Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991
miðlunarblað, skrifast fyrst á og
rætt síðan saman í síma. Þarna
var það að hittast í fyrsta sinn!
Síðan gekk umræðan út á hvað
píslirnar sáu við þungar konur og
hvers vegna þeir vildu slíkar konur
umfram aðrar. Þyngdarmunurinn
á fólkinu var slíkur að það virtist
með ólíkindum að karlarnir skyldu
lifa það af er konumar fóru að
knúsa þá í sjónvarpssal. Þetta virt-
ist mér vera gott dæmi um firring-
una og vitleysuna sem Bandaríkja-
menn eiga til. En þetta reyndist
vera rétt að byrja.
„Við tók næsta dag atriði sem
var með ólíkindum. Settur var upp
hnefaleikahringur innan um alla
áhorfendurnar og þar gengu inn
smókíngklæddi kynnirinn, feiti
dómarinn í röndóttu fötunum og
klæðalitla fegurðardrottningin
með númeraspjöldin. Þarna voru
sem sé að hefjast átök. Þrenn
slagsmál voru á dagskrá. Fyrst
áttu að beijast 25 ára gamlar tví-
burasystur sem höfðu ekki talast
við í heilt ár vegna misklíðar um
einhvern kjól. Annar slagurinn var
milli tveggja nágranna á sextugs-
aldri frá Pennsilvaniu. Annar átti
3 hunda og hinn hafði átt 8 ketti,
en þeir voru nú orðnir 6 talsins
vegna þess að hundarnir vom farn-
ir að leggjast á kettina og éta þá!
Þriðja og síðasta glíma kvöldsins
var slagur hörundsdökkra
mæðgna, sem báðar voru risavaxn-
ar á hæð og þverveginn. Móðirin
var 55 ára og dóttirin 23 ára. Þær
slógust vegna þess að sú gamla
hafði stungið undan dóttur sinni
24 ára kærasta hennar. Og þar
sem þær börðust, sat pilturinn á
fremsta bekk og hélt með þeirri
gömlu! Slagsmálin voru þannig, að
fyrst börðu keppendur hveijir aðra
með tvöföldum boxhönskum og til
að tryggja að enginn slasaðist al-
varlega var bardagafólkið gert út
með eyrnaskjól og hjálma. í öðru
lagi gekk slagurinn út á að sprauta
súkkulaðidrullu hver á annan og
sá sigraði þá lotu sem varð fyrri
til að fiðra andstæðinginn. í þriðju
lotu áttu keppendur að reyna að
koma keppinautnum ofan í
drullukar. Auðvitað var svo drulla
líka á gólfinu, en plastdúkur var
breiddur yfir áhorfendur. Yfir
þessu skemmti fólk sér konunglega
og það var látið fylgja sögunni,
að yfirleitt stæði fólkið brosandi
upp úr rimmunum og sættist heil-
um sáttum og það væri jú æski-
legra heldur en að fólkið væri að
bæla í sér reiði sem myndi ef til
að því frægara sem fólkið var,
þeim mun elskulegra var það og
laust við allan hégóma. Áður en
ég snéri mér að viðtals- og
skemmtiþáttunum sat ég með
stjórnendum þáttar sem heitir
„Life with Regis and Cathy Lee“,
sem er svona notalegur morgun-
þáttur hjá ABC. Það eru allir í
góðu skapi og ekki allt of mikill
fíflagangur.“
„Síðan var röðin komin að tveim-
Það nýjasta, óvinir sprauta
drullu hvor á annan og sá vinnur
sem fyrr fiðrar hinn.
Hermann Gunnarsson í einum frægasta morgunþætti í USA, „Good Morning America" ásamt
stjórnendum þáttarins, Charles Gibson og Joan Linden. Á innfelldu myndinni: Með Phil
Donahue, einum vinsælasta viðtalshauk bandaríska sjónvarpsins.
STARFSFRÆÐSLA
Hemmi Gunn kynnti sér
gang mála fyrir vestan haf
Það styttist í að sjónvarps-
maðurinn góðkunni Hermann
Gunnarsson fari af stað með nýja
syrpu af hinum vinsælu þáttum
sínum, „Á tali hjá Hemma Gunn“.
