Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 8
8 C
MORÓÚIÍBLAÐIÐ
MANNUFSSTRAUMAR sunnúdagur 22. septembeii 19»
SIDFRÆDI/ Hvenær slœr
hugsunarklukkán 12?
FreJsið er barn
tilvUjumr
HEIMSPEKINGURINN og stœrð-
fræðingurinn René Descartes
(1596—1650), sem er frægur fyrir
að hafa fundið upp-hnitakerfið og
sagt: Cogito ergo sum, eða ég
hugsa, þess vegna er ég, hafði
þann skemmmtilega sið að liggja
í rúminu til hádegis og hugsa. Það
varð honum að tjóni að ráða sig
til kennslu hjá Svíadrottningu
seint á sinni ævi. Drottningin vildi
fá kennslu klukkan nákvæmlega
5 sérhvern morgun, og aumingja
Ðescartes dó mánuði síðar með
bláa bauga undir augum.
Eg mun aldrei ráða mig til starfa
hjá Svíadrottningu, en ég get
vel hugsað mér að liggja í rúminu
til hádegis og íhuga í anda Descart-
es. Ég vaknaði einn sunnudagsmorg-
un og varð hugsað
til þessa heimspek-
ings, og ákvað að
stilla vekjaraklukk-
una, sem nú hlaut
nafnið hugsana-
klukkan, á 12.00.
Á náttborðinu var
blað, blýantur, bók,
sími og klukkan.
Sólin skein inn um gluggann og jám-
brautarlest brunaði hjá og flautaði.
íhugunarefnið átti að vera frelsið.
Tími og tilviljun mætir öllum. Til-
viljunarkennd lífsins gerir það að
verkum að við getum aldrei verið
fullviss um gang þess. Tilviljunin
gerir lífið bæði spennandi og hættu-
legt. Það má reikna út gang himin-
tunglanna, en gangur mannlegrar
tiktúru er óútreiknanlegur. Öruggt
má telja að sólargangurinn verði með
öllum mjalla á morgun, en það er
öldungis óvíst hvort einstaklingur,
sem gaf sitt heilaga loforð í gær,
haldi það í dag eins og um var sam-
ið. Þórbergur benti á þetta í samtali
sínu við Matthías, í kompaníi við
allífið. „Einu sinni var það hugsjón
mín að vera eins áreiðanlegur og
stjómendur náttúrulögmálanna. Ég
var að reyna að efna öll mín loforð
á þeirri mínútu, sem ég hafði lofað
að efna þau. Ef ég lofaði að koma
klukkan níu að kvöldi, þá kom ég
nákvæmlega klukkan níu o.s.frv. Svo
fór mér að ganga hálfilla að halda
þetta, en það munar sjaldan miklu,
við skulum segja svona álíka og því,
að sólin kæmi upp tíu mínútum
seinna en hún á að koma upp að
réttu lagi. Fólk er orðið skelfilega
eftir Gunnor
Hersvein
" Lausnin er: cnzymol
JVýrt í Evrópu
i
EUQO-HAIB
á Islandi
■ Engin hárígræðsla
■ Engin gerfihár
■Engin lyfjameðlerð
■ Einungis timabundin notkun
Eigid hár rned hjálp lífefha-arku
(D91 -676331e.kM6.oo
Landsbyggð M.,
Ármúla 5.
Viðskiptaleg fyrirgreiðsla og ráðgjöf
fyrir fólk og fyrirtæki á landsbyggð-
inni og í Reykjavík.
Sími 91-677585. Fax: 91-677586.
Pósthólf: 8285,128 Reykjavík.
Umboósmaóur óskast
Útgáfufyrirtæki leitar að
hæfum umboðsmanni til að
kynna og sjá um dreifingu
á nýjum og nýstárlegum
póstkortum. Verður að tala
ensku. Sendið svör inn á
auglýsingadeild Mbl. merkt:
„U -9816“
NYTT SIMANUMER
PRENTMYNDAGERÐAR (MYNDAMÓT);
ósköp óorðheldið.“ (149.) En áður
hafði meistarinn spurt: „Hvemig
heldurðu, að færi nú, ef pólitískir
flokksleiðtogar á íslandi ættu að
stjóma sólarganginum? Heldurðu
ekki, að gangur hennar yrði nokkuð
dyntóttur?" (148.)
