Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 21

Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 21
Atvinnumennskan Árið 1933 var fyrsta hálfgildings atvinnufótboltaliðið í Eistlandi stofn- að, sem hét Estonia og hafði höfuð- stöðvar sínar í Tallinn. „Sama ár og starfsemin hófst komu þeir til Tartú til að keppa við liðið okkar þar sem ég var markvörður. Frammistaða mín þar hafði slík áhrif á atvinnu- mennina að stuttu eftir leikinn fékk ég skriflegt boð um að flytja til Tallinn og ganga í liðið. Launin, sem í boði voru, virtust mér sanngjörn og einnig var mér lofað góðu hús- næði. Við ræddum þetta vandlega heima. Foreldrum mínum þótti leið- inlegt að ég yrði að fara frá Tartú, en þau kröfðust þess að ég stjórnaði lífi mínu eins og mér sjálfum kæmi best. Formaður fótboltafélagsins var lögreglustjóri í Tallinn og hann stakk upp á því að ég tækist á hendur það starf sem faðir minn hafði áður stundað. Samtímis því að hafa knatt- spyrnuna að nokkru leyti að atvinnu gat ég gengið i Lögregluskólann í Tallinn, en þar var einnig besta æfingaaðstaða sem hægt var að hugsa sér. Brottför mín frá Tartú var mikilvægur atburður fyrir allt íþróttalíf í bænum. Ég var fyrsti íþróttamaðurinn úr héraðinu sem fékk tækifæri til að gerast atvinnu- maður í höfuðborginni. Ég varð því - nokkurs konar fyrirmynd annarra sem áttu sér sömu markmið og ég,“ segir Eðvald. Ættjarðarvinurinn Eðvald var boðið í Höfða þegar íslenskir ráðamenn skrifuðu form- lega undir stjórnmálasamband við Eistland, Lettland og Litháen þann 25. ágúst sl. Hvernig skyldi honum nú vera innanbrjósts eftir áratuga sjálfstæðisbaráttu Eistlendinga? „Ég gleðst yfir sjálfstæði ríkjanna þriggja. Ég gleðst með þjóð minni. I Eystrasaltsríkjunum er Jón Baldvin Hannibalsson hetja og nú verða Eist- lendingar að vera skynsamir. Ósk mín er sú að Eystrasaltsþjóðirnar fengju að vera hluti af Skandinav- íu,“ segir Eðvald. „Ég vil auðvitað sjálfstæði til handa öðrum lýðveldum innan Sovétríkjanna, en því miður gerast hlutirnar þar allt of hratt. Sá munur er á að Éystrasaltsþjóðirn- ar þekkja frelsið því þær bjuggu við það á milli stríða. En hvað vita hin lýðveldin um frelsi? Ekki neitt. Ég er hræddur við byltingar. Þess vegna segi ég að nú sé eitt erfiðasta tímabi- lið í sögu Rússlands," segir Eðvald og hann bætir því við að þó tala flokksbundinna kommúnista þar nemi 30 til 40 milljónum manna sé langt í frá að kommúnisminn sé heilög trú alls þess fjölda. „Það var bara ekki um neitt að velja. Menn urðu að ganga til liðs við flokkinn, ætluðu þeir sér á annað borð að komast til mennta og metorða." Og hann heldur áfram: „Kommúnista- stefna er ekki til í reynd. Þessir gömlu kommúnistar hafa lifað lúx- uslífí hingað til. Þeir hafa átt sín fínu sumarhús og haft þjónustufólk og hermenn allt í kringum sig til verndar. Þeir hafa verið svo langt yfir almúgann hafnir að þeir hafa hvorki treyst eiginkonum né mæðr- um sínum til þess að matbúa ofan í sig. Og þegar hátt settum komm- únistum, sem búið hafa við allsnægt- ir fram til þessa, er allt í einu vikið úr sessi, standa þeir eftir sem telj- ast þeim nákomnir og missa þar af leiðandi af þeim fríðindum sem þeir telja sig eiga rétt á, samkvæmt kerf- inu. Þarna liggur hættan á upplausn og því verða breytingarnar að ganga hægar fyrir sig. Það er ekki hægt að taka fáa útvalda og hengja fyrir ástandið og varla er hægt að ætlast til þess að dómsmálaráðherrann dæmi þessa menn því hann er vita- skuld sjálfur flæktur í málið.“ Hetjan og línudansarinn „Tveir menn keppast nú um vald- ið, Gorbatsjov og Jeltsin. Gorbatsjov er harður karl með stáltennur, en hann er líka mikill línudansari. Hann dansar eftir því hvernig vindurinn blæs hveiju sinni. Það sást til dæm- is eftir valdaránstilraunina þegar hann ætlaði sér að byggja upp aftur Kommúnistaflokk Sovétríkjanna, en þegar hann sá að Rússar voru á móti, breyttist hans afstaða skyndi- lega. Jéltsín er hetjan í augum unga T1 ORGtTfíBLÁ Öí ð'- S ÚN1^ élJág tíR ’ §2.