Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 9
, MQRGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUÐAGUR 22. SEPTEMBER 1991 !« LÆKNISFRÆDI///vat skal hann lengi lifa? Ufog dauði FLESTUM tegundum jarð- arbúa hefur náttúran af- skammtað hámark langlífis. Hingað og ekki lengra! En fáir einir komast í mark. Tökum það dæmi sem okkur stendur næst - manninn. Frá vöggu til grafar er honum hætta búin af sjúkdómum og slysum og þrátt fyrir allar varúðarráð- stafanir og að- stoð við sjúka og særða fellur margur frá löngu áður en hans tími ætti að réttu lagi að vera kominn. En jafn- vel þeir sem ná langt og verða ellidauðir sem kallað er deyja ekki úr elli, með öðrum orðum ekki af því einu að þeir eru búnir að lifa lengi heldur vegna þess að á efri árum gerast dánarorsakir æ fleiri og ágengari og ekki þarf nema smágust til að fella hin feysknu tré. Eitthvað á þessa leið tala menn og skrifa nú á dögum og spá því, að ef krabbamein og sjúkdómar í blóðrásarfærum hyrfu af sjónar- sviðinu fyrir tilverknað læknavís- indanna yrðu nýmakvillar líklega algengustu dánarmein í hárri elli. En hvað sögðu vísir menn um líf og dauða fyrir tæpum hundrað árum? Hér fara á eftir glefsur úr bókarkafla eftir erlendan lækni sem Guðmundur Björnsson, síðar landlæknir, íslenskaði og birti í tímaritinu Eir sem hann og tveir starfsbræður hans gáfu út árin 1899 og 1900. „í fæðingunni mætir barnið svo hörðu að líkja má við verstu pynd- ingar; en af þessu veit það ekki, það sefur. Þá fyrst er það er í heiminn borið vaknar það til lífs- ins og fer að verða vart við blítt og strítt ... í fæðingunni ræður náttúran lögum og lofum. Ef hún væri ein í ráðum mundi dauðinn líka vera þjáningalaus engu síður en fæðingin. Þá er lífs- skeiðið er á enda fer hin lifandi vera sofandi í dauðans faðm, svo framarlega sem náttúran fær að ráða. Þegar frá upphafi heillar jörðin til sín hinn lifandi líkama. En lík- aminn hefur afl, það er orkar á móti aðför jarðarinnar. í upphafi er þetta afl svo máttugt að líkam- inn þróast og þroskast; en þeim tíma eru takmörk sett, hann end- ar við þrítugsaldur. Þá hefst nýtt tímabii og stendur yfir um önnur þijátíu ár; á þeim tíma helst fullt afl og þroski. Þá kemur að því að aflið tekur að þverra en jörðin hefur aldrei sleppt tökum og herð- ir hún nú aðsóknina. Líða nú tutt- ugu eða þijátíu ár, linast vörn lík- amans dag frá degi og fer svo að lokum að jörðin ber sigur úr býtum og felur hann máttþrota og andvana í skauti sínu. í fljótu bragði má svo virðast Guðmundur Björnsson land- læknir. sem hinum lifandi verum sé gefinn meðfæddur varaforði af æðra og annars konar afli en því er matur og loft halda við í líkamanum, en enga vitum vér sönnun á því aðra en þá að meiri máttur er í ungum mönnum en gömlum. Það eitt vit- um vér fyrir víst að allir eiga að deyja; dauðinn er jafn-eðlilegur og lífíð. Hann er oss velkominn gestur þá er hið afmarkaða skeið er runnið á enda og lífíð að þrot- um komið. Þá svæfír hann öldung- inn værum blundi og leggur hann hóglega og blíðlega til hvíldar í skaut jarðarinnar.“ Svipaðar hugrenningar hafa væntanlega kveikt vísukomið hans Sigurðar frá Brún sem hann nefnir Kvöldbæn: Fel þú mig, Svefn, í svörtum, þykkum dúkum sveipa mig reifum löngum, breiðum, mjúkum; réttu svo strangann þínum þögla bróður. Þá ertu góður. eftir Þórarin Guðnoson Tilvonandl fermingarbörn atliugió! Það er hægt að fermast borgaralega. Skálaferð 19.-20. okt. nk. Innritun í síma 73734. Ný sendina D'ómu- og herrasloppar. Glæsilegt úrval. Einnig velúrgallar. Gullbrá, Nóatúni 17, sími 62U217. sögulega staðreynd í lífi hvers manns. Brottförin úr Eden er óum- flýjanleg staðreynd. Hlutverk höggormsins er kannski öllu tor- skildara e.t.v. einkum vegna þess að við höfum vanist því að líta á hann sem óvin, holdtekju hins illa. En þegar að er gáð er hann nauð- synlegur til þessarar sögu. Án hans hefði ekkert gerst. Maðurinn hefði aldrei orðið maður. Freist- andi er að líta á hann sem fulltrúa eðlishneigðanna sem vakna úr dvala á vissu aldursskeiði. Þá er hlutverk Evu ekki síður merkilegt. Venjulegast hefur verið að líta á undanlátssemi og óhlýðni hennar sem merki um veikleika. En má ekki alveg eins segja að forvitni hennar hafi verið upphaf viskunn- ar? Opnunartími: Föstudaga kl. 13-13. Laugardaga kl. 10-16. AOradagakl. 13-18 Steinar, Karnabær, Sonja, Vinnufatabúðin, Partý, Bombey, Strikið, Kókó/Kjaliarinn, Stúdíó, Saumalist, Theodóra, Árblik, Blómalist, Karen og Madam FRÍn KAFFI - VIDEÓHORN FYRIR BÖRIM -ÓTRÚLEGT VBW Fjö/di fyrirtækja - gífur/egt vöruúrva/ Með/águ verði, mik/u vöruúrvaiiogþátttöku fjöida fyrirtækjahefurstór- útsö/umarkarðurinn svo sannar/ega s/eg/ð ígegn og stendurundirnafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.