Tilviljunin mætir ekki sólinni,
heldur mönnum. Það má segja að
gangur sólarinnar sé fyrirfram
ákveðinn, en það er ekki hægt að
segja hið sama um gang mannlífs-
ins. Ef allt væri fyrirfram ákveðið,
væri ekkert rúm fyrir frelsið. Sólin
hefur ekkert frelsi, en það hafa
mennimir. Það er svo skrýtilegt, að
hið smáa skuli hafa nokkuð sem hið
stóra ekki hefur. Ef líf mannsins
væri eins og gangur sóiarinnar, væri
það tilbreytingarlítið og viðburðar-
snautt. Sólin heilsar stjörnunum dag
hvem og kveður þær að kvöldi í ei-
lífri rás tímans. Ég er sannfærður
um að sólin, hneppt í fjötra lögmál-
anna, þrái ekkert heitar en tilviljun-
ina. „Aðeins ef eitthvað óvænt gerð-
ist í dag,“ hugsar hún. Frelsið á sér
nefnilega upptök í tilviljuninni, og
sólin myndi rífa sig upp og svífa á
braut nýrra veralda ef henni yrði
gefið frelsi.
Maðurinn, að hinu leytinu, er svo
heppinn að eiga frelsið allt í brjóst-
inu, og ekkert getur sett hann í
hlekki nema hann sjálfur. Einstakl-
ingar ganga jafnan sporbrautir
mannlífsins hugsunarlaust, en sumir
fara út af sporinu til falls eða frægð-
ar.
Hugsunin er stjómin í sporvagni
mannsins, og hún getur stýrt vagnin-
um inn á nýjar brautir. Vagninn
stöðvast aldrei. Hann er alltaf á ferð,
og rennur hindrunarlaust sína teina,
en spor mannsins eru mörg, og hugs-
unin getur með aðstoð viljans, víxlað
yfir á næstu sporbraut. Lífíð er óend-
anlega margar sporbrautir, sem við
getum valið um. Sorgin felst í því
að menn hafa tilhneigingu til að
hjakka í sama farinu, eða standa í
sömu sporum, svo ég noti viðeigandi
líkingarmál.
Hvar er frelsið? Það er í bijóstinu,
það er í vitundinni, það er innra með
mönnum og enginn getur stolið því.
Frelsið er ekki síst í hugsuninni. Þar
á það heima. Stundum fer það ekki
út, heldur hangir inni alla daga, og
horfir út um glugga augnanna.
Stundum læðist það út og tiplar á
tánum í skuggalegu hverfi. Stundum
er það hrakið inn með refsivendi
valdhafans. Stundum brýst það út
um rimlaglugga og neitar að láta
loka sig inni á nýjan leik.
Frelsið er afl. Það er meginkraftur
sálar og hugsunar. Það verður ekki
kveðið niður. Það getur fengið sér
blund, en þá fljóta menn sofandi að
feigðarósi. Vakið, og hugið að frels-
inu! Ef heimurinn væri án tilviljunar,
þá gætu einstaklingar ekki valið sér
hlutverk. Þeir yrðu að sinna því hlut-
verki sem þeim væri skapað. Það
væri ekkert val, aðeins nauðsyn. Við
fengjum úthlutað sporbaug til að
fylgja í eilífum spíral endurtekning-
arinnar. En í heimi sem hefur tilvilj-
unina að forsendu, eru börn getin
af einskærri tilviljun og persónur
þeirra hafa ekkert fyrirfram ákveðið
hlutverk í heiminum. Þær eiga ekki
að gera neitt. Náttúran ætlaði þeim
ekkert sérstakt hlutskipti, og einmitt
þess vegna eru þær ftjálsar. Þær
hafa fijálst val. Þær geta valið sér
sporbraut eftir íhugun og mat. Einn-
ig gætu þær valið að vera værukær-
ar og látið aðra velja fyrir sig.
Sókrates fetaði öruggur braut
heimspekinnar allt sitt líf, en í fang-
elsinu efaðist hann og skipti snarlega
inn á sporbraut ljóðlistarinnar. Mikið
er frelsi mannsins! Sólin, á hinn bóg-
inn, getur ekki valið sér stjömur til
að skína á. Mikil eru lögmál alheims-
ins!