‘ oí21 fólksins og hetjan í augum heims- ins. Það var hann sem stóð uppi í þinghúsinu þegar valdaránstilraunin var gerð og það var hann sem sagði að ef vilji hefði verið fyrir hendi, hefði hæglega verið hægt að ráðast inn í þinghúsið. En það voru Rússar í hernum og í lögreglunni, ættjarðar- sinnar eins og við íslendingar, sem gerðu sér grein fyrir því að ef þeir hefðu stigið það skref, þá hefði það kostað mörghundruð mannslíf. Valdaránsklíkan gat ekki stjórnað lengur. Rússar elska sitt land og sína þjóð og þeir hefðu verið miklir villimenn ef þeir hefðu drepið sam- landa sína við þær aðstæður sem þarna sköpuðust," segir Eðvald. Tækniaðstoð „Umfram allt verða vestræn ríki að vita í hvað peningarnir eiga að fara,“ segir Eðvald þegar hann var að því spurður hvort vestrænum ríkj- um bæri að hjálpa Sovétríkjunum efnahagslega. „Að mínu mati á ekki að hjálpa með beinum fjárframlög- um. Ef vestræn ríki vilja hjálpa á einhvern hátt, yrði það best gert með vöru- og matarhjálp og ekki síður með tækniaðstoð. Þá þarf að koma til veruleg minnkun heraflans, að mínu mati, en þess má geta að í Eistlandi einu og sér eru nú starf- andi um 600 þúsund Rússar sem allir eru í herþjónustu og starfa þar mestmegnis við stóriðju sem byggð hefur verið upp á undanfömum árum. Til samanburðar má geta þess að þegar Eistland var fijálst ríki var tala Rússa í Eistlandi um 100 þús- und. Og nú segir Jeltsín að semja verði um ný landamæri Rússlands og þeirra lýðvelda sem að landinu liggja þar sem að Rússar séu svo fjölmenn- ir annars staðar. Slíkur samningur myndi einfaldlega þýða að Rússland myndi taka hluta af Eistlandi og þar með okkar helstu auðlindir. Hann vill fá sneið af öllum þessum lýðveld- um og helst hafnarborgirnar líka. Og hvað gerist þá? Árið 1920 þegar friðarsamningur var undirritaður milli Eistlands og Rússlands voru jafnframt gerðir samningar um það að Rússar fengju afnot af höfninni í Eistlandi. Þeir sendu sína menn með vörum til þess að skipa um borð í höfninni og alltaf fór Rússum fjölgandi þar sem ekkert eftirlit var haft með fjölda þeirra af Eistlend- inga hálfu. Þessir menn voru um kyrrt í Eistlandi og stuðluðu að und- irrótsstarfsemi sem leiddi síðar til byltingar," segir Eðvald. „Pólitík er tóm lygi og kommún- istastefnan er liðin tíð,“ segir hann þegar ég spyr um hans pólitísku afstöðu. „Ég er búinn að fyrirgefa þeim mönnum núna sem gerðu mér lífið leitt hér uppi á íslandi því ég tel þá eiga bágt um þessar mundir. Hugsjónir þeirra hafa brugðist. Kommúnisminn hefur brugðist, en ég trúi því að þessir menn séu sann- ir íslendingar þrátt fyrir allt. Sú staðreynd blasir eftir sem áður við að hér á landi er eitt stærsta sendi- ráð Sovétríkjanna miðað við fólks- fjölda. Úr því að Sovétmenn eru svo afvegaleiddir efnahagslega verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort þar verði dregið úr starfsemi og eignir seldar eða hvort ætlunin sé að halda áfram njósnastarfseminni." íslendingurinn Eistland hefur verið mér allt síðan hina örlagaríku septemberdaga árið 1944,“ segjr Eðvald m.a. í niðurlags- orðum ævisögu sinnar sem út kom hjá AB árið 1988. „Ég hef nú búið á Islandi í meira en 40 ár, það er mitt heimaland og ég elska það heitt og hef mikla aðdáun á atorkumiklum og drenglyndum íbúum þess. Fjöl- skyldulíf mitt er ánægjulegt og syn- ir mínir hafa báðir komið fram fyrir íslands hönd sem knattspyrnumenn úti í heimi. Bráðlega mun hinu stormasama lífi mínu ljúka og þá langar mig að leggjast til svefns í moldu þessarar sögueyjar, lands hrauns, elds og frelsis. Ég hef gegnt skyldum mínum við Eistland, við hina ógæfusömu þjóð mína, eins og ég best hef getað. Ég hef einnig átt í því örlítinn þátt að vara hinar fijálsu þjóðir við glóandi hraunflóð- inu úr eldfjallinu mikla í austri, sem á sér það takmark að kaffæra jörð- ina alla.