Morgunblaðið - 22.09.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991
27
vill enda með voðaverknaði síðar.
Svona uppákomu varð ég sem sagt
vitni að í virtum viðtalsþætti á
bandarískri sjónvarpsstöð.
Enn hélt dagskráin áfram. Ég
fylgdist með að hluta til þætti með
hinni frægu Baröru Walters, en
það er þáttur sem gengi ekki á
íslenska vísu. Hún fer alveg inn í
kvikuna á viðmælendum sínum,
nema að henni sé vel við þá, þá
hlífir hún þeim. Ég var ef til vill
spenntastur fyrir því að kynnast
David Letterman, sem er með
klukkustundar langan blandaðan
skemmtiþátt hjá CBS um mið-
nætti. Þetta er vinsælasti þátturinn
af þessu tagi í Bandaríkjunum og
Letterman hefur verið að í tíu ár.
Arsenio Hall sækir mjög á, en
Letterman hefur enn vinninginn.
Ég tók eftir því að þættirnir eru
ekki í beinni útsendingu og menn
urðu undrandi er ég sagði þeim
að heima á Islandi væru svona
þættir sýndir beint. Letterman er
fínn karí, en óhætt er að segja að
hann geri ósköp lítið. Þeir eru ijór-
ir sem skrifa fyrir hann handrit
og aðrir fímm ganga um með spjöld
með textum. Auk þess gerir hann
í því að láta eins og hann viti ekki
neitt í sinn haus. I byijun þáttar
eru tveir náungar að reita af sér
brandara og þegar hann er sjálfur
kominn á svið fer annar brandara-
karlinn á stjá, tveggja metra rum-
ur, og lætur öllum illum látum.
Hann þeysir um allt með spjald
sem segir hvenær á að klappa og
menn klappa þótt ekki væri fyrir
annað en að þeir eru óttaslegnir
við ruminn." Én hvað með hetju-
dýrkun Bandaríkjamanna, er hún
þama á fullri ferð?
„Já, já. eg bjó á einu af betri
hótelum New York og það varð
uppi fótur og fit þegar Mr. Reilly
og Mr. Letterman voru að hringja,
bara til að staðfesta að þetta eða
hitt væri klárt. Hver var hann eig-
inlega þessi Gunnarsson? Það liðu
ekki nema tveir dagar frá því að
fyrstu skilaboðin af þessu tagi
bárust til min, að ég fékk sérstakt
boðskort frá hóteleigandanum um
að snæða með honum prívatkvöld-
verð! Og þriðja hvem dag var sér-
stök móttaka fyrir svokallaða
V.I.P’s. Þetta voru hanastél og
snakksamkundur fyrir ríkasta og
frægasta fólkið sem á hótelinu bjó
hveiju sinni. Og þama var auðvitað
reiknað með Mr.Gunnarsson í öll-
um herklæðum! En hann mætti
sjaldan.“ En var hægt að draga
einhvem lærdóm af þessari ferð?
„Vissulega, en ekki þó efnislegan.
Það var að vísu undur að sjá alla
tæknina, alla peningana og allan
mannskapinn sem fylgja hveijum
einasta þætti þarna. En við þurfum
ekki að standa kengbognir í
samanburði. Þarna ultu upp marg-
ar hugmyndir sem ultu burtu jafn
harðan, því þær eru óframkvæm-
anlegar á íslandi og sumar meira
að segja þess eðlis að það hæfði
betur að loka hreinlega sjónvarp-
inu en að innleiða þær. Hugarfar
Bandaríkjamanna og íslendinga er
gerólíkt. Carson gamli á „The ton-
ight show“ hefur verið eins í 30
ár en á íslandi getur ekkert í þess-
um bransa gengið svo lengi án
breytinga. Svo er annað, hann er
dálítið yfirþyrmandi þessi glans
allur. Það er ekkert þarna sem
heitir menning og listir, hvað þá
samkeppni um slíkt á milli stöðva.
Fólkið virðist eingöngu ganga fyr-
ir léttmeti, svona þáttum eins og
ég hef lýst og'síðan sápuóperum
og kvikmyndum." Munum við sjá
gerbreyttan þátt hjá Hemma Gunn
nú í haust?
