Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 23
MÓÍtÖUNBLAÐIÐ MINNINGAlt ÖUNNUDAGUR 22. SÉPTEMBER 1991 þegar hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Áma Þór Jónssyni, þann 30. júní 1951. Samheldni þeirra hjóna og kærleikur þeirra í millum var einstakur og af því að öll litum við upp til þeirra, er okkur nær að halda að með elsku sinni og vináttu hafi þau í raun bætt öll hjónabönd í Kolbeins-fjölskyldunni. Segja má að þau hjón hafi ekki einasta gefið okkur mikið, því þau gáfu þjóðfélaginu 6 myndarlega og góða þjóðfélagsþegna. Öll börn þeirra hjóna hafa verið þeim til mikils sóma og hafa nú öll lokið langskólanámi og eru því vel í stakk búin tii að takast á við lífið. Barnabörnin eru orðin 13, auga- steinar ömmu sinnar og mikið hlakkaði hún til að fylgjast með vexti og þroska þeirra. Við trúum því að þótt hún sé ekki lengur á meðal okkar, þá fylgist hún með okkur og það sefar sárustu sorgina að trúa staðfastlega. Já, það er trú okkar og vissa að ævistarf hennar hafi skilað þjóðfélaginu miklu. í langri sjúkdómsbaráttu hennar sýndi og sannaði Árni, að kærleik- urinn og ástin til sinnar heittelsk- uðu eiginkonu yfirsteig á stundum alla þjáningu og oft töldum við Árna allt að því framkvæma krafta- verk. Umhyggja hans og frábær hjúkrun helsjúkri eiginkonu mun aldrei líða okkur úr minni. Nú skulu honum færðar innilegar þakkir fyr- ir allt það góða, sem hann gerði fyrir elsku systir. Minningar liðinna ára líða um hugann, ljúfar, góðar og fagrar sem eru okkur hjónum svo kærar, að ekki er hægt að deila þeim með öðrum. Minningar sem við munum ylja okkur við nú þegar Hanna er horfin okkur, yfir móðuna miklu. Haustlitir færast yfir móður jörð, blöð falla af greinum sínum, náttúr- an sefur uns sól hækkar á lofti, og það er haust í okkar sinni, en trúin á algóðan Guð veitir okkur blessun og við vitum að einnig í hugum okkar mun hækkandi sól færa nán- ustu ættingjum hennar Hönnu yl og deyfa sárustu sorgina, sem nú ríkir með okkur öllum. Megi algóður Guð gefa Árna og bömunum þeirra líkn í þeirra miklu sorg, gefa þeim sólina aftur þótt nú hafi dregið ský fyrir sólu. Bless- uð sé minning góðrar konu. Kata og Maggi Þegar vindar haustsins feyktu burt laufi tijánna, þá kom kallið hjá Jóhönnu Kolbeins. Hún sem hafði barist svo hetjulega við þann vágest sem þó að lokum bar hana ofurliði. Jóhanna var félagsvera og naut Minning: Fæddur 8. september 1945 Dáinn 16. september 1991 Þórhallur Már eöa Tóti eins og hann var gjarnan kallaður var fæddur á Akranesi og ólst hann þar upp. Móðir hans er Sigríður Sig- mundsdóttir. Kynni okkar Tóta hóf- ust 1969 er leiðir okkar lágu saman í prentsmiðjunni Gutenberg. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá honum frekar en öðru fólki. Mér segir svo hugur að oft hafi hann staðið með vindinn í fangið þó svo að alltaf hafi hann getað leitað skjóls ef hann vildi. En vind- inn lægði. Hann kvæntist Hafdísi Ágústs- dóttur og eignuðust þau saman þrjú börn. Þau slitu samvistir. Áður hafði hann átt tvö börn. Hann veitti börnunum sínum mikla hlýju, enda hændust þau mjög að honum. Tóti var einn af þeim mönnum sem ekki var að trana sér fram. Hann var hæglátur og vildi fá að vera út af fyrir sig. Er verið var að ræða um hin ýmsu mál á vinnu- sín vel með fjölskyldu sinni