Sunnudagsmorgunninn er á enda
og sólin eltir enn hinn ósýnilega og
stærðfræðilega sporbaug á röndum.
Hugsunarklukkan er hætt að telja
mínútumar í hljóði og gólar 12. Desc-
artes stígur fram úr rúmina árið
1649, og ég neyðist til að hverfa frá
frelsinu. Síminn hringir. Ég legg blý-
antinn frá mér og svara. Svíadrottn-
ing er í símanum.
Speki: Ég er ekki bundinn neinu,
en ég er háður öllu.
SÁLARFRÆDI/Leió ir sy?idin til
skilnings? ___
Adam og Eva
FRÁSAGNIR Biblíunnar skipa stórt rúm í hugum flestra ef ekki
allra kristinna manna, hvort sem þeir telja sig sanntrúaða eða ekki.
Síst er það að undra. Við lærðum margar þeirra í bernsku meðan
hugurinn var enn móttækilegur og gljúpur og ímyndunaraflið frjótt.
Margar voru spurningar okkar við þessum undariegu og áhrifa-
miklu sögnum. Flestum þeim spurningum er líklega ósvarað enn,
þrátt fyrir ötula viðleitni prestanna.
Ein hinna áhrifamiklu frásagna
er sagan um Adam og Evu.
Þau voru fyrstu mannverurnar á
jörðinni, forfeður mannkyns, sköp-
uð af guði, annað af mold, hitt úr
rifbeini. Himna-
faðirinn fékk þeim
til bústaðar aldin-
garðinn Eden,
öðru nafni Para-
dís. Þar lifðu þau
í allsnægtum í
eftir Sigurjón sakleysi bemsk-
Björnsson unnar og þurftu
ekkert fyrir lífinu
að hafa og enga ábyrgð að bera.
Einungis einn hængur var á: Af
einu tré máttu þau ekki eta, skiln-
ingstré góðs og ills. Maður skyldi
ætla að vandalaust hefði verið að
hlíta þessu banni, því að nóg væri
viðurværið. En þá er það sem djö-
fullinn í líki höggorms freistar
Evu. Hann telur henni trú um að
hættulaust sé að eta af trénu.
Raunar sé það æskilegt, því að þá
verði þau jafnvitur guði. Og Eva
etur af trénu og gefur Adam bita.
Þá bregður svo við að þau upp-
götva að þau eru nakin og taka
að hylja blygðun sína. Guð kemst
vitaskuld að þessari óhæfu og
bregst illa við. Hann rekur þau út
úr aldingarðinum og þar með hefst
baslið. Þau verða að strita sér til
lífsyiðurværis og Eva má ala böm
sín með þraut.
Víst er þessi saga stórkostleg
lýsing á þroskasögu mannsins,
sögð á einföldu myndmáli.
Adam og Eva eru bömin sem
við öll höfum verið. Guð er for-
eldravald og forsjá. í upphafi
þekktum við ekki mun á réttu né
röngu, góðu né illu. Við vissum
einungis hvað mátti og hvað var
bannað. Meðan við kunnum ekki
skil á réttu og röngu var synd
ekki til í huga okkar. Syndin verð-
ur til með skilningnum. Athyglis-
vert er til hvaða uppgötvunar skiln-
ingurinn leiðir fyrst samkvæmt
þessari frásögn: Uppgötvun nekt-
ar, blygðunar og mismunar kynja.
Maðurinn uppgötvar mennsku sína
og hann verður jafn guði. Barnið
fullorðnast og þá á það ekki lengur
heima í foreldrahúsum, því að það
verður sjálft foreldri. Nú ber það
eitt ásamt maka sínum alla ábyrgð,
alla kvöl og alla völ. Mælikvarði
góðs og ills, rétts og rangs verður
hér eftir hjá því sjálfu og eitt ber
það sina nekt.
Ef ég hverf aftur í tímann og
set mig í spor sjálfs mín fyrir rúm-
lega hálfri öld, hvað skyldi ég þá
hafa hugsað og hvers skyldi ég
hafa spurt? Af hveiju var guð
svona harður? Hefði hann ekki
getað valið þeim vægari refsingu
eða jafnvel fyrirgefið þeim? Hafi
ég hugsað þannig hefur mér vissu-
lega yfirsést að hér er verið að tjá
m