Skjótt verður meira að segja fimm-
- Hugasti þátturinn á dagskrá og
hefur því verið fleygt að sá þáttur
verði sérstaklega athyglisverður
án þess að það sé nánar skilgreint
á þessu stigi málsins. Hermann
hefur ekki setið auðum höndum í
sumar, heldur er hann nýkominn
heim úr þriggja vikna reisu til
Bandaríkjanna. Þar var hann í
nokkurs konar „strafsfræðslu“
eins og hann orðar það sjálfur hjá
stóru sjónvarpsstöðunum ABC,
NBC og CBS. Morgunblaðið tók
Hermann tali og spurði hann um
tilurð þessarar ferðar og hvað
segja megi að komið hafi út úr
henni.
„Þetta byijaði nú þannig, að ég
kynntist Olafi Jóhanni Olafssyni
síðasta vetur er ég fór vestur um
haf og tók við hann viðtal. Það
vita allir íslendingar hvaða maður
það er og hvað hann hefur náð
langt. Þá bar það á góma hvort
ég hefði ekki áhuga á því að kom-
ast inn á gafl hjá hinum stóru sjón-
varpsstöðvum, sjá hvernig haldið
er utan um hlutina þar. Slíkt hefur
alltaf verið draumur minn sem fjöl-
miðlamaður, en að sama skapi fjar-
lægur draumur. Svo hitti ég Olaf
aftur í sumar og þá impraði hann
á þessu aftur og ég tók vel í það.
Hann fór þá að toga í spotta og
óðar var ferðin á dagskrá og fyrir
um mánuði síðan hélt ég vestur
um haf vopnaður bréfi frá RUV
þess efnis að ég væri í rauninni
þessi Gunnarsson sem um væri
rætt! Það opnuðust fyrir mér allar
dyr og mér var tekið með ólíkind-
um vel hvar sem ég fór.“
Fyrstu tveir þrír dagarnir fóru í
það að vinsa úr hvaða þætti ég
hefði mestan áhuga á því að fylgj-
ast með og ég byijaði á fréttaskýr-
ingarþætti sem heitir „Good morn-
ing New York“. Svo var það „Good
Morning America", sem er einn
virtasti og vinsælasti morgunþátt-
urinn í Norður Ameríku. Það er
tveggja klukkustunda bein útsend-
ing og við hana starfa 120 manns.
Þeim þætti stjórnar Jack Reilly og
Gene Linden og Charles Gibson
eru kynnar. Þetta var allt saman
stórfróðlegt og gaman að hitta
frægar stjörnur á borð við rithöf-
undinn Sidney Sheldon og leikar-
ann Tom Selleck og þar sannaðist,
ur stómöfnum í viðtalsbransanum,
Geraldo hét sá fyrri sem ég mætti
hjá og hinn frægi Phil Donahue
var sá síðari. Geraldo þessi er rúm-
lega fimmtugur og harður karl.
Hann er yfirleitt að fást við vanda-
mál í þáttum sínum og getur verið
fullágengur. Þannig hefur verið
ráðist á hann í beinni útsendingu.
Hann hefur hins vegar verið að
missa niður um sig, því nýlega
komu út æviminningar hans sem
snúast að mestu um þær konur
sem hann hefur náttað sig með
síðan að hann skildi við eiginkonu
sína. Þetta hefur ekki fallið í kra-
mið og Geraldo á í vandræðum
þessa daganna.
„En segja má að þá hafi ég fyrst
farið að sjá fjör og furður er ég
mætti í þáttinn hjá Donahue. Eftir
hann bað karlinn mig afsökunnar,
ég hefði hitt á þennan tíunda hvern
þátt þar sem reiknað væri með því
að stjómandinn færi gjörsamlega
yfír strikið og að teflt væri fram
til að blása glæðum í áhuga áhorf-
enda, en baráttan um þá er ógur-
leg. Þama mættu sex manns, þijár
konur, þær þyngstu sem ég hef
séð og þrír karlar, einhveijar mestu
píslir sem ég hef séð. Þetta fólk
hafði kynnst í gegn um hjúskapar-