„Ætli það. Eitt er þó víst að ég
mæti til leiks vissari en fyrr að við
erum á réttri braut og eigum litla
samleið með Bandaríkjamönnum í
efnisvali. Svo er eitt, mér hefur
oft verið legið á hálsi fýrir að vera
með alls konar fíflagang, ýmist í
þættinum, eða annars staðar.
Svona tilgangslaust sprell. Þama
úti sá ég að það er alger barnaleik-
ur miðað við það sem best gengur
þar um slóðir. Það er gott að vita
það.
TÍSKA
20 ný módel sýndu
FFyrir skömmu útskrifaði Unnur I liðið fimmtudagskvöld í Naustkjall-
Amgrímsdóttir^ 20 nemendur aranum og eru meðfylgjandi mynd-
úr Módelskólanum. í tilefni áfang- ir frá þeim vattvangi. Þarna sýndu
ans var efnt til tískusýningar síðast | nýju módelin nýjustu vetrartískuna.
VIGSLUR
Busar í kaffi
o g kökum
Verslunarskólinn fagnar ekki
busum sínum með ofbeldi eins
og margir hinna menntaskólanna
gera. Þeir em ekki tolleraðir, ekki
baðaðir í lýsi eða skyri eða látnir
anda að sér reyk í lokuðum sturtu-
klefa. Nei, það era öllu heilbrigðari
og mannlegri aðfarir í Versló. Ný-
nemum er boðið upp á kaffí og
kökur ásamt léttum skemmtiatrið-
um eins og sjá má af meðfylgjandi
myndum sem teknar voru á dögun-
um, er eldri nemendur Versló tóku
á móti busunum sínum.
► 1 ► ruccA
1 ^ ;%} i ja
1
‘ ( 1 U L L
◄
I
◄
I
◄
I
►
I
►
I
►
I
►
FÆÐUBÓTAEFNIÐ
FÆST LOKSINS Á ÍSLANDI
FRÁ ÖRÓFI ALDA HEFUR YUCCA PLANTAN VERIÐ
MIKILVÆGUR HLEKKUR í FÆÐUKEÐIU INDÍÁNA
NORÐUR-AMERÍKU, OG HAFA ÞEIR KALLAÐ HANA
GULL EYÐIMERKURINNAR, ENDA TÖLDU ÞEIR
AÐEINS VATN MIKILVÆGARA. ÚR PLÖNTUNNI
HEFUR NÚ VERIÐ UNNIÐ FÆÐUBÓTAREFNIÐ
YUCCA GULL
HVAÐ GERIR YUCCA GULL FYRIR ÞIG?
■ HREINSUN:
YUCCA GULL INNIHELDUR EFNI SEM ER TALID HAFA
HREINSANDI ÁHRIF Á MELTINGARFÆRIN OG
RISTILINN OG LOSA UM ÚRGANGEFNI SEM
LÍKAMINN HEFUR EKKI HREINSAÐ SIÁLFUR.
■ GIGT:
YUCCA GULL ER TALIÐ DRAGA ÚR GIGTAREINKENN-
UM - RANNSÓKNIR í BANDARÍKIUNUM SÝNDU
VERULEGAN BATA H|Á 85% GIGTARSIÚKLINGA SEM
NOTUÐU YUCCA GULL
■ STREITA:
YUCCA GULL ER TALIÐ DRAGA VERULEGA ÚR
STREITU OG STYRKIA LÍKAMANN
■ HAGSTÆTT VERÐ:
DAGSKAMMTUR ER 2 TÖFLUR Á DAG, SEM TAKA
MÁ INN KVÖLDS EÐA MORGNA. EITT GLAS AF
YUCCA GULLI MEÐ MÁNADARSKAMMTI
KOSTAR AÐEINS 490,-
SVIPAÐ UC 2 SÍCAKETTUPÁKKAR.
4
I
◄
I
-W GREIÐSLUKORT
EINKAUMBOD A ISLANDI: PÓSTKRÖFUÞIÓNUSTA
beuRi#ip
LAUGAVEGI 66, 101 R.VÍK. SÍMAR: 623336, 626265
◄