“ Ólafur M. Jóhasnnesson með námskeið um greinaskrif: E g lít á þetta sem fram- lag til íslenskrar tungu „FÓLK virðist hafa mikinn áhuga á að skrifa,“ segir Ólafur M. Jóhannesson, sem hefur efht til námskeiðahalds í ritun blaða- og tímaritsgreina og nefnir hann námskeiðið Hagnýt greinaskrif en Ólafur hefur einnig haldið fyrirlestra um þessi mál, m.a. við Háskóla íslands. „Ég hef fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki og það hefur mikið samband við mig út af þessu nám- skeiði,“ segir Ólafur. „Það er einkar gleðilegt að menn koma alls staðar að úr samfélaginu. Fólk sem er á kafi í félagsmálum, menn úr við- skiptalífinu og fólk sem hefur hug á blaðamennsku,“ segir hann. „Ég lít á þessi náinskeið öðrum þræði sem framlag til íslenskrar tungu og finnst sorglegt þegar fólk treystir sér ekki lengur til að skrifa stuttar fréttatilkynningar eða þarf að kaupa minningargreinar dýruin dómurn," segir hann. Ólafur segir aðspurður að hann leggi fyrst og fremst áherslu á að kynna fólki helstu gerðir greina- skrifa, uppbyggingu og framsetn- ingu ritaðs máls í fjölmiðlum. „Ég byggi námskeiðið á bókinni Það er leikur að skrifa sem kom út fyrir skömmu. í henni er fjallað um ritun blaða- og tímaritsgreina frá víðu sjónhorni. Ég ritaði bókina til að hafa áhrif á íslenskukennsluna á framhalds- og háskólastigi og tel að skipti máli að gefa ungu fólki kost á að skrifa blaða- og tímarits- greinar en ekki bara ritgerðir, sem eru vissulega mjög nauðsynlegar sem undirbúningur undir háskóla- nám. Það fara bara ekki allir í há- skóla. Menn fara til allrar hamingju í önnur fög og þurfa ef til vill frem- ur á því að halda að geta tjáð sig í fjölmiðlum og komið frá sér stutt- um fréttatilkynningum í bæklingum og fréttabréfum en akademískum ritgerðum. Ég vona að bókin og námskeiðið breyti þessu viðhorfi til íslenskukennslunnar þannig að hún verði meira í takt við tírnann," seg- ir hann. Kórskóli fyrir börn og ungl- inga í Langholtskirkju í vetur Kórskóii fyrir börn og ungl- inga tekur til starfa í Langholts- kirkju í október. Kennslugreinar verða tónfræði, tónheyrn og nótnalestur, raddþjálfun og sam- söngur. Kennsla fer fram tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 17-18 og 18-19, og verður þátttakendum skipt í tvo hópa eftir tónlistarþekkingu. Mætir hvor liópur tvisvar í viku. Vetrarstarfinu verður skipt í tvær annir og hægt verður að innrita sig á annað námskeiðið eða bæði. „Skólinn verður sambærilegur við forskóladeildir tónlistarskólanna að öllu öðru leyti en því að þar verða nemendur ekki undirbúnir undir nám í hljóðfærðaleik heldur nám á sitt eigið hljóðfæri sem er röddin,“ sagði Jón Stefánsson kant- or og annar tveggja kennara við skólann. Jón Stefánsson. Hann sagði að með skólanum væri stefnt að því að byggja upp úrvals barna- og unglingakór með þátttakendum sem fengið hefðu þjálfun í nótnalestri og raddbeit- ingu. Hann sagðist halda að ekki hefði áður verið gerð tilraun með skóla af þessu tagi hér á landi en benti á að erlendis væri mikil áhersla lögð á tónlistarþekkingu. ' Kórstarfið ynnist hraðar og betur ef kórfólk hefði fengið þjálfun í nótnalestri og raddir þeirra væru tilbúnar til að taka við þjálfun. Sagði Jón að Kór Langholts- kirkju myndi flytja Mattheusar- passíu um næstu páska en gælt væri við þá hugmynd að barna- og unglingakórinn tæki þátt í flutningi verksins. Auk Jóns Stefánssonar mun Signý Sæmundsdóttir kenna í Kórskólanum. Aldurstakmark í skólánn er átta ár. P E R L A N Með opnunarsýningunni hlaut Perlan vígslu sem listagallerí. Þeirri starfsemi verður haldið áfram. LISTAMENN sem hafa áhuga á að sýna verk sín í Vetrargarði Perlunnar eru hvattir til að senda inn umsóknir sem fyrst. Mikill áhugi er fyrir því að koma upp samsýningu á skúlptúr og höggmyndum nú í haust. Upplýsingar gefur Stefán Sigurðsson í síma: 620204. Komið í Perluna og kynnið ykkur möguleika hússins. tra, PERLAN á Öskjuhlíð • 125 Reykjavík • Pósthólf 5252 Fax 620207 • Sími 620200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.