haustmorgun bárust fréttir um að faðir hans væri kominn heim úr fangabúðum Þjóðverja, en fjórum árum áður hafði móðirin fengið opin- bera tilkynningu frá yfírvöldum rússneska keisaradæmisins þess efn- is að maður hennar hefði fallið í orrustu. Sökum heilsubrests var hann ófær um að takast á hendur lögregluþjónsstarfíð, sem hann áður hafði gegnt. Þess í stað var hann gerður að varðstjóra á lögreglustöð- inni og það starf stundaði hann þar til þau hjónin ákváðu að festa kaup á matvörubúð. Eftir það unnu þau meira en nokkurn tíma áður. íþróttamaðurinn Níu ára gamall byijaði Eðvald að æfa íþróttir og á sínum tíma var hann í þremur landsliðum Eistlands, í knattspyrnu, íshokkí og körfubolta. íþróttir áttu hug hans allan, en heilsu föður hans fór stöðugt hrak- andi vegna vöðvarýrnunar og með árunum þvarr honum mjög máttur. Vegna þess neyddist Eðvald til að hætta í skóla svo hann gæti rekið áfram verslunina með móður sinni. Hann hélt þó áfram námi í kvöld- skóla. Læknar mæltu svo fyrir að faðirinn skyldi nuddaður tvisvar á dag. Nuddarinn var blindur maður, en mjög góður og hann kenndi mér helstu undirstöðulögmál nuddsins," segir Eðvald. „Eftir nokkra mánuði mátti sjá greinileg batamerki á föður mínum. Blindi maðurinn hafði gert kraftaverk. Ég hélt nú áfram starfi hans og nuddaði hendur, fætur og bak föður míns oft á dag. Fljótlega var hann kominn á fætur aftur og gat jafnvel unnið létt störf, bæði heima og í búðinni. Bati hans var mér mikil hvatning til að afla mér þeirrar þekkingar sem mögulegt var að öðlast á meiðslum af völdum íþrótta og alls konar lasleika í vöðv- um.“ Nítján ára gamall var Eðvald sendur til að gegna herþjónustu í hálft annað ár. „Þegar því tímabili lauk og ég kom heim aftur, varð ég að velja á milli þess hvort ég ætlaði að vinna við rekstur foreldra minna eða helga mig íþróttum. Ég kaus íþróttirnar." Föður sinn missti hann árið 1936, 57 ára að aldri, og móðir hans lést tíu árum síðar, 55 ára gömul.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.