og vin- um. Hún rækti frændsemina mun betur en gerist og gengur hjá fólki. Hún bauð og henni var boðið, enda kátt á hjalla þar sem hún var. Heimili þeirra hjóna bar vott um það hversu snyrtileg og háttvís hún var. Allt í röð og reglu og aldrei kastað til höndum, hvort sem var við eldamennsku, hannyrðir eða annað. Aldrei heyrði ég Jóhönnu blóta eða hallmæla nokkrum manni, enda búin þeim bestu mannkostum, að vera heiðarleg í hvívetna. Þetta fundu börnin og hændust þau mjög að henni, svo og hún að þeim. Enginn hefur j'eynst Jóhönnu betur en eiginmaður hennar Árni Þór, sem af öllum mætti hjálpaði henni og studdi hana í baráttunni við sinn sjúkdóm. Ég bið góðan Guð að geyma Jó- hönnu og styrkja Árna Þór og hans fjölskyldu á þessari sorgarstundu. Magnús Halldórsson Mig langar í örfáum orðum að minnast ástkærrar frænku minnar og föðursystur, Jóhönnu Kolbeins. Jóhanna, eins og ég kallaði hana yfirleitt, var mikil sómakona. Hlýj- an sem umlauk hana birtist öllum. Hún átti sjálf stóran barnahóp en samt var nóg rúm fyrir okkur öll hin. Börnin voru henni allt. Hún lifði fyrir börnin sín og nú á seinni árum barnabörnin. Áhugamál Jóhönnu voru marg- vísleg. Hannyrðirnar áttu þó stóran þátt í lífi hennar, peysur sem barna- börnin og fleiri skarta í dag, bera vott um fallegt handbragð hennar. Mér eru minnisstæðar ferðirnar mínar á hjólinu úr Vesturbænum og upp á Fjölló. Eftir skóla hjólaði ég af stað og alltaf lumaði Jóhanna á einhveiju góðgæti handa táp- miklu unga fólkinu. Oft var þéttset- ið við borðstofuborðið og vorum við mörg sem fengum notið hlýju og væntumþykju þessarar mætu konu. Minningarnar hrannast upp. Ein er þó sagán sem stendur upp úr. Jóhanna sagði mér hana sjálf og hafði alltaf gaman af að endurtaka hana og minna mig á. Þegar ég lítil stúlka kom í pössun snemma á morgnana, dragandi bangsann minn á eyranu. Ég skreið syfjuð og stúrin upp í rúm þeirra hjóna og kúrði mig. Jóhanna vorkenndi bangsanum mínum, meðferðinni á iitla „barninu“ mínu. Svona var hún, hafði nóg pláss í hjarta sínu íýrir okkur öll. Minningamar eru óteljandi og söknuðurinn sár en minningin um Jóhönnu lifir í hugum okkar sem þekktum hana. Ragnheiður Þóra staðnum virti hann hinar ýmsu skoðanir annarra, án þess þó að vera alltaf sammála. Oft urðu um- ræður svo heitar að farið var yfir strikið og átti hann þar sinn hlut að máli, enda voru allir hlutir nefnd- ir réttum nöfnum. Það kom fyrir að hann setti menn út af „sakra- mentinu" í einhvern tíma, en alltaf kom hann aftur og sagði: „Erum við ekki vinir.“ Hann vildi engum illt. Það eru margar og góðar minn- ingar frá þeim tímum er hann spil- aði á gítarinn sinn og söng. Toppur- inn var á árshátíðum er lagið var tekið með hljómsveitinni og jakkan- um sveiflað aftur á bak. Þar var hann á heimavelli. í sínum veikindum stundaði hann vinnu meðan heilsa og kraftar leyfðu eða þar til í apríl sl. Hann var vel studdur af unnustu sinni, Sigrúnu Elfu, sem vakti yfir hveiju fótmáli hans, nótt sem dag, uns yfir lauk. Tóta er sárt saknað af vinnufé- lögum. Hann var einn af þeim Vertu hjá mér, halla tekur degi, Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi. Þegar enga hjálp er hér að fá, hjálparlausra líknin, vert mér hjá. (Stefán Thor.) Mig langar að minnast mágkonu minnar, Jóhönnu Kolbeins, er lést að heimili sínu 14. þ.m. Jóhanna var fædd í Reykjavík 24. febrúar 1930, dóttir hjónanna Hildar og Þorvaldar Kolbeins prent- ara, en þau eru bæði látin. Hanna, en það var hún kölluð, var elst tíu barna þeirra og kom þess vegna oft í hennar hlut að veita hjálp við heimilisstörfin. Er hefðbundinni skólagöngu lauk hóf hún störf á Hressingarskálanum. Hanna giftist Árna Þór Jónssyni póstfulltrúa 30. júní 1951 og var hjónaband þeirra ástríkt og gott. Þau eignuðust sex börn. Börn þeirra eru Björg, kennari, gift Vernharði Gunnarssyni; Jón Stefán, skrif- stofumaður, kvæntur Ingibjörgu A. Hjálmarsdóttir, hjúkrunarfræð- ingi; Hildur, kennari, gift Magnúsi Halldórssyni, húsgagnasmið; Þor- valdur Kolbeins, byggingaverk- fræðingur, kvæntur Guðfinnu Emmu Sveinsdóttur, kennara; Sveinn Víkingur, rafmagnsverk- fræðingur, kvæntur Lilju Sigrúnu Jónsdóttur, lækni; Sigrún, hjúkr- unarfræðingur, sambýlismaður Einar Haraldsson, lyfjafræðingur. Barnabörnin eru þrettán. Margar voru ánægjustundjrnar á fallega heimili Hönnu og Árna á Fjölnisvegi 13 og síðaf í Miðleiti 7. Þar hafa þau búið síðan um ára- mót 1985. Fínlegur smekkur henn- ar, góðvild, glaðværð og umhyggja fyrir gestum og heimilisfólki var í öndvegi. Fáa þekki ég er ræktuðu frændgarð sinn eins vel og Hanna gerði. Hún sá um að fjölskyldan kæmi saman á hátíðardögum og var þá glatt á hjalla enda fjölskyld- an stór. Hanna háði harða baráttu við krabbamein en missti aldrei móð- inn. Hún var auðvitað ósátt við þessi örlög sín en hún barðist uns yfir lauk. Ég minnist þess með virðingu hvaða æðruleysi hún sýndi óg þakka fyrir að hafa fengið að deila með henni þessum tíma. Það voru margar útréttar hendur til hjálpar þegar byrðin var sem þyngst. Þar voru hendur lækna, hjúkrunarfræð- inga, eiginmanns, barna og systk- ina hennar er gerðu allt til að veita henni lið. Hér vil ég sérstaklega minnast á líknarhendur Heima- hjúkrunar. Það starf er til fyrir- myndar. Bænin um betri líðan og iengri frest fyrir Hönnu mágkonu. Við vorum bænheyrð en á annan hátt mönnum sem var „typa“. Minningin um góðan dreng og einlægan dreng geymum við í huga okkar. Jón Hermannsson Þegar farið er um Suðurgötuna á Akranesi er ekki hjá því komist að líta húsið nr. 108 þar sem það stendur í skjóli rykháfsins mikla. í þessu húsi bjuggu sæmdarhjónin Elísabet og Þórhallur bæjarfógeti um langan aldur og í þessu húsi, í kærleiksríku skjóli þeirra, ólst upp skólabróðir og æskuvinur okkar, Þórhallur Már, sem lést mánudag- inn 16. september eftir harða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Það var í þessu húsi sem ungur drengur uppgötvaði snemma leyndardóma bókaskápanna í stofunni, að ekki sé minnst á ritsöfnin í kvistherbergi frænda, Basil fursta, Manninn með stálhnefana, Tarzan og fleiri. Það var líka í þessu húsi sem sami drengur sló fyrstu R & B hljómana á píanóið, syngjandi Long Tall Sally og Tuttu Frutti hástöfum með undr- andi og hrifna félaga allt um kring. Stundum var barið að dyrum og amma eða þá afi, í fógetavestinu með gylltu hnöppunum, gægðist inn og bað nafna sinn að fara mýkri höndum um hljóðfærið og endilega hætta þessum • hottintottasöng. Líklega óraði bæjarfógetann ekki fyrir að nokkrum árum seinna yrði en eigingirni okkar óskaði. Hennar beið annað verkefni. Guð ræður og við lútum því í einlægni. Ég byijaði minningarbrot mín með sálmaversi. Ég enda þau með versi úr sama sálmi, því mér finnst það eiga svo vel við þessa elskulegu konu sem hér er kvödd að sinni. Með þér geðrór mæti ég hveiju fári, með þér verður sæla í hveiju tári. Skeyti dauðans skelfist ég ei þá. Skjöldur minn, ó, Jesú, vert mér hjá. Guð varðveiti hana og styrki eig- inmann hennar og ástvini. Rósa Þorláksdóttir Enn hefur dauðinn höggvið stórt skarð í fjölskylduhóp okkar og ger- ist nú skammt stórra högga á milli. Nú féll í valinn sómakonan Jóhanna Kolbeins, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir þeim illvíga og mann- skæða sjúkdómi sem herjar svo mjög á fólk og fáir sleppa lífs úr þeim hildarleik. Jóhönnu er nú sárt saknað af þeim öllum sem til henn- at' þekktu, en sérstaklega þeim sem næst henni stóðu. Jóhanna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp lengst af í Meðalholti 19 hjá foreldrum sínum, Hildi Þor- steinsdóttur og Þorvaldi Kolbeins, prentara. Hún var elst 10 systkina og má geta nærri að gæsla yngri systkina tnuni hafa lent að miklu leyti á hennar herðum enda kom fljótt í ljós hvað í hana var spunnið. Ung að árum kynntist hún móð- urbróður mínum, Árna Þór Jóns- syni, póstvarðstjóra í Reykjavík. Felldu þau fljótt hugi saman og gengu í hjónaband þann 30. júní 1951 og hófu þau búskap á Fjölnis- vegi 13 og bjuggu þar á meðan þau voru að koma upp börnum sínum, sem voru 6 talsins og komust þau öll vel til manns enda myndarleg og mannvænleg í alla staði. Jó- hanna varð fljótt dugandi húsmóð- ir, en þó heimilið væri jafnan stórt og gestagangur mikill var eins og hún hefði ekki svo mikið að gera svo vel vannst henni allt sem hún þurfti að gera. Á heimilinu -var líka faðir Árna, Jón Stefánsson, þá orð- inn aldraður, og var mjög natinn við að líta eftir ungu börnunum, en Jóhanna lét sér mjög annt um hann. Hann dvaldi á heimili sonar síns og tengdadóttur á meðan hann lifði og andaðist þar aldraður. Börn Jóhönnu og Árna eru þessi: Björg kennari, fædd 28. nóvember 1951. Hún er gift Vernharði Gunn- arssyni kennara og garðyrkjumanni og eiga þau eitt barn; Jón Stefán fulltrúi, fæddur 31. mars 1953, kvæntur Ingibjörgu H. Hjálmars- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þijú börn; Hildur kennari, fædd 21. júní. 1954, gift Magnúsi Hall- þessi sami drengur söngvari og gítarleikari í vinsælli hljómsveit. Þannig tengist allt í minning- unni, Þórhallur, bækurnar, píanóið og ástríki fósturforeldrana. Brátt eru liðin 30 ár síðan leiðir okkar skólasystkinanna í Gagnfræðaskóla Akraness skildu eftir gagnfræða- próf vorið 1962. En þegar við minn- umst skóladaganna mun Þórhallur örugglega koma fram í huga okk- ar, ekki vegna þess að hann fer fyrstur okkar ferðina miklu, heldur vegna þess sem hann var, ljúfut' ÞórhallurM. Sig- mundsson prentari _____________________________23 dórssyni húsgagnasmið og eiga þau þijú börn; Þorvaldur Kolbeins verk- fræðingur, fæddur 4. júlí 1958, kvæntur Guðfinnu Emmu Sveins- dóttur kennara og eiga þau tvö börn; Sveinn Víkingur verkfræðing- ur, fæddur 10. október 1959, kvæntur Lilju Sigrúnu Jónsdóttur lækni og eiga þau tvö börn; Sigrún hjúkrunarfræðingur, fædd 24. ág- úst 1964, gift Einari Birgi Haralds- syni lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn. Böm Jóhönnu og Árna voru þannig sex talsins og barnabörnin orðin þrettán og áttu þau alltaf athvarf hjá ömmu og afa, þannig að það er ekki lítið ævistarf sem liggur eftir þessa konu sem fellur í valinn aðeins 61 árs að aldri. Auk þess voru fjölskyldur stórar á báða bóga og oft tilefni til gestaboðs hjá Jóhönnu og Árna og var þá vel tek- ið á móti öllum. Við hjónin áttum því láni að fagna að halda góðum vinskap við þau hjón alla tíð og voru það góð kynni, bæði heimsóknir á báða bóga og sérstakiega eru minnisstæðar sólarlandaferðir sem við fórum saman í mörg ár. Það mun hafa verið á árinu 1982 að í ljós kom að Jóhanna var orðin sjúk af þeim illkynja sjúkdómi sem að lokum dró hana til dauða. Fóru þau hjónin þá að líta eftir húsnæði sem mundi henta þeim betur í langvinnum veik- indum og í janúar 1985 fluttu þau í Miðleiti 7, en þá var Jóhanna búin að liggja og gangast undir aðgerðir á Borgarspítalanum. Hún lá marg oft á Borgarspítalanum eftir það og naut umhyggju lækna og starfsfólks spítalans alveg til hins síðasta og í banalegunni heima sl. ár naut hún sérstakrar aðhlynn- ingar heimahjúkrunar og gerði þetta allt henni kleift að geta dval- ist heima til liinstú stundar og var hún mjög þakklát fyrir það. Það var lfka aðdáunarvert að sjá hve mikla umhyggju Árni Þór og börnin sýndu henni í banalegunni.' Allf' þetta m.a. gerði henni unnt að dvelj- ast heima til hinstu stundar og andaðist hún umvafin ástúð fjöl- skyldunnar aðfaranótt 14. septem- ber sl. Jóhanna var glæsileg kona, kát og léttlynd, lagði alltaf gott til mála og var vinsæl af öllum sem til þekktu. Hún var ákaflega natin við börn, sem hændust að henni. Er nú skarð fyrir skildi hjá mörg- um. Við Guðrún sendum Árna Þór og börnunum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum algóðan Guð að styðja. þau og styrkja á þessum erfiðu tímum. Jóhanna verður jarðsett frá Foss- vogskirkju mánudaginn 23. sept- ember kl. 15.00. Stefán Bogason og oft barnslega einlægur og hrekk- laus. Hann var góðum gáfum gædd- ur, átti auðvelt með nám, sér í lagi tungumál, en skorti sjálfsagt metn- að til að afreka á því sviði. Hann var sílesandi bækur um alla skap- aða hluti og þessvegna oft dálítið seinn fyrir á morgnana. Fljótlega eftir gagnfræðapróf hélt hann til Þýskalands og hóf nám í ljósmynd- un og þar gerðist hann líka söngv- ari í R & B hljómsveit sem leiddi til þess að við heimkomuna nokkr- um árum síðar gekk hann til liðs við hijómsveitina Tóna,' þar sem Chuck Berry og hans líkar voru í hávegum hafðir. Þórhallur bjó í Reykjavík og þar lærði hann prentiðn eins og bóka- manni sæmdi. Þar fæddust börnin hans og þar lifði hann ástir, ham- ingju og sorgir. Við hittumst sjaldan gömlu, fé- lagarnir, en þeir fáu fundir og stöku heimsóknir eru því minnisstæðari. Á fimm ára fresti frá því gagn- fræðaskóia lauk hafa skólasystkinin hist og þar mætti Þórhallur ævin- lega glaður og hress. Þá fór hamrí oft á kostum þegar hann lék og söng gömlu uppáhaldslögin. Þótt Þórhallur væri glaðvær að eðlisfari, var hann jafnframt dulur, sífellt leitandi svara um lífið og tilveruna. Við vottum öllum aðstandendum ' hans samúð á sorgarstundu. Megi minningin um góðan dreng lifa. Fyrir hönd skólasystkina í GSA, Jón Trausti